Vísir - 03.07.1964, Síða 5

Vísir - 03.07.1964, Síða 5
VÍSIR . Föstudagur 3. júlí 1964. 5 útlönd—í Trí0Pf7,un útlönd í morgun útlönd í morgun * útlönd i>morgun mmnrettm Kannað á þjóðháfiðardaginn á margun hver vernd blökkufólki er í lögunum í gærkvöldi — þremur klukku- stundum eftir að fulltrúadeild þjóð þingsins hafði samþykkt og af- greitt sem Iög mannréttindafrum- varpið, sem Kennedy heitinn for- seti lagði fyrir þingið fyrir rúmu ári, — undirritaði Lyndon B. Johnson forseti lögin við hátíð- lega athöfn í Hvíta húsinu, og var henni útvarpað um gervöll Banda- ríkin, og fylgdust tugir milljóna manna með þessu í sjónvarpinu. Johnson forseti flutti stutta ræðu og skoraði á alla landsmenn að hlýða lögunum. Menn ætla, að á morgun muni blökkufólk víða, gera tilraunir til þess að komast að raun um hver vernd því sé í lögunum, eink- um með því að fara inn á mat- sölu-, samkomu- og baðstaði, rak arastofur o.s.frv., þar sem hvítir til þessa hafa einir haft aðgöngu. Afgreiðsla málsins á þingi tafð- ist um 3 mánuði vegna málþófs, sem Suðurríkjaþingmenn héldu þar uppi. TALIÐ. Við loka-atkvæðagreiðsluna I fulltrúadeildinni greiddu 153 demó kratar og 136 republikánar at- kvæði með frumvarpinu, en 91 demókrati og 35 repúblikanar á móti. Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna. Miðlar De Gaulle málum á Kýpur t>að er rætt' um það æ meira, að Ðe Gaulle forseti kunni að gera tilraun til þess að miðla málum f Kýpudeilunni — og það mál kunni að verða eitt þeirra mála, sem hann ræði við Ludwig Erhard forsætis- ráðherra Vestur-Þýzkalands, en De Gaulle fór til fundar við hann í dag og voru fimm ráð- herrar- í fylgd með honum, þeirra fremstur Pompidou for- sætisráðherra, en þetta er ann- ars fyrsti slíkur fundur þeirra De GauIIe og Erhards, eftir að hann tók við kanslaraemb- ættinu. Er talin mikil þörf á, að þeir ræði einingu Evrópu, skipulag, starf og framtíð Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins og fleira, en knýjandi nauðsyn er tálin, að þeir samræmi skoðan- ir sínar um þessi mál og fleiri. Eins og kunnugt er ræddi Inonu forsætisráðherra Tyrk- lands við De Gaulle á heim- leið sinni um París — um Kýpurmálið. Hann kveðst að vísu ekki hafa beðið De Gaulle að miðla málum í deilunni, en £ samt eru ummæli hans skilin | svo, að De Gaulle kunni að láta | málið til sín taka, og á sömu f lönd eru skilin ummæli af op- | inberri grízkri hálfu. Bandarísk blöð benda1 á, að C Sameinuðu þjóðunum og John- g son forseta hafi mistekizt að H greiða fyrir lausn málsins, og ætti það að vera De Gaulle aukin hvatping að afreka það, sem aðrir ekki gátu, og myndi það verða honum til mikils vegsauka. Sir Alec Douglas-Home for- sætisráðherra Br'etlands sagði á þingi í gær, að hann hefði hvað S? eftir annað gert U Thant | frkvstj. Sameinuðu þjóðanna S grein fyrir alvarlegum horfum jí á Kýpur og nauðsyn þess, að « Grikkland og Tyrkland nái 8 samkomulagi um eyna, og að f stjórnarskrá þess verði virt, og | loks, að hvorugt þjóðarbrotanna i á eynni geti notið skjóls frá | gæzluliðinu til þess að skaða 9 hitt. S 150 íslendingar hafa notið starfsþjálfunar í U.S. A: Aftalræðumaður á árshátíð ís- lenzk-ameríska félagsins, sern verður á Hótel Sögu i kvöld, verður Peter Strong, forseti American-Scandinavian Found- ation. Samtökin voru stofn- uð fyrir 54 árum og hafa þau unnið að traustum menningar- skiptum milli Bandarikjanna og Norðurlanda. M. a. hafa um níu þúsund norrænir stúdentar dval ið við nám og rannsóknarstörf í Bandaríkjunum á vegum sa ntak anna og um þessar mundir dvelja í Bandarikjunum um 450 norrænir menn við starfsþjálf- un, en alls munu um 150 ís- lendingar hafa dvalið við starfs- þjálfun vestra á vegum Vr.er- ican-Scandinavian Foundation. Fréttamönnum var í gærdag gefinn kostur á að ræða við Peter Strong. I viðræðunum við Peter Strong kom það fram, að um þessar mundir er verið að vinna að því að stofna sérstak- an sjóð til styrktar Islenaing- um við nám vestra. En aðal- vandamálið í sambandi við þessa sjóðstofnun er hve >'áir i Bandaríkjunum eru af íslenzku bergi brotnir og verður þvl að leita til Bandaríkjamanna um framlög. Þessi sjóður sem verð- ur, eins og fyrr segir, til styrktar íslenzkum námsmönn- um, mun heita The Icelandic Fund. Námsmannaskiptin eru stór liður í starfsemi samtakanna og frá því að þau voru stofnuð fyrir 54 árum, hafa alls um níu þúsund norrænir stúdentar dvalið i Bandaríkjunum á veg- um þeirra við nám og ýmis rannsóknarstörf. Þá hefur American Scandinav ian Foundation gefið fjölmöigu ungu fólki frá Norðurlöndunum kost á þvi að dvelja i Banda- ríkjunum til starfsþjálfunar. Alls munu um 150 íslendingar hafa notið góðs af þessu, en um þessar mundir dvelja I Bandaríkjunum við starfsþjálf- un um 250 Norðurlandabúar, þar af 3—4 íslendingar. Enn einn liðurinn í starfcemi American-Scandinavian Fuun- dation er umfangsmikil útgáfu- starfsemi. Gefnar eru út tvær bækur árlega og eru það anaið hvort klassisk rit norrænna hör- unda eða aðrar bækur, er snerta Norðurlöndin. M. a. hafa all- margar íslendingasögur verið gefnar út. Þá er í ráði að gefa Heimskringlu út á ensku og einnig hluta Eddukvæða. Samtökin gefa út ársfjórðungs ritið The American Scandinavi- an Review. Sumarheftið kom út nú fyrir skömmu og þar tr m. a. að finna grein með fjölda mynda um ísland sem ferðamannaland eftir ritstjór- ann, Erik J. Frilis. Peter Strong verður aðalræðumaður á árs- hátíð Islenzk-ameríska félagsins sem verður að Hótel Sögu í kvöld. Hann mun á næstunni heimsækja forseta íslands og einnig ræða við forsætisráð- herra og menntamálaráðherra. SVEINSBAKARI er flutt á Vesturgötu 52. Sími 13234. Dragt til sölu Hvít dragt stærð ca 42 til sölu. VERZLUNIN SEL, Klapparstíg 40. LOKAÐ á morgun laugardag vegna jarðarfarar. Vinnuheimilið Reykjalundi. KvöldsöBur «— Framh aí bls 16 kvöldsala og breyttum opnunar tíma verzlana. Taldi hann fyrri tillöguna beinlínis fallna til að grafa undan hinni reglulegu mat vörudreifingu í borginni. Þá væri tillagan um heimild til lengingar opnunartíma mat- vöruverzlana til þess fallin að skapa ófrið með verzlunarfólki og kaupmönnum, sem nú hefðu með sér friðsamlegt samstarf. Óskar Hallgrímsson, taldi mál ið þaulrætt, en kvaðst vilja gera athugasemdir við ræðu Sigurð- ar. Hann taldi að fara hefði átt með þeirri varúð, sem S. M. tal aði um varðandi vinnuveitendur og launþega, strax þegar reglu- gerðin var samþykkt á sl. ári Úr því að ekki náðist samkomu Iag yerzlunarfólks og kaup- manna, um hverfissölu væri ó- hjákvæmilegt að bæta fyrir það með því að auka þjónustu við neytendur með umræddum hætti. Böðvar Pétursson, taldi borg- arstjórn hafa lýst yfir vilja sínum með samþykkt síðasta árs. En nú væri hún raunveru- lega að koma sér hjá því að standa við þessa stefnu sína. Hann varaði við því að sam- þykja ákvæði um opnunartíma, án þess að afla fyrst samþykk is verzlunarfólks fyrir þeim vinnutíma sem gert er ráð fyrir. Birgir ísleifur Gunnarsson, sagði að samþykktin á sl. ári hefði verið gerð f trausti þess að unnt yrði að koma á hverfis sölu. En þar sem ekki hefði tekizt samkomulag um hverfis- sölu væru mikilvægar forsendur fyrir samþykkt borgarstjórnar fallnar niður. Þjónustan við neyt' endur væri nú minni en fyrir samþykkt reglugerðarinnar og væri nauðsynlegt að bæta fólki það upp. Einar Ágústsson tók í sama streng og lýsti sig andvígan til- lögu Sigurðar Magnússonar um fækkun á vörulista og frestunar tillögunni. Voru tillögur heilbrigðisnefnd ar og borgarráðs síðan sam- þykktar með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Á fundinum voru einnig sam þykktar tillögur um skipan stjórnar Reykjavíkurborgar, sem skýrt var frá í Vísi í gær. Þá var gerð samþykkt um búfjár- hald í Reykjavík. Gerði hún ráð fyrir að búfjárhald í Reykja- vík væri háð samþykki borgar- ráðs. laitdafræðs —- Framh. af bls. 16 Evrópulönd og stendur hún yf- ir til 12. þ. m. Fulltrúar íslands á ráðstefn- unni, Guðmundur Þorláksson og Sigurður 'Þórarinsson, hafa þegar innt af höndum mikið starf til að undirbúa tillögur sem lagðar eru fyrir ráðstefn- una, um það hvað standa skuli í kennslubókum í landafræði um ísland. Hliðstæðar tillögur koma frá hinum löndunum sem fjallað verður um á ráð- stefnunni, og þannig fer endur- skoðun kennslubókanna fram I meginatriðum. 9 sóttu um — Framhald af bls. 16. sen, fulltrúi yfirborgardómara, Valgarður Kristjápsson, borgar- dómari og Þór Vilhjálmsson, borgardómari. Um embætti yfirsakadómara sækir Þórður Björnsson, sakadóm- ari. — Embætti verða veitt frá 1. ágúst Xi.k.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.