Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 9
y V1SIR . Laugardagur 2. maí 1964. Nína Björk Árnadóttir er Húnvetningur, en alin upp £ Reykjavík. Hefur unnið hjá SÍS, en veiktist um tíma og er nú aftur í atvinnuieit. Erna Gísladóttir vinnur á skrifstofu Þjóðleikhússins til að geta verið sem næst átrún- aðargoðunum á sviðinu. Geng- ur með ólæknandi leiklistar- dellu að eigin sögn. Hún er Reykvíkingur, fædd og uppalin í Grimsstaðaholtinu, sem nú er farið að kalla „Hollywood Reykjavíkur“. kK Ieiðis smámunum. „Hann verð- ur að sætta sig við að sitja á hakanum á meðan!‘ Myndir: I. M. Bergljót Stefánsdóttir útskrif- ast f vor og segist hafa verið í skólanum, frá því að hann var stofnaður — „en ekki við sam- fellt nám“. Hún er fædd og uppalin í Reykjavfk. Upprennandi leikkonur Heimsókn í Leiklistarskóla L.R. Björg Davíðsdóttir útskrifast í vor. Hún er Reykvíkingur og vinnur hjá Ottó Micheisen. Nýkomin frá Osió, þar sem hún dvaldist l’/2 úr og fékk að vera óregiulegur nemandi við leiklistarskóla ríkisins. Áður hafði hún verið 2 ár við leiklistarskóla L. R. Sem krakki stóð hún fyrir leiksýningum jafnaldra sinna í görðum og portum, var sjálf leikstjóri og aðalieikkona og sá meira að segja um samningu efnisins. Hér er ekki námsleiðanum fyrir að fara. Við erum stödd í kennslustund hjá Leiklistar- skóla L.R. og svo vel virðast hinir ungu dýrkendur Þalíu skemmta sér, að manni verður jafnvel á að halda, að þetta sé leikskóli fremur en leikl i s t a r- skóli. Það er hlegið og grátið eftir pöntun, að ekki sé minnzt á smávægilegri geðshræringar, og kennarinn, Helgi Skúlason, skemmtir sér auðsjáanlega allt að því eins vel og nemendur hans. Hann er að þjálfa mann- skapinn f leiktækni og sviðs- hreyfingum, og undir þá grein heyra hinar furðulegustu fettur og brettur. í þetta sinn er okkur uppá- lagt að snúa okkur aðeins að kvenþjóðinni, og þótt það sé auðvitað sármóðgandi fyrir herrana, verður að hafa það. Þær eru sjö talsins, ungu leik- konumar í framhaldsflokknum, flestar á öðru námsári, en tvær á þriðja, og þessar tvær eiga að útskrifast í vor. Hinar verða á- fram næsta vetur — „ef við föllum ekki“ — og allar eru þær haldnar ástríðufullri leik- listarsótt. Dreymir fagra drauma um að verða atvinnu- leikkonur í framtfðinni, en leggja áherzlu á það, að hvort sem þeir draumar rætist eða ekki, muni þær aldrei sjá eftir tímanum, sem þær eyddu í leiklistarnámið. „Maður lærir svo ótrúlega mikið af þessu, fær meira öryggi og Iosnar við ails kyns hömlur“, útskýra þær hver í kapp við aðra. Þær vinna til kl. 5 á daginn, eru sfðan í skólanum frá 5—7 og á sviðinu þau kvöldin, sem Rómeó og Júlfa eru sýnd. Ein þeirra, Katrín Þorláksdóttir, er gift, og eiginmaðurinn sér víst ekki of mikið af henni, meðan leiklistardellan er í algleym- ingi. En hún hlær bara að sv.o- Edda Sigurðardóttir vinnur hjá Ábyrgð h/f. Hún er Reyk- víkingur, en hefur búið lengi í Borgarfirðinum. Lék í skóla- Ieikritum sem kralcki — „og þá kom dellan“. Katrín Þorláksdóttir vinnur hjá Loftferðaeftiriiti ríkisins. Hún er Hafnfirðingur og hefur leikið með Leikfélagi Hafnar- fjarðar í þrem leikritum og verið statisti í Þjóðleikhúsinu einn vetur. Valgerður Dan er Reykvík- ingur og vinnur hjá Samvinnu- tryggingum. Elskar leiklistar- námið og hefur jafngaman af öllum greinum þess. Bílaleigumar endurnýja farkosti sína fyrir sumarið VARÐ 10 ÞÚSUND FÖNGUM AÐ BANA ABlt sið 60 í emni pöntun Bilainnflutningur fyrir sumarið er nú að hefjast af fullum krafti, og kemur mörgum á óvart, því að í fyrra virtist sem markaðurinn væri orðinn fullur, og mörg umboðin sátu eftir með þó nokkuð af bíi- um — og sárt ennið. En nú virðist hafa rætzt úr þessu og pantanirnar streyma inn. Bíla leigurnar eru að sjálfsögðu stór viðskiptavinur, því þær eru sí- fellt að bæta við sig og endur- nýja. Vísir hafði nýlegá sam- band við tvær þeirra, og spurðist fyrir um viðbúnað fyrir sumarið. Bílaieigan Falur er þegar að verða búin með sinn undirbún- ing, þar eru nú um 35 bílar og 5 væntanlegir í viðbót af árgerð ’64. Falur er búinn að losa sig við flest öll ’62 módelin. Bílaleigan Bíllinn ðr að líkindum með langstærstu pöntunina, 60 Consul Cortina. Bíll inn hafði nokkrar Cortinur sl. ár og reynslan varð svo einstaklega góð, að forráðamenn bílaleigunnar hyggjast byggja sín viðskipti sem mest á þeirri tegund. Þeir kváðu útlendinga vera nokkuð tíða við- skiptavini og þeim fjölgaði stöð- ugt en þó væru íslendingar eðli- lega í miklum meirihluta. Þeir gátu þess einnig að svo virtist sem margir ferðamenn legðu mikla á- herzlu á að fá sjálfir bíl til umráða en vildu ekki láta teyma sig eins og hund í bandi, um landið. fíffTiílHBWT ,11.1 í NTB-frétt frá Frankfurt segir, að eitt vitnanna við réttarhöldin yfir 21 fangaverði í Auschwitz- fangabúðunum, hafi haldið því fram, að aðstoðarmaður læknis þar hafi orðið 10.000 föngum að bana með karbólsýru-innsprautun- um. — Ég veit með örugg.I vissu, sagði vitnið að Josef Klehr, sem er einn sakborningur, sprautaði eitri f 20.000 fanga ásamt þýzkum lækni, og sjálfur valdi úr yfir 10.000 fanga og sprautaði í þá karbólsýru. Vitnið er Pólverji, dr. Czeslaw frá Varsjá. Klehr játaði að hafa sprautað eitri í 250 fanga og bætti við með háðsbrosi á vör, að ef sakargiftir vitnisins væru sanr r, hefðu engir verið eftir nema hljómsveit fanga- búðanna. Vitnið sagði um annan sakborn- ing, Herbert Scherpe, að hann væri ekki sekur um sama hrotta sk:.p og mannúðarleysi og Klehr en þó hefði hann einnig armazt karbólsýru-innsprautanir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.