Vísir


Vísir - 03.07.1964, Qupperneq 6

Vísir - 03.07.1964, Qupperneq 6
rs VÍSIR . Föstudagur 3. júli 1964. Skólakerfi — Framh. af bls. 1 nðmi. T.d. tóku Danir fyrir nokkru upp fleiri deildir og meira val milli náms|reina, bættu félagsmála deild og fommáladeild við mála- ; deildir og stærðfræðideildir, sem * fyrtr voru í menntaskólunum. Norð menn samþykktu nýja löggjöf í svip aða átt í síðasta mánuði og Svíar hafa einnig horfið að nýskipan menntaskólakerfis síns. „Það er mitt persónulega álit“, sagði Kristinn Ármannsson „að við þurfum einnig að fjölga deildum og hafa kjörgreinar, eða frjálst val milli ýmissa námsgreina, og helzt hvort tveggja að einhverju Ieyti, ! en ég tek skýrt fram að þetta eru í ekki sameiginlegar tillögur hinnar! stjórnskipuðu nefndar, þær liggja ! alls ekki fyrir ennþá. Ég álit sem sagt að bjóða verði upp á fleiri möguleika í menntaskólanáminu en * nú er, f anda þeirra stefnu, sem hin Norðurlöndin hafa markað. Hitt er svo annað mál hvort við getum j gengið eins Iangt og þau hafa geng ið í deildaskiptingu og vali milli námsgreina, því þessar breytingar 1 eru mjög kostnaðarsamar í fram- kvæmd fyrir fámennt þjóðfélag. Bæði þyrfti að fjölga kennurum, verulega og svo kennslustofum, þvi fleiri kennslugreinar, sem um væri að velja“. Krlstinn Ármannsson, rektor, lagði að lokum áherzlu á að mikið og vandasamt verk væri að endur- skoða allt menntaskólakerfið og bjóst ekki við að þvl starfi lyki mjög fljótlega. Til margs þyrfti að taka tillit, breytingar á mennta- skólakerfinu snertu bæði það sem á undan því námi væri gengið, það er nám í barnaskólum og gagn- fræðaskólum, og það sem á eftir færi, háskólanámið, kröfur háskóla til stúdentsmenntunar. Við Mývatn — Framh. af bls. 9 bústað fyrir stríð og Guðrún Pálsdóttir ekkja hans býr nú í á sumrin. Meðan þeir Philipus oriris, forsetinn, dr, Finnur o. fl. slgldu um vatnið út fyrir Mikley og Hrútey, sáum vér blaðamonn hvað verða vildi við Höfða og gafst nú betra tækifæri en áður til að búa sig til stórra átaka í fréttámennsku og ljósmynda- gerð. Þar læddumst vér yfir gaddavírsgirðingar, gegnum þétt an birkiskóg, undir klettabeltum rétt við vatnsborðið og loks út á höfða og nes eða gegnum lindigöng í hinum stóra garði sumarbústaðarins. Minnti þessi framsókn vor á frumskógahern- að I Burma og allir náðum við okkar takmarki, eftir bið i lauf- skálum greina. Og það var sann arlega ekki amalegt að bíða svo lítið í þessu blíðviðri á einum yndislegasta stað á Iandinu. 4 | ^oks sáum við bláleitan bát- inn koma með mótorskellum inn sundið hjá Þorlákshófða. Þeir námu aðeins staðar hjá öðrum bát þar á vatninu, þsð voru bændur frá Geiteyjar- strönd, sem voru að taka sil- ung úr netum. Skoðuðu gestirn- ir aflann. Svo þegar þeir nálg- uðust, fóru myndavélar að klikka í kjarrinu. Jón bóndi og formaður á bátnum benti á sker eitt: — Sjáið þið skerið þarna. Prins inn horfði þangað. — Já, það var á þessu skeri, sagði Jón, sem ég strandaði með rússn- eska ambassadorinnl Lagzt var að bryggju víð Höfða og þar tók frú Guðrún Ásmundur hljóp að sækja lykilinn T. v.: Páll Lindal, Philipus, Edinborgarhertogi, Geir Hallgrímsson, Gunnlaugur Pétursson. (Ljósm. Vísis I.M) Pálsdóttir á móti gestunum. Var gengið til stofu og þar teknir j upp brauðpakkar með smurðu brauði Þannig sleppti prinsinn og hertoginn af Edinborg sjálfri aðalveizlunni, sem Guðrún Sig- urðardóttir veitingakona 1 Reykjahlíð hafði búið honum, og hann • fékk þannig aldrei tæKi- færi til að smakka á Mývatns- siiungnum gómsæta, sem Jón bróðir Guðrúnar hafði veitt um nóttina. — Þér verðið að hafa mig afsakaðan hafði prinsinn sagt, en ég kom til íslands til að skoða fugla og nú hef ég svo stuttan tíma, að ég verð að nota allan daginn til að -koða fugla. Ég hef ekki tíma tii að sitja i veizlum. En prinsinn kom 1 eldhúsið á Reykjahlíð áður en hann kvaddi og þakkaði öllu starfsliðinu, eldabuskunni og frammistöðustúlkunum fyrir góða þjónustu. Þannig er svipmynd af ferð Philipusar prins við Mývatn. Hann var þar aðeins til að skoða fugla og allt hjálpaðist að til að það tækist sem bezt, sólin, lognsléttur flötur vatnsins. Ná- læg fjarvera blaðamannanna, sem náðu góðum myndum, virt ist ekki verða honum til neirs verulegs ónæðis, — nema ef vera kynni, þegar hann fer að framkalla filmurnar sínar, að hann sæi þá votta milli birki- greinanna fyrir bláum storm- blússufugli. Þá má vera að hann komist í vandræði með, hvar hann á að finna þessum dularfulla fugli stað í fjölskrúð- ugri fánu íslands. Þ. Th. BÞR0TT8R — Framhaid af bls. 2. Beztu menn í þessum leik voru þeir Högni Gunnlaugsson og bak- verðirnir Ólafur Marteinsson og Magnús Haraldsson, en Magnús Torfason h. framvörður átti ágæt- an leik. Framlínan var ekki nógu beitt til að nýta leik Iiðsins upp að mörkunum. Beztur I framlín- unni var Rúnar Júlíusson, en fé- lagi hans, „bítillinn" Karl Her- mannsson var ágætur og sama má segja um Jón Ólaf Jónsson. Framliðið barðist vel oft á tíð- um og ógnaði verulega á köflum. Geir átti ágætan leik í markinu, en beztu menn Fram voru þeir Jóhannes Atlason, h. bakvörður, í vörninni, og Helgi Númason og Ásgeir í framlínunni. Dómari var Grétar Norðfjörð og dæmdi allvel. Þórarinn Sigurðsson hitaveitustjóri svarar spurningum hertoga um hitaveitu og framkvæmdir. Hjá hertoga stendur Geir Hallgrímsson (Ljósm Vísis I.M.) Philipus — Framh. af bls. 1 starfsmenn slna og þeir höfðu ræðzt við stutta stund, 'né'.du hertoginn og borgarstjórinn af stað í stutta ferð um Reykjavik. Ekið var sem leið lá að bústað listamannsins Ásmundar Sveins- sonar, við Sigtún. Þar kom ás- mundur eins og ofan af fjöllum. Hann var úti við, uppi í eiiu listaverka sinna, Þórshamri, önnum kafinn við að tífalda stærð frummyndarinnar, og átti sér einskis von Hann klifraði þó brosandi niður úr listaverk- inu og fagnaði gestum sínum. Var sýnilegt að hertoginn hafði gaman af að hitta þennan sér- stæða og merka listamann. Skyndilega tók Ásmundur á rás. „Við höfum varla tíma“, ka'.’aði borgarstjórinn á eftir honum. ,,Ég verð enga stund“, kallaði Ásmundur gamli að bragði, hljóp inn í hús sitt, en kom að vörmu spori aftur með lyKil í hendi. Gekk hann með hertog- ann og borgarstjórann að bil- skúrshurð á listaverkageymsl- unni, lauk henni upp og isiddi tignina inn I dýrðina. Frá listaverkunum var haid- ið að öðru meistaraverki höf- uðborgarinnar, hitaveitunni, eða öllu heldur hitaveituframkvæmd um við Álfheima. Þar skoðaði hann framkvæmdir við eina af aðalæðum borgarinnar. Siðan var ekið að mikilli borholu of- an við Suðurlandsbraut. Holan var opnuð til heiðurs he^toga og upp gaus gufa í striðum straumum. Hertoginn spurði margra spurninga og virtist koma þessi merka framkvæmd að ýmsu leyti á óvart. „Hvað er vatnið heitt í leiðslunum”, spurði hertoginn. Þórarinn Inta- veitustjóri gat upplýst það. „Þetta er merkilegt, anzaði ner- togi. Þessari stuttu kynningarferð um Reykjavik lauk raunveru- lega uppi á Öskjuhlíð. Útsýni var hið fegursta allt til fjalla, borgin böðuð í geislum sólarinn ar. Þar ræddu þeir margt fcorg- arstjóri og hertogi og undraðist hertoginn hve loftið yfir r.org- inni var tært „Við notum ekki kolakyjndingu lengur". „Nei, auð vitað ekki“. Frá Öskjuhlíð var farið í Þióð minjasafnið. Þar sýndi dr. Krisr- ján Eldjárn safnið. Ekki er vit- að hvað hertogi hefur hugsað ef hann hefur borið okkar litla safn saman við sitt stóra og ríka British Museum>, en hann lét allavega mikla ánægju í ljósi. Frá' Islandi hélt hertoginn af Reykjavíkurflugvelli kl. 12 á hádegi. Á flugvellinum voru forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Guð. mundur 1. Guðmundsson utan- ríkisráðherra, Boothby, am- bassador, Geir Hallgrímsson, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytis- stjóri, og Þorleifur Thorlacius, forsetaritari, til að kveðja her- togann. Kvaddi hann forseta með virktum, þakkaði móttökur og kvaðst hafa haft mikla ánægju af heimsokninni hingað. Lauk þar með heimsókn Philipusar, hertoga af Edinborg til Islands. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.