Vísir - 02.04.1964, Blaðsíða 4
HVCNÆR KCMUR RODINAB ÞCR?
Frá 1920 hafa 154 látið líf-
ið af völdum umferðarslysa
í Reykjavík að stríðsárunum
undanskildum. — Hundruð
manna hafa slasazt í umferð-
inni og margir svo mikið að
þeir hafa aldrei beðið þess
bætur. Tjónið á farartækjum
skiptir milljónum árlega. Með
sama slysa. og árekstrafjölda
og var s.I. ár og verið hefur í
upphafi þessa árs, benda all-
ar líkur til þess að fjórða hver
bifreið í Reykjavík verði fyrir
umferðaróhappi á þessu ári.
Vísir hefur aflað sér upplýs
inga um slys og árekstra og
verða hér á eftir nefndar
nokkrar tölum úr skýrslum
lögreglunnar frá s.I, ári.
ÖKUNÍÐINGARNIR
í umferðinni hér fyrirfinnast
alltof margir ökuníðingar. Þeir
eru ætíð reiðubúnir til þess að
n$ta öll tækifæri, sem þeim
gefast til þess að aka fram úr.
Liðlegheit og kurteisi þekkja
þeir ekki. Þeir eru sjálfselskir
menn og algjörlega blindir fyr-
ir öryggi annarra vegfarenda.
Með sama áframhaldi umferðar-
slysa og árekstra og verið hefur
undanfarið, er óhsqtt að segja
að næstum fjórði hver ökumað-
ur í Reykjavfk lendi f umferðar-
óhappi á þessu ári.
Þennan flokk skipa margir
þeir piltar, sem aka á „áttagata
tryllitækjum1'. Oft á tíðum er
öryggisútbúnaður þessara bif-
reiða mjög lélegur og ökumenn-
irnir virða lítið umferðarreglur
og merki, Á s.l. ári urðu hvorki
meira né niinna en um 540 um-
ferðarslys og árekstrar vegna
þess að menn virtu ekki bið-
skylduna. En algengasta reglan,
sem þessir ökumenn brjóta, er
reglan um hámarkshraða. Öku-
hraði þessara manna miðast
sjaldan við akstursskilyrði.
Margir þeirra, sem skipa fyrr-
nefndan hóp, eru valdir að þeim
tæpum sex hundruð aftaná-
keyrslum, sem urðu á árinu. —
Og síðast, en ekki sízt, sam-
kvæmt skýrslum má rekja 1306
árekstra og slys í Reykjavík til
glæframennsku og ógætilegs
aksturs.
ÞEKKIN G ARLE Y SI
Mikill fjöldi slysa og árekstra
í umferðinni f dag, stafar af
hreinu þekkingarleysi. 1958 var
t. d. gerð töluverð breyting á
umferðarlögunum og nokkuð
margar nýjungar teknar upp, m.
a. nýjar reglur um beygjur. —
Nokkuð margir þeirra öku-
manna, sem tóku bílpróf fyrir
þann tíma, en þeir eru mjög
margir í umferðinni í dag, hafa
enn ekki kynnt sér margar þt .r
breytingar, sem urðu á umferð-
arlögunum fyrir 6 árum. Það
er alltof algengt að sjá öku-
menn taka rangar beygjur og
aká vitlaust um hringtorg. Ljóst
dæmi um það, hversu margir
aka um í dag án þess að taka
réttar beygjur eða víkja rétt,
er, að á árinu urðu 117 árekstr-
ar vegna þess að ökumennirnir
hafa ekki tekið beygjur rétt eða
vikið skakkt fyrir öðrum farar-
tækjum.
Að undanförnu hefur æ meira
borið á umferðaróhöppum og
slysum í sambandi við bílaleigu-
bíla. I nokkuð mörgum tilfellum
rriá án efa flokka þau óhöpp og
slys undir vankunnáttu, þar sem
sumir þeirra, er aka þessum bíl-
um, eru óvanir akstri og þekkja
bílana lítið. Óhöppum í sam-
bandi við einkabfla hefur fjölg-
að mikið, en að sjálfsögðu ber
að taka það með f reikninginn,
að einkabifreiðum hefur fjölg-
að mikið á árinu. Eitt er þó at-
hyglisvert í sambandj við slys
á ökumönnum.og farþegum, að
slysum á farþegum Strætis-
vagna Reykjavíkur hefur fækk-
að, og á öllu s.l. ári slösuðust
aðeins 20 farþegar í Strætis-
vögnum Reykjavíkur og einn bíl
stjóri,. en Strætisvagnarnir
fluttu alls 17.3 milljónir farþega
á árinu.
ÖLVUN
Fjöldi ökumanna lifir í þeirri
trú, að þeim sé leyfilegt að taka
eitt og jafnvel tvö staup af á-
fengi. Þetta er algjörlega rangt.
Enginn má aka bifreið, ef hann
hefur áður bragðað áfengi. Hins
vegar hefur lögreglan heim-
ild til að fella niður refsingu,
ef vfnandinn í blóðinu reynist
IftiII. 33 slys á s.l. ári má
beinlínis rekja til ölvunar, en þá
eru meðtaldir þeir vegfarendur,
sem ekið hefur verið á ölvaða.
Það er alveg stórfurðulegt,
hversu margir ökumenn leyfa
sér að aka undir áhrifum áfeng-
is. Á árinu tók lögreglan í
Reykjavík 600 bflstjóra undir á-
hrifum áfengis, og allir vita, að
þrátt fyrir strangt lögreglueftir-
lit sleppa margir. Talan fer þó
síhækkandi, og það sem af er
þessu ári hefur lögreglan í
Reykjavík tekið alls um 200 öku
menn undir áhrifum áfengis.
Það er því ekki hrein ágizkun
að segja, að tala þeirra, sem
teknir verða ölvaðir undir stýri
nái í árslok töluvert yfir átta
hundruð. Þau slys og árekstrar,
þar sem ölvun á í hlut, eru yfir-
leitt mjög alvarleg, og tjónið því
mikið. — Einnig má geta þess,
að á undanförnum árum hafa
Iangflest umferðaróhöpp orðið
á laugardögum, t. d. voru þau
326 árið 1962, en siðan hafa
stöðugt orðið fleiri og fleiri um-
ferðaróhöpp á mánudögum og s.
I. ár var mánudagurinn orðinn
langhæstur eða með 491 umferð
aróhapp. Þetta bendir m. a.’
til þess, að fleiri ökumenn eru
þá illa sofnir, þreyttir og með
timburmenn eftir helgina.
Þegar litið er yfir skýrslur,
sem segja til um aldur þeirra,
sem lenda í umferðarslysum, er
það athyglisvert, að mest slas-
ast unglingar, sem eru á aldrin-
um frá 16 ára til 20. Á s.l. ári
slösuðust um 80 unglingar á
þessu aldursskeiði í umferðinni.
En það, sem vekur meiri athygli
og ugg, er, að s.l. ár slösuðust
i umferðinni alls 53 smábörn,
5 ára og yngfi. Og nú kunna
margir að spyrja: hvað veldur?
Ástæðurnar eru eflaust marg-
ar, en um eitt eru þeir, sem eitt-
hvað hafa kynnt sér þessi mál,
sammála. Foreldrar eru margir
hverjir alltof kærulausir. Þess
eru mörg dæmi, að smábörn
eru sett ein síns liðs út á um-
ferðargötu til þess að leika sér.
Slysum á gangandi vegfarend
um fjölgar með hverju árinu. 1
mörgum tilfellum er um hreint
gáleysi að ræða. Fólk anar út
í umferðina án þess að lfta til
hægri eða vinstri. 679 umferða-
óhöpp urðu á svæðinu innan
við Hringbraut og Snorrabraut.
Þó að gangstéttir og gangbraut
ir séu á flestum götum á þessu
svæði, eru þar mörg slys á
Frh á bls lo.
Pétur Sveinbjarnarson
UMFERÐIN
BÖRNIN
GANGANDI
VEGF ARENDUR
• Ef umferðarslys og árekstrar verða jafntíð á þessu ári og
• undanfarið, lendir fjórða hver bifreið í umferðaróhappi i ár