Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 2
/ '■r 'N Norðurlandamót í handknattleik í Laugardal í kvöld: FLUSVÍIINNI SIINKADI UM HÁLFAN SÓLARHRINC - og norrænu keppendurnir á hand- knatfSeiksmétinu komu þreyttir og slæptir fil Reykjavíkur í nótt kom flugvélin með norrænu handknattleiks- stúlkurnar loks, en þá hafði móttökunefndin beð- ið eftir henni í hálfan sól- arhring. Orsökin til þessar- ar tafar var sú, að flugvél- in, sem flytja átti stúlkurn- ar, bilaði áður en hún lagði af stað frá Kaupmanna- höfn. Stúlkurnar hafa því fengið sérlega erfitt ferða- lag, því þær urðu í gær- kvöldi að bíða tímum sam- an á flugvöllum í Káup- mannahöfn, Osló og Gauta borg. Á meðan hefur íslenzka lands- liðið undirbúið sig af kostgæfni og e. t. v. eykur þetta líkurnar fyrir því að íslenzku stúlkurnar spjari sig f keþpninni í kvöld, en liðið mætir í kvöld Svíþjóð í fyrsta leik mótsins. Landsliðsnefnd kvenna var al- gjörlega ófáanleg til að birta lands liðið f dagblöðum, enda fengu stúlk urnar sjálfar ekki að vita um end- anlegt val í liðið í kvöld fyrr en um hádegi í dag. Framkvæmdanefnd Norðurlanda- mótsins hefur unnið mjög gott starf, og má ætla, að keppnin fari öll vel fram. Gísli Halldórsson, for seti ISÍ, setur keppnina í kvöld kl. 20, en að þvf búnu hefjast leik irnir. Leikjaskrá fyrir Norðurlandamót ið er þannig: Föstudagur 26. júní 1964. ísland—Svfþjóð. Dómari: Orjo Páttiniemi (Finnland) Noregur —Finnland. Dómari: Hans Carlsson (Svfþjóð). Danmörk—Svíþjóð. Dómari: Karl Jóhannsson (ísl.) Laugardagur 27. júní 1964. Island —Finnland. Dómari: Björn Borgersen (Noregur). Noregur —Svíþjóð. Dómari: Knud Knudsen (Danmörk). Danmörk —Island. Dómari: Hans Carlsson (Svíþjóð). Sunnudagur 28. júnf 1964. Finnland—Danmörk. Dómari: Karl Jóhannsson (ísl.) Noregur —Island. Dómari Knud Knudsen (Danmörk). Svíþjóð—Finnland. Dómari: Björn Borgersen (Noregur). Danmörk — Noregur. Dómari: Orjo Páttiniemi (Finnland). Tímaverðin Bjarni Björnsson — Frímann Gunn laugsson. Markdómarar og lfnuverðir: Magnús Pétursson, Valur Bene- diktsson, Gylfi Hjálmarsson, Ey steinn Guðmundsson, Jón Frið- steinsson, Sveinn Kristjánsson, Danfel Benjamínsson, Birgir Björnsson, Hannes Þ. Sigurðs- son. Leiktími er 2x20 mín., hlé 10 mín- útur. íslenzku stúlkurnar „slöppuðu af“ í gufubaði meðan gestirnir áttu í erfiðleikum með að komast til íslands. Hér eru þær Helga Emilsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sylvía Hallsteinsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Dí- ana Óskarsdóttir og Hrefna Pétursdóttir í baðinu. Hér er ein af dönsku stúlkunum í leik. Hún heitir Karen Rasmussen og er frá Helsingör. Vitaspymuleikur Dl STEFANO SETTUR ÚT ÚR LIÐI REAL MADRID Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH gerðu jafntefli í leik sínum í 2. deild á þriðjudagskvöldið með 3:3, — helmingur markanna kom úr vítaspyrnum. Haukar byrjuðu með því að skora úr vítaspyrnu rétt eftir að leikur hófst, og áður en FH-menn gátu áttað sig, var staðan orðin 3:0 Haukum í vil og aðeins 15 mín- útur liðnar frá upphafi leiks. FH, sem fyrirfram var talið ör- uggt um sigur, tókst nú brátt að ná betri tökum á leiknum og í hálfleik var staðan orðin 3:1, en Ásgeir Magnússon skoraði það mark. í síðari hálfleik skoraði Borg þór Jónsson tvívegis fyrir FH, — í bæði skiptin úr vítaspyrnu! Di Stefano. N.k. þriðjudag rennur út samningur bezta mið- herja, sem nokkru sinni hefur verið uppi í heim- inum, samningur Al- fredo Di Stefano við hið heimsfræga knattspyrnu lið Real Madrid, sem di Stefano hefur ekki átt svo lítinn þáít í að gera frægt. tíi Stefano, sem er oft kallað- ur „ein af hinum öldruðu stjörn- um“ hjá Real, hefur nú verið settur úr liðinu að eigin sögn, og hann bætir við: „Mér er sagt, að ég geti feng'ð stöðu innan fC- lngsins, en ég tel að það sé ég og enginn annar, sem segir tíl um það hvenær ég eigi að hætta í knattspyrnu. Þessi afstaða Re- als til mín særir mig djúou sári“. Sennilegt er, að Di Stefano hverfi nú til félagsins Espangol I Barcelona, og fær hann 2 mllljónir króna fyrir undirskrift samningsins. Mörg félög hafa gert tilboð, m. a. Bestis í Sevilla, itölsku félögin Torino, Mantova og Varese. ÞVOTTAHÚS Vesturbæjar Ægisgötu 10 • Sími 15122 m'.I IHOini'IHIL-Í.K! ii r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.