Vísir - 19.08.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 19.08.1964, Blaðsíða 3
V í SIR. Miðvikudagur 19. ágúst 1964. 3 * Sólbaðsgestir í Nauthólsvík hentust margir hæð sína í loft upp f fyrradag, þegar tveir helj- arstórir flugbátar geystust öskr- andi yfir höfuð beirra, og lentu með miklum boðaföllum í Skerjafirði. Sundmenn urðu ó- kvæða við og hröðuðu sér hið bráðasta í land — kærðu sig ekkert um þessa nýju „sund- félaga“. Var þó langt frá því Vélamennirnir klifruðu út á vænginn, til þess að setja olíu á hreyflana. Myndin tekin út um glugga stjómklefans. (Myndir tók ljósm. Vísis B.G.) að þeim stafaði nokkur hætta af flugbátunum, sem eru banda- rískir að uppmna, en með franska áhöfn. Blaðamenn Vísis voru að sjálfsögðu á næstu grös um, eða öllu heldur bylgjum, og stigu um borð um leið og drepið var á hreyflunum. Flug- bátar þessir, sem eru af Martin Mariner gerð (2 hreyfla) era anzi stórir á okkar mælikvarða, enda munu þeir hvor um sig vega um 35 tonn. Þeir era fyrstir af 9, sem munu hafa hér viðdvöl á leið sinni til Norfolk í USA. Áhöfnin er 6 menn, og sátu þeir sportklæddir að snæðingi, þegar við skreiddumst um borð til þeirra. Þar sem sendiráðs- leyfi þurfti til að komast um borð í franska herbátinn, sem liggur í höfnina, áttum við hálft í hvora von á að okkur yrði fleygt fyrir borð hið bráðasta, eða jafnvel skotnir fyrir njósn- ir, en ekkert slíkt skeði. Þvert á móti vora þeir allir hinir elsku Iegustu, enda munu þeim hafa Iitizt mennirnir meinleysislegir. Við fengum því að rölta um vélina að vild og reka nefið niður í allt, og það var ekki einu sinni litið eftir því að við ynnum ekki skemmdarverk. — Frakkarnir virtust ekkert hrædd ir um, að við stælumst burt með nein hemaðarleyndar- mál, enda era flugbátarnir 15— 20 ára gamlir. Þeir fengu þá að láni hjá Bandaríkjamönnum fyr- ir nokkram áram, og vora þeir staðsettir f frönsku flotastöðinni í Dakar. Þar vora þeir notaðir til kafbátaeftirlits, flutninga og æfingaflugs. Nú er búlð að leggja flotastöðina niður, og Frakkarnir era því að skila bát- unum. Þeir munu stanza hér í eina tvo daga m.a. til að taka eldsneyti. Þegar blaðamenn komu, var þegar komin á vett- vang sveit frá Keflavíkurflug- velli með tankbíla og „pick up“ bíla, sem merktir vora „Fuel Division“. Er óskandi, að „Fuel Division" gangi betur að fylla á flugbátana en gallon brúsana, sem þeir vora að burðast með, þvf að 3 menn urðu löðrandi f olíu við þær aðgerðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.