Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 16
 Úr vinnusal I.B.M. umboösins. Framkvæmdir Reykjavíkurborgar: Þrjár byggingar norðan Sundlauga I sumar verður byrjað á þremur byggingum á vegum borgarinnar á svæðinu norðan Sundlaugavegar, nýrri álmu Laugalækjarskóla, dag heimili og vistheimili. Sandblástur togara f fregn hér i blaðinu á miðviku- daginn um klössun togara var sagt að ekki væri unnt að sandblása tog ara undir málun hér á landi, þar sem slfk aðgerð yrði að fara fram í þurrkví. Blaðinu hefur verið bent á að hér muni hafa verið ofmælt. Togarar hafa verið sandblásnir hér í Slippnum i Reykjavík, m.a. Nep túnus í hitteðfyrra og Marz í fyrra. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, sagði blaðinu nýlega, að nýja álman við Laugalækjarskóla hefði þegar verið boðin út, hinar bygg- ingarnar yrðu boðnar út í vor og byrjað á þeim öllum í sumar. Nýbyggingin við Laugalækjar- skóla á að vera jafnstór og sú álma, sem þegar hefir verið í notk- un undanfarin ár. Dagheimilið verður fyrir börn úr Lækjahverfinu og miðað við þarfir þess. Vistheimilið verður fyrir 30 börn á aldrinum 2 — 15 ára. Þetta verður upptökuheimili þar sem hægt verð- ur að taka við börnum frá heimil- um, þar sem slæmar aðstæður eru fyrir hendi lengri eða skemmri tíma, foreldrar barnanna veikir eða aðrar áþekkar ástæður. Láta IBM annast reikn- ingsátskríft og skýrslugerð Smærri fyrirtæki geta nú einnig hagnýtt sér IB M-vélar Nokkur fyrirtæki hafa nú samið uin það við IBM-umboð- ið að fá afnot af vélum þess í sambandi við reikningsútskrift og skýrslugerð. Er hér einkum um smærri fyrirtæki að ræða, sém ekki hafa fjárhagslegt bol- magn til þess að kaupa hinar dýru og fullkomnu vélar. Fyrirtækin, sem hér um ræðir, senda afgreiðsluseðla til IBM- umboðsins og fá síðan alla reikn inga útskrifaða og útreiknaða. Einnig láta þau umboðið semja fyrir sig yfirlit yfir framleiðslu og birgðir mánaðarlega og auð- veldar þetta fyrirtækjum nijóg mikið að fá glöggar upplýsing- ar mánaðarlega um framleiðshi, sölu og birgðir og fleira, er máli skiptir við rekstur fyrir- tækjanna. Framh, á bls. 5. 17360 ÚTLENDINGAR KORiU HINGAÐ 1963 Flestir bandarískir og danskir Árið 1963 komu 17360 út- lendingar hingað til lands með skipum og flugvélum en 13.501 íslendingur lagði leið sina til útlanda. i hópi útlendinganna, er hingað komu voru Banda- ríkjamenn flestir eða 4376 en Danir voru næstflestir eða 4173. Mynd þessi er tekin í Hafnarfirði í fyrradag þegar unnið var að borun. BORAD EFTIR HEITU VA TNI í HAFNARFIRÐI Fyrir nokkrum dögum var byrjað að bora eftir heitu vatni í IL.fnarfirði. Er borað á mörk- um Setbergslands og Hafnar- fjarðar rétt fyrir innan bæjar- mörk Hafnarfjarðar. Tilgangur borananna er að kanna það hvort heitt vatn fáist í bæjar- landinu svo unnt verði að nota það til hitaveitu. Boranirnar i Hafnarfirði eru framhald borana er áttu sér stað við Kaldársel í vetur. Var þar borað niður á 950 metra dýpi, en ekki fannst þar heitara vatn en 4 stiga og þótti það mjög furðulegt. Mun skýringin á þessu sú, að mikið landsig hafi átt sé: stað þarna. Með flugvélum komu 14.775 útlendingar en með skipum 2.800. Upplýsingar þessar eru byggðar á skýrslum útlend- ingaeftirlitsins en þær greina ekki á milli ferðamanna og annarra en gera má ráð fyrir, að hér hafi einkum verið um ferðamenn að ræða. Hingað komu á s.l. ári menn af 30—40 þjóðernum. Flestir voru sem fyrr segir Bandarikja- menn og Danir en auk þess komu hingað 2520 Bretar, 1974 Þjóðverjar, 1071 Svíi, 761 Norð- maður, 401 Finni og allmargir ftalir, Kanadamenn, Svisslend- ingar og Hollendingar svo helztu þjóðernin séu nefnd. Straumur útlendinga hingað til Iands á s.l. ári var hinn mesti er verið hefur. íslendingar ferðuðust einnig meira til útlanda á s.l. ári en áður. Sem fyrr segir fór 13.501 Islendingar til útlanda 1963. En árið 1962 fóru 11.412 og árið 1961 fóru 10.295. — Flestir fóru með flugvélum á árinu 1963 eða 10.653 en 2.848 fóru með skipum. Fjóröflunardagur I.O.G.T. Á síðasta unglingaregluþingi I.O. G.T. var samþykkt að efna til ár- legs fjáröflunar- og kynningardags um land allt, þar sem seld yrðu merki og bók við hæfi hinna ungu til styrktar fyrir Unglingaregluna og barnastúkurnar á hverjum stað. Þessi ákvörðun kemur til fram- kvæmda f fyrsta skipti á morgun, sunnudaginn 3. maí. Verða þá seld merki, og bókin Vorblómið, sem hefur að geyma safn af sögum fyrir börn. Annað helzta nýmælið er það, að Unglingareglan komi á vissum hæfnisprófum í félagsstarfi sínu, taki upp ódýran einkennisbúnin? til notkunar á fundum sínum og samkomum. Á næsta Unglingareglu þingi sem haldið verður á Akureyri í vor, verður nánar rætt um þessi nýmæli. Unglingareg an mun að venju reka sumarheimili sitt að Jaðri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.