Vísir - 17.07.1964, Side 6

Vísir - 17.07.1964, Side 6
V f S I R . Föstudagur 17. júlí 1964. HOOVER léttir heimilisstörfin Kostakjör sJ. opnaði / morgun Ný kjörbúð, sem bætir úr brynni þórf Glæsileg verzlun, Kostakjör s.f. hefur veriö opnuö í byggingu Verzl anasambandsins, Skipholti 37. Það er tiltölulegt nýmæli, aö þama er seld mjólk ásamt öðrum matvör- um, nýlenduvörum og kjötvöru. Aðaleigandi og verzlunarstjóri er Kolbeinn Kristinsson, reyndur kjörbúöarmaður, eftir áralangt starf hjá Kaupfélagi Árnesinga og Egilskjör. Verzlunin er I miðbiki mikils verzlunar- og skrifstofuhverfis og í útj 5ri eins af stærstu ibúðar- hverfum borgarinnar. Var verzlunin opnuð í morgun, að öðru leyti en því að fiskbúð tekur þarna til starfa á næstunni. Verzlunarstjórinn telur að með þessari verzlun sé leyst úr brýnni þörf hinna nýju íbúðar- hverfa, sem þarna eru í nágrenninu og erfitt hafa átt með aðdrætti vegna þess að þar hefur engin verzlun verið. Skúii Norðdahl arkitekt teikn- aði innréttingar verzlunarinnar Kostakjör s.f. Gissur Sigurðsson, annaðist trésmíði. Sigurður Þor- keisson sá um pípulagningar. Kristinn Sæmundsson um uppsetn ingu frysti- og kælitækja. Halldór Stefánsson, annaðist flísalagnir, Rafver h.f. raflagnir og Húsamál- arinn s.f. annaðist málningu. v KitchenAid KitchenAid HRÆRIVÉLIN SKIPAR HEIÐURSSESS UM VÍÐA VERÖLD SÚKUM GÆÐA □ G ÚRYGGIS HAGKVÆMIF GREIÐSLU SKILMÁLAR liillliilllliliiiil «OOö MÓTATIMBUR - VINNUSKÚR til sölu að Hjálmsholti 4 kl 5—7 í dag og á mánudag. FISKABUR TIL SÖLU 50 lítra fiskabúr með fiskum og dælu og hitara til sölu. Sími 33102 eftir kl. 5. SEGULBANDSTÆKI TIL SÖLU Segulbandstæki til sölu. Verð 3.500 krónur. Sími 15016 eftir kL 7. HÚSBÚNAÐUR TIL SÖLU Tvær fjaðradýnur í rúm nýuppgerðar með sterku áklæði. Verð kr. 3000. Einnig sofasett með þrem stólum Verð 7.500 kr.. Uppl. í síma 33795 HERAÐSMOT I ÖNUNDARFIRÐI önfirðingar búsettir víðsvegar á landinu, ætla að heimsækja átt- hagana um Verzlunarmannahelg- ina 1.—3. ágúst. Áætlað er að fjöldi verði saman kominn á Flateyri laugardBginn 1. ágúst, en unnið er að utídirbúningi þar vestra, en móttaka verður í barnaskólanum. Búast má við að tjaldborg verði við barnaskólann, en veitingar í skólahúsinu. Á sunnudag verður farið að Holti, og flytur sóknarpresturinn bæn í kirkjunni, en að því loknu mætast komumenn og heimamenn í bamaskólanum í Holti. Ferðir verða frá Bifreiðastöð Is- Umferðarslys — Framh. af bls. 1* hjá henrij. Um leið sá hún drenginn liggjandi í hjólförum hans. Móðir drengsins var sjálf inni I mjólkurbúðinni þegar slysið skeði. Hún hafði staldrað þar við aðeins örskamma stund, en drengurinn orðið eftir á sléttinni fyrir utan. Þegar hún kom út úr búðinni sá hún son sinn liggjandi á götunni. Hann var þá meðvitundarlaus og lézt örskömmu síðar. Þetta er 6. banaslysið í Reykja- vík á þessu ári af völdum um- ferðar, en þau eru nú jafnmörg orðin og á öllu árinu í fyrra. 1 janúar einum urðu 3 banaslys. Þá varð Þorlákur Guðmundsson fyrir bil á Njálsgötu 16. jan. og dag- inn eftir Magnús Jakobsson á Suð- urgötu og Karl Laxdal á Snorra- braut. Hin tvö banaslysin urðu á Miklubraut er Símonía Jónsdóttir varð fyrir bil og á Suðurlandsbraut í vor er Anna Kristólína Geir- harðsdóttir beið bana í bílslysi. Önnur sex banaslys af völdum umferðar hafa orðið úti á lands byggðinni það sem af er árinu Þau fyrstu á Akureyrj og Grund arfirði í janúar. Það þriðja á Eyr- arbakka í febrúar, síðan 2 banaslys i Vestmannaeyjum í apríl og maí og loks sjötta banaslysið á Þing- völlum s.l. sunnudag. lands, með Vestfjarðaleið á föstu- dagsmorgun, og til baka á mánu- dag. Ennfremur eru flugferðir til Flateyrar eða ísafjarðar. Fjöldi mun fara með eigin bílum. Önfirðingafélagið hefur skipu- lágilfei'ðjna,'en' forfnáður þess er Gunnar Ásgejr-sson og meðstjórn- endur Þórður Magnússon, Ragnar Jakobsson, Sölvi Ólafsson og Kristín Finnsdóttir. Matvælasýning —- Framh. af bls. 1 í neytendapakkningum með til- liti til þess að auka sölu slíkra vara í Vestur-Evrópulöndum. ÍSLENZK SKRIFSTOFA Á SÝNINGUNNI. ísland mun fá ákveðið rými á sýningunni og mun vörusýninga nefndin síðan gefa íslenzkum fyrirtækjum kost á þvi að setja upp vörur sínar á sýningunni. Er gert ráð fyrir íslenzkri skrif- stofu á sýningunni og munu þar verða veittar upplýsingar um fslenzk matvæli, sem út eru flutt. Þá verður þarna „super- markaður“ og íslenzkar vörur til söiu þar. — Munu íslenzkir mat- vælaútflytjendur áreiðanlega hugsa gott til þátttöku í um- ræddri sýningu í París. Skattskrá ™ Hramh at Dls 1 skráin væntanleg fyrir mánaða- mót og í Reykjanesumdæmi að Hafnarfirði og Kópavogi með- töldum er í burðarliðnum. Hið ama er að segja um önnur um- iæmi. Undirbúningur skattskrár mnar er alls staðar það langt kominn, að talið er víst, að hún ærði komin fram um mánaða- mót. Höfuðástæðan fyrir þeirri einkun er nú hefur verið á skatt Jagningunni miðað við sl. ár er öreyting sú er gerð var á skatta lögunum á síðasta þingi. S STISTTU MÁLI ► Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum í London réðust afrískir stúdentar í Sofia á brezka sendi- ráðið þar í borg. Brotnuðu nokkr- ar rúður, er varpað var grjóti og flöskum að gluggunum. Skemmd- arverk voru unnin á 6 bifreiðum fyrir utan sendiráðið. Þetta mun hafa verið hefnd fyrir það, að brezkur fasistl réðst á Jomo Ken- yatta og barði hann. Var sá skjótt handtekinn op annar til, sem mælti til hans svívirðingarorðum. For- sætisráðherra baðst afsökunar á at- burðinum og Jomo símaði til Ken- ya, að menn skyldu láta kyrrt liggja, að þetta átti sér stað. ► Fundt æðstu manna Afríku- rikja er hafinn í Kairo. Hann sitja konungar, forsetar og forsætisráð- herrar og utanríkisráðherrar. Fund urinn er á vegum Afrískrar ein^- ingar, og tilgangurinn að koma starfsemi þeirra samtaka á fastan grundvöil, velja þeim höfuðsetur og framkvæmdastjóra. Rætt verð- ur um sameiginlega yfirherstjórn Afríku og Afríku sem kjamorku- vopnalaust svæði. ► Iain Smith kveðst hafa að engu skoðanir og ályktanir Samveldis- ráðstefnunnar varðandi Suður- Rhodesiu — og halda áfram að vinna að sjálfstæði á grundvelli núgildandi stjórnarskrár. ► Kína hefir veitt Ghana nýtt vaxtafrítt lán að upphæð sem svar ar tii 8 milljóna sterlingspunda. ► Samveldismálaráðstefnan í London reyndist gagnleg að dómi allra þátttakenda, sagði Sir Alec Dougias-Home forsætisráðherra, í ræðu í neðri málstofunni á fimmtudag. — Ýmsir forsætisráð- herranna hafa tekið undir betta og einnig leiðtogi stjórnarandstöð- unnar Harold Wiison. Banaslys — Framh. af bls. 1. ýmist af bakkanum eða lágum stökkpalli. Meðal viðstaddra á laugar- bakkanum var kona með börn sín. Allt í einu vakti eitt barnanna at- hygli hennar á því að eitthvað Iægi á botninum í lauginni. Konan stakk sér samstundis og kom upp með 7 ára gamalt stúlkubarn, Þór- eyju Guðmundsdóttur, Þingvalla- stræti 39 á Akureyri. Lífgunartil- raunir voru hafnar samstundis, en jafnframt náð í bifreið til að flytja barnið i sjúkrahús, þar sem lífg- unartilraununum var haldið á- fram. Þær báru þó ekki árangur. Ekki hafði fengizt staðfesting á því hvort hér var um drukknun að ræða eða hvort dánarorsökin var önnur. Foreldrar Þóreyjar litlu voru Jóna Pedersen og Guðmundur Val geirsson. 1f| FERÐIR ||V!iCULEGS Util«v SKANDINAVIU

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.