Vísir - 26.06.1964, Síða 15

Vísir - 26.06.1964, Síða 15
V í SIR . Föstudagur 26. júní 1964. mptr&T:- g Er madurinn minn morðingi? Hún vissi, að íiún gat bundið enda á grun sinn en þorði það ekki — ef til vill gat það orð- ið upphaf einhvers annars enn verra Eftir Lawrence Treat . Clyde var alltaf rausnarlegur — gaf þjórfé ríkulega. Og hann átti rautt bindi með skeifu. Lois átti erfitt með það, en hún knúði sig að lokum til þess að fara upp og gægjast í klæða- skápinn í svefnherberginu. Það var þar ekki — og Clyde var ekki með það, þegar hann fór um morguninn. Lois settist á rúmstokkinn. I rauninni fannst henni hlægilegt að hugsa svona mikið um Clyde, vegna þessa morðs — þó ekki væri nema vegna þess, að hann væri of skynsamur til þess að fremja morð með þeim hætti, að með því væri bent á slóðina til hans siálfs. Og ekki gat Clyde átt neitt svona til. En . . . en ef einhverjum manni var hótað? Margur góður maður hafði gerzt afbrotamaður í einhverri örvænt ingu, stundum kvæntir menn, ií góðri stöðu, sem sáu allt hrynja í rúst fyrir sér, ef eitthvert hneyksli bitnaði á þeim. Hafði einhver- haft í hótunum .við Clyde? Hafði honum orðið eitt- hvað á, sem einhver gat notað sér Clyde var gáfaður, rólegur, öruggur, samt . . . Lois gat ekki varizt að hugsa um kvöld nokkurt, er hún var ein heima. Það var nokkrum vikum eftir að þau voru orðin hjón. Hún sat í dagstofunni og var að sauma. En þá var Clyde allt í einu kominn að henni með skammbyssu í hendinni. — Clyde, hafði hún hrópað hálf hrædd, hvað ertu að gera . . hvað . . . ? - Þetta er „Smith og West- onskammbyssa nr. 38“, sagði hann brosandi Mjög auðveld í meðförum. Þú verður að læra að skjóta af skammbyssu. Þú þarft að vita af skammbyssu í húsinu. Við búum hér í. úthverfi og það er aldrei að vita hvaða hættur géta verið á ferðum, þegar kon ur eru einar heima. - En ég er hrædd við skot- vopn, hafði hún sagt, ég hefi andstyggð á þeim. • Vitleysa, sagði hann, þetta er bara öryggisráðstöfun. Vitan- lega vona ég, að þú þurfir aldrei að grípa til hennar. Ég vil bara, að þú vitir hvar hún er. Komdu með upp. Henni var það mjög móti skapi, en hún hafði farið með honum upp og séð hann setja skammbyssuna bak við skó- kassa á hillu. Þetta stóð greinilega fyrir hug skotssjónum hennar. — Hún niinntist annars atviks fyrir um það bil mánuði síðan. Einnig þá sat hún við sauma. Clyde gekk gegnum stofuna með skammbyssuna í höndunum og Sagði um leið: — Ég er að fara niður í kjall ara að æfa mig í að skjóta í mark. Lois hafði beðið í spenningi. Svo hleypti hann af hverju skot inu á fætur öðru. Henni fannst húsið leika á reiðiskjálfi. Hún æptj.yf Jírseðslu og stðkk út. Clyde kom út til hennar og var sem hann hefði fengið þungt samvizkubit. - Fyrirgefðu, sagði hann. Ég ætlaði eþki að hræða þig. Hún vissi, að hann hafði lagt skammbyssuna á sömu hilluna þetta sama kvöld. En - var hún þar ennþá? Hún reis á fætur, eins og knúin ómótstæðilegu afli og opnaði aftur skápinn. Efst inni f honum var hill- an. Hún sá skóöskjuna, en snerti hana ekki. Hún gat ekki knúið sig til þess. Það var alltaf eitthvað í þessum heimi, sem bezt var að hrófla e.kki við, hugsaði hún, það gætí bara leitt til annars verra. Stundum var kannski nauðsynlegt, að ala efann hið innra með sér, og bíða, þótt erfitt væri, þar til allt kæmi í ljós, hvað sem það væri, illt eða gott — f öllu falli gat gert illt verra að hraða málinu. Hún sneri sér við og gekk niður. Aðrar minningar vöknuðu, sem hlóðu undir efann. Það var til dæm- is frammistöðustúlkan í ítölsku mat stofunni og það allt. Lois mundi nú greinilega þennan fimmtudag. Clyde hafði sagt um morguninn, að hann mundi ekki koma heim til miðdegisverðar. Hann ætlaði að borða með 2 — 3 stéttarbræðrum og því næst fara með þeim á fyrirlestur. Hann kom oft seint heim — en ekki óeðlilega seint. En í þetta skipti hafði hann komið fyrr en hún hafði búizt við honum. — Það var lítið varið í þennan fyrirlestur. Til allrar lukku urðu nær engar umæður. Menn voru sam mála — til þess að komast burt. Það er ekkert gaman að slíkum fyrirlestri sem þessum og svona viðræðum. Og hin skiptin, sem Clyde hafði komið seint heim?” Hún minntist kvöldsins, er hann hafði hringt til hennar. — Lois, hafði hann sagt. Ég er hérna í Ellenville. Ég verð kyrr hérna og gisti í sumarhúsinu. — En hvað ertu að gera þarna?, spurði hún. Sumarhúsið hafði alveg sérstöðu í samlífi þeirra. Þau höfðu upphaflega leigt það til þess að eyða þar sumarleyfisdögunum, og þau höfðu kunnað þarna svo vel við sig, að þau höfðu keypt það. — Ég hefi verið að hugsa svo, mikið um tæknilegt vandamál, hafði hann svarað, var í' rauninni á heim leið, en fyrr en ég vissi var ég kom- inn að sumarhúsinu, eða þar í grennd. Og mér flaug í hug að halda kyrru fyrir, hugsa um vanda málið í einrúmi. Nú vaknaði efi um það í huga Lois, að hann hefði verið í Ellen- ville þessa nótt, en hvar hafði hann verið, ef hann hafði verið einhvers staðar annars staðar? Svona gróf efinn um sig í huga hennar, skaut æ fleiri rótum. Klukkan 14 þennan dag kom iög- reglan. — Lögréglumaðurinn, sem hringdi dyrabjöllunni, var alvarleg- ur á svip. Hann var ekki klæddur einkennisbúningi, og Lois hafði það á tilfinningunni frekar en hún vissi það, að hann var frá lögreglunni, en svo kynnti hann sig — Nafn mitt er Teller, sagði hann. Eruð þér frú Eckhart? Lois kinkaði kolli. — Ég er lögreglufulltrúi og mig langar til þess að spyrja yður nokk- urra spurninga: — Gerið þér svo vel. — 1 fyrsta lagi, munið þér hvar þér voruð fimmtudaginn barn nítjánda — um kvöldið ? — Fimmtudag, sagði Lois og reyndi að láta sem hún myndi það ekki. Ó, herra Teller, hvernig ætti ég að muna það — hver dagurinn er öðrum líkur. — Þér haldið kannski dagbók? — Maðurinn minn væri því víst feginn, ef ég gerði það. Honum finnst stundum, að ég sé býsna gleymin. Kannski .... — Munið þér ekkert um aðra daga í þessari sömu viku? DÚN- OG FIÐURHREIN SUN vatnsstíg 3. Sími 1874C sæ'nsur REST BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu sængumar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. !■■■■■! V I Ð SELJUM: Simca ’63 i skiptum fyrir ódýrari bíl. Opel Capitan ’62 Opel Record ’58 Opel Caravan ’60 ’59 Zodiac ’60 Taunus Station ’59 Consul ’56 Volvo 444 ’55 N.S.U. Prinz ’62 Skoda Oktavia ’62 Ford Station ’55 Morris Oxford ’52 G.M.C. vatna- og fja'.’abíil með 17-20 manna húsi. RAUÐARÁ. SKIILAGATA 55 — SÍMI15E1Í Hreinsum samdægurs Sækjum - sendum. ' Efnalaugin Lindin Skúlagðtu 51, slmi 18825 Hafnarstræti 18, sími 18821 BUXURNAR Amerísku buxurnar stærðir fðanlegar. Verð frá kr. VINNUFÁTABUÐIN Laugavegi 76 SAAB96I Svoinn Björnsson & Co. Garðastræti 35 Box 1386 - Sími 24204 Blómabúfoin Hrisateig 1 simar 38420 & 34174 T A R 1 A N i'.iVK 50, ASU22!. 5UTI wavít to mmss, first, mxr's soims to hapfen WH2N WAWA SPEAE,- FISHTS^ 7HE50NWHÖ FEf HIM. FÐ1SON...AKZ THOUSHT HIWAFYIMG WEAK.UKIS., Við verðum að reyna fyrst eins og ég vil hafa það, segir Wawa, en ef mér mistekst, og sonur minn drepur mig, þá hefur þú leyfi mitt, Wambi, til þess að grípa til þinna ráða. Það er svo miklu einfaldara, herra, hvisiar Abuzzi, sonur Wambis að Joe. við gætum fljótlega bundið enda á tilveru Batusanna, með nenr- ingarvopnum okkar. sprengjum og eldspúurum. Það kann að vera rétt, Abuzzi, segir Joe, en fvrst vil ég fá að sjá, hvernig ba’aag- anura Iýkur milli Wawa og son- arins, sem eitraði fyrir honum, og heldur, að hann sé deyjandi vesa- lingur. Herg'osoSekar crepe-nylon ,<i 29.00 MDdatorgl

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.