Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 7
 VÍSIR . Laugardagur 2. maí 1964. 7 Afla verður sjúkrarýmis fyrir drykkjusjúka menn Lögreglustjórinn i Reykjavík, ræðir um ölvun á almannafæri Á miðvikudaginn birtist hluti af erindi Sigurjóns Sigurðs-' sonar lögreglustjóra um áfengi og löggæzlu, hér í blaðinu, en það hélt hann s. 1. laugardag á ráðstefnunni um áfengismáiin. Hér birtist í dag seinni hluti þessa merka erindis. Þar fjallar lögreglustjóri um ölvun á almannafæri hér £ höfðuborginni og ráðstafanir og löggæzlu í sambandi við hana. Birtir hann nýjar tölur úr bókum lögreglunnar um þessi efni. Þá drepur hann einnig á vandamál unglinganna og athyglis- verðar tillögur þar til úrbóta. Jgg mun nú víkja nokkrum orð um að ölvun á almannafæri hér í borginni og greina í því sambandi frá nokkrum tölum úr bókum fangageymslu lögreglunn ar til skýringar málinu. Ölvun á almannafæri er títt verkefni fyrir lögregluna hér, eins og verða vill,í borgum. Samkvæmt 21. gr. áfengislaga nr. 58/1954, skal hver sá, sem sökum ölvunar veldur óspekt- um, hættu eða hneyksli á al- mannafæri, opinberum samkom um, í bifreiðum eða öðrum far- artækjum eða skipum, sæta á- byrgð samkvæmt lögum. Varða brot gegn ákvæðum þessum sektum frá 100 til 2000 krón- um, nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum. Samsvarandi ákvæði og þessi er að finna í lögreglusamþykkt- um, m. a. 7. gr. lögreglusam- þykktar fyrir Reykjavík, sem bannar mönnum að sýna af sér hneysklanlega hegðun á al- mannafæri, m. a. með því að yera þar áberandi ölvaður. Allglögga mynd af verkefnum lögreglunnar á þessu sviði gefa talnaskýrslur um þá, sem setja þarf í geymslu um stundarsakir vegna ölvunarástands á al- mannafæri eða öðrum þeim stöðum, sem ég nefndi áðan.Eru að vísu í þeim tölum einnig innifalin þau tilvik, þegar Iög- reglan er kvödd á heimili og nauðsyn ber til að fjarlægja að- ila þaðan sökum ölvunar. 2.300 teknir í vörzlu. Skal hér tilgreint tímabilið frá 1. desember 1961, er fanga- geymslan við Síðumúla var tek in í not, og til 1. janúar 1963. Á því tímabili er um 2309 manns sett samtals 6680 sinn- um í gæzlu. Ef litið er nánar á tölur þessar, kemur í ljós, að 1486 manns gistir þar aðeins einu sinni á tímabilinu, en 2099 eða rúm 90% af heildatölunni, . 5 sinnum eða sjaldnar. Hins vegar er svo um 50 manns, sem lendir 20 sinnum eða oftar í fangageymslu, þar af 11 oftar en 50 sinnum. Þeir, sem lenda svo oft í fangageymslunni, eru allir bágstaddir drykkjusjúkling ar. Tölur þær, sem ég hef nefnt hér, skiptast nokkuð jafnt á mánuði, þó ber maímánuð, loka- mánuðinn, alltaf hæst. Af viku- dögum er ölvun mest á föstu- dögum og laugardögum. Á árinu 1963 var um 7300 varðhaldstilfelli að ræða, en ef farið er 10 ár aftur í tímann, er samsvarandi tala samtals 3465, en þá var mjög takmarkað fangarúm í hinum svonefnda ir Alþingi, megi verða til mik- ils gagns, ef það pærv frarti að ganga. Ungmennin og löggæzlan. Áður en ég Iýk máli mínu, vil ég leyfa mér að víkja örfá- um orðum að lagaákvæðum og löggæzlu í sambandi við ung- menni. Áfengisneyzla ungmenna er þjóðfélagslegt vandamál, sem vafalaust verður bezt ieyst með uppeldislegum ráðum, þar sem jákvæð uppbygging verður látin sitja í fyrirrúmi. Ráðstafanir í þá átt verða þó að vissu marki að njóta stuðnings af aðhaldi i i ! K'm , ■ \ <■ '< . Fangageymslan í Síðumúla. „kjallara" lögreglustöðvarinnar. Einstaklingar, sem teknir voru í vörzlu á árinu 1963 voru 2375. Að ekki hafi orðið meiri aukn ing á þessu tímabili, má tví- mælalaust þakka þeim lækn- ingastofnunum, sem starfað hafa að undanförnu, svo og fé- lögum, sem lagt hafa mikið af mörkum með fræðslu-, áróðurs- og hjálparstarfsemi. Betur má þó, ef duga skal í þessum efn- um. Verkefni eru mörg fram- undan, en lögreglan væntir þess, að sem fyrst fáist sjúkra- húsrými fyrir þá, sem verst hafa orðið úti og gista fanga- geymsluna oft f hverri viku vegna drykkjusýki. Er þess og að vænta, að frumvarp það um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, er nú liggur fyr- Tillögur til úrbóta. Eru þar m.a. ákvæði, er taka af öll tvímæli um, að hvers konar afhending áfengis til ung menna er óheimil. Bannað verði að bera með sér áfengi inn á veitingastaði og áfengi, sem ungmenni kann að hafa með höndum, verði skilyrðislaust gert upptækt. Ennfremur er lagt til, að ökumönnum leigubifreiða og annarra almenningsbifreiða verði bannað að leyfa ungmenn- um áfengisneyzlu í bifreiðun- um eða flytja ölvuð ungmenni á aðra staði en heim til þeirra. Ungmennum undir vissum aldri verði gerð óheimil dvöl í vín- veitingahúsum að kvöldlagi, nema í fylgd með forráðamönn- um sínum. Loks er lagt til, að sektir fyrir ölvunarbrot verði hækkaðar, svo og refsing fyrir leynivfnsölu. I undirbúningi er ennfremur lagafrumvarp um útgáfu nafn- skírteina, en þau eru mikilvæg gögn í sambandi við löggæzl- una. Gera má ráð fyrir, að breyt- ing þessi á áfengislögunum verði til bóta, ef samþykkt verð1 ur. Hitt ber að hafa í huga, að löggæzluathafnir gagnvart ung- mennum er viðkvæmt mál og vandasamt. Er ekki að efa, að læknismeðferð og félagslegar ráðstafanir eru líklegri til þess að sporna við ofdrykkju ungl- inga heldur en margendurtekin lögregluafskipti. því, sem lagaákvæði og viður- lög vegna brota á þeim geta veitt. - áfengislögum eru ýmis á- kvæði, sem eiga að koma í veg fyrir áfengisneyzlu ungmenna. Má þar til nefna ákvæði 16. gr., sem segir að ekki megi afhenda né veita yngri mönnum en 21 árs áfengi. Ákvæði þetta og raunar ýmis önnur varðandi þessi mál eru óglögg, þannig að dómstólar hafa ekki getað veitt lögreglunni þann stuðning, sem æskilegt er í sambandi við þenn an þátt löggæzlunnar. Til þess að taka af nokkra agnúa í þessum efnum, hefir verið.Iagt fram á Alþingi stjórn- arfrumvarp til breytinga á á- féngislögunum. Bridge — Framhald af bls. 2. geir fyrir valinu, Þeir munu taka þátt í tvímenningskeppni mótsins, sem stendur yfir dagana 5.-9. maí Nánari fréttir af ferð þeirra félaga munu birtast jafnóðum og þær ber- ast. Undanrásum í Firmakeppni Bridgesambands ísl. er nýlokið og tóku 227 firmú þátt í henni. Sam- hliða fór fram einmenningskeppni hinna ýmsu bridgefélaga bæjarins. Sigurvegari í Bridgefélagi Reykja- víkur var Einar Þorfinnsson, sem spilar fyrir Agnar Ludvigsson H. F. Hjá Tafl- og Bridgeklúbb Reykja- víkur sigraði Pétur Einarsson, en hann spilar fyrir Baðstofu Ferða skrifstofunnar. í Bridgefélagi kvenna sigraði Magnea Kjartans- dóttir, sem spilaði fyrir Mjólkur- samsöluna. Og sigurvegari í Bridge deild Breiðfirðingafélagsins var Bj’arni Jónsson, sem spilar fyrir Egil Vilhjálmsson H.F. Sextíú og fjögur firmu munu spila þrjár um- ferðir til úrslita. Blómabúbin Hrísateig 1 simar 38420 & 34174 O P. EYFELD Ingólfsstræti 2 amowm& sparar vinnulaunin. Verzl. Regnboginn Málningarv. Péturs. Hjaltested Verzl. Vogaver. Kristján Ó. Skagfjörð Tryggvagötu 4 Sími 24120

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.