Vísir - 28.07.1964, Síða 7

Vísir - 28.07.1964, Síða 7
V I s ’ '*> . Þriltyi'1-'"”’ ?& W«í OG SAMTÍ Það er ekki með öllu ófróð- legt, að freista að gera sér grein fyrir því með hvaða hætti heimildir um menn, sem að kvað og atburði, sem hærra tóku hversdagsönnum, hafa geymst frá einni kynslóð til annarrar komizt smám saman á almenningsvitorð — gerzt saga þegar frá leið. Að vísu vitum við þetta eða ættum að vita það, en hvað okkur flest snert ir. er hætt við að það sé eitt af mörgu, sem við vitum og vitum ekki, höfum ekki hirt um að grannskoða það, þar sem það virðist hvorki hafa raunhæfa né aðkallandi þýðingu. Á tuttugu ára afmæli iýðveld isins, þann 17. júní sl. lögðust margir á eitt, bæði opinberir aðilar og einstaklingar, að það mætti verða sem veglegast og í alla staði samboðið minning- unni um þann atburð, sem kannski er sá merkilegasti, sem gerst hefur með þjóðinni og þá menn, beztu og mikilhæfustu syni hennar á öllum öldum, sem fórnuðu henni lífi sínu og kröftum í harðri baráttu til þess að sá atburður mætti ger- ast. Efnt var til hátíðahalda víða um land, ræður fluttar, listamannahátíð haldin í höfuð- borginni, sem var fáguð og prýdd í tilefni af afmælinu, og allt fór þetta vel fram og reyndist öllum aðstandendum trl sóma. En í sambandi við þetta merk isafmæli gerðist atburður, sem minna varð vart en ræðuhald- anna og listsýninganna og var þó athyglisverður, ekki hvað sízt fyrir það, að hann kann öðru fremur að stuðla að því lengi eftir að bergmálið af n.S- tíðarræðunum er hljóðnað og afmælissýningunum er lokið, að lýðveldisstofnunin að Þingvöll- um þann 17, júní 1944 og þeir ágætu forystumenn þjóðarinn- ar, sem að henni stóðu, Iifi í minningu manna af þessari kyn slóð og þeim næstu, og ekki sem þurr, söguleg heimild í bók um, sem reynt verður að gæða Iífi í huga almennings á tíu og tuttugu og fimm ára fresti með hátíðarhaldi og ræðum, heldur sem áhrifamikil svipmynd úr sögu þjóðarinnar, eins björt, skýr og nálæg þó að áratugir líði. Með þessum orðum er átt við hljómplötu þá, sem „Fálk- inn h.f.“ lét gera í tilefni af af- mælinu og út kom á kostnað þess fyrirtækis hjá þekktasta og viðurkenndasta hljómplötu- forlagi á Vesturlöndum, „His Master Voice“ í Lundúnum. Lét forstjóri „Fálkans", Haraldur Ólafsson, sem á undanförnum árum hefur áunnið sér og fyrir- tæki sínu þökk og virðingu dómbærra manna fyrir hljóm- plötuútgáfu, eins og síðar verð- ur á minnst, ekkert til sparað að þarna væri eins vel að unn ð og frekast var kostur, og fékk færustu menn hér sér til aðstoð- ar í því skyni. Hið erlenda hljómplötuforlag sýndi og næm an skilning á því hvað hér væri á ferðinnj og vandaði ailan tæknilegan undirbúning að ut- gáfunni eins og frekast var unnt Enda hefur árangurinn orðið öll um aðilum til mikils sóma. Allt er þetta merkilegt og mikils um vert. En séð frá því sjónarmiði, sem ég gat urn í upphafi, með hvaða hætti at- burðir og menn hafa geymst í minningu kynslóðanná og orð- ið saga, verður þessi ágæta gersemar þegar á þeirri tíð, sem þau voru skráð. Liggja því sterk rök að því, að sögulegar heimildir — og þar með saga þjóðarinnar — hafi smám sam- an orðið óaðgengileg fræði öðr- um en ríkum mönnum og höfð- ingjum, en allur almenningur litlar fréttir haft af fortíðinni, nema ýktar og skrumskældar; með öðrum orðum, rofnað úr tengslum við sögu sína. Þegar unni á Alþingi fyrir nærri þús- und árum og við eigum það að þakka, að varðveizt hefur ræða Þorgeirs Ljósvetninga, sem hann hugsaði undir feldinum, og hefur að öllum líkindum valdið meiri og heillavænlegri straumhvörfum í iífi þjóðarinn- ar, en nokkur ræða önnur, sem flutt hefur verið á Alþingi eða utan. Engu að síður mundi sú ræða eflaust hafa djúplægari áhrif á okkur nú, gætum við heyrt hana flutta af Þorgeiri sjálfum við undirleik fossins i Öxará. Þetta kann að þykja óraun- sætt dæmi. Allir vita að rödd Ljósvetningagoðans er þögnuð ff I /Jrtilge? libnn iBðsfrqp ’iEmiíöþ hljómplata ekki síður merkileg. Þarna er um að ræða nýja að- ferð við að skrá heimildir og gera þær að almenningseign, að- ferð, sem að mínnsta kosti er ný hér á landi. Er það því enn mikilvægara frá því sjónarmiði hversu vel hefur tekist og mjög verið til vandað. Við kunnum margar sögur af því hvernig tilraunir, sem í sjálfu sér voru hinar nytsömustu og merkileg- ustu, urðu ekki einungis gagns- lausar vegna þess að þær voru ekki nægilega undirbúnar eða vel til þeirra vandað, heldur töfðu þær með því, öllum til ógagns, að þar væri aftur haf- izt handa og af þeim, sem bet- ur kunnu. Almenningur hafði fengið ótrú á málinu. Þarna kemur allt annað á daginn og eiga allir þeir, sem að unnu, þakkir skildar fyrir það. © Við vitum það öll, eins og ég gat um fyrst, að langan aldur geymdust allar sögulegar heim- ildir einungis í minni manna. • Raunar mun nokkur ástæða til að ætla að minni manna hafi ver ið öllu traustara þá en nú, en frásögnin fór margra á milli og gefur auga leið, að sitthvað hafi aflagast í meðförunum. Þegar ritöld hófst, var tekið að skrá slíkar heimildir, bæði þær, sem geymst höfðu og af atburðum, sem gerðust í tið skrásetjaranna. Ekki verður með fullu vitað hver greiðan gang allur almenningur átti að þessum rituðum heimildum; skrásetningin var mikið verk og seinunnið, skinnin, sem á var skráð, dýr vara jafnvel í þeirri tíð; er og vitað, að mörg slík handrit töldust verðmætustu svo fer einni þjóð, er vá fyrir dyrum, og ekki er ólíklegt að einmitt þarna sé að finna að- draganda þess að sumu leyti, sem skóp þjóðinni ill örlög þegar frá leið. Langt tímabil skilur ritöld og upphaf þeirrar aldar, þegar farið var að gefa þessar sögu- Iegu heimildir út í bókarformi og allur almenningur eignaðist þar með greiðan aðgang að þeim. Þá fyrst voru endurnýtt hin rofnu tengsl þjóðarinnar við upphaf sitt og fortíð, enda sýndi það sig, að þá var skammt betri daga að bíða, þegar alþýða manna komst aftur 1 lífrænt samband við sögu sína, sem þá hafði legið rykfallin og Iítils- virt í skúmaskotum úti í kóngs- ins Kaupenhavn. Eitt er víst, að lægi hún þar enn grafin, mundi engin ástæða til að minnast dagsins, 17. júní 1944, með almennum hátíðahöldum. © • - J En — eitt er að lesa um at- burði á bók, annað að lifa þá sjálfur sem áhorfandi og á- heyrandi. Og eitt er það líka, að vera ’ staðráðinn í að lesa um einhvern atburð, þegar mað ur hefur tóm og tíma til — og annað, að hafa svo aldrei tíma til þess. Hvað það fyrra snertir, þarf ekki að eyða orðum að því, að enda þótt fágætustu stílsnillingar semji og riti frá- sögn af atburðum eða mönn- um, verður það aldrei nema bergmálið af því, sem fram fór. Áreiðanlega ber öllum saman um það, að varla verði sagt frá sögulegum atburðum af meiri snilld, en sá hefur gert, sem skréði frásögnina af kristnitök- fyrir nærri þúsund árum, og að við veröum því að láta okkur nægja að lesa hana af bók, í endursögn snillingsins, sem við stöndum í svo ómetanlegri þakkarskuld við. En dæmi þetta er ekki eins óraunsætt og marg ur kann að halda — hefði Har- aldur Ólafsson framkvæmda- stjóri ekki hafizt handa um út- gáfu lýðveldisstofnunar-hlióm- plötunnar, sem áður er á minnst, væri það sama að segja Loftur Guömunds- son rstar um nýstárlega útgáfu um þær snjöllu ræðu, sem á- gætustu menn þjóðarinnar fluttu þar, og ræðu Þorgeirs Ljösvetningagoða á Alþingi ár- ið 1000 — allur almenningur yrði að láta sér nægja að lesa þær af bók. Nú getum við hins vegar heyrt þær fluttar eigin röddu viðkomandi manna, á þeirri hátíðlegu stund og staðn- um sjálfum, meira að segja við undirleik fossins í Öxará. Þann ig verðum við áheyrendur að þessum sögulega atburði, við og þær kynslóðir, sem á eftir okkur koma og hafa áhuga á að lifa .í sem nánustum og líf- rænustu tengsíum við sögu sína. Kannski má segjá, að eflaust hefði einhver einhvern tíma tek- ið sér fram um að fá lánuð segulböndin með þessum ræð- um, þar sem þau eru i örugs- um vörzlum, láta hreinsa þau með tæknilegum galdrabrögðum ogi gera úr þeim vandaða hljóm plötu, og þennan merkilega at- burð þar með að almennings- eign, í sínu lífrænasta formi. Slíkt má alltaf segia, þegar ein- hver hrindir einhverju þörfu verki í framkvæmd. En eitt er víst — það hefði dregist, þó að ekki væri fyrir annað en það, -að ekki mun það gróða- vænlegt fyrirtæki, sízt þegai jafn vel til verksins er vandað og raun ber vitni — jafnvel umslag plötunnar listaverk á sínu sviði að uppsetningu, prentun og öllum frágangi. Og annað er líka víst — væri ekki framtakssemi Haraldar forstióra svo fyrir að þakka, ættum við þess ekki kost nú, að , eyra þjóðskáldið Davíð frá Fagra- skógi, iesa sín beztu ljóð, en það er önnur saga, eins og það er líka önnur saga, en þó ná- tengd, að Haraldur Ólafsson hefur gefið út hinar vönduðustu hljómplötur á sama forlagi með söng íslenzkra úrvalskóra og ikkar beztu einsöngvara: hljóm plötur, þar sem nóbelsverð- launaskáldið okkar les kafla úr sínum Brekkukotsannál af ó- viðjafnanlegri snilli. Og innan tíðar munu svo v'æntanlegar á markaðinn tv'ær nýjar hljóm- plötur i „sama gæðaflokki" önnur með íslenzkum bióðlög- um, en á hinni lesa þeir dr Sigurður Nordal og Jón Helga- son prófessor upp úr verkum sínum. © Þá kem ég loks að hinu, sem á var minnst — að ætla sér að lesa einhverja bók, eða um eitt hvað sérstakt á bók, en hafa svo aldrei tíma til þess. Ekki er bók inni sjálfri um að kenna, heldur aldarfarinu, og fjarri sé mér að ætla að halda því fram, að bæk ur séu fyrir það úreltar orðnar, vegna hraðans og umsvifanna, sem meina okkur að Iifa nema hálfu lffi og drepa okkur svo úr kransæðastíflu eðaöðrum„menn ingarsjúkdómum“ fyrir aldur fram. Sem betur fer, eru margir svo viljasterkir að standa við þann góða ásetning sinn að lesa að minnsta kosti eitthvað af þeim bókum, sem þeir kaupa f því skyni. En þeir munu og marg ir, sem deyja frá þeim ólesnum. Þetta er um okkur, af þeirri kynslóð, sem ólst upp í loftinu fyrir bókum og ást á bókum — af því að það voru bækur. En hvað um þá kynslóð, sem við ölum upp? Mat hennar á bókinni sem bók er, hvað sem öðru líð- ur, raunhæfara en okkar. Að hennar áliti er bókin góð sem slík, fyrirfinnist þar ekki annað betra og handhægara til fræðslu og hugrænna nautnar. Hljómplöt ur og segulbönd eru fyrir löngu orðin viðurkennd kennslutæki, sem taka þar bókinni fram í sum um námsgreinum. Við því er ein ungis gott að segja. Við því er ekki heldur annað en gott að segja að hljómplötur komi al- menningi í stað bóka, sem heim Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.