Vísir - 03.07.1964, Blaðsíða 2
ENN TAPAR KEFLAVÍK STIGI
FRAM náði að halda 0:0
Botnlið 1. deildar vefjast j uðu þeir fyrsta stigi sínu
fyrir Keflvíkingum um j í deildinni til Þróttar. Leik
þessar mundir, því í gær; urinn í gær var líkur leikn-
kvöldi töpuðu þeir stigi til i um við Þrótt að því ieyti
Boltinn hrökk fyrir mark Fram
og þar upphófst æðisleg þvaga.
Hér munaði ekki miklu að Kefl-
víkingum tækist að skora, en
varnarmenn Fram hreinlega
steyptu sér yfir boltann eins og
gammar og héldu honum þar til
Geir markverði tókst að góma
hann og komast út úr þvögunni.
En Framararnir áttu eftir að
koma með sinn þátt í þennan leik,
og raunar má segja að Framarar
hefðu getað farið með sigur af
hóimi í þessari viðureign, svo
Iitlu munaði undir lokin. Ásgeir
Sigurðsson átti hörkuskot á 32.
mín„ en Kjartan Sigtryggsson
varði það skot mjög laglega. Fram
sótti um þessar mundir talsvert og
I eitt skiptið mátti sannarlega ekki
miklu muna í þvögu við markið,
en vörn Keflavíkur tókst að koma
boltanum f horn.
Keflvíkingar voru hér óheppnir
að koma ekki með bæði stigin úr
þessari viðureign, og kannski get-
ur þetta haft áhrif á lokabarátt-
una I þessu móti. Liðið leikur á-
gætlega úti á vellinum og fram-
farirnar á flestum sviðum frá því
I fyrra eru ótrúlega miklar og
sýnir hvað hægt er að gera undir
góðri handleiðslu, en Óli B. Jóns-
son tók við þjálfun liðsins í vor.
Framh. á bls. 5
Fram, en fyrir nokkru töp-
STAÐAIi I
1. OG 2.
DEILD
Staðan i 1. deild:
Keflavík 5 3 2 0 12-6 8
Akranes 6 4 0 2 14—11 8
KR 4 3 0 1 9-5 6
Valur 6 2 0 4 15-17 4
Þróttur 5 1 1 3 5-10 3
Fram 6 1 1 4 11-17 3
Markhæstu menn:
Hermann Gunnarsson, Val, 7 ;
Ellert Schram, KR, 6 j
Eyleifur Hafsteinsson, tA, 5
Bergur Guðnason, Val, 5 ,
Haukur Þorvaldsson, Þrótti, 4
Næstu leikir eru á sunnudag
hér í Reykjavík þá leika ÞRÓTT
UR og AKRANES og daginn
eftir KR og VALUR.
í fyrrakvöld sigraði FH Vík-
ing f 2. deild með 6 mörkum
gegn 1 i fremur Iélegum leik.
Lið FH er sem kunnugt er að
mestu skipað leikmönnum úr
handknattleiksliði félagslns, en
þeir eru margir vel liðtækir i
knattspyrnu einnig.
Staðan í 2. deild er nú þessi:
Suðurlandsriðill:
Vestm.eyjar 4400 11—5 8
F.H. 5 2 2 1 15—8 6
Víkingur 5 2 0 3 8-15 4
Breiðablik 4 112 5-5 3
Haulcar 4 0 1 3 5—11 1
NorðurlandsriðiII:
Akureyri 2 2 0 0 12-1 4
isafjörður 2 10 1 3-10 2
Siglufjörður 2 0 0 2 3-7 0
Sóttu „bftilinn
til BLÖNDUÓSS
r
i
að Fiann var án marka og
að mestu leyti eign Kefl-
víkinga, sem ekki gátu
nýtt neitt af fjölmörgum
tækifæmm sínum.
Sókn Keflvíkinga var frá upp-
hafi mun þyngri og áttu þeir all-
góð upphlaup, sem enduðu með
skotum fram hjá. Framarar áttu
einnig ágætis skot, einkum Ásgeir
Sigurðsson, v. útherji.
í seinni hálfleik sótti Keflavík
jafnvel enn fastar, en tókst aldrei
að skora, en færin til að skora
urðu þó mýmörg og sum nokkuð
opin. Geir markvörður Fram varði
mjög fallega skot frá Sigurði Al-
bertssyni á 15. mínútu, en þá má
segja að markið hafi legið í loftinu.
Rúnar Júlíusson h. innherji átti
ágætt skot, en rétt yfir, og tveim
mínútum siðar gerðist atvik, sem
var nokkuð ljótt og hefði átt að
færa Keflvíkingum vltaspyrnu.
Meðal beztu leikmanna Kefla
víkurliðins eru tveir ungir menn
úr hljómsveitinni Hljómar, sem
virðist eftir öllum sólarmerkjum
að dæma vera langvinsælust
allra unglingahljómsveita lands
ins. Hafa ungu mennirnir I þeirri
hljómsveit nú farið 1 hljómleika
ferðalag út um land og veldur
þetta Keflvíkingum erfiðleikum
á knattspyrnusviðinu.
Karl Hermannsson hætti við
að fara I ferðalagið og kaus
heldur að iðka knattspyrnuna,
og kastaði þar frá sér tugþús-
undum króna, en Rúnar Júlíus-
son fór með félögum sínum I
bítlahljómsveitinni og I fyrrinótt
óku þeir „bítlarnir“ á Mercedes
Benz-bíl sínum alla leið frá
Blönduósi til Reykjavíkur til að
geta unnið Keflavíkurliðinu
gagn. Rúnar keppti með I gær
og stóð sig með ágætum, og
Karl var sömuleiðis með og báð
ir voru meðal beztu manna Iiðs-
ins.
í nótt fóru „bítlarnir" aftur
til baka norður og þegar Kefla
vík mætir KR 15. júlí n.k. verð
ur ennþá lengra fyrir Rúnar að
komast til Reykjavíkur. Þá
verða þeir félagarnir á Raufar-
höfn, og þá verður Rúnar að
aka til Akureyrar og fara. flug-
leiðis til Reykjavíkur. Til að við
halda knattspyrnunni hefur Rún
ar knött meðferðis og hleypur
reglulega, og virðist honum
ganga vel að halda sér I þjálfun,
annað varð a. m. k. ekki séð I
Ieiknum I gær.
Spennandi kepþni í Laugarda! í kvöld:
VINNUR KR ÚRVAISUÐ FRl?
Líklegt er að hörkukeppni fari
fram á Melavellinum í Reykja-
vík. Líklega í fyrsta sinn I nokk
ur ár, sem frjálsar íþróttir bjóða
upp á spennandi keppni.
Það er KR, sem keppir við úrval
FRÍ I frjálsum íþróttum, en það
er að mestu skipað mönnum úr
ÍR, en þessi tvö félög eru stór-
veldi á sViði frjálsra íþróttahér.
Keppnin hefst kl. 8 á Laugar-
dalsvellinum, en sleggjukast
mun fara fram kl. 7,15 á Mela-
velli. Keppnin 1 kvöld er I þess-
um greinum
Sleggjukast, 400 metra
grindahlaup, kringlukast, há-
stökk, 100 metra hlaup, 1500
metra hlaup, 400 m. hlaup, lang-
stökk, kúluvarp og 4x100 m
boðhlaup.
Á morgun heldur keppnin á-
fram kl. 15 og þá keppt I 110
m grindahlaupi, þrístökki, stang
arstökki, spjótkasti, 800 metra
hlaupi, 200 metra hlaupi 300
metra hlaupi og 4x400 boð-
hlaupi.
Má vænta góðrar skémmtunar
af þessu nýstárlega móti, sem er
eitt lofsverðasta framtak frjáls
íþróttamanna um nokkuð Iangt
skeið og má vænta þess að þetta
geti orðið upphaf þess að frjáls
íþróttirnar dragi til sín fólk á
áhorfendapallana, sem undanfar
in ár hafa ekki þurft að kvarta
undan átroðningi.
Meðal keppenda I kvöld er
Jón Þ. Ólafsson, sem kom heim
frá Kaliforníu I fyrradag. Þrír
keppendur eru frá hvorum aðila
I þessari keppni og er stigaút-
reikningur á þann veg að fyrsti
maður fær 5 stig, annar 3 —
þá 2 af þriðja manni og eitt af
fjórða manni. Mótið er haldið
I tilefni af 65 ára afmæli KR
fyrr á þessu ári.
E