Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Föstudagur 26. júní 1964.
VÍSIR
Utgeíandi: BlaOaútgáfan VISIR
Ritstjöri: Gunnar G. Schram.
AOstoOarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Björgvin GuOmundsson
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiOsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er 80 krónur á mánuOL
f lausasölu 5 kr. eint — Sími 11660 (5 linur)
PrentsmiOja Vísis. — Edda h.f.
Húsin þjófa upp
Ntt í vikunni var úthlutað lóðum undir 602 íbúðir í
hinu nýja Árbæjarhverfi. í næstu viku mun borgin
/æntanlega ganga frá úthlutun lóða undir 144 ein-
iýlishús í sama hverfi. Mun þá hafa verið úthlutað
óðum undir rúmlega eitt þúsund íbúðir það sem af er
iessu ári, þegar meðtaldar eru aðrar fyrri lóðaúthlut-
mir. Þessar fregnir gefa til kynna að Reykjavíkur-
Dorg heldur vel á spöðunum í því efni að undirbúa
lyggingarlóðir og úthluta þeim. Hefir þó vissulega
/erið við ramman reip að draga í þessu efnum vegna
)ess að eftirspurnin eftir lóðum í Reykjavík hefir lengi
/erið óeðlilega mikil vegna hinnar öru fólksfjölgunar.
iins vegar er talið að mun lægri tala en 1000 íbúðir
íullnægi eftirspum á ári, svo hér hefir nú verið vel
innið að verki. Þegar farið er um Reykjavík má hvar-
/etna sjá ný hús rísa og ný hverfi þjóta upp með göt-
im og- görðum. Er ekki ofmælt þótt sagt sé að aldrei
íafi verið meira byggt í borginni en nú. Stafar það
/itanlega fyrst og fremst af óvenjugóðum efnahag al-
nennings og þeim skattalækkunum og ívilnunum, sem
/eittar hafa verið. Borgarbúar munu kunna vel að
neta dugnað borgaryfirvaldanna við undirbúning
íýrra lóða, ekki síður en fegrun borgarinnar með garð-
ækt og blómaskrúði sem nú er unnið ötullega að.
Breytt menntaskólanám
QÓÐAR fregnir berast af þingi rektora og mennta-
skólakennara, sem haldið var fyrir helgina. Þar virtist
ríkja almennur skilningur á því að gera þurfi veru-
'egar breytingar á íslenzku menntaskólanámi. Setti
/óhann Hannesson skólameistari fram mjög athyglis-
/erðar tillögur í því efni. Vissulega er tímabært að end-
urskoða menntaskólanámið og laga það að breyttum
þjóðfélagsháttum. Þar er aðallega nauðsyn tvenns.
Menntaskólanámið er of langt. Tuttugu ára stúdent
er of gamall stúdent. Hann á að útskrifast 18 ára, því
ella verða menn nær þrítugu þegar þeir loks ljúka
háskólaprófi og námsleiði í menntaskólum er þegar of
áberandi. Þess vegna þarf að gera nemendum kleift að
ljúka náminu fyrr með breyttri námsskrá og betri til-
högun, m. a. með því að eyða minni tíma í próf og
prófundirbúning og fella niður endurtekningar náms-
efnis sem nú eiga sér stað. í öðru lagi þarf að koma á
nýrri deild, miðdeild, sem miðist við raunvísindi og
gera jafnframt namið valfrjálsara, eins og þegar er
'ætt um. Slíkt mundi horfa mjög til bóta. Þess vegna
^ru miklar vonir bundnar við það starf sem nú er
ínnið til breytinga á menntaskólanáminu.
Bylting í íslenzkri
síldveiðitækni
Sagt frá fyrirlestri Jakobs Jakobssonar
á norrænu fiskimála ráðstefnunni i gær
Hér birtist útdráttur úr
fróðlegu erindi er Jakob
Jakobsson, fiskifræðingur hélt á
norrænu fiskimálaráðstefnunni
í gær. Ræddl hann þar ástæöur
fyrir ört vaxandi veiðimagni
hjá íslenzka sfldveiðifiotanum.
Meginástæðumar, eins og fram
kemur f útdrættinum, sem hér
fer á eftlr, eru þessar: Aukin
þekklng á sfldargöngum, vax-
andi og skipulegri sfldarleit,
notkun asdlctækja og kraft-
blakkar og loks lengri veiði-
tfmi.
Fyrstu fjörutfu árin sem ls-
lendingar stunduðu sfldveiðar
með snurpinót, 1904 — 1944, var
eingöngu um að ræða strand-
sfld. Þýðingarmestu miðin lágu'
skammt undan fjörðum og fló-
um Norður-íslands. Það var
ekki fyrr en dr. Ámi Friðriks-
son birti kenningar sínar um
Norðurlandssíldina að þekking
flskifræðinga á sfldarstofninum
tók að vaxa verulega. Rannsókn
ir leiddu f ljós stórfelldar sfld-
argöngur og síðar að „Norður-
landssfldin" er ekki af einum
stofni heldur tveimur íslenzk-
um og einum norskum stofni,
sem er yfirleitt þeirra stærstur.
Upp úr 1944 breyttust göng-
ur sfldarinnar. Hún hætti að
koma inn á firði og flóa og góð-
ar torfur fundust fáar nærri
landi. Snurpinótarveiðin féll frá
150—200 þúsund tonnum, fyrir
1945, niður f 10—40 þúsund
tonn á næstu árum.
Eftir það varð skipuleg sfid-
arleit mjög aðkaliandi. Sfldar-
leit úr lofti hafði byrjað 1928
en hún var ekki talin fullnægj-
andi. Sfldin óð sjaldnar en áð-
ur. Bergmálsdýptarmælirinn
skipti ekki verulegu máli í sfld-
arleit, gagnstætt þvf sem gerist
f leit að öðrum fisktegundum.
En asdic-tækin ollu byltingu f
sfldarleit. Með hjálp þeirra
gerði Norðmaðurinn Finn De-
vold margar velheppnaðar til-
raunir til sfldarleitar 1950 og
1951. Tveimur árum sfðar fékk
varðskipið Ægir asdictæki og
á næstu árum voru þau aðailega
notuð við kortlagningu hugsan-
legra veiðisvæða.
Asdictæki komu fyrst f fs-
lenzka sfldveiðibáta 1954 og
náði notkun þeirra verulegri
útbreiðslu eftir 1958. Vegna
þeirra er nú hægt að veiða síld.
sem liggur djúpt í sjónum, og
fyrrum var ómögulegt að finna.
Á sumarsíldveiðunum 1962
og 1963 var stunduð skipuleg
sfldarleit af varðskipir.j Ægi
og þremur fslenzkum bátum á
veiðisvæðunum, með mjög góð-
um árangri. Talið er að þakka
megi síldarleitinni um 50% af
allri veiðinni, þessi sumur.
Hefðu þessi skip hins vegar
aðeins tekið þátt f sjálfri veið-
inni, hefði veiðiaukning flotans,
miðað við meðalveiði á bát, að-
eins aukizt um 1—2% í stað
ca. 50%.
Síðan Ægir fékk asdictæki,
hafa farið fram verulegar rann-
sóknir með sérstökum leiðöngr-
um á miðin. Árangur þeirra
hefur verið almennt talað góð-
ur, enda þótt ekki hafi alltaf
verið um fastar niðurstöður að
ræða. En á grundvelli þessara
rannsókna hefur þó verið hægt
að veita síldarbátunum marg-
víslegar upplýsingar yfir veiði-
tfmann, sem að gagni hafa
komið við veiðina.
Þá hefur ýmislegt annað
skipt verulegu máli við sfldar-
leitina um veiðitímann, t.d.
radarinn, hálf-sjálfvirkir áttavit-
ar og stöðugt radiosamband
^milli skipanna á veiðisvæðun-
um. Radiosambandið er afar þýð
ingarmikið. Upplýsingar um
síldartorfur komast til alls síld-
veiðiflotans fyrir milligöngu
leitar. eða rannsóknarskip-
anna, ásafnt viðkomandi sér-
fræðilegum up^Iýsingum þeirra.
Stundum hc.'úr síldarleit á
miðunum verið skipulögð með
þeim hætti ’ að bátamir raða
sér niður á svæðið með stuttu
millibili þannig að geislar
asdictækjanna spanna bilið
á milli þeirra. Hefur reynzt
unnt að kanna stór veiðisvæði
á stuttum tíma. Þetta hefur
einkum komið sér vel á vetrar-
síldveiðum þegar bátarnir hafa
ekki getað fylgt síldartorfunum
eftir vegna veðurs.
Upp úr 1944 voru gerðar tals-
verðar breytingar á notkun
snurpinótarinnar. Þær leiddu
til fækkunar á síldveiðibátun-
um og notkunar nótabáta. Jafn-
framt tókst nú f fyrsta sinn að
nota asdictæki við sfldarkast.
Margir síldveiðiskipstjórar
gerðu sjálfstæðar tilraunir á
þessu sviði, en enginn náði
betri árangri en skipstjórinn á
Víði II, Eggert Gíslason. Eitt
af athyglisverðustu afrekum
hans var að leiðbeina öðrum
skipstjóra við velheppnað kast
á torfu, sem hann hafði sjálfur
kastað á augnabliki áður. All-
ur flotinn hafði getað fylgzt
með atburðinum þar sem leið-
beiningarnar fóru fram um
sendistöð og varð þetta áreið-
anlega til að hvetja aðra skip-
stjóra í tilraunum þeirra til að
ná valdi á þessari veiðiaðferð.
Margir skipstjórar hafa síðan
náð þvílíkum árangri í meðferð
asdictækja við kast á síldar-
torfu, sem liggur djúpt í sjón-
um, að þeim finnst sú aðferð
auðveldari en að kasta á torfu
sem veður.
Þótt íslendingar framleiði
sjálfir ekki asdic-tæki er óhætt
að fullyrða að engir noti þau
meira en þeir. Og þeir hafa
verið reiðubúnir til að miðla
öllum, sem þess hafa óskað, af
reynslu sinni í meðferð þeirra,
kynnt þeim einstæða tækni sína
og leikni við veiðarnar.
Annað tæki hefur og rutt sér
til rúms á síðari árum, kraft-
blökkin. íslendipgar fengu
fljótlega áhuga á notkun henn-
ar, þegar fréttist að banda-
rískir fiskibátar hefðu reynt
'hana með góðum árangri. Ingv-
ar Pálmason, skipstjóri, fór ti)
Framhaid ð bls. 6.
Jakob Jakobsson fiskifræðingur