Vísir - 19.08.1964, Side 11

Vísir - 19.08.1964, Side 11
V í S I R . Miðvikudagur 19. ágúst 1964. 11 18.30 Synir mínir þrír: Þegar vin ur Steve fær Rob son hans til þess að kenna ungri kín- verskri stúlku siði og hætti Ameríkumanna verður ár- angur ekki eins og til "ar ætlazt. 19.00 Fréttir 19.15 Science Report: Úr heimi vísindanna 19.30 Skemmtiþáttur Dick Van Dyke: Smá lygasaga sem Laura hafði orðið að grípa til fyrir alllöngu rifj- ast nú upp fyrir henni og veldur henni talsverðum á- hyggjum. 20.00 Festival Frenzy: Frá Þjóð- hátíðar- og skrautsýning- um ýmissa Evrópulanda. 21.00 I’ve got a secret: Spurn- ingaþáttur 21.30 The Untouchables: Úr und- 'irheimum stórborganna Jack Parker hyggst efla ó- löglega starfsemi sína og flytja hana í skólahverfi Chicago-borgar og fá Frank Nitti í félag við sig. 22.30 Markham: Leynilögreglu- þáttur 23.00 Fréttir 23.15 Þáttur Jack Paar. Frétt frá Háskóla Islands Svo sem áður hefur verið skýrt frá, hafa ekkja dr. Rögnvalds Pét urssonar, frú Hólmfríður Péturs son í Winnipeg, og dóttir þeirra, ungfrú Margrét Pétursson, stofn að sjóð við Háskóla Islands með myndarlegu fjárframlagi, svo að sjóðurinn er meðal hinna stærstu við Háskólann. Sjóðurinn heitir Minningarsjóður dr. Rögnvalds Pétursson til eflingar íslenzK um fræðum. Skal fé hans varið til að styrkja kandidata í íslen/k um fræðum til framhaldsnáms r,g undirbúnings frekari vísinda- starfa. Getur sjóðsstjórnin ákveð ið að styrkþegar flytji fyrirlestra við Háskólann um rannsóknar- efni sín og skulu þeir tengd’r nafni dr. Rögnvalds Péturssonar. Stjórn sjóðsins, sem skipuð er háskólarektor og prófessorun- um dr. Halldóri Halldórssyni og dr. Steingrími J. Þorsteinssyni, hefur úthlutað styrk úr sjóðnum í fyrsta skipti. Hlaut styrkinn mag ister artium Ólafur Pálmason til rannsókna á bókmenntastarf- semi Magnúsar Stephensens dóm- stjóra. Spáin gildir fyrir fimmtudag- inn 20. ágúst. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Það væri aðeins tímasó- un að fást við þá aðila, sem skortir þekkingu til að gefa á- kveðin svör. Notfærðu þér reynslu þína til að yfirstíga erf- iðleikana. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þér kynni að berast eitthvað það til eyrría, seríi dregur úr á- nægju þinni og gæti orsakað einmanakennd. Slíkt verður samt oft til þess, að maður skil ur mannlífið betur. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú mátt búast við því, að skattayfirvöldin vilji einnig hafa hönd í bagga með þeim tekjum, sem þú aflar þér. Hafðu augun með framtíðaráformun- um. Krabbinn, 22. júnl til 23. júlí: Þú ættir ekki að líta framtíð- ina of dökkum augum, nema þú hafir drjúgar fjárhagslegar ástæður til slíks. Farðu eftir að haldssamari tilhneigingum þín- um. Ljónið, 24 júlf til 23. ágúst: Það mundi borga sig fyrir þig að vera varkárari á sviði fjár- málanna og viðskiptamála. — Góðra málalykta er von í náinni framtíð hjá þér. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept: Þú ættir að leita ráðlegginga sérfræðings um málefni, sem þú ert ekki alls kostar fróður um. Taktu samt ekki allt sem sjálf- sagðan hlut. Vogin, 24 sept. til 23. okt: Þú ættir að taka lífinu með ró og hvílast eftir föngum, þar eð talsvert hefur verið um að vera í veraldarvafstrinu hjá þér að undanförnu. Drekinn, 24. okt til 22. nóv.: Starfsskyldur ýmsar kynnu að verða þess valdandi, að þú gæt- ir ekki notið ánægjustundanna eins og þú hafðir gert ráð fyr- ir. Láttu það ekki hafa of mik- il áhrif á þig. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Hinar sömu gömlu hindr- anir, sem hamla góðum árangri, eru enn fyrir hendi, þó að þú virðist hafa leyst verk þitt vel af hendi. Þú mátt ekki gefast upp einmitt núna. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þær áhyggjur, sem stund- um virðast vera að ná yfirhönd- inni, er oft ekki auðvelt að losa sig við. Reyndu að grafast fyrir um staðreyndir málsins. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Taktu lífinu með ró og hugleiddu meira, hvað hægt er að gera til að bæta samband þitt við fólk almennt. Starfaðu dyggilega að markmiði þlnu. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Vera kann ,að þú sért alls ekki í skapi til að leggja hart að þér. Farðu eftir eðlis- ávísun þinni og láttu eftir löng- un þinni til einveru. Nýt'izku verzlunarhús Við erum hreyknir af ský- sköfunum okkar, enda eru það myndarleg hús, en samt verður nú heldur lítið úr þeim i samanburði við báknin hér á myndinni. Þetta eru verzlunar- hús, sem eiga að vera komin upp 1970. Hvor turninn um sig er 110 hæðir og um 50.000 manns munu starfa í þeim. Þeir, sem tóku að sér að' byggja * þessi ósköp, höfðu nokkrar á- hyggjur af því hvernig i ósköp- unum þeir ættu að fara að því að Ieysa umferðarvandamálin, sem myndu skapast við tilkomu þeirra, en þykjast nú hafa Ieyst þau á vel viðunandi hátt. Það verður gerð sérstök járnbrautar- stöð, og frá henni munu liggja þrenn jarðgöng beint að bygg- ingunum, og önnur þrenn í næstu hverfi. Þá verða bílastæði fyrir 2000 bíla. Þyrilvængjur verða í beinu flugi að og frá Kennedy flugvelli. Þá verða í húsunum sjálfum fjölmargar hraðlyftur, sem geta flutt menn frá fyrstu hæð upp á efstu á 2 mínútum, og einnig nokkrar hæggengari. Gert er ráð fyrir að þetta verði nokkuð dýr bygg ing. (Á myndinni endurspeglast turnarnir í vatni). IMinninsjars Mlnningarkort Flugbjörgúnar- sveitarinnar eru seld f bókabúð Braga Brynjólfssonar og hjá Sigurði Þorstéinssyni, Laugarnes- vegi 43, sími 32060. Sigurði Waage, Laugarásvegi 73, sími 34527, Stefáni Bjarnasyni, Hæða gerði 54, sími 37392, og hjá Magnúsi Þórarinssyni, Álfheim- um 48 sími 37407. Minníngarkort lags íslands fást Hafnaxstræti 11. Geðverndarfé- í Markaðinum, Hvíldarvika mæörastyrksnefndar Frá Mæðrastyrksnefnd. Hvíld- arvika mæðrastyrksnefndar að Hlaðgerðarkoti Mosfellssveit verð ur að þessu sinni 21. ágúst. Um- sóknir sendist nefndinni sem allra fyrst. Allar nánari uppl. í síma 14349 milli kl. 2-4 daglega Ig utýn öc Jalöri rrn/iOrT /Sorrr iFRÆGT FQI’K Bæði kvenkyns og karlkyns táningar í Bandaríkjunum hafa nú tekið upp mjög snjallt merkjamál. Það eru allir farnir að ganga með fjaðrir í höttun- um sínum. Tvær fjaðrir hlið við hlið þýða: Ég á fastan vin (vin- konu). Ef önnur fjöðrin vísar fram en hin aftur, þýðir það: Ég er laus. Ef þær eru í kross: Ég er upptekin(n) í kvöld, en reyndu aftur seinna. Og ef sést til ungs mantís með báðar fjaðr !r vísandi fram á við, er boð- skapurinn: ÉG ER Á VEIÐUM. 1 milljón af þeim á mánuði. Framleiðsla „alvörubíla“ nær hins vegar ekki nema 89.800. Og hvað rafmagnsjárnbrautun- um viðvíkur, þá mundu þær — ef allar væru tengdar saman — auðveldlega ná frá París til Búkarest. Það er ekki sem verst að vera barn í Frakklandi. >f * Við vitum að fransmennirnir eru góðir við börnín sin, en þetta er nú heldur mikið. Síð- asta könnun sýnir að á síðasta ári, eyddu þeir sem svarar 7 milljörðum, — ekki milljónum, heldur milljörðum — i leikföng Eitt vinsælasta leikfangið eru barnabilar, en það er framleidd SköIIótt kvenfólk er eitt af síðustu tízkufyrirbrigðunum í París í ár. En hvernig tilfinning er það nú fyrir kvenmann, að missa allt hárið? Við skulum athuga með einhverja konu, sem getur talað af reynslu. Og ætli væri þá ekki bezt að hafa hana Bette Davis. Hún hefur tvisvar orðið að fórna öllu hárinu þeg- ar hún var að leika Elizabetu fyrstu, Englandsdrottningu. — Bette segir: Hljóðið í rafmagns rakvélinni er eitt það hræðileg- asta sem ég hef heyrt. Það er óskaplega taugaslítandi, miklu verra en tannlæknabor. Og svo var ekki nóg með það, heldur var ég að verða brjáluð af kláða þegar hárið byrjaði að vaxa aftur. >f Bréfið þitt var dásamlegt, Jon, segir Fern við Wiggers. Þú verð- ur endilega að skrifa mér fleiri. Ó, já, Fern, ó, já, stynur Wig- gers með sælubrosi. Á sama tíma er Desmond að heimsækja nús- bónda sinn á pjfjkfahúsið, en Rip er nú kominn til meðvitundar. Já, mér líður miklu betur, Desmond, segir hann. En hvað meinar þú JUST THAT YOU SHOULP REÍ.AX, 51R. WISSERS ANP I ARE WATCHINO THE SITUATION... með því að allt sé í bezta lagi’ Aðeins það, að þé’- ^ttuð að taka lífinu með ró, he /arar þjónn inn. Við Wiggers lítum eftir öllu. Honum hafði verið boðið í coktail veizlu ásamt konu sinni, og þar sem hann var mlkill vm ur Bakkusar, var hann alltaf að stökkva frá henni, og á bar- inn. Þegar hann kom svo með áttunda sjússinn, sagði hún á- vítandi: — Henry, ef þú heldur þessu áfram, fer fólkið að hvisl ast á. — Alls ekki, yndið mitt, svaraði hann glaðlega, ég segi alltaf að þetta sé fyrir þíg.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.