Vísir - 17.07.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 17.07.1964, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 17, |öK $964. BRÆLA Á MIÐUNUM Bræla var á miðunum sl. sól- arhring og lítil sem engin veiði. Flest skipanna létu reka, köst- uðu lítilsháttar en án árang- urs. 27 skip fengu lítilfjörlegan reyting, 9970 mál. Hæstu skip- in voru Fjarðaklettur 1350, Jón Kjartansson 1100, Húni II. 1000 Velheppnuðum NATO-fundi lokið Þmgmennirmr héldu heim í morgun Þingmenn aðildaríkja Atlants hafsbandalagsins, sem hér sátu fund fyrr í vikunni, héldu flest- ir heim í morgun. Síðustu daga hafa þeir ferðazt um nágrenni Reykjavíkur, Borgarfjörð, Þing- velli o.fl. staði. Vísir hafði tal af Matthíasi Mathiesen alþm. í morgun, en hann var fulltrúi íslands á áð- urnefndum fundi. Sagði Matt- hías, „að fundurinn, ferðalög þingmannanna og koma þeirra í heild hefði verið mjög vel heppnuð. Við höfum eignazt góða vini, þar sem þessir gest- ir okkar eru. Heimsókn þeirra mun sannarlega ekki draga úr þeim góða skilningi, sem ísland og málefni þess njóta innan NATO.“ í gærdag fóru þingmennirnir til Bifrastar í Borgarfirði og flutti dómsmálaráðherra, Tó- hann Hafstein, ávarp. Sagði hann m.a.: „Ætla má að fram- tíð samstarfsins innan Atlants- hafsbandalagsins og vestrænna þjóða felist í nánustu framtíð í því að hagnýta betur en veríð hefur það skipulag og stofnanir sem fyrir hendi eru, bæði inn- an NATO, OECD og Efnahags stofnunar Evrópu, Evrópuráðs og fleiri skyldra og hliðstæðra stofnana og að í ljósi þeirrar reynslu, sem þannig fæst, verði lagður grundvöllur að ennþá nánara og samstillts Atlants- samfélags.“ Hjurtuverndarfélög stofn uð Að leik í Nauthólsvík Hvern einasta góðviðrisdag streymir fjöldinn allur af Rvfk- ingum, jafnt ungum sem göml- um niður í Nauthólsvík til þess að njóta sólarinnar og jafnvel fá sér um leið stuttan sund- sprett. B. G. Ijósmyndari Vísis stóðst ekki freistinguna og smellti mynd af þessum tveimur blómarósum, sem voru að sóla sig í Nauthólsvíkinni í hádeginu í gær. um Albert Guðmundsson. Nú hafa verið stofnuð 20 hjarta og æðasjúkdómafélög á landinu og ætlunin er að stofna landssamband þessara félaga. Jafnframt verður hafin útgáfa blaðs, sem nefnist „Hjarta- vernd.“ Á blaðamannafundi í gær var skýrt frá þessum fyrirætlunum hjartavarnarmanna. Ætlunin er Albert Guðmundsson ræðismaður Frakklands Hinn 1. júli var Albert Guð- mundssyni stórkaupmanni veitt nafnbót sem ræðismaður Frakk- lands í Reykjavík, Jafnframt var honum veitt viðurkenning sem umboðsræðismaður Frakklands í Hafnarfirði. Albert Guðmundsson er for- maður félagsins Alliance Fran- cais og var hann um árabil bú- settur í Frakklandi. að stofnfundur landssambands- ins verði í október. Prófessor dr. Sigurður Samúelsson ferðað ist um iandið í vor og sumar til að stofna hjartavarnarfélög í öllum landsfjórðungunum. Bankar og sparisjóðir hafa gefið vilyrði sitt fyrir móttöku árstillaga og getur fólk snúið sér til þessara stofnana og gerzt stofnfélagar. Allar upplýsingar verða fyrst um sinn veittar á lögfræðiskrif- stofu Sveins Snorrasonar, Klapp arstíg 26, daglega nema laug- ardaga, frá kl 2-5. Sími er 22681. Félagið veitir þakksamlega viðtöku fjárhæðum frá einstakl- ingum, fyrirtækjum og stofnun- um. Á blaðamannafundinum sagði dr. Sigurður Samúelsson að fundirnir úti á landi hefðu ver ið vel sóttir og sýndi það á- huga fólks á félagsskapnum. Alimiklar gjafir hefðu borizt Reykjavíkurfélaginu frá ein- staklingum. Dr. Sigurður taldi meginverk- efni félagsskaparins vera að ann ast fræðslu um málefni sín, síð ar að annast rannsóknir og læknaþjónustu í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma og loks að kanna hvað unnt væri að gera fyrir. þá, sem orðið hefðu fyrir áföllum vegna þess ara sjúkdóma. Verkefnið er stórt, sagði pró- fessorinn, en það auðveldar starfið, ef sem flestir leggja hönd á plóginn. Hliðstæð félög hafa verið stofnuð út um allan heim, en hér er skilningur manna á nauð syn hjartvarna augljóslega meiri en gerist í nágrannalöndum okk ar, segir dr. Sigurður Samúels- son. Á fundinum í gær voru stórn armenn og framkvæmdastjóri staddir, dr. Sigurður Samúels- son', Pétur Benédiktsson banka stjóri, Ólafur Jónsson fulltrúi og Sveinn Snorrason lögfræð- ingur. ÓLÁFSVÍK Fjórtán ára piltur, Vigfús Vig- fússon að nafni, slasaðist illa er hann féll 6-7 metra niður af vinnu- Hufnarfrumk væmdir á 30 stöðum Hafnarmálastjóri hefur mörg jórs! í eldinum I suinar er unnið að hafnar- franikvæmdum á 30 stöðum allt í kringum landið. Er gert ráð fyrir að um 100 milijónum kr. verði varið til þessara fram- kvæmda í ár, en það er svipuð upphæð og í fyrra. Mest er um að ræða epdurbætur og stækk- un hafna, en ekki gerð nýrrá. Að hafnarframkvæmdum er unnið allt árið, eins og unnt er, en að sjálfsögðu torvelda veður og sjór alla vinnu í þeim efn- um meir á veturna en á sumrin. Reynt er því að nýta sumarmán uðina sem mest og fullur kraft ur settur á allar framkvæmdir Þannig ier nú unnið á 30 stöð- um eins og fyrr segir. Stærstu verkin eru í Þor- lákshöfn, Njarðvíkum og Rifi og er gert ráð fyrir að höfnin . Rifi (á Snæfellsnesi) verði tilbúin i Iraust. Slippur er sett ur upp Stykkishólmi, í Bol- ungarvík er brimbrjóturinn lengdur og endurbættur, byrjað hefur verið á höfn í Greniv:T stækkuð er hafskipabrvggja á Raufarhöfn, á Vopnafirði, Seyð isfirði og Eskifirði eru báta- og hafskipabryggjur lagfærðar. Höfnin í Vestmannaeyjum er endurbætt, og endurbætur eiga sér stað við brimgarðavarnir á F.yrarbakka. Eru hér aðeins fá- einir staðir nefndir. Hafnarmálastjórnin hefur ;annarlega mörg spjót í eldin- um um þessar mundir. palli og lenti á steinsteyptri plötu í Ólafsvík í gærmorgun. Slysið skeði kl. rúmlega 10 f.h. í sundlaugar- og íþróttahússbygg- ingu, sem verið er að byggja í Ólafsvík. Vigfús vár að vinna við mótauppslátt innanhúss ásamt föð- ur sínum sem er yfirsmiður bygg- ingarinnar. En stigapallur, sem pilt- urimí stóð á, sporðreistist og Vig- fús féll niður á botn sundlaugar- innar, sem búið var að steypa. Þetta mun hafa verið 6-7 metra fall og ekki mjúkt viðkomu, eins og segir sig sjálft. Ekki er vitað með vissu hve m<k ið pilturinn hafði slazast, en hann er brotinn á báðum handleggjum hafði hlotið áverka á höfði og fleiri meiðsli. Læknirinn í Ólafsvík gerði við meiðslin til bráðabirgða, en sjúkraflugvél var fengin frá Reykjavík og lenti hún skömmu síðar á flugvellinum hjá Hellis- sandi, en þangað var Vigfús flutt- ur í bíl. Hann var lagður inn i Landsspítalann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.