Vísir - 19.08.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 19.08.1964, Blaðsíða 2
V1 SIR. Mlflvlkudagur 19. ágúst 1964. DÖNSKU MEISTARARNIR AJAX. — Þeir koma til Reykjavíkur í haust og keppa þá m.a. við íslandsmeistarana, Fram. NÍTJÁN UÐ I EVRÓPUBIKAR- KEPPNI í HANDKNA TTLEIK r Islermisineistarar Frarn eru meðal þútttakenda Senn dregið um fyrsta leikinn íslandsmeistarar FRAM eru meðal 19 þátttökuliða í Evrópubikarkeppni meistaraliða í handknattleik, en frestur til að skila þátttökutilkynningum rann út nýlega og verður dregið næstu daga um hvaða lið lenda saman í 1. umferð, en leikið verður heimá og heiman. Er ástæða til að ætla að Evrópu- bikarkeppnin í handknattleik verði ekki eins strembin fyrir meistaraliðið og samsvarandi keppni í knattspyrnu hlýtur að verða, því í þessari íþrótt eru íslendingar á heimsmælikvarchi. í fyrra fór Evrópub’ikarkeppn in ekki fram vegna HM I Tékkó slóvakíu en 1962 tók Fram þátt í keppninni og háði geysiharða keppni við Danmerkurmeistar- ana Skovbakken og tapaði með e'ins marks mun, í Árósum, en fékk þá ekki tækifæri til að keppa við Árósaliðið hér heima. í hittifyrra voru þátttaöku- liðin 21 talsins, en eru tveim færri nú og eru það eftirtalin lið skv. upplýsingum „L’Equ- ipe“, franska íþróttadagblaðs- ins, sem sér um framkvæmd keppninnar að þessu sinn'i: • FRAM, Reykjavík, ísland — AJAX, Kaupmannahöfn, Dan- mörku — ARILD, Oslo, Noregi — REDBERGLIED, Gautaborg, Svíþjóð, UNION, Helsingfors, Finniandi - ASK VOR- VÁRTZ, A.-Berlín, Austur- Þýzkalandi - BERLIENER SV, V.-Þýzkalandi - DUDELANGE, Luxembourg — ROYAL OLYM- PIC CLUB, Flamellois, Belgíu — OPERATIE 55, Haag, Hol- Iandi — RADPID, Vín, Austur- ríki - GRASSHOPEERS, Ziirich, Sviss — UNION SPORTIVE, París, Frakklandi - ATLETICO MADRID, Spáni - DUKLA PRAG, Tékkósló- vakfu — SK MEDVESCAK, Júgóslavíu - HONVED, Búda- pest, Ungverjalandi — DINA- MO, Bukarest, Rúmeníu 9 — og rússnesku meistaramir en enn er ekki fullvíst hvaða lið það verður. Ódýr ferð til Liverpool í sambandi við Ieik K.R. og 1 Liverpool f Liverpool 14. sept. | hefur K.R. tekið á leigu flugvél ' sem fer frá Reykjavík föstudag 1 tinn ll. sept. og kemur aftur I I þriðjudaginn 15. sept. Flogið verður með 80 manna flugvél. ' og geta stuðningsmenn félags- I ins fengið keypt far með vél-1 l inni á mjög Iágu verði svo lengi | sem pláss er fyrir hendi. Eins og stendur eru nokkur pláss laus. \ ' Allar nánari upplýsingar eru I gefnar f sfma 13025 og 33086. UM LEIKINN UVERPOOL KR Þá hefur sá margumtalaði KR —Liverpool leikur farið fram, og eins og við er að bú- ast eru um hann skiptar skoð- anir manna á meðal. Þótt sjaldn ast sé það viturlegt af leik- mönnum að blanda sér í opin- berar umræður um kappleiki, sem þeir sjálfir eru þátttakenó- ur í, gætir slíks misskilnings . þessum umræðum, að ég sé mig knúinn til að leggja orð í belg. Þessa misskilnings gætir einkum f tvennu. Fyrir það fyrsta heyrast þær raddir, að Liverpool-leikmenn- irnir hafi ekki leikið af fullum krafti allan leikinn og í fyrri hálfleik, sérstaklega, hafi þeir aðéins verið á „gönguhraða*' Þetta er að sjálfsögðu mikil fjarstæða. Af viðræðum v!ð ensku leikmennina eftir leikinn og af baráttunni Við þá á leik- veilinum er mér sjálfum full- kunnugt um hið gagnstæða. Fé- lagar mínir og aðrir, sem með Englendingunum voru eftir leik- inn, geta sagt sömu sögu. Þessara vitna ætti þó ekki að þurfa við. Menn, sem gera leik- inn að atvinnu sinni og metnir eru af frammistöðunni í hverj- um einasta leik, ieyfa sér ekki „að siappa af“ — hvað þá með aðeins eitt mark yfir, eins op lengst af í fyrri hálfleik. Leik- menn, sem fó 100 pund fyrir leik og enn meira fyrir hvert skorað mark taka vissulega á Leikmenn, sem keppa um áfram haldandi þátttöku í einni arð- bærustu og giæsilegustu knatt- spyrnukeppni heims, leika ekki á „gönguhraða“. Þetta ætti hver og einn, að geta sagt sér sjáif- ur. í öðru lagi er það leikaðferð okkar KR-inga, sem hefur hlot- ið nokkra gagnrýni. Menn segja, að við hefðum átt að leika meiri sóknarleik, því varo artaktikin hefði eyðilagt leik inn. Við hefðum lært meira á því, ef „mörkin hefðu orðið fleiri og tapið stærra", eins og segir í Mbl. Þar segir og, „Liverpool réð öllum gangi leiksins — vann hvert einasta návfgi ... allt tókst nema ekki að skora“. Mbl. sem gagnrýnir le’ikaðferð KR, gizkar á að leik- urinn hefði endað 15 — 0, ef KR hefði leikið „opnara" en fyrir vikið hefði leikur’inn orðið skemmtilegrí, segir þar! Það er nú einu sinni svo, að hvarvetna f hinum „siðaða knattspyrnuheimi", þykir bað viðtekin regla að leika varna- taktik, þegar viðkomandi lið leikur á útivelli, er fyrirfram talið lakara eða er veikara að einhverju leyti. Spurningin er aðeins, hvernig sú varnarað- ferð eigi að vera. Sú taktiR, sem KR notaði í fyrrakvörd, með þrjá miðframverði og inn- herjana vel aftur er fundin upp af manni nefndum Herreira. framkvæmdastjóra Inter, nú- verandi Evrópumeistara og eínum fremsta knattspyrnu- heila heimsins: Þessi varnarað- ferð tröllríður nú ítölsku keppn inni yfirleitt og knattspyrnunni á meg’iniandinu og jafnvel Eng- lendingar virðast nú ætla að taka hana upp. Framkvæmda- stjóri Liverpool, Shankly, full- yrti í fyrrakvöld, að Arsenal mundi beita henni gegn sínum mönnum á laugardaginn kemur. Þessi leikaðferð tröllríður knatt- spyrnunni, því hún gerir leikinn leiðinlegri og ójafnari. Sóknarliðinu er gefinn mest allur völlurinn til umráða. Varn arliðið leyfir því að ráða öllum gangi leiksins, leika sér að vild — og hefur aðeins eitt markmið — að koma í veg fyrir mörk. Þetta er nákvæmlega það, sem við KR-ingar reyndum að útfæra — og okkur tókst það að vissu marki. Eitt mark 1 hálfleik talar sínu máli. Við hefðum að sjálfsögðu getað sött meir. Við hefðum geta reynt að hlaupa á milli andstæðing- anna framar á vellinum, opnað meir vörnina og fengið á okkur 15 mörk. Það má vera, að á- horfendur hefðu. orðið eitthvað ánægðari, leikurinn skemmti- legri, jafnvel að blaðamenn hefðu hrósað KR fyrir góðan og skemmtilegan leik. Ég efast þó stórum um það. Það er nú einu sinni svo, að það eru mörkin sem gilda í knattspyrnunni — ekki gangur leiksins. Mín skoðun og sann- færing er sú, að staðan 1—0 í hálfleik, hafi ekki verið vegna „gönguhraða" Englendinganna, heldur afleiðing vel útfærðs varnarleiks KR. Ofan af því fer ég ekki. En hver er þá lærdómurinn af slíkum leik? Því er haldið fram, að hann hafi minni orðið en efni stóðu til, af því að KR lék varnarleik í stað sóknar- leiks. Ég álít hins vegar, að við séum reynslunni ríkari — ekki eingöngu við KR-ingar, heldui knattspyrnumenn — og unn- endur almennt. Ég verð að álíta að augu manna hafi opnazt fyr- ir þeim mikla mun sem er á atvinnu- og áhugaknattspyrnu. Við íslendingar erum orðnir langt á eftir þvi bezta, toppn- um, hjakkandi hér í fari áhuga- mennskunnar. Við erum orðnir „grátlega langt á eftir“. Þessi leikur færði okkur he’im sann- inn um það. Hvort tímabært sé þá að taka þátt í slíkri keppni sera Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.