Vísir - 03.07.1964, Blaðsíða 15
V í S I R . Föstudagur 3. júlí 1S64.
15
ANDREW GARVE:
*£
Vl
Bdk>
í KEÐJU
— Hann er í umbúðum í ein-
um björgunarbátnum — það er
að segja, ég vona, að hann sé
þar enn - þar sem ég skildi við
hann. Þetta er einn af þessum
sjálfvirku, sem blása sig upp
sjálfir, er þeir koma niður á
yfirborð sjávar. Ég hleyp útbyið
is með hann undir hendinni og
ræ í land. Árarnar, ef árar
skyldi kalla, eru innan í.
Amanda hristi höfuðið. Mikiil
efi lýsti sér í svip hennar.
— Þetta er brjálæði, sagði
hún loks, Ef þetta er allt satt
- og ef þér reynið þetta, mun-
uð þér drukkna.
— Það held ég ekki.
— Þér eruð væntanlega góð-
ur og þolinn sundmaður.
— Sannast að segja er ég
það ekki, öðru nær, en ég treysti
á bátinn. Og minnizt þess, að
skipið siglir mjög hægt fram
hjá Spithead. Það verður ekki
svo mjög áhættusamt að henda
sér útbyrðis. Ég ætti að geta
verið kominn í land og símað
vestur að allt hafi heppnazt —
áður en skipið leggst að bryggju
í Southampton. Það er að segja,
ef þér komið ekki upp um mig.
Amanda horfði á hann eins
og í vafa.
- Hvernig er það með regl-
urnar fyrir „frumkvæðis-prófun
inni“ — með tilliti til þess, að
þér verðið að treysta á mig?
— Það er ekkert í reglunum,
sem bannar okkur að þiggja
hjálp á leiðinni frá hverjum
sem ér. Ef þér viljið hjálpa mér,
er sannast að segja dálítið ann-
að, sem þér gætuð verið mér
hjálplegar með: Falið böggulinn
úndir rúminu yðar þangað til ég
þarf að hafa bátsins not, Ég er
dauðskelkaður að einhver há-
setanna finni hann.
— Gerið þér yður ljóst, að
ég mundi verða rekin, ef það
kæmist upp, að ég hefði hjálpað
yður?
— En það kernst ekki upp,
það er ég viss um - nú, og
svo er alltaf hermálaráðuneyt-
ið.
— Ég ætla að minnsta kosti
að „sofa á því“. Ég skal segja
yður af eða á — á morgun.
Þegar Munro gægðist inn í
gjafabúðina næsta morgun, bauð
Amanda hann velkominn rneð
brosi, Hún sagðist hafa hug-
leitt málið og „sofið á því“ og
tekið ákvörðun um að bregðast
ekki trausti hans - og geyma
fyrir hann böggulinn.
— Þér eruð gull af kven-
manni, sagði Munro, þá kem ég
með hann á gönguþilfarið klukk
an 21. Ég legg hann þar á bekk,
þar sem þér getið tekið hann.
Þakka yður hjartanlega, hitt-
umst heil!
Um kvöldið gekk allt eins og
í sögu. Allt var á sínum stað,
hann losaði um tjörguðu snúr-
una og dró böggulinn upp úr
bátnum og skildi hann eftir, þar
sem um hafði verið talað.
Nokkru síðar um kvöldið kom
Amanda til hans, þar sem hann
sat í aðalsalnum úti í horni og
var mjög leyndardómsleg á svip
og hvíslaði að honum, um leið
og hún settist:
— Þetta er allt í lagi.
Þau spjölluðu lengi saman yfir
glasi af víni. Munro talaði mest
um herinn, Amanda sagði hon-
um frá starfi sínu á skipinu. Hún
var greinilega vel gefin stúlka.
Brátt fóru þau að dansa og döns
uðu til miðnættis. Kvöldið var
þeim báðum ógleymanlegt.
□
Það var aðfaranótt síðasta
dags ferðarinnar. Skipið nálgað-
ist eyna Wight á réttum tíma.
Veður var gott og kyrr sjór.
Munro hafði ákveðið að
stökkva útbyrðis klukkan fimm.
Þeim hafði talazt svo til, að
Amanda kæmi upp á afturþil-
farið með böggulinn skömmu
eftir klukkan tvö, þegar hætt
var að dansa. Þar átti Munro
að hitta hana og taka við böggl-
inum.
Hún kom þegar klukkan var
tíu mínútur yfir tvö og rétti
honum böggulinn og settist á
bekk við hlið hans - sama bekk
inn, sem hann hafði setið eða
legið á svo margar morgun-
stundir, Rödd hennar var dá-
lítið óstyrk.
— Hvað er að? spurði hann.
Ertu óstyrk á taugum?
- Já, sannast að segja. Ég
vildi óska, að þú vildir hætta
við þetta. Það er brjálæðislegt.
— Vitleysa, sagði Munro.
Það gengur eins og í sögu.
— Það er svo langt niður,
og straumurinn frá skrúfunni
getur dregið þig niður. Hvaða
vit er í að hætta á annað eins
og þetta vegna „frumkvæðis-
prófunar“?
Hún andvarpaði og bætti við:
— En ég get víst ekki fengið
þig ofan af þessu.
— Því miður ekki, sagði
,Munro og í allt öðrum tón en
jáður og þagnaði skyndilega, en
| hélt svo áfram eftir skamma
jstund, en hún var nú sýnu
ióstyrkari en áður.
— Það er ekki ástæða lengur
til þess að draga að gera játn-
ingu fyrir þér. Sannleikurinn er
sá, að þetta með „frumkvæðis-
|prófunina“ er uppspuni. Ég dikt
jaði þetta upp og þú munt kom-
:ast að -raun um af hverju. Ég
'er lögreglumaður - rannsókn-
arlögreglumaður - og ég er í
embættiserindum ...
Amanda starði á hann.
- Ég skil þetta víst ekki ...
- Og þó 'er það í rauninni
ofur einfalt. Ég er að rannsaka
morðmál — morð, sem framið
var á þesu skipi fyrir þremur
mánuðum. Nú veiztu víst hvað
ég er að fara?
— Þú — þú átt við fröken
Everett?
TRABANT #64
Trabant ’64 er til á lager eirs
og er.
Trabant fólksbíllinn kostar kr.
67.900
Trabant station kostar kr 78.
900
Trabant bifreiðin reynist sér-
staklega vel.
Kynnið yður skilmála vora.
B'ilaval Laugavegi 90
BIFREIÐALEIGAN
Er líka fyrir yður
Sveinn Björnssan & Co.
Garðastræti 35
Box 1386 - Sími 24204
Ódýra
FiHhatta
seljum við í dag og íæstu daga
Mikið úrval af léttum iumarhöct-
um
HATTABLJÐIN HULD
Kirkjuhvoli.
Sími 13600.
DUN- OG
FIÐURHREINSUN
vatnsstíg 3. Sími 18740
SÆNGÚR
REST BEZT -koddar.
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld vei.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
5
V IÐ SELJUM:
N.S.U. Prinz ’62
Volvo station ,62
Volvo 444 ’55
Opel Cadett station ’64
Opel Caravan ’60 og ’Ö9
Taunus statlon ’59
Chervolet Impala ’59
Mercedes Benz 220 ’53
mjög góður
C.M.C. vatna- og fjallabif-
reið með 17-20 manna
húsi.
Ford station ’55
rauðará
SKÚLAGATA 55 — SÍMI15811
Símar 2210 — 2310
KEFLAVÍK I AUGLÝSID I VÍSi
R
2
A
N
Flugvélin hefur sig á loft aftur
og Wawa krýpur í grasið, svo að
það sjáist ekki að hinir miklu
vöðvar hans hafa öðiazt krafta
á nýjan leik. Mambo er lagður af
stað til föður síns, segir Joe, sem
fylgist með öllu í kíki. Við skul- Wawa þegar hann sér son sinn
um sveima yfir og sjá hvernig náigast, komdu og hjálpaðu mér.
fer. Hérna er ég, Mambo, kallar
Hreinsum
samdægurs
|| Sækjum -
H sendum.
B Efnalaugin Lindin
í ' Skúlagötu 51,
sími 18825
Hafnarstrætj 18,
sími 18821
TUNÞOKUR
BJÖRN R. EÍNARSSON
símí aosss
Herrosokkcir
crepe-nylon .<1 29.00
á