Vísir - 07.07.1964, Síða 2
VÍSIR . Mðjudagur 7, jilí ir/.
SG
tn w «**..♦«« utt|j!}JUWn HLt thtU UiíMi51tl
. i'l ili i 4i
VSL 'láíP
iBsœ»Wss»a«i«itóS®'iaHEaB“‘ ‘ •1 * ’!í ‘A
MM1
1% P ii
ip m
1. DEILD
MZ 2 STK
Valur og KR háðu í gær-
kvöldi bardaga í 87 mfnút-
ur áður en eina mark leiks
ins var skorað, — mark
sem mörgum verður minn-
isstætt, ekki sízt framverði
Vals, Matthíasi Hjartar-
syni, sem skoraði. Mark
hans var stórkostlegt og
bætti hinum f jölmörgu á-
horfendum heldur dapra
skemmtun, sem leikurinn
bauð upp á.
Það vakti furðu í upphafi h\-e
breytt framllna KR-Iiðsins var frá
því hún hefur verið, enda er KR
heldur íhaldssamt I uppstillingu
'liða sinna og breytir ógjarnan mik-
ið til í einu. Fimm, mjög ungir en
efnilegir menn voru I liðinu, þeir
Theódór Guðmundsson og Hörður
Markan í framlínu, en framvarðar-
llnan sömuleiðis mjög ung, þeir
Kristinn Jónsson og hinn ágæti
leikmaður Þórður Jónsson, sem ég
tel bezta mann KR I gær, og að
lokum Þorgeir Guðmundsson nið-
vörður. allt ungir menn sem ný-
lega hófu leik með meistaraflokki
fyrir alvöru.
Mjög mikil rigning hefur setzt I
völlinn að undanförnu og var hann
þungur og sleipur og allur hinn erf
iðasti. Leikmenn beggja liða reyndu
sem mest þeir máttu að byggja
upp spil, en gátu sjaldan að neinu
ráði reist rönd við þeim skilyrð-
um, sem völlurinn hafði búið
þeim. Varð leikurinn daufur og
leiðinlegur á að horfa og tækifæri
sárafá.
Hreiðar Ársælsson, sem leiddi lið
sitt I þessum leik, sem var 200.
leikur hans með meistaraflokki,
bjargaði fallega marki á 12. mín.,
en KR átti allgóða tilraun með
skoti Ellerts á 15. mín. af löngu
færi en rétt framhjá.
í fyrri hálfleik náðu Valsmenn góðu upphlaupi, sem endaði með skoti frá Bergi Guðnasyni. Hreiðar Ár-
sælsson var þó fyrir á markllnu og fékk bjargað. Myndin er frá því atviki.
í seinni hálfleik voru Valsmenn
talsvert heppnir á 4. mín, þegar
Ellert sótti harkalega að markinu
og Theódór fékk allgott skottæki-
færi, sem honum tókst þó ekki að
nýta. Ellert reyndi talsvert Iang-
skot og á 13. og 32. mín, átti hann
góð skot. Ingvar Elísson reyndi
einnig langskot á KR-markið og á
20. mín. rnunaði ekki miklu að Gísli
Þorkelsson fengi ljótt mark á sig,
því hann missti boltann frá sér og
Herm. Gunnarssyni, sem fylgdi á
eftir tókst að skjóta, en Gísli kom
á elleftu stundu skríðandi á hnján-
um og lokaði markinu fyrir honum,
en þarna skail hurð sannarlega
nærri hælum.
KR átti meira af tækifærum I
leiknum, en Valsmenn fullt eins
mikið I spilinu á miðbikinu. Sveinn
Jónsson átti þannig sannarlega færi
á að skora fyrir KR á 40. mín., þeg
ar allar gáttir opnuðust skyndilega
og hann var staddur einn með bolt-
ann á vítateig miðjum. En skotlist-
in brást Sveini herfilega og þvl
varð ekkert mark f þetta skiptið.
En ógnvekjandi sókn KR var
snúið upp I Valssókn, sem I fljótu
bragði virtist ekki hættuleg. Laus
bolti hrökk frá KR-vörninni út til
Matthíasar Hjartarsonar, v. fram-
varðar Vals. Um skotfæri var vart
hægt að tala, — en skotið reið af
og Matthías horfði spenntur I
nokkur sekúndubrot á eftir skoti
slnu sigla efst undir „vinkilinn" I
bláhorn marksins og félagar hans
dönsuðu strfðsdans af kæti yfir 1:0
og tveim stigum, sem virtust bók-
uð þeim ,sem raunin varð líka. Skot
Matthíasar var stórglæsilegt og
Iangt slðan annað eins hefur sézt á
vellinum, — líklega ekki síðan I
fyrsta leik Alberts hér eftir að
,hann fluttist heim. Skotið var af
30 m færi og algjörlega óverjandi.
KR-ingar sóttu mjög eftir þetta,
en lítið var eftir af leik, Valsmenn
vörðust af vígamóði og Björgvin
rparkvörður, sem kom inn I seinni
hálfleik fyrir Gylfa Hjálmarsson,
greip vel inn I. Tvær hornspyrnur
ógnuðu Valsmarkinu og settu
spennu I leikinn og Theódór hinum
unga innherja tókst að ná sæmi-
legu skoti að marki, en ekkert
gekk og KR tapaði þar með enn 2
stigum I 1. deild, stigum, sem geta
komið til með að kosta meistara-
tign.
Jafntefli hefði að öllu athuguðu
verið bezta lausnin I þessum Ieik,
því ekki er hægt að segja að KR
hafi átt mikil tækifæri, en hinsveg-
ar reyndu þeir meira en Valsmenn
og þá einkum með langskotum.
Beztu menn Valsliðsins voru Björn
Júlíusson og bakverðirnir Árni
Njálsson og Þorsteinn Friðþjófsson,
sterk vörn sem ekki er gott að ryðj
ast 1 gegnum, Matthías Hjartarson
ágætur sóknarframvörður, sem
mætti reyna meira að skjóta, enda
er hann einn af sárafáum knatt-
spyrnumönnum, sem virkilega
kann að skjóta. I framlínunni átti
enginn leikmaður góðan leik, en
Ingvar reyndi mest og virtist hafa
mestan áhuga.
KR-Iiðið var I algjörum molum
I gærkvöldi og náði aldrei saman.
Ungu mennirnir I liðinu eru góð
efni, en eiga eftir að skólast til.
Þórður Jónsson h. framvörður var
bezti maður liðsins I þessum leik
og leikur hans og Þorgeirs Guð-
mundssonar var oft með ágætum.
Dómari I leiknum var Hannes Þ.
Sigurðsson. Gaman að sjá loks dóm
ara sem getur hlaupið I 90 mínútur
og staðsett sig á bezta stað hverju
sinni til að virða brot. Þetta gerði
Hannes, enda æfir hann hlaup 2 — 3
I viku hverri. Vonandi eru aðrir
dómarar þegar byrjaðir á þessu
sama, og ’sé ekki svo, þá mættu
dómarar taka Hannes sér til fyrir-
myndar. — jbp.
Á hægri væng KR-liðsins Iék í
fyrsta sinn ungur piltur, Hörður
Markan. Hörður er smár vexti en
knár mjög. Vakti hann verðskuld-
aða athygli fyrir góðan Ieik sinn
í gærkvöldi.
aS æfa me$
í körfuknattleik
Eins og fyrr hefir ver-
ið tilkynnt, hefir People
to People Sports Comm
ittee í Bandaríkjunum,
boðið landsliði íslands í
körfuknattleik, til 3ja
vikna keppnisferðar um
Bandaríkin um n.k. ára-
mót.
Ferð þessi er KKÍ að kostn-
aðarlausu og er tilboð þetta
eitthvert'hið glæsilegasta, sem
íslenzkum Iþróttaflokki hefir
nokkru sinni boðizt. Samning-
ar standa nú yfir við ýmsa
skóla þar vestra og hefir þeg-
ar verið samið um leiki við 5
aðila.
St. Michaels College, Win-
ooski, Vermont. Plymouth State
College, Plymouth, Vermont.
Lið þessa skóla sigraði I New
England State College Confer-
ence árið 1960.
St. Anselms Collegé, Manch-
ester, New Hampshire. Lið
þessa skóla sigraði I 313 leikj-
um, en tapaði 154 leikjum á ár-
unum 1934 — 62.
Central Conn St. og Spring-
f:eld College, Springfield, Mass.
Það var I Springfeld, árið 1892,
sem Dr. James Naismith, kenn-
ari við íþróttaskóla KFUM þar
I borg, fann upp nýjan leik,
sem ,hann nefndi körfuknatt-
leik. Fyrsta keppnin fór fram
kl. 5.15 eh., 11 rparz 1892. —
Körfuknattleikslið Springfield
College hefir jafnan Verið I
fremstu röð háskólaliða I
Bandaríkjunum. Liðið sigraði í
62% af öllum sínum leikjum,
frá árinu 1906 til ársins 1962.
Þó eru það engir smáskólar,
sem Springfield þarf að keppa
við. Má nefna t.d. Yale, Cornell,
Brandeis og Coast Guard Aca-
demy.
íþróttasalur Springfield Coll-
ege, þar sem landsliðið mun
keppa, tekur 3200 áhorfendur I
sæti.
Á meðan á þessari keppnisför
stendur munu piltarnir búa á
heimavistum þeirra skóla, er
keppt verður við. Gefst þeim
þannig einstakt tækifæri til að
kynnast amerlsku háskólalífi.
Gert er ráð fyrir 12 — 14 leikj-
um I för þessari.
Landsliðsnefnd hefir valið 29
pilta til æfinga, en æft er á
föstudögur. I íþróttahúsi Vals að
Hlíðarenda. Þjálfarar eru Einar
Ólafsson og Helgi Jóhannsson.
Nöfn piltanna fylgja hér á
eftir:
Agnar Friðriksson, IR, Anton
Bjarnason, ÍR, Birgir Örn Birgis,
Ármann, Davíð Helgason, Árm,
Einar Bollason. KR, Einar Matt-
hfasson, KFR, Finnur Finnsson,
Á., Friðþjófur Óskarsson, IKF,
Guðmundur Ólafsson, Á, Gunn-
ar Gunnarsson, KR, Guttormur
Ólafsson, KR, Grímur Valde-
marsson, Á, Hjörtur Hansson,
KR, Hörður Bergsteinsson,
Skarphéðinn, Hólmsteinn Sig-
urðsson, ÍR, Hörður Kristinsson,
Á, Jón Jónassön, IR, Ingvar Sig-
urbjörnsson, Á, Kristinn Stefáns
son, KR, Kristján Ragnarsson,
KR, Kolbeinn Pálsson, KR,
Magnús Sigurðsson, Skarphéð-
inn, Marinó Sveinsson, KFR, Ól-
afur Thorlacius, KFR, Sigurður
Ingólfsson, Á, Tómas Zoéga, ÍR,
Viðar Ólafsson, IR, Vésteinn Ei-
riksson, Menntaskólinn á Laug-
arvatni, Þorsteinn Hallgrimsson,
ÍR.