Vísir - 17.07.1964, Blaðsíða 8
X
8
jmnm
V I S I R . Föstudagur 17. júlí 1964,
I——11— HlillliHli|i|ililllll I IIIIH Hl
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði.
I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Aflvaki framfaranna
} fyrradag greindi Vísir frá undirbúningi að byggingu
kísilgúrverksmiðjunnar í Mývatnssveit. Það verður
fyrsta stóriðjufyrirtækið, sem á laggirnar kemst í áætl-
un þeirri um stóriðjuframkvæmdir, sem nú er verið
að framkvæma. Við þá verksmiðju eru góðar vonir
bundnar. Miklum vonbrigðum olli það að vísu, að talið
var nauðsynlegt að ríkið ætti meirihlutann í verksmiðj-
unni. Er vandséð hvað mælti á móti því, að einstakl-
ingsframtakið fengi þar að njóta sín. Vissulega er fyr-
irtækið ekki stærra en svo, að einstaklingar hefðu
haft þar bolmagn til framkvæmda. Það er frumskil-
yrði við frekari stóriðjuframkvæmdir, að þar verði ein-
stökum framkvæmdamönnum, jafnt sem öllum al-
menningi, gefinn kostur á eignaraðild, fremur en rík-
inu. Þjóðnýtingin á íslandi hefir þegar gengið of langt.
Það er kominn tími til að einkafjármagnið fái að njóta
sín. Það, en ekki ríkisafskipti, er aflvaki framfaranna.
Jón sterki og Framsókn
fjroslegar gerast nú tilraunir Tímans til að koma í
veg fyrir að þjóðin gleymi því, að Framsóknarflokk-
urinn er enn á hinu íslenzka stjórnmálakorti. Flokk-
urinn hefir hvergi komið nærri framfaramálunum í
öng sex ár. Eftir hann liggja engin spor í fram-
tvæmdasögu síðustu ára. Þess vegna verður Tíminn
að grípa til skáldgáfunnar, þegar öll önnur ráð bregð-
ast. í gær finnur blaðið það upp, að hið stóra átak
í húsnæðismálunum sé að engu leyti ríkisstjóminni
að þakka! /
„í samningunum við verkalýðsfélögin fellst stjómin
svo á þessi „yfirboð“ Framsóknarmanna að verulegu
leyti“, segir Tíminn. Öllu spaugilegri skrif hafa sjald-
an sézt í íslenzku stjórnmálaprenti. Á ekkert minnir
þetta sjálfshól meir en þá ógleymanlegu sögupersónu,
Jón sterka. Um Framsóknarmenn má með sanni segja;
að þar sé kokhreystin í askana látin.
Davíðshús
|)avíðs Stefánssonar frá Fagraskógi verður jafnan
ininnzt sem eins hins ástsælasta skálds, sem íslenzka
þjóðin hefir borið. í vitund komandi kynslóða mun
íann skipa sæti á skáldabekk við hlið listaskáldsins
góða, sem öld fyrr fæddist við hinn sama norðlenzka
fjörð. Á húsi Jónasar í Kaupmannahöfn er lítil minn-
ingartafla. Norður á Akureyri stendur bústaður Davíðs,
bókasafn hans og húsmunir, enn óhreyft. Þar á þjóð-
in að stofna Davíðssafn. Þar á að varðveita hús skálds-
ins, eins og það var þegar hann yfirgaf það síðasta
sinni. Því tækifæri má ekki glata. Það verður orðið
of seint eftir nokkur ár. Sjálfsagt og eðlilegt er, að
'íkið kaupi húsið, með einhverri íhlutan Akureyrar-
jæjar, og opni það öllum, sem þangað vilja koma.
Það er ekki ofrausn, ekki of mikið endurgjald fyrir
öll þau kvæði, er Davíð gaf þjóð sinni.
Hagfræðingar eru vax
afl á
alþjóðaveí
Fyrrum var hagfræðin nefnd
„hin döpru vísindi“, og menn
sögðu heimkynni hagfræðinga
vera f filabeinsturnum. Nú á
tímum gegnir öðru máli Hag-
fræðiþekkingin er vopn í hönd-
um þeirra, sem henni kunna
að beita og hagfræðingar ganga
út og inn meðal valdra oddvita
þjóðanna, með útrétta hjálpar-
hönd, sem hvarvetna er tekið
fagnandi.
Hinir alþjóðlegu hagfræðing-
ar, er ný stétt manna, sem fara
heimshornanna á milli, með
nokkur tungumál á valdi slnu,
og þekkingu og reynslu, sem
enginn þjóðarleiðtogi vill vera
án. Þeir skipuleggja viðreisnar
áætlanir fyrir hnignandi efna-
Triffin
hag ríkjanna, skipuleggja at-
vinnulífið og gera tillögur um
fjármálalegar ráðstafanir1 f því
skyni. Þjóðarleiðtogarnir eru
opnir fyrir ráðleggingum þeirra
enda hafa þeir nú orðið meiri
og rlkari skilning á gildi nag-
fræðinnar í stjómmálastarfi nú
tímans, og hagfræðingarnir
sjálfir eru margir hverjir stjórn
málalega glöggir menn. Margir
hagfræðingar hafa risið til
mestu valda, t.d. Ludwig Er-
hard kanslari V.-Þýzkalands,
Antonio Salazar 1 Portúgal, og
Harold Wilson væntir þess að
standa jafnfætis þessum mönn
um að áliðnu hausti.
Áhrifamestir í
nýrikjum
Hagfræðingarnir hafa ekki
sfzt áhrif f nýju rlkjunum, sem
leggja áherzlu á áætlunarbú-
skap. Þar ákveða þeir laun
heilla stétta, hvaða vörur séu
á boðstólum og hvers konar
störf menn geti valið um. Þeir
komu með frumtillögurnar um
Aswan-stífluna í Egyptalandi og
Efnahagsbandalag Evrópu. Þe*r
eru þróunarsérfræðingar, sem
stundum eru langt á undan
sinni samtíð, en hafa þolin-
mæði til að bíða síns vitjunar-
tíma og hrinda þá hugmyndum
sínum í framkvæmd.
Áætlanir og framtíðar-
hugmyndir
Arthur Lewis, prófessor við
Princeton háskólann í Banda-
rikjunum er ósjaldan kallaður
til Asíu eða Afríku til að veita
sérfræðilegar ráðleggingar. í
Hollandi starfar lítt áberandi
maður, Tinbergen, að áætlunar-
gerð fyrir fjölda þjóða, og hef
ur hann í þjónustu sinni hag-
fræðinga, sem fara erinda hans
til 50 ríkja árlega. Bandaríkja-
maðurinn Triffin hefur á prjón
unum áætlanir um einn gjald-
miðil fyrir allan heiminn og
einn aðalbanka fyrir öll riki
veraldar.
Jafnvel kommúnistar eru
byrjaðir að viðurkenna tilveru
rétt alþjóðlegra hagfræðinga.
Þeirra kunnastur er Pólverjinn
Oskar Lange. Hann sagði fyrir
grundvöllur þjóðarbúskaparins"
Lange vill draga úr áætlunarbú
skap í kommúnistaríkjunum og
gera hagnaðarvonina að rikari
þætti í framleiðslustarfseminni
Þetta eru aðeins örfá dæmi um
störf og skoðanir hinna alþjóð
legu hagfræðinga.
Ekki óskeikulir
Þeir eru ekki óskeikulir og
heil efnahagskerfi riða til falls
Tinbergen
skömmu: „Hin stjórnmálalega
hagfræði Marxista er upphaf-
lega sett fram sem gagnrýni á
kapitalismann. Henni var exki
ætlað að vera hagfræðilegur
Lange
ef þeim mistekst. Sviinn Gunn-
ar Myrdal, sem er virtur hag-
fræðingur um heim allan, nýtur
þó meiri virðingar erlendis en í
heimalandi sínu. Hann var ráð
herra fyrst eftir heimssfyrjöld
ina í ríkisstjórn Svíþjóðar.
Hann reiknaði með kre'ppu fyrst
eftir styrjöldina. Gerði hann
ráðstafanir sem höfðu mikla
verðbólgu í för með sér og
kom verst niður á útflutnings-
framleiðslunni, sem varð ekki
samkeppnisfær vegna of hás
verðlags í landinu. Hann hvarf
síðar til Genfar á vegum Sam-
einuðu þjóðanna.
En hagfræðingar reikna dæm
in rétt oftar en rangt. Þekking
þeirra er nú meiri en nokkru
sinni fyrr Þeir hafa aukið við
fræði sín með vaxandi reynslu
og upplýsingasöfnun um hvað
eina í efnahagslífinu er skint'
getur máli í starfi þeirra.
Þess vegna fer hlutur þeirra í
alþjóðamálum vaxandi og áhrif
þeirra og virðing eykst að sama
skapi.
íslenzkur bílstjóri sigraði í Malntö
á skákmóti sporvagnsstjóra á Norðurl'óndum
Dagana 25.-30. maí s. 1. var
haldið f Malmö skákmót sam-
bands sporvagnsstjóra á Norður
löndum. Taflfélag Hreyfils gerð-
ist meðlimur þessa norræna sam
bands 1957 og hafa félagar þess
nokkrum sinnum tekið þátt ,í
þessum mótum með góðum ár-
angri. Mót þessi eru haldin ár-
lega og þá til skiptis f hinum
ýmsu borgum Norðurlanda og
er annað árið sveitakeppni, en
einmenningskeppni hitt árið og
má geta þess, að Taflfélag Hreyf
ils stóð fyrir einmenningskeppni
þessari hér 1962 með þátttöku
margra erlendra gesta.
Keppni sú, er fram fór í
Malmö, var mjög fjölmenn frá
hinum ýmsu borgum Norður-
landa og framkvæmd mótsins og
móttökur allar af hendi klúbbs-
ins i Malmö hinar rausnarleg-
ustu.
Frá Taflfélagi Hreyfils tóku
átta þátttakendur þátt í mót-
inu. Keppnin fór fram í þrem
flokkum. 1 1. fl. voru 26 þátt-
takendur og tefldar 7 umf. skv
Monradkerfi. Efstur var Anton
Sigurðsson T. H. með 6 vinn-
inga, næstir honum voru þrír
Danir og í 4. sæti Guðlaugur
Guðmundsson T. H. með 4 vinn.
Þriðji þátttakanda félagsins í
þessum flokki var Þorvaldur
Magnússor. var í 17.—18. sæti
með 3 vinn. I öðrum flokki voru
18 þátttakendur og keppt eftir
Bergerskerfi og þátttakendum
skipt í þrjá 6 manna riðla.
f A riðli keppti Þórir Davíðs-
son T. H. og hlaut efsta sætið
með 4y2 vinning. í B riðli
keppti Guðbjartur Guðmtinds-
son og varð efstur með 4 vinn.
í C riðli keppti Gunnar Guð-
mundsson T. H., hlaut 3 vinn.,
var í þriðja sæti.
1 þriðja flokki voru 24 þátt-
takendur og þar af 2 frá T. H.,
þeir Magnús Einarsson og Stein-
grímur Aðalsteinsson. Magnús
varð í 5.-6. sæti síns riðils og
Steingrímur varð í 3. sæti D
riðils.
Þetta skákmót vekur að
sönnu ekki heimsathygli, þótt
Ijóst sé, að í þessum hóp eru
mjög margir frambærilegir skák
menn miðað við þær aðstæður,
sem þeir hafa velflestir. Hins
vegar er ljóst, að hér hafa
myndazt mjög ánægjuleg nor-
ræn kynni manna úr hinum
ýmsu borgum Norðurlanda og
máttu íslendingar gerst finna
þann vinarhug, er streymdi móti
þeim frá hendi gestgjafa og þátt
takenda og þá ekki sízt frá
þeim, er verið höfðu gestir okk-
ar á mótinu hér og óhætt er að
fullyrða, að þess er beðið með
nokkurri eftirvæntingu, að mót
verði aftur haldið hér á landi.
Frétt frá Taflfélagi
Hreyfils.