Vísir - 02.04.1964, Blaðsíða 9
VlSIR . Fimmtudagur 2. aprfl 1964.
9
Gunnat Thoroddsen fjármálaráðherra
KJARADOMUR
A skömmum tíma hafa opin-
berir starfsmenn fengið ýmsar
umbætur á högum sínum og
kjörum. Skulu hér nefndar þrjár
þeirra:
1) í stað einhliða ákvörðunar
ríkisins um kaup og kjör með
launalögum, fengu þeir viður-
kenndan samningsrétt með kjara
samningalögunum frá 1962.
Þetta hafði verið krafa og bar-
áttumál Bandalags starfsmanna
rikis og bæja um langan aldur,
en ekki fengizt fram, fyrr en í
tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessi
samningsréttur hefur verið tal-
inn mikilsverður áfangi í rétt-
indabaráttu opinberra starfs-
manna.
2) í kjölfar kjarasamningalag-
anna kom víðtæk lagfæring á
launum opinberra starfsmanna.
Sú launahækkun var misjafn-
lega mikil, eftir því, hve
mikil ábyrgð fylgir starfi og
menntunarkröfur. Þeir starfs-
hópar, þar sem miklar kröfur
eru gerðar um sérþekkingu og
menntun, höfðu dregizt mest aft
ur úr að tiltölu.
Talið var að meðalhækkun
iauna með kjaradómi í júlí í
fyrra hafi verið um 45%.
Þessi umsköpun á launakerfi
opinberra starfsmanna byggðist
ekki einkum á verðlags- og
launabreytingum allra síðustu
ára, heldur var hún nauðsynleg
leiðrétting á skekkju, misræmi
og ranglæti, sem hafði verið að
myndast og mótast 1 marga ára-
tugi.
Verulegar leiðréttingar a
launakerfi ríkisins voru óhjá-
kvæmilegar. Þær raddir hafa
heyrzt, að æskilegra hefði verið
að veita launabæturnar i áföng-
um. En það er tómt mál að tala
um nú.
3) Með lögum frá slðasta ári
voru verulegar umbætur gerðar
á lífeyrisréttindum ríkisstarfs-
manna. — Lífeyrir er hærri
hundraðshluti af launum en áð-
ur. Lífeyrir miðast nú við þau
laun, er fylgja starfi, þegar
maður lætur af starfi, í
stað þess að áður var miðað
við meðallaun siðustu 10 ára.
Einnig er lífeyrir ríkisstarfs-
manna nú verðtryggður, þannig
að hann hækkar I réttu hlutfalli
við hækkandi verðlag og laun.
Þessa ábyrgð ríkisins á lífeyri,
sem aðrir llfeyrissjóðir hafa
ekki, taldj kjaradómur um kjör
verkfræðinga á síðastliðnu
hausti samsvara um 5% Iauna-
hækkun.
Þegar endurskoðun fór
fram á launum opinberra starfs-
manna, var því hald-
ið fast fram af forystumönnum
Bandalags starfsmanna rlkis og
bæja og samherjum þeirra I
verklýðsfélögum og stjórnarand-
stöðu, að launahækkun til
handa rikisstarfsmönnum væri
aðeins lagfæring til samræmis
við aðra og myndi ekki notuð
af hálfu annarra launþegasam-
taka sem rök fyrir kröfum um
launahækkanir til þeirra.
Reyndin varð önnur. I launa-
deilunum I fyrrahaust og fram
til áramóta var það höfuðrök-
semd og sú sem hæst var hald-
ið á loft, að verkamenn og aðrir
launþegar þyrftu að fá hækk-
anir vegna og til samræmis við
þær launabætur, sem opinberir
starfsmenn hefðu fengið I fyrra
sumar.
Þegar þessi saga er höfð í
huga, hlaut það að koma
ýmsum allundarlega fyrir
sjónir, er það spurðist rétt
fyrir áramót, að forystan
I BSRB hefði krafizt 15% kaup-
hækkunar vegna þeirra launa-
hækkana, sem verkamenn og
aðrar stéttir fengu fyrir jól.
Ríkisstjórnin taldi ekki grund-
völl fyrir hækkun. Hún synjaði
því þessari kröfu, og málið gekk
til Kjaradóms.
Kjaradómurinn, sem kveðinn
var upp I júlí 1963, gildir frá
1. júlí það ár til ársloka 1965.
í lögunum um kjarasamninga og
kjaradóm segir, að verði almenn
ar og verulegar kaupbreytingar
á samningstímabili, megi krefj-
ast endurskoðunar hans. En eft-
ir lögunum er engin skylda til
þess að hækka laun opinberra
starfsmanna I hlutfalli við aðrar
launahækkanir, enginn „lögvar-
inn réttur“ til slíkra hækkana.
Lögin ákveða, að ýms önnur atr
iði skuli vegin og metin I sam-
bandi við slíka endurskoðunar-
kröfu, m. a. afkomuhorfur þjóð-
arbúsins.
20. grein laga nr. 55 frá 1962
um kjarasamninga opinberra
starfsmanna hljóðar svo:
„Kjaradómur skal við úrlausn
ir sínar m. a. hafa hliðsjón af:
1) Kjörum launþega, er vinna
við sambærileg störf hjá öðr-
um en ríkinu.
2) Kröfum, sem gerðar eru til
menntunar, ábyrgðar og sér-
hæfni starfsmanna.
3) Afkomuhorfum þjóðarbús-
Úrskurður kjaradóms um 15%
kauphækkunarkröfuna féll I
fyrradag og var henni hafnað.
í forsendum dómsins segir svo:
„Dómurinn hefur kynt sér
framlögð sóknar. og vamar-
gögn aðila og aflað sér við-
bótargagna eftir föngum. Hef
ur dómurinn litið til allra til
tækra upplýsinga um kjör
þeirra, sem vinna sambæri-
leg störf hjá öðrum en rík-
inu, en um það liggja fyrir
nýir kjarasamningar, auk úr
skurða annarra kjaradóma,
sem um slík mál hafa fjallað
síðan 3. júlí 1963. Einnig hef
ur dómurinn haft hliðsjón af
gögnum um kjör ríkisstarfs-
manna. eins og þau voru i
reynd, þ.á.m. skipun í launa
fiokka, greiðslur fyrir hvers
konar yfirvinnu og aðrar
aukagreiðsiur til viðbótar
föstum launum.
Þá hefur dómurinn eftir
föngum kynnt sér hina al-
mennu þróun kaupgjalds og
verðlags frá því í júlí 1963
og hin alvarlegu vandamál
sem skapazt hafa varðandi af
komu þjóðarbúsins vegna sí-
felldra víxlhækkana kaup-
gjalds og verðlags. Hefur
kapphlaup um launahækkan-
ir milli stétta og starfshópa
átt þar drjúga þátt í, þ.á.m.
samanburður annarra við
Iaunakjör ríkisstarfsmanna
samkvæmt dómi Kjaradóms
fr 3. júli 1963. Áframhald
þessarar þróunar mun óhjá-
kvæmilega skapa stórfelld
vandamál, að því er varðar
afkomu þjóðarbúsins í heiid
og þar af leiðandi kjör laun-
þega, og er vandséð, hvern-
ig fram úr þeim megi ráða.
Ætla verður, að ákvæði 3. r
tl. 20. gr. laga nr. 55/1962
séu af löggjafanum m.a. til
þess sett að varna þvf, að
launahækkanir til starfs-
manna ríkisins verði tíl að
skapa eða auka á sflka efna-
hagsörðugleika, sem hér um
ræðir. Hér er hins vegar ekki
eingöngu um að ræða al-
mennt efnahagsvandamál,
heldur er dómurinn þelrrar
skoðunar að ríkisstarfs-
menn og annað fastlaunafólk
hafi sérstaka ástæðu til að
óttast áhrif áframhaldandi
launakapphlaups á afkomu
sína og aðstöðu. Það væri
því til miklls að vinna, ef
unnt reyndist að stöðva þá
hættulegu þróun, sem átt hef
ur sér stað að undanförnu,
jafnvel þótt nokkur hluti rlk-
isstarfsmanna fengi ekki þá
leiðréttingu kjara sinna, sem
samanburður við aðra starfs
hópa kynni n úað gefa tilefni
til.
Þegar öll framangreind at-
riði eru virt, telur dómurinn
eins og n úer ástatt, að
sýkna beri varnaraðila af
kröfum sóknaraðila í máli
þessu.“
Kjaradómur er þannig skipað
ur að Hæstiréttur tilnefnir
meiri hluta hans, þrjá menn,
en ríkisstjórnin og BSRB sinn
manninn hvor.
Að þeim dómi, sem hefur nú ver
ið upp kveðinn, stendur meiri
hlutinn, 3 dómendur, og I raun-
inni fjórir, þar sem fjórði dóm-
andinn lýsti sig sammála rök-
stuðningi meiri hlutans og gerði
enga tillögu um ákveðna launa-
hækkun.
Eftir uppkvaðningu kjaradóms
skapast að nýju vonir um það,
að nú megi jafnvægi haldast
I efnahagsmáium næstu misseri.
Þjóðfélagstéttirnar hafa nú á
einu ári yfirleitt allar fengið
hækkanir, og hringurinn er að
lokast. Farmenn eru að vísu eft-
ir, en væntanlega takast samn-
ingar fljótlega við þá.
Samtök launþega og vinnu-
veitenda verða nú að þekkja
sinn vitjunartíma, skapa frið á
vinnumarkaðinum og tryggja
þannig öra þróun atvinnulífs,
auknar þjóðartekjur og bætt lífs
kjör.
Til þess ætlast íslenzka þjóð-
in öll.
WIZLOK DREGINN 30-
40 FAÐMA FRÁ LANDI
— hefur nú stöðvazt á rifi
tal við björgunarmennina aust-
ur á Landeyjasandi. Sögðu þeir
að nú væri mikil veðurblíða þar
eystra og brimið væri ekki nóg
til þess að Wizlok lyfti sér upp
á rifið. Ákveðið er að reyna aft-
ur á flóðinu I kvöld, og eru
menn yfirleitt mjög vongóðir
um að togarinn náist út.
Þessa mynd tók B.G. Ijós-
myndari Vfsis af Wizlok f gær,
þegar hann hafði verið dreginn
á flot út úr sandinum, en fest-
ist aftur á sandrifi.
Stöðugt er unnið að björgun
pólska togarans Wizlok á Land-
eyjasandi. Um sexleytið í gær
var lokið- við að koma taug frá
dráttarbátnum Koral yfir í tog-
arann og var hann dreginn út
um 30—40 faðma. Þar stöðvað-
ist hann á rifi. í morgun var
aftur hafinn undirbúningur við
að ná togaranum út og á flóð-
inu klukkan átta var reynt að
draga hann út, en þá var ekki
nógu mikið brim til þess að tog
arinn lyfti sér.
í gærdag var unnið að þvi að
koma taug frá dráttarbátnum
Koral yfir í Wizlok. Tókst það
loksins, eftir að reynt hafði ver-
ið að skjóta henni fimm sinnum
í land. Um klukkan 6,30 fóru 8
menn út í togarann, en nokkrn
voru þar fyrir. Skömmu síðai
reyndi Koral að draga Wizlrk
út, og gekk allt vel I fyrstj.
Fór togarinn eina 30 — 40 faðma
frá landi, en þar stöðvaðist hann
á rifi. Var síðan ákveðið að biða
með að draga togarann lengra
til morguns.
Vfsir átti í morgun stutt sam-