Vísir - 17.07.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 17.07.1964, Blaðsíða 9
VÍSIR . Föstudagur 17. júlí 1.964, 9 í ísland héfur breytzt úr fútæku fanái / velferiarríki Kai Langvad Véðfcsl við SCai Langvad sem hefur verið með annan fótinn á íslandi í 27 ór Tvímælalaust Fyrsta verkefni Kai Langvad hér á landi var vinna við Ljósa- fossstöðina. Myndin er þaðan. — Hvenaer komuð þér fyrst til Islands, Langvad? — Það var árið 1937, er ég kom hingað til þess að vinna við byggingu Ljósafossstöðvar- innar á vegum Hojgaard og Schultz. — Þér voruð þá þegar kvænt- ur, ekki satt? — Jú, ég hitti konu mína fyrst 1917, en hún bjó þá ásamt foreldrum sínum í Kaupmanna- Gjöfin þakklætisvottur — Þér hafið fært Háskóla íslands höfðinglega gjöf. Hvað er það einkum, er þér viljið stuðla að með gjöfinni? — Fyrir okkur hjónunum vakir það, að stuðla að aukn- um menningarsamskiptum !s- lands og Danmerkur. Við ger- um okkur það að vísu ljóst, að ekki verður unnt að gera mikið fyrir þá litlu upphæð, er við höfum látið af hendi rakna. En ef til vill má með sjóðsstofn- uninni koma á ferðum íslenzkra kennara og annarra til Dan- merkur og nokkurri dvöl þar. Ég hef orðið þess var á þeim langa tíma, er ég hef dvalið á íslandi, að nokkuð skortir á það, að íslendingar, sem lært hafa dönsku í skólum árum saman, geti talað málið vel. Þá skortir æfingu í að tala málið og stutt dvöl í Danmörku gæti þar hjálpað mikið til. En auk þess sem gjöf okkar hjónanna á að stuðla að auknum menn- ingarsamskiptum landanna, á hún eínnig af okkar hálfu að verða tákn þakklætis fyrir góða vináttu og góða samvinnu við íslendinga á sl. 27 árum. stóriðju — Hvar teljið þér að við eig- um að virkja næst? — Tvímælalaust Þjórsá og ég tel, að þið eigið að binda þá virkjun við stóriðju. Stórvirkj- anir verða ykkur erfiðar fjár- hagslega nema þið byggið upp stóriðjufyrirtæki um leið, sem kaupa myndu orku frá hinum nýju virkjunum. — Þér teljið ekki nóg að efla þann iðnað, sem fyrir er í landinu? — Nei, mér sýnist, að þið þurfið að hyggja upp nýjan út- flutningsiðnað. Þið getið ekki reitt ykkur eingöngu á fiskinn um alla framtíð. Segja má, að Um þessar mundir vinnur Efra Fall, amsteypan Pihl & Sön og Almenna byggingarfélagsins að hafnarframkvæmdum í Þorlákshöfn, Myndin sýnir steypustöð, sem komið var upp vegna framkvæmdanna. Maðurinn á myndinni er Benedikt Jónsson verkstjöri. Það hefur verið ánægju- legt að sjá, hvemig ís- land hefur á skömmum tíma umbreytzt úr fá- tæku landi í velferðar- ríki, sagði Kai Langvad, verkfræðingur frá Dan- mörku, er Vísir ræddi við hann fyrir skömmu. Langvad hefur verið með annan fótinn hér á landi síðustu 27 árin og unnið við allar helztu stórvirkjanir landsins auk þess sem hann vann við hitaveituna í Reykja- vík. Hann er kvæntur íslenzkri konu og mun það hafa átt stærsta þátt inn í því, að leiðir hans hafa svo mjög legið hing að til lands. ins, en það hafði verið undir- búið á íslandi. T. d. hefði ég talið, að þegar í upphafi hefði átt að vera um hringrás að ræða, en vatnið ekki látið renna út úr húsunum niður í jörðina, eins og gert var í fyrstu, en það var ekki talið fært af fjár- hagsástæðum að fara strax út í hringrásakerfi. svipuð iðnvæðing þurfi að eiga sér stað á íslandi og átt hefur sér stað í Danmörku. Árið 1937 lifði helmingur allra lands- manna í Danmörku af landbún- aði. En í dag lifa aðeins 15% af landbúnaði í Danmörku. Iðn væðing hefur aukizt, en auk þess lifa nú fleiri af ýmiss konar þjónustustörfum. Á íslandi öll stríðsárin — Þér voruð hér á stríðs- árunum? — Já, ég dvaldist á íslandi öll stríðsárin og vann við ýms- ar smærri virkjanir og að ýms- um verkfræðilegum störfum. — Þér stofnuðuð eftir stríð eigið verkfræðifyrirtæki? — Já, ég keypti gamalt og gróið fyrirtæki Pihl & Sön og hef rekið það síðan og verið framkvæmdastjóri þess. — Pihl & Sön hafa komið mikið við sögu hér á landi. — Já, við höfum í samvinnu við Almenna byggingafélagið jinnið að_ virkjupar- ffamkvæmqujTi .* á' íslandi éftir stríð., ..Æteingrímsstöðin (Efra fall) var byggð af þessum aðil- um í sameiningu. En írafoss- virkjunin var byggð af Phil & Sön ásamt öðrum fyrirtækjum í Svíþjóð og Danmörku. — Þið hafið stofnað sam- eiginlegt fyrirtæki meðAlmenna byggingafélaginu, ekki satt? — Jú, Pihl & Sön og Al- menna byggingafélagið hafa stofnað firma, er nefnist Efra fall og það fyrirtæki hefur stað ið fyrir margvíslegum fram- kvæmdum hér. — Hver eru helztu verkefni ykkar nú? — Það eru hafnarframkvæmd ir í Þorlákshöfn og Njarðvík- um. — Hvernig ganga þessar fram kvæmdir? — Þær ganga vel nú. En í fyrstu var við ýmsa erfiðleika að etja í Þorlákshöfn. Nú standa vonir til þess að ytri hafnargarðurinn í Þorlákshöfn verði tilbúinn næsta haust og innri garðurinn á næsta ári. Sömuleiðis er ráðgert að höfnin í Njarðvíkum verði að verulegu leyti tilbúin á næsta ári. Mikil starfsemi í Grænlandi — Hefur fyrirtæki yðar ekki mikil umsvif í Danmörku og í öðrum löndum? — Jú, við höfum með hönd- um margvíslegar byggingarfram kvæmdir í Danmörku, en einnig vinnum við nú að verkefnum í Færeyjum og á Grænlandi. — Já, þið hafið haft mikla starfsemi í Thule á Grænlandi, ekki satt? — Ja, það eru fimm dönsk fyrirtæki í sameiningu, sem annast allar framkvæmdir fyrir Bandaríkjamenn í flugstöðinni í Thule og Pihl & Sön er eitt þeirra. — En að hvérjú vinnið þið i Færeyjum? — Við erum að byggja þar mikla geyma fyrir vatnsveitu Þórshafnar og einn íslenzkur verkfræðingur er meðal starfs- manna við þær framkvæmdir. höfn og við vorum gefin sam- an 1923. — Ljósafossvirkjunin varð upphafið að miklu starfi yðar hér á landi? — Já, það má orða það svo. Næsta verkefni mitt hér Var vinna við Hitaveitu Reykjavík- ur 1939. — Þótti yður ekki skemmti- legt að vinna við hitaveituna? — Jú, það var sérstaklega ánægjulegt verkefni. Hitaveitan í Reykjavík mun hafa verið fyrsta framkvæmd' sinnar teg- undar. Ég veit ekki um neina borg, sem hituð var upp með vatni úr iðrum jarðar á undan Reykjavík. Að vísu var ég ósam mála ýmsu í framkvæmd verks- >jrni-di 'im ij;:c.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.