Vísir - 02.04.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 02.04.1964, Blaðsíða 11
V1 S I R . Fimmtudagur 2. apríl 1964. n a wmoR&ers a V/AfíM • WBLCOM£. SOOtíA P£5œöY£R SPSSPö TOY/APP ■ Jh'E SŒRR. '*íJ/£:í íT& MIS5 CiiVíz AHP KÍR&Y, fill P.tóUT. b&itef saocrr A M&55ÁSE OFF TOmsURFACB S'WPS. c Q D D D D D □ D D D D D D D D D D D FRÆGT FÓLK Leikkonan Patrica Wymore, ekkja og einasti erfingi Errols Flynn tilkynnti fyrir skömmu yfirvöldunum, að víst hefði maður hennar látið eftir sig um 3 milljónir dollara, gallinn væri bara sá, að hann hefði SKULDAÐ minnst 15 milljón- D D D D D D D D D D D □ D □ D D D □ D D D D E D D Errol Flynn ir. Svo að aumingja Patrica getur ekkj einu sinni borgað skatta af „eigum“ Flynns, en þeir munu vera um 4 milljónir. Eitt af slúðurblöðum París- ar sagði nýlega að franska skáldkonan Francoise Sagan, hefði fengið aðstoð hjá Anna- bellu Buffet, konu málarans Bernards Buffet, við að skrifa margar af bókum sínum. □ □ a □ n □ □ n Q n Q Q Q Q a Q Q Q Q Q Q O Q G Q □ Q D D D □ □ D D D D D D D D D D Q Q Q D Q Q D Q n D Q D D D Q Q Q Q □ D D Q D D n D Q O D Q D D Q D D D Francoise Sagan. Vinir Francoise spurðu hana hvort hún hefði í hyggju að höfða mál, en hún neitaði því. Mér er alveg sama þó að þeir segi að hún hafi hjálpað mér. En ef þeir fara að segja að ÉG hafi hjálpað HENNI, við að skrifa HENNAR bækur, þá fer ég í mál á stundmni. Stúdentar Parísar hafa nefni- lega sýnt önnubellu þann vafasama heiður að veita henni verðlaun þau er þeir gefa fyrir lélegustu bók árs- ins. Það fór heldur illa fyrir 16 ára gömlum „töffara“ sem ætlaði að fremja sitt fyrsta rán í París ekki alls fyrir löngu. Hann var auðvitað klæddur eftir hinni sígildu „töffaratízku", f þröngum gallabuxum og peysu. Hann kom með miklum bægslagangi inn f verzlun eina, tilkynnti háum rómi: — Þetta er rán, peningana eða lífið. Og svo þreif hann byssuna. En galla- buxurnar voru þvf miður svo þröngar, að það var sama hvað pilturinn rembdist, hann gat ómögulega náð hóíknum upp. Eigandi búðarinnar horfði brosandi á bröltið, og tók sig loks til og hjálpaði piltinum. Skömmu síðar af- henti hanti svo lögreglunríi hinn misheppnaða ræningja, og þeir herramenn keyrðu hann heim til pabba og mömmu, eftir að hann hafði lofað statt og stöðugt og vera nú góður drengur f framtíð- inni. Theodors í Stórholti eftir Hall grím frá Ljárskógum, Aðvörun á F.iðum eftir Gísla Helgason í Skógargerði, Blessuð sértu sveitin mín eftir Sigurjón Snjólfsson, Bréf frá Birni Jónssyni ritstjóra til Sveins Sveinssonar, íslands- þættir eftir Steindór Steindórsson Orlof húsmæðra eftir Huldu Á. Stefánsdóttur, Eldhúsþáttur Gengið í dans eftir Sigríði Thorla cius, Dægurlagaþáttur, fram- haldssaga o.fl. Valin tónverk Dómnefndir þær sem ákveða hvaða tónverk skuli flutt á nor- rænni tónlistarhátíð í Helsinki f haust, hafa nú lokið störfum. Þessi íslenzku tónverk voru kjör in: Til flutnings á kirkjutónleik- um: Ostinato fyrir orgel eftir Pál ísólfsson og „Örgelmúsík" eftir Jón Þórarinsson. Á kammer- tónleikum: „Kadenzar" eftir Leif Þórarinsson. Á hljómsveitaftón leikum: „Punktar“ eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og forleikur inn „Hekla“ op. 52 eftir Jón Leifs en það verk verður þar frumflutt og þarf til þess að sameina hljóð færaleikara úr tveim helztu hliómsveitum borgarinnar. Jussi Jalas stjórnar. Norræna tón- skáldaráðið og Tónskáldafélag Finnlands standa fyrir þessari há tíð. Rip og Julia veifa glaðlega til flugmannanna, þegar þeir renna vélinni yfir bátinn. Það er ung-- frú Clieve og Kirby, segir flug- maðurinn feginn. Það er bezt að láta skipin vita. Og innan skamms brunar tundurspillir á fullri ferð f áttina til þeirra. 21.15 Raddir skálda: Ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og smásaga eftir Björn Ólaf Pálssön 22.10 Kvöldsagan: „Sendiherra norðurslóða", þættir úr ævisögu Vilhjálms Stefáns sonar eftir Le Bourdais 22.30 Djassþáttur 23.00 Skákþáttur 23.35 Dagskrárlok Sjónvarpið Fimmtudagur 2. apríl 16.30 Do you know 17.00 My Little Margie 17.30 Password 18.00 Science in Action 18.30 True Adventure 19.00 Afrts news 19.15 The Telenews Weekly 19.30 My Three Sons 20.00' Hootenanny 21.00 Perry Mason 22.00 The Edie Adams show . 22.30 Mystery Theater 23.00 Afrts Final Edition news 23/15 The Steve Allen show Mimiingarspjöld Minningarspjöld Sjálfsbjargar fást á eftirtöldum stöðum: í Reykjavík: Vesturbæjar apótek Melhaga 22, Reykjavíkur ápótek Austurstræti, Holts apótek Lang t holtsvegi, Garðs apótek Hólm- garði 32, Bókabús Stefáns Stefáns sonar Laugavegi 8, Bókaverzlun ísafoldar Austurstræti, Bókabúð in Laugarnesvegi 52 Verzlunin Roði Laugavegi 74 Minningarspjöld Blómsveiga- sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá Áslaugu Ágústsdótt ur, Lækjargötu 12, Emelíu Sig- hvatsdóttur Teigagerði 17 Guð- finnu Jónsdóttur Mýrarholti við Bakkastíg. Guðrúnu Benedikts- dóttur, Laufásvegi 49, Gufrúnu Jóhannesdóttur, Ásvallagötu 24, og Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar. Stjórnmála- samband Spáin gildir fyrir föstudag- inn 3. apríl. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú ættir að gæta allra möguleika í sambandi við starfa þinn, því slíkt gæti haft heilla- vænleg áhrif á framtíðina. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að notfæra þér hjálp og ráðleggingar annarra til að beina starfi þínu inn á enn árangursríkari brautir. Óróðlegt að fikta við peningabrask. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Dagurinn er mjög heppi- legur á sviði fjármálanna, sér- staklega viðskiptalega. Óvænt aðstoð annarra gæti reynzt bet- ur heldur en í fyrstu mætti vænta. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Dagurinn sérstaklega heppileg- ur fyrir krabbamerkinga til að sýna öðrum fram á hvað í þeim býr. Þú ættir samt ekki að ögra yfirboðurum þínum. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Það sem þú kannt að taka þér fyrir hendur í dag gæti orðið til þess að skapa enn meira ör- yggi á sviði efnahagsins. Þú munt uppskera ávöxt erfiðisins eftir skamman tíma. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú átt auðvelt með að vekja athygli fólks á hinum þroskuðu og ágætu hugmyndum þfnum. Það er undir þér komið að gera málin sem skýrust. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú ættir að vera sem mest á ferli og vekja athygli þeirra á þér, sem gætu ef til vill orðið þér að liöi. Þér er ráðlegt að hafa ávallt stjórn á tilfinning- um þínum. Drekinp, ;^4)i^j1^Ij22. nóvj.: 1 Þú ert vel að því kominn eftir | drjúgt dagsverk að skemmta þér vel þegar kvölda tekur. Sneiddu hjá þeim, sem eru of tilætlunarsamir í þinn garð. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Reyndu að finna heppileg verkefni fyrir hinar frumlegu tilhneigingar þínar f dag. Vera kann að þú þarfnist aðstoðar öflugs aðila til að hrinda hug- myndum. þínum í framkvæmd. Steingeitin, 22. des. til 20. jan. Þú ættir að halda áfram við að einbeita þér að þessu hug- ræna vandamáli, sem þú hefur átt við að stríða að undanförnu, lausnin kann að vera skammt undan. Vatnsbe-' :n, 21. jan. til 19. febr.: Það eru ýmis atriði í lffi þfnu, sem þú vildir helzt að væru ekki á almanna vitorði. Það er sérstaklega mikilvægt eins og sakirnar standa. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þeir vinir þínir og kunn- ingjar sem þú hefur treyst til þessa ættu að geta verið við hendina í dag þegar aðstoðar er þörf. Forðastu öfgar. Ríkisstjórnir íslands og Mexico hafa ákveðið að taka upp stjórn málasamband sín í milli í þvf skyni að efla vinsamleg tengsl beggja landa á sviði menningar og viðskipta. Hefur ríkisstjórn * íslands ákveðið, að ambassador Islands í Washington Thor Thors verði jafnframt ambassador ís- iands f Mexico, og veitt sam- þykki sitt til þess, að ambassador M$£ctHhí jLondon V'Ahtbnio Ár- rnehdSrfe vérði ambafesádor Méx- ico á Islandi. Styrkir Danska menntamálaráðuneytið býður fram tvo styrki handa ís- lenzkum stúdentum eða kandidöt um til háskólanáms f Danmörku námsárið 1964-1965. Styrkirnir verða veittir til átta mánaða og nema 640.80 dönskum krónum hvor á mánuði, auk þess sem greiddar eru kr. 50 vegna ferða- kostnaðar í Danmörku. Styrkboð ið er háð því skilyrði að fjárlaga heimild fáist. Umsóknum um styrki þessa skal komið til ipenntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 15. apr Í1 n.k. og skulu fylgja staðfest af- rit prófskfrteina svo og með- mæli. Tilskilin umsóknareyðu- blöð fást í menntamálaráðuneyt- inu. Blöð og tímarit Heima er bezt aprílhefti þ.á. er komið út. Efni: Brennið þið vitar eftir St. Std., Guðmundur Utvarpið Fimmtudagur 2. apríl Fastir liðir eins og venjulega 13.00 „Á frívaktinni" sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalín) 14.40 „Við sem heima sitjum" (Vigdís Jónsdóttir skólastj.) 15.00 Síðdegisútvarp 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna. 20.00 Af vettvangi dómsmáL anna (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari) 20.20 Islenzkir tónlistarmenn kynna kammerverk eftir Jo hannes Brahms, V. þáttur Ruth Hermanns og Ásgeir Beinteinsson leika sónötu í d-moll fyrir fiðlu og píanó op. 108 20.40 Hugleiðing um ævintýra- skáldið H. C. Andersen eft ir Þorstein Stefánsson rit- höfund. Friðjón Stefánsson þýðir og flytur 20.55 Einsöngur: Richard Crooks syngur \ Þér sáuð jú að ég var að fara að gera eitthvað kjánalegt. Af hverju biðuð þér ekki þar til ég var búin að því?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.