Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 02.05.1964, Blaðsíða 1
 Mikil þátttaka í hátíBahöldum verk lýðsfélaganna í Reykjavík í gær Mikil þátttaka var í hátíða- höldum Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavik i gær. Var kröfuganga verkalýðsfélag- anna fjölmenn og gífurlegur niannfjöldi á útifundinum á Lækjartorgi. Hefur ekki um langt skeið verið eins mikil þátt taka í hátíðahöldum 1. maí. Veð ur var mjög gott og mun það hafa átt stóran þátt i því hversu mikið fjölmenni tók þátt i fund inum og kröfugöngunni. Um kl. 1.30 í gær tóku félag ar úr verkalýðsfélögunum í Reykjavík að safnast saman við Iðnó, þar sem kröfugangan skyldi hefjast. Kl. 2 lagði gang- an af stað og var gengið und- ir fánum verkalýðsfélaganna og kröfuspjöldum um nokkrar helztu götur borgarinnar en gangan staðnæmdist um 15 min útur fyrir 3 við Lækjartorg. Á Lækjartorgi hófst síðan útifundur, er Fulltrúaráð verka lýðsfélaganna í Reykjavík stóð fyrir. Óskar Hallgrímsson for- maður Fulltrúaráðsins setti fund inn og stjórnaði honum. Mælti hann í upphafi nokkur orð. Fagnaði hann því, að samkomu- lag skyldi liafa náðst um hátíða höldin 1. maí að þessu sinni og alþýða Reykjavikur því geta Framh. a bls. 6 Eftir því sem Vfsir hefur fregnað mun skipið Jörundur II. úr Reykjavik hafa orðið fyrst ur til að veiða vorsíld að þessu sinni. Um kl. 10 á fimmtudags- morguninn var skipið statt rétt norður af Þrídröngum og var þá á leið til Þorlákshafnar með um 35 tonn af þorski, sem veiðst hafði í nót. Komu þeir þá auga á mikla síldartorfu og köstuðu Og höfðu á augabragði fengið í nótina um 1000 tunnur af all sæmilegri síld. Hélt Jör- undur II. eftir það áfram til Þor lákshafnar, þar sem hann land- aði þorskinum og nokkrum hluta af síldinni. Jörundur II. er eign Guðmundar Jörundsson ar, 267 tonn, alveg nýsmíðaður í Englandi. Skipstjóri er Runólf- ur Hallfreðsson frá Akranesi. Síðar um daginn urðu fleiri bátar varir við síld og virtist | síldarmagnið mikið. Ekki varð þó um mikla veiði að ræða m.a. vegna þess að alger frídagur var fyrir höndum og því ekki hægt að taka við síldinni. Viðey mun hafa fengið um 1400 tunnur, Eldey 1100, Heima skagi með 900 sem fengust í einu kasti og Engey með 500 tunnur. Það er ábyggilega mikill hug ur í sjómönnum að hefja vor- sildveiðina, og má segja að þessi vertíð ætli ekki að gera það endasleppt við okkur, ef góð vorsíldarveiði kemur nú í kjöl- far þorskótaveiðinnar Lóðað á miklu síldarmagni við suðurströndina Vorsíldin er komin og er það sögn sjómanna, að á síðasta apríldegi hafi þeir lóðað fyrir mjög miklu síldarmagni við suðurströndina. Þó voru aðeins fáeinir bát- ar sem köstuðu á síld- ina, þar sem sýnilegt var að mjög erfitt yrði um á þorsknótaveiðinni enda er þorskurinn nú skyndilega eftir hrygninguna orðinn mjög magur Hann hefur runnið með skjótum hætti og virðist hann orðinn lítið annað en bein og roð, þessi fiskur, sem fyrir fáeinum dög- um var spikfeitur. móttöku á henni, þar sem ekkert yrði unnið 1. maí. Það kemur sér vissulega vel, að síldin skuli vera komin, því að menn eru að verða þreyttir 54. árg. — Laugardagur 2. maí 1964. — 99. tbl. HAFNARFJÖRÐUR mun stækka um 4200 hektara Nýlega hafa Hafnarfjarðar- bær og Garðahreppur gert sam- komulag um það, að Hafnar- fjörður fái land, sem nú er innan marka Garðahrepps en Garðahreppur fái svæði, sem Hafnarfjörður hefur á leigu til ársins 2015. Samkomulag þetta mun færa Hafnarfirði 4200 hektara landsvæði fyrir sunnan bæinn en Garðahreppur mun fá ágætt byggingarland í Hraunsholtslandi. Framh á bls. 6 IBhH MUBi Píg™*w________________________________ Þessa mynd tók fréttamaður Vísis austur í Þorlákshöfn, þegar fyrsti síldarbáturinn, Jörundur II., kom þar að landi og verið var að háfa síldina upp. VORSIL D VIIBARNAR HAfNAR Blaðið í dag BIs. 3 Myndsjá. Á skíðum i Noregi. — 4 Afmælisviðtal við Magnús Jónasson bíl- stjóra I Borgarnesi. — 7 Síðari hluti erindis lögreglustjóra um á- fengismál. — 8 Lögregluspjaldskrá Dana. — 9 Viðtöl við upprenn- andi, ísl. leikkonur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.