Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 8
8 vlSIR . Laugardagur 2. maí 1964. VÍSIR Otgefandi: Blaðaötgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. 7. maí hátíðahöldin Það var sólskin og bjart veður í Reykjavík í gær á hinum alþjóðlega hátíðisdegi verkalýðsins. Úti um Ueim snerust ræður forustumanna verkalýðs- og Ujóðarleiðtoga, að því er virtist af meiri alhug um friðarstefnu og uppbyggingu til hagsældar öllu mann- kyni, en oft hefir heyrzt áður þennan dag. Hér í höfuðborginni höfðu öll stéttarfélög verka- iýðsins sameinast í hátíðahöldunum og að þessu sinni voru einnig samtök verzlunarstéttarinnar þátttakend- ur. Þessi samstilling hefir tvímælalaust átt sinn þátt í jví ásamt hinu fagra veðri, að óvenjumikill mannfjöldi var sarpankominn hér í miðbænum, þar sem fánar olöktu við hún og ræður voni haldnar að venju. Kröfuspjöld, voru færri en oft áður, enda viðurkennt tf þeim meðal verkalýðssinna, sem ekki eru hlaðnir glórulausu ofstæki, að sum af gömlu spjöldunum hafi misst gildi sitt vegna breyttra þjóðfélagshátta og nýrr- ir tækni í atvinnumálum. Stór slagorð sem ekki eru raunhæf, geta að vísu örfað menn til átaka í augnablikshrifningu og þá stundum valdið jafnt illu sem góðu, eftir því hvernig þeim er beitt. En þegar hinn stóri hópur almennings liefir alla möguleika til þess að fylgjast í aðalatriðum neð þróun atvinnu og efnahagsmála þjóðfélagsins sem Iiann lifir í og fer sjálfur að hugsa og meta það sem að honum snýr, verða forustumenn fólksins að gæta þess vel„ og það á sérstaklega við í svo fámennu þjóðfélagi sem okkar, að þó sitt sýnist hverjum um ýms stað- bundin dægurmál líðandi stundar, eru það efnahags- mál og afkoma almennings í raunveruleika, sem verð- ur að leysa með skynsemi, ef vel á að fara fyrir þegn- um ríkisins, en ekki með upphrópunum um valdbeit- ingu einstakra starfshópa gegn þjóðarheildinni. Við íslendingar höfum átt við óvenju mikla hag- sæld að búa undanfarin ár og sjávaraflinn er undir- staða gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar og raunverulega eina undirstaða ýmissa afkomumöguleika annarra lífsnauðsynlegra atvinnuþátta þjóðarinnar. Tvö undanfarin ár brást þorskaflinn að verulegu leyti, en óhemju mikil síldveiði bjargaði frá almennum gjaldeyrisvandræðum. Vetrarvertíðin síðasta brást að verulegu leyti, miðað við það, sem áður var, en hinn mikli þorskafli á vorvertíðinni bætir þetta verulega upp. Þjóðin skyldi varlega treysta á slík höpp og stilla kröfum sínum í hóf. Næstu daga hefjast viðræður milli ríkisstjórnarinn- ar og verkalýðssamtakanna um kjaramálin, og von- andi hafa þeir, sem þar eiga að ráða fram úr viðkvæmu vandamáli, það hugfast, að hag heildarinnar er betur borgið með samkomulagi en valdbeitingu. Leynispj aldskrár Dana til öryggis ríkinu Danmörk er vissulega „ynd- igt Iand“ og danska þjóðin glaðiynd og frjálsleg í fram- göngu. Vart er hægt að hugsa sér ríki, sem er betri fulltrúi lýðræðisstjórnskipunar. Og þó hafa heyrzt raddir í Dan- mörku, cinkum þó í vetur, sem spyrja: Hvað er að gerast í lögreglumálunum, er Danmörk að breytast í lögregluríki? Menn tala um það, að lög- reglan hafi misbeitt valdi sínu, hún ráðist inn í einkalíf manna, haldi leynilegar spjaldskrár og noti segulbandstæki við upp- ljóstrun á sakamálum. Um allt þetta þykjast menn hafa fengið dæmi í vetur og mörgum blöskr ar aukin ágengni lögreglunnar. Dómsmálaráðherrann Hans Hækkerup hefur orðið fyrir harðri gagnrýni og um tíma var jafnvel sögð hætta á því, að hann yrði að víkja úr embætti, vegna þess að gagnrýnisradd- irnar voru orðnar svo háværar. En Hækkerup situr enn 1 ráð- herrastól og fyrir nokkru kom hann fram á spurningafundi hjá félagi lögfræðinema, þar sem hann skyldi skýra málstað sinn og ræða við þá um hætt- una á því, að stefnt væri í átt- ina til lögregluríkis í Dan- mörku. í þessum viðræðum var víða komið við en ennþá eru uppi raddir um það, að þessi mál þurfi öll að leggja fyrir „Umboðsmanninn", Stephan Hurwits, það er embættismann inn, sem á að verja almenning gegn ágengni og valdníðslu op- inberra starfsmanna. SPJALDSKRÁR. Það mál, sem einna mesta athygli hefur vakið í Danmörku er hin svokallaða „leynispjald- skrá“. Það vitnaðist nú síðari hluta vetrarins, að danska leyni lögreglan héldi víðtæka spjald- skrá í sambandi við öryggi landsins og væru m. a. skráðar í þessa spjaldskrá stjórnmála- skoðanir manna og ýmislegt úr einkalífi þeirra. Hafa ýmsar sögur gengið um spjaldskrá þessa. Lögreglan hefur viður- kennt, að hún sé til, en neitar. að gefa nokkrar aðrar upplýs- ingar um hana, þar sem hún snerti öryggismál. Sumir halda því fram, að í hana séu skráðir 500 — 600 þúsund manns, en aðrir telja þó töluna miklu lægri. Lagastúdentarnir lögðu að Hækkerup að gefa frekari upp- lýsingar um skrána, en hann neitaði því algerlega; sagði, að það væri ósanngjarnt að leggja fyrir hann spurningar um spjaldskrána, þar sem hann mætti ekkert upplýsa um hana. Hún væri haldin til að verjast njósnum og landráðum tii að tryggja öryggi lands og þjóðar. Henni væri ekkert beitt við rannsókn annarra almennra afbrotamála og ströng gæzla væri um hana. Þá tók hann það fram, að sérstakar ráðstafanir væru gerðar til að ónýta hana skjótlega ef hættuástand skap- aðist og hindra að hún kæmist í hendur óviðkomandi aðila. Leynispjaldskráin sagði Hækkerup er aðeins eðlilegt tæki í sjálfsvörn þjóðarinnar, sem tíðkast í öllum löndum. Hvert þjóðfélag ;verður að hafa hein^ild til að verjast fjand- mönnum þjóðarinnar. Meira en þetta get ég ekki- sagt, en meira hefði enginn dómsmálaráðherra Danmerkur getað upplýst. LEIT í BÍLUM. Annað viðfangsefni sem tek- ið var fyrir, var sá siður Kaup- mannahafnarlögreglunnar, að framkvæma herferðir, aðallega með leit I bifréiðum í þeirri von, að þannig mætti gera af- brotamönnum erfiðara fyrir um ýmiss konar umferðarlagabrot og jafnvel stórglæpi. Herferðum þessum er þannig hagað, að lögreglusveitir taka sér stöðu meðfram ýmsum fjöl- förnum strætum, stöðva allar bifreiðir, sem um götuna' fara, rannsaka farþega og þrautleita í bílunum og jafnvel í ferða- töskum f farangursgeymslu. Það kom í ljós, að þessar herferðir báru mjög mikinn ár- angur, fjöldi manna var tekinn við akstur, ölvaðir og próflaus- ir og allmörg dæmi voru þess, að menn voru teknir með stolna bíla. I nokkrum bifreið- um fundust tæki til innbrota o. s. frv. Þannig var árangur leit- arinnar jafnvel meiri en lög- reglan hafði búizt við. Þrátt fyrir það reis upp öflug mótmælaalda í Danmörku út af þessu. Menn litu á þetta sem brot gegn friðhelgi einkalífsins. Það væri óþolandi og ósæmandi i lýðræðisþjóðfélagi að eiga allt af yfir höfði sér ýtarlega leit I bílum og farangri. Hækkerup dómsmálaráðherra varði þessar aðgerðir og vísaði til þess, hve mikið gagn hefði orðið af þeim. Þannig hefði jafn vel verið komið í veg fyrir al- varleg afbrot og slys. Hann benti á það, að í bifreiða og áfengislögum væri heimild til að skoða bílana sjálfa. Hitt væri að vísu umdeilt hvort skoða mætti farangur í bllum og yrði að fást dómsúrskurður um það. Sagði hann að lögregl- an hefði fengið fyrirmæli um að sýna meiri varkárni í þeim efnum. NOTKUN SEGULBANDA. Hækkerup ræddi um það, að símahlerun og bréfaskoðun gæti aðeins farið fram sam- kvæmt dómsúrskurði og lög- fræðistúdentar ættu að skilja, að dómstóll veitti ekki slíka heimild nema fullgild ástæða og grunur um glæpsamlega verknaði væri fyrir hendi. Um notkun segulbanda við yfirheyrslur sagði ráðherrajm, að þeim væri einungis beitt til að taka upp framburð barna i sambandi við rannsóknir kyn- ferðisbrota, og væri tilgangur- inn sá einn að hlífa barninu, svo að það þyrfti ekki að mæta oftar fyrir rétti til þess að staðfesta framburð sinn. Segul- bandsupptaka væri aldrei fram- kvæmd nema viðkomandi væri ljóst, að hún færi fram og samþykkti það, enda væri henni fyrst og fremst beitt tíl að vernda þá sem hlut ættu að máli. Sýnishorn heita vatnsins í Eyjum rannsökuð í Reykjavík Nú er verið að dæla úr bor- holunni I Vestmannaeyjum og gera ýmsar mælingar og taka sýnishorn. M.a. er rannsakað með svokölluðum viðnámsmæl- ingum, hvort og þá hvar sjór komist inn i borholuna, en vatn ið úr henni er saltmengaö, sem áður hefir komið fram hér I blaðinu. Hugsanlegt væri og að sjór komist eftir sprungu á sæv arbotni niður á milli berglaga þar sem heita vatnið fæst nú á borholubotninum, um það er ekkert hægt að fullyrða á þessu stigi málsins, sagði Guð- mundur Pálmason verkfræðing ur hjá Jarðborunum ríkisins, er Vísir hafði tal af honum. Guðmundur kvað vatnið vera nær 30 stiga heitt og magnið tæpan Ktra á sekúndu eins og sakir stæðu. Tekin hafa verið sýnishorn af vatninu og þau send til Reykjavíkur til »a- .knar. Hægt er að bora niður á 1500 m. dýpi með Norðurlandsbornum, en borhol an er nú um 900 m. djúp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.