Vísir - 28.05.1964, Side 6

Vísir - 28.05.1964, Side 6
6 V1SIR . Fimmtudagur 28. maí 1964, Farfugladeild Reykjavíkur hefur ráðizt f þaö stórvirki að kaupa húseign í Reykjavík, sem er þriggja hæða hús, auk riss. Þetta er hús- eignln Laufásvegur 41 og 41 A, og er hugmyndin að opna þar gisti- heimili einhvern næstu daga. Ráðamenn Farfugladeildarinnar töldu kaup á húsi óumflýjanleg orðin vegna umfangsmikillar starfsemi hennar og móttöku er- lendra Farfugla, sem nú leita f æ ríkari mæli til íslands . Farfuglar hafa undanfarið unnið og látið vinna að nauðsynlegum breytingum og lagfæringum á hús- eign þessari og er í ráði að sjálft gistiheimilið geti tekið þar til starfa 1 næstu viku. Til annarrar ) félagsstarfsemi mun húsnæðið síð- an verða tekið eftir þvf sem efni og ástæður leyfa, m.a. verður skrifstofa deildarinnar flutt þang- að seinna í stunar, en til að byrja með verður hún til húsa að Frí- klrkjuvegi 11. Farfugladeild Reykjavíkur er orðin aldarfjórðungsgömul og má segja að hún hafi fært sjálfri sér allmyndarlega afmælisgjöf með framangreindum húsakaupum. Deildin á tvö önnur farfuglaheimili (hreiður) bæði f nágrenni Reykja- víkur, Heiðarból og Valaból, og hafa þau mikið verið sótt á und- anförnum sumrum. Félagið rekur vfðtæka ferðastarf- semi ár hvert og leggur mikla á- hérzlu á áð géra ferðimar sem ó- dýrastar, svo að einnig hinir efna- litlu eigi þess kost að ferðast. Á VIÐ SELJUM: Opel Cadett ’63 NSU prins ’63 Volkswagen ’62— '60 Sodiac ’60 Taunus Station ’59 Chevrolet Impala ’50 Commer ’63 með 12 m húsi. Chevro let ’57—’56 Ford ’58, góður Látið bílinn standa hjá okkur, og hann selst. _____________ Vgamia bílasalanV fcjQj 15 812 (QCjÍ dnnnr rauoara hiimitii SKÚLAGATA 55 — StMI Ilgll AÐ RAFKERFINU s.l. sumri var þáttaka mjög góð í ferðum, sem jafnaði sig upp með 30 manns í hverri ferð sem farin var. Verður það að teljast næstum einstæð þátttaka hjá tiltölulega fámennu félagi. 1 vor og sumar verður efnt til ferðalaga nær og fjær um hverja helgi og um mitt sumarið verður efnt til þriggja sumarleyfis- ferða, sú fyrsta er í Þórsmörk og dvalið þar frá 11. —19. júlf. Þá er 9 daga ferð í Amarfell hið mikla og nágrenni dagana 18.—26. júlf. Verður fyrst farið til Veiðivatna og Þórisvatns, en sfðan haldið f nágrenni Amarfells og gerðir út ýmsir leiðangrar þaðan. Þriðja og síðasta ferðin er 12 daga ferð um Vestfirði dagana 5.—16. ágúst. Ekið verður um Dali, Barðastrand- arsýslu og Vestfirði til ísafjarðar. Þaðan verður farið á skipi um Legkrobbaleit —- Framh. af bls. 1 pantað tíma fyrir skoðun, svo að sem allra stytztur tími færi í þetta. Er konum þannig gert eins auðvelt og unnt er að not- færa sér þessa heilsugæzlu. Alma Þórarinsson kvaðst gera ráð fyrir að nýja leitarstöðin yrði opnuð 10, til 15. næsta mánaðar og myndu verða skoð- aðar allt upp f 50 konur á dag þegar fram í sækti. Tvær hjúkr- unarkonur hafa verið ráðnar til starfa við stöðina, Hertha Jóns- dóttir og Guðrún Broddadóttir, og verða þvf eingöngu konur f starfsliðinu. Tvær stúlkur hafa kynnt sér frumurannsóknir er- lendis og starfa við stöðina. LEGKRABBINN ER Á UNDANHALDI. Alma Þórarinsson lét f ljós þá von, með tilliti til reynsl- unnar f öðmm löndum, að góð- ur árangur yrði af þessari leit að legkrabbameini. Hún sagði, að sýnilegt væri, að þessi teg- und krabbameins væri á und- anhaidi í löndum þar sem mest hefði verið gert að þessum rann sóknum. Væri legkrabbi senni- lega eina alvarlega krabbamein ið, sem menn gætu horfzt f augu við og ráðið niðurlögum þess, ef konur fengjust til sam- vinnu við læknana og unnt væri að gera nauðsynlegar rannsókn ir. Hét Alma að iokum á konur að vanrækja ekki að nota það tækifæri, sem hér væri nú að skapast, svo lítið sem þær þyrftu á sig að leggja annars vegar og svo mikið væri f húfi hins vegar. HINN NÝI YFIRLÆKNIR. Alma Þórarinsson, sem er gift Hjalta Þórarinssyni lækni, er stúdent frá Menntaskólanum á i Akureyri, lauk embættisprófi í \ iæknisfræði frá Háskóla Islands 1951 og var síðan 2 y2 ár við framhaldsnám f Amerfku. Hún var læknir við Landakotsspftal | ann f 5 ár, við svæfingar og eft- irmeðferð sjúklinga, og hefir j siglt árlega til að fylgjast með nýjungum á sviði læknisfræð- innar. f fyrrasumar var hún t.d. við frumurannsóknir í Glasgow, og einnig dvaldist hún í Noregi og kynnti sér séretaklega fjölda- rannsóknir legkrabbameins með tilliti til þess starfs, sem hún tekur við. Djúpið með viðkomu í Æðey og Vigur, síðan haldið í Kaldalón og ekið suður um Þorskafjarðarheiði. Þess má geta að Farfuglar hafa annazt gróðursetningu f svoköll- uðu Sleppugili f Þórsmörk um margra ára skeið og nú hefur komið til mála að semja framtíð- aráætlun um gróðursetninguna þar til að auðvelda starfstilhögun alla. 1 sumar verður mót norrænna Farfugialeiðtoga haldið f fyrsta skipti á fslandi og búizt við þátt- töku frá öllum Norðurlöndunum. fslenzku, Farfuglarnir hafa veg og vanda af móttöku þeirra og skipulagningu mótsins. Það verð- ur háð dagana 21.—28. júnf. Ragnar Guðmundsson er formað ur Farfugladeildar Reykjavfkur. Aðrir f stjórn hennar eru Þor- steinn Magnússon, Sigurður Blön- dai, Þórður Eirfksson, Þórhallur Aðalsteinsson, Kristinn Zóphonías- son og Eyjólfur Sigurðsson. Félagsskapur Farfugla er hollur og góður, og þar hefur aldrei þrif- izt óregla né skrílmennska f neinni mynd, en jafnan krafizt ósér- plægnis, drenglyndis og heiðar- leika af hverjum sem þar gerist félagi. Kraftblakkir — Framh. af bls. 16 hefðu verið meðal hinna fyrstu til þess að hefja notkun kraft- blakkar á sfldveiðum. Fyrst var blökkin notuð við vesturströnd Kanada, en íslendingar urðu næstir til að hefja notkun henn ar á síidveiðum. Norðmenn urðu mun seinni til og enn eru þar aðeins um 60 — 70 blakkir í notkun. Pálmi sagði, að verkfræðing- urinn frá hinu bandaríska firma hefði verið mjög hrifinn af því hve þjónusta við eigendur kraft blakka væri góð hér á landi, en tryggð hefur verið viðgerð- arþjónusta um allt land. í Reykjavík annast Þrymur við- gerðir, f Vestmannaeyjum Magni, á Akureyri Árni Val- mundsson, og þannig mætti lengi telja. Yfirleitt má segja, að síldveiðiskip geti farið til næstu hafnar, ef k'raftblökkin bilar, þar eð viðgerðarþjónusta er veitt svo víða. Verð á kraftblökkum er frá 176 þús. til 220 þús., tollaf- greidd. Listasaga — Framh at bls. 16. fagra. Nú væri það hlutverk alþýðunnar að sýna að hún kunni að meta þessa gjöf, halda áfram starfinu og „innleysa hana“. Hann gat þess einnig, að stjórn listasafns A. S. í. myndi nú þegar hefjast handa um byggingarframkvæmdir. Bjöm Th. Björnsson lýsti verkinu lausiega. Fyrra bindið hefst á aðdraganda fslenzkrar listasögu, og er farið fljótt yfir sögu frá siðaskiptunum og fram að aldamótunum um 1800. Fjall- ar bókin þá nákvæmar um þá listamenn, sem komu fram síð- an og fram að 1930. Síðara bind ið fjaliar svo aftur um þá menn, sem frá 1930 hafa komið fram með nýjar stefnur, allt fram ril okkar yngstu listamanna í dag. Þetta fyrra bindi er 260 síð- ur, í stóru broti, og f því eru um 400 myndir. Bókin var prent uð f prentsmiðjunni Víkings- prent, sem gaj alla vinnu, og myndamót gerðu Prentmyndir, sem sömuleiðis tóku ekkert fyr ir. Titilsfðu og kápu teiknaði Gísli B. Björnsson. Morgun- hugvekjci Einn af velunnurum blaðsins hef- ir komið að máli við ritstjórnina og beðið Vísi að vekja athygli á morgunbænum þeim sem séra Sig- urður Haukur Guðjónsson prestur í Langholtssókn flytur í útvarpið kl. 8 á hverjum morgni þessa vikuna. Þær hugvekjur séu svo snjallar og vel samdar, að full á- stæða sé til þess að hvetja menn til að ljá þeim eyra. 30 þús. kr. stolið Þrjátíu þúsund króna verðmæt- um var stolið við innbrot í nótt. Innbrot þetta var framið í blómabúðina Rósin, sem er til húsa f Vesturveri. Þar hirti þjófurinn peningakassa, með öllu sem í hon- um var, en það voru um 30 þúsund krónur í ávísunum og peningum. Víkingur með 370 lestir Togarinn Víkingur frá Akranesi er nú á Ielð til Englands með mik- inn og góðan afla. 370 lestir, er hann fékk við Vestur-Grænland. Er þetta mjög góður afli miðað við hið mikla aflaleysi er verið hefur undanfarið. Búizt er við, að togarinn selji á mánudag. Borno og ungl- ingonúmskeið oð hefjost Eins og undanfarin ár efna Æskulýðsráð, Leikvallanefnd, Iþróttabandalagið og íþrótta- vellimir til fþrótta- og leikja- námskeiða fyrir böm og ung- linga í maí og júnf. Verða þau á 8 stöðum víðsvegar um bæ- inn. Á morgun hefjast þessi nám- skeið og verða þá á þessum stöðiim: Vfkingsvöllur, Ár- mannsvöllur, Valsvöllur og K.R. völlur. Tekið verður á móti börnum 5—8 ára fyrir hádegi kl. 9.30—11.30 en unglingum 9—12 ára kl. 14—16. Á hverjum stað verða 2 íþróttakennarar, sem leiðbeina í leikjum og íþróttum. Námskeiðin standa yfir f 4 vikur og verður námskeiðsgjald kr. 25.00. Á Iaugardag hefjast nám- skeiðin á Skipasundstúni, Lauga lækjarbletti, Golfvellinum gamla og Álfheimatúni. Fánamisfök — Framh. af 5. sfðu. fánann rétt fyrir komu De Valera. Fánar írska lýðveldisins og Fíia- beinsstrandarinnar eru nefnilega mjög líkir, þrír jafnir reitir þvers- um og í sömu iitum — hvítum, grænum og appeisínuiitum — og sá einn munurinn, að annar litur er á reitnum næst stöng. Fyrir fám árum urðu fánamis- tök, sem vöktu ósmáa athygli og gremju Dana, en Islendingum sumum, er um vissu skemmt. Keppni átti fram að fara í knatt- spymu milli Dana og íra, en þegar danska liðið kom inn á völlinn sá það fslenzka fánann blakta þar við hún í stað Dannebrog. Gróðursefiiingar^ ferð Árneslnga- félagsins Árnesingafélagið í Reykjavík efn ir á laugardaginn kemur til gróður setningarferðar til Þingvalla og Áshildarmýrar. Á báðum þessum stöðum á Ár- nesingafélag'.ð gróðurreiti og hefur plantað í þá meira og minna ár hvert. í Áshildarmýri hefur auk þess verið reist minnismerki, svo sem löngu er kunnugt orðið og komið upp girðingu. Á laugardag kl. 2 e. h. verður farið í gróðurrsetningarferð á báða þessa staði, en jafnframt eru ferð- irnar hugsaðar sem kynningar- og skemmtiferðir. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku sína fyrir annað kvöld f síma 24737 eða 15354, og þar eru jafnframt veitt- ar nánari upplýsingar um fyrir- komulag ferðanna. Árnesingafélagið telur nú á 5. hundrað meðlimi og er Ingólfur Þorsteinsson yfirvarðstjóri formað ur þess. Afnúm vega- bréfsúrítana Nýlega var gengið frá samkomu- lagi í Osló milli Islands og Júgó- slavíu um gagnkvæmt afnám vega- bréfsáritana fyrir ísienzkt og júgó- slavneskt ferðafólk, sem ferðast vill minni landanna og dvelja þar í allt að 3 mánuði. Samkomulag þetta gengur í gildi hinn 1. júlf 1964. r Utvarpsskóli — Framh. af bls. 16 gizka má á, að fjórir til sex kennarar starfi við skólann. „Ég hef orðið var við, að fólk, sem koma á fram í útvarpinu, biður um tilsögn. í útvarpsskól- anum verður að öllum líkindum kennd stúdíó-vinna í sambandi við undirbúning dagskrár og ýmis tæknileg atriði. Þá verða æfingar í flutningi efnis, f með- ferð íslenzkrar tungu, framburði og framsögn". Útvarpsstjóri sagðist vonast til, að hægt yrði að taka nokk- uð marga nemendur í skólann strax næsta vetur, en eðlilega væri þetta nokkuð laust f reip- unum, fyrst í stað. Opera — Framh. af bls 1 lenzkra manna til að semja óperu? '— Nei. — En fyrstur manna til að semja íslenzka óperu, sem sýnd er almenningi? — Það er líklega. Jú, það er víst rétt. — Um hvað fjallar þin ópera, gerist hún nú á tímum? — Já, og gæti gerzt hvar sem er í Reykjavík eða Hveragerði, aust anhafs eða vestanhafs. — Mikið af furstafrúm og greif- um, ha? — Nei, það er bara ósköp venjulegt fólk. — Gamansamur tónn eða al- varlegs> efnis? — Nema hvort tveggja sé. Og... nei, annars, við skul- um láta óperugestina sjálfa, ef einhverjir verða, um að botna þetta.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.