Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 2. maí 1964. Svíar hafa eytt 8 milljónum kr. til að auglýsa Éslandssíld „Át saltad sill — sá gott som alltid“ er auglýsinga- slagorð sem oftlega klíng- ir í eyrum Svía. Það slag- orð hafa auglýsingamenn Sveriges Saltsillförening tekið upp og nota óspart í auglýsingum sínum á ís- landssíld. Forráðamenn fyr irtækisins sögðu blaða- mönnum nýlega frá þeirri starfsemi, sem rekin hefur verið undanfarin ár af þeirra hálfu í auglýsinga- málum, en kostnaður við þau hefur verið á 9. milljón fsl. króna. Svíarnir, sem sögðu blaða- mönnum frá starfsemi Sveriges Saltsillförening eru þeir Gösta von Matérn, sem er stærsti maður Svía í þessum málum í dag og formaður samtaka innflytjenda og Olof Moberg, varaformaður þeirra samtaka. Matérn þekkir mæta vel tfl íslands því hann hefur verið hér oft í sambándi við kaup á síld. Erlendur Þorsteinsson, form. Síldarútvegsnefndar kynnti Svíana fyrir blaðamönnum og gat hinna góðu samskipta okkar við Svía undanfarin ár og kvað þá vera okkar beztu kaupendur. Gösta von Matérn skýrði síðan frá því sem Sveriges Sillförening hefur gert til að auglýsa Islands- síldina fyrir Svíum. Svíar eru mjög miklir neytendur síldar og síldar- rétta og borða margfalt meira af síld en flestar aðrar þjóðir, þar á meðal fslendingar. Engu að síður hefur þurft mikið til að. auglýsa Íslandssíldina upp. Það hefði verið gert undanfarin 3 ár með mjög góðum árangri og ærnum tiikosn- aði. Sagði von Matérn að auglýs- ingaherferðin hefði hafizt haustið 1961 með aúglýsingum á breiðum grundvelli. Augiýsingar í dagbiöð- um, dreifibréf í milljónaupplögum, merki á matseðlum veitingahúsa og uppskriftir að síldarréttum voru meðal þess sem gert var til auglýsingar. Vorið 1962 hélt her- ferðin áfram. Nú var mikið auglýst þegar „nýja Ísiandssíldin barst til Svíþjóðar“. Mjög góð auglýsing var það og þegar þátturinn „Hemma" í sjónvarpinu tók upp kynningu á síldarréttum, en stjórn- andi þáttarins, Ria Wagner, gengur undir nafninu „matmóðir Svía núm er 1“. Sýndi hún hvernig á að hreinsa síld og matbúa. Ráðlegg- ingar hennar og uppskriftir voru síðan prentaðar og dreift í búðum. Mikil kynning á síldarréttum fór fram f Operakállaren í Stokkhólmi og voru 40 réttir kynntir þar. Vakti þetta mikla athygli og var skrifað mikið í blöðin um kynn- inguna. Þannig hefur verið haldið áfram og sagði von Matérn, að þannig væri ákveðið að halda á- fram í ár, enda væri nauðsyn að halda uppi miklum áróðri því mik- il samkeppni væri við aðrar vöru- tegundir t.d. ávexti, ost og margar neyzluvörur aðrar. Von Matérn sagði að mjög mikið væri lagt upp úr því að kynna ungu fólki síld og síldar- rétti í Svíþjóð. Á tímabili hefðu Svíar verið hættir að kunna að meta síldina vegna lélegrar síldar, sem þá var á markaðinum, en nú væru viðhorfin að breytast og vonir stæðu til þess að neyzlan yxi hröðum skrefum næstu árin. Næstu daga munu fulltrúar Síld- arúU f■gsnefndar fara utan til Sví- þjóðav til samningaviðræðna um síldarsölu í haust til Svía. ísland í sjónvarpi í Þýzkalandi Þessi ljósmynd er tekin á sjónvarpsskermi í Frankfurt am Main 23. marz síðastliöinn, og sýnir myndin síldarstúlkur við söltun á Seyðisfirði s.l. sumar. íslandskvikmynd var sjón- varpað um gjörvallt Vestur- Þýzkaland mánudaginn 23. marz s.l. Sú mynd var tekin hér á s.l. sumri af kvikmyndatöku- leiðangri frá Sender Freiss Berlin, sem kom hingað á veg- um Flugfélags íslands. Leið- angurinn ferðaðist mikið um landið, m. a. um Suðurlands- undirlendið og nágrenni Reykja víkur, Fljótsdalshérað og Seyð- isfjörð, til Mývatns, Akureyrar, Borgarfjarðar og víðar. Auk Iandslags- og atvinnulífsmynda voru teknar myndir af híbýlum fólks, þjóðlífi, búningum o. fl. Þegar myndinni var sjón- varpað fylgdu henni skýringar og auk þess var íslenzkri tón- list, söng og hljóðfæraslætti út- varpað. Sendingin tók 35 mínút- ur og var hennar getið lofsam- lega í þýzkum blöðum. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi hjá Flugfélagi íslands sá kvikmynd- ina áður en henni var sjónvarp- að í vetur og lét hann svo um- mælt að margt hefði verið mjög gott í henni og taldi hana vera hina ákjósanlegustu landkýnn- ingu fyrir ísland. IBM - Framh. af bls. 16 í íslenzkum iðnaði, tímariti Félags ísl. iðnrekenda, er skýrt frá þessu. Segir þar, að m. a. hafi Málning h.f í Kópavogi hag nýtt sér þjónustu IBM á þennan hátt. Framkvæmdastjóri Máln- ing h.f., Kolbeinn Pétursson, segir svo m. a.: „Stofnkostnað- ur við að taka þetta kerfi upp var sáralítill eða innan við 5 þús. kr. Að sjálfsögðu urðum við að byrja á því að senda ýms ar stofnupplýsingar til IBM- umboðsins, svo sem vörubirgðir, verð pr. einingu, nöfn viðskipta- manna o. fl. Hver vörueining fékk sitt númer og hver við- skiptamaður einnig. Síðan voru búin til gataspjöld fyrir hverja einustu einingu. Og í hvert sinn sem við sendum nýjar upplýs- ingar, afgreiðsluseðla eða fram leiðsluseðla eru búin til ný gata spjöld, enda vinnur vélin eftir . ... Gösta von Matérn með auglýsingaspjald sem kynnir íslandssfld- ina í Svíþjóð. 5 imr kmmmii BJUÖ SILL — SJU. ÁR GOTT ■Mi t&rrhtt — ttÖ yíHi-i i-fiU t ly-'iiSiK, Íi4i+ í+t 200 vilja fá nýja matjurtagarða Garðlönd í Mosfellssveit Fyrir nokkru lét Hafliði Jóns- son, garðyrkjustjóri, mæla upp ný garðlönd fyrir Reykvíkinga uppi í Mosfellsdal. Um 200 um- sækjendur eru nú á skrá hjá skrifstofu hans. Óska þeir allir eftir nýjum garðlöndum í vor. Hin nýju leigugarðlönd verða uppi í Skammadal, sem er suður af Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal, nánar tiltekið 1 Reykjahlíðar- landi. Fagurt er í Skammadal og búsældarlegt. Væntanleg garðlönd þar verða ræst fram og unnin í vor, svo að hægt verði að hafa þar matjurtagarða í sumar. Ræktunaráhugi Reyk- víkinga er alltaf æði mikill eins og sést af því að menn víla ekki fyrir sér að hafa garða sína uppi í Mosfellsdal, en þangað er 20 mínútna akstur. Um 200 um- sóknir um leigugarða liggja þegar fyrir í vor. Eitt leigugarða svæðið verður nú lagt niður, það er svæðið norðan við Kleppsveg inni I Vatnagörðum, en þar hafa verið um 100 garð- ar. slíkum spjöldum. Sérstök göt- unarvél gatar spjöldin og gengur það verk fljótt fyrir sig. en önnur vél IBM 407 annast reikn ingsútskriftina og skýrslugerð- ina. Vélin vinnur ótrúlega hratt. Hún skrifar alla reikningana og skýrslur yfir birgðir, framleiðslu og sölu á 20 — 30 mín“. Sápugerðin Frigg hefur einnig samið við IBM-umboðið um að fá þar sams konar þjónustu, en nokkrir aðrir aðilar hafa fengið slíka þjónustu, t. d. Olíuverzlun j íslands, Sláturfélag Suðurlands, bankarnir, Atvinnudeild Háskól- ans o. fl. Nokkur önnur fyrirtæki hafa látið í Ijós áhuga á því að fá aðgang að vélum IBM-umboðs- ins og má búast við, að þessi starfsemi umboðsins muni auk- ast

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.