Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 4
u r VlSIR . Laugardagnr 2. maf 1964. Keypti bíl á 2300 krónur „Fyrsti bíllinn, sem ég keypti, kostaði 2300 krónur, en til þess að geta keypt bílinn, varð ég að selja fallegan, jarp an hest, sem ég átti, og fékk ég 500 krónur fyrir hann, en það sem á vant aði þurfti ég að fá lánað. Ég byrjaði á því að fara rúntkeyrslu upp að vega mótum og tók 3 krónur fyrir túrinn“. Eitthvað á þessa leið mælti Magnús Jónasson, bifreiðarstj. f Borgarnesi, þegar við röbbuð- um við hann fyrir skömmu. — Hann er fyrsti maðurinn, sem kemur með bfl upp í Borgar- fjörð og jafnframt handhafi öku- skírteinis númer M. B. 1. Nú eru liðin 46 ár frá því Magnús hóf að aka bíl og öll þessi ár hefur hann ekki þurft að gefa eina einustu skýrslu um tjón. Við hittum Magnús að máli að Borg arbraut 16, en fyrir framan hús- ið stóðu tveir gljáfægðir amer- Iskir bflar með skrásetningunni M 1 og M 2. Fékk áhuga, þegar hann var við húsgagna- smíðanám. — Hvemig stóð á því að þú fórst að læra á bfl? — Ég var að læra húsgagna- smíði hjá Jónatan Þorsteinssyni kaupmanni f Reykjavíík. Hann rak mikla verzlun og hafði m. a. umboð fyrir bifreiðir. Áhugi minn hefur sennilega vaknað, þegar við í trésmiðjunni vorum fengnir til þess að aðstoða við tilfærslu á bílunum, en það kom ósjaldan fyrir.' Ég fór svo heim til þess að vinna mfn sumar- verk, eftir að ég hafði dvalið vetrarlangt hjá Jónatan. En ég held, að mér sé óhætt að segja, að þá hafi ég verið vel smitað- ur af „bílapestinni". Það varð svo úr, að um hátíðar 1917 fór ég til Reykjavíkur og ræddi mál- ið þar við kunningja minn. Ég sneri mér svo til Jóns heitins Ólafssonar bifreiðar- stjóra, sem síðar varð forstöðu- maður bifreiðaeftirlitsins og féllst hann á að kenna mér. Ökuskírteini nr. 1. — Svo hefur ökunámið haf- izt? — Já, Jón reyndist mér mjög vel. Hann útvegaði mér fæði á Hótel ísland, en leyfði mér að sofa f herberginu hjá sér. Það kom sér vel þennan vetur að hafa sæmilegt húsaskjól, þvf mestallan tímann, sem ég dvald- ist hjá Jóni, var 30 stiga frost. Á þessum árum voru allir hlutir f bílnum nefndir á ensku, og kom það sér ekkert sérlega vel fyrir mig, þar sem ég kunni ekkert 1 þvf tungumáli. En Jón var duglegur við kennsluna og hætti ekki fyrr en hann taldi, að sér hefði tekizt að troða ég f tðluverðu basli með raf- Hestar urðu þessu í mig. Ég fór sfðan hinn magnið. Rafmagnsframleiðsla gkelfineu lostnir ánægðasti til M. E. Jessens, vél- bílsins var mjög slæm og senni- ® skólastjóra, með námsvottorð, lega hafa stimplamlr f vélinni — Hvernig tóku Borgnesingar sem sfðan prófaði kunnáttu verið slitnir og rúmir og einnig Gamla-Ford? Magnús Jónasson bifreiðarstjóri. í baksýn er íbúðarhús hans, bifreiðageymslur og tveir af bílum hans. daginn, að ég ók nfður Borgar- fjarðarbrautina. Nálægt einum bóndabænum voru tveir hestar, en þegar þeir urðu varir við bíl- inn reistu þeir höfuð og byrj- uðu að hlaupa á veginum|fyr- ir framan bílinn. Hvað eftir annað stöðvaði ég bílinn og reyndi að hlaupa fyrir hestana, en það bar ekki árangur, og ekki losnaði ég við klárana fyrr en þvervegur kom. Eigandinn kærði mig svo fyrir sýslumann- inum og komst ég að þvf, að hestamir höfðu hlaupið 30 km. vegalengd í einni strikklotu. En ekkert varð úr málssókninni. Starf bflstjórans er ábyrgðarmikið. — Og nú hefurðu ekið f 46 ár? — Já, nú hef ég ekið í 46 ár og orðinn 70 ára, svo sennilega fer maður að hætta akstrinum. Allt frá þvf ég byrjaði að aka fólki hef ég sett mér tvö mark mið. Að vera kominn á staðinn á mínútunni áður en ekki eftir og fékk 3 krónnr fyrir fyrstu ferðina mfna. Ég stóðst prófið og fáum dögum seinna fékk ég ökuskír- teini hjá Kristjáni Linnet, sem þá var settur sýslumaður í vildu kertin blotna. 1 þessum fyrsta bfl mínum var ekki til rafgeymir, heldur kom rafmagn- ið frá „Supporti" og fór styrk- — Það er ekki hægt að segja annað en fólk hafi almennt tek- ið Gamla-Ford vel. En hestarn- ir voru ekki að sama skapi Afmælisviðtal v/ð Magnús Jónasson bifreiðarstjóra, sem ekið hefur bil i 46 ár, og er handhafi ökuskirteinis númer I Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. — Þegar ég sótti skírteinið til hans sagðist hann ekki vera mjög vanur að gefa út slfk skírteini, sem ekki var nema von, því þetta var fyrsta ökuskfrteinið í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, M. B. nr. 1. Fyrsti bíllinn kostaði 2300 krónur. — Hvenær gerðirðu svo fyrstu bflakaupin? — Sama ár og kennslunni lauk, eða 1918. Mér þótti held- ur lftið í það varið að hafa öðlazt ökuskírteini, en eiga eng- an bíl. En fjárráðin voru ekki mikil og enginn bfll hafði held- ur verið fluttur til landsins sfð- astliðið ár. Ég vissi hins vegar um, að Jón Ólafsson átti not- aðan Ford-bíl_ sem hann vildi selja. En það var sami Ford- bíllinn og fyrstur var fluttur til landsins 1913 af Vestur-ls- lendingunum Sveini Oddssyni og Jóni Sigmundssyni. Þessi Ford-bíll kostaði 2300 krónur, en útgerðin gekk fyrst f stað ekkert sérstaklega vel, og átti leikj þess alveg eftir þvi hvað vélin snerist hratt. Rúntkeyrsla fyrir 3 kr. — Hvernig voru vegirnir á þessum tímum? — Þeir voru gerðir fyrir hest- vagna, bæði illa malbomir og lausir. Á vorin, þegar klakinn var að fara úr jörð, þoldu vegimir illa hestvagnana, svo ekki sé minnzt á þyngri farartæki. Það þótti t. d. ekkert í frásögu færandi, þótt það tæki bílstjórann um klukkustund að ná bíl sínum upp úr holu eða hvarfj á veginum. — Hafðirðu mikið að gera í akstrinum fyrstu árin? — Það gat verið sæmilegt. Ég byrjaði á því fljótlega að hafa rúntkeyrslu upp að vega- mótum og tók 3 krónur fyrir rúntinn. Ég ók fljótlega alla þá vegi út frá Borgarnesi, sem bíl- færir voru.Þá var hægt að kom- ast á bfl vestur að Dalsmynni í Eyjarhreppi, en það er 50 km. vegalengd. Hægt var að aka að Grábrókarhrauni í Norðurárdal, að Reykholti, að Norðtungu og áleiðis til Akraness. hrifnir, þegar bíllinn fór um veg- ina með miklum hávaða og skrölti. Hestar fyrir kerrum prjónuðu. Það kom fyrir að bæði hestur og kerra valt á hliðina út f skurð, og gat þá svo farið, að vagnkjálkinn hrykki í sundur og ólar f ak- tygjum slitnuðu. Mér er eitt at- vik alveg sérstaklega minnis- stætt. Það var einn góðviðris- og einnig að hafa bílana hreina og þokkalega. — Þú ætlar þó ekki að fara að hætta að aka þó að þú sért sjötugur? — Það er ekkert vfst að ég hætti. En menn verða að gera sér það Ijóst, þegar þeir eru komnir á þennan aldur að þá minnkar starfsþrekið. Starf bíl- stjórans er ábyrgðarmikið og til þess að geta ekið bíl þurfa menn að vera heilbrigðir og við þessir gömlu verðum að horfast f augu við það, að eftir þvf sem árin verða fleiri minnkar viðbragðs- flýtirinn. Annars er ómögulegt að segja hversu lengi ég á eftir að aka. Það fer allt eftir því hvernig læknunum tekst að við- halda mér og svo aftur mér að viðhalda bílnum mínum, sagði Magnús Jónasson, um leið og hann setti á sig svart kaskeyti, sem stóð á M. B. 1. Fjárveiting byggingar í Dana tii Reykjavík Menntamálaráðherra Dana, Juli- us Bomholt hefur sótt um fjárv. hjá fjárveitinganefnd danska þings ins, framlagi til byggingar nor- rænnar menningarmiðstöðvar í Reykjavík. Hefur hann óskað eftir byrjunarframlagi að upphæð 57 þús. danskar krónur eða nærri 400 þús. ísl. kr. til byrjunarfram- kvæmda við bygginguna, en alls hefur verið talið að kostnaðurinn verði 1.75 millj. d. kr. um 10 millj. kr. fsl. sem Norðurlandaríkin skipta á milli sín. Tekið er þó fram f sam bandi/við fjárveitingarumsóknina að nú sé sýnilegt, að áætlunin um 1.75 millj. kr. fái ekki Iengur stað izt vegna verð- og "kauphækkana á íslandi. ' >?' ' ' > t V n i i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.