Vísir - 19.08.1964, Side 7

Vísir - 19.08.1964, Side 7
VI - -. ..vuuagur 19. agu-. 7 BHnm Nýlega var nýjum brezkum verksmiðjutogara hleypt af stokkunum, Ross Valiant, sem er hið fullkomnasta skip og hið fyrsta af 10 litlum verksmiðju- togurum er Ross Group lætur smíða. Er skipið útbúið hinum fullkomnustu frystitækjum sem komið er fyrir á neðra þilfari. Frystirými er fyrír 400 tonn af fiski. Á skipinu er aðeins 25 manna áhöfn en það er búið öllum fullkomnustu stjórn- og örygg- istækjum. Vmnuaðstaða á efra þilfari er mjög góð. Fiskurinn er þar flokkaður, þveginn og slægður en fer síðan á færiböndum nið- ur á neðra þilfar í frystitækin 10. Hvert frystitækjanna getur framleitt 3]/2 tonn af 100 lbs. biokkum á sólarhring. Ross Valiant er 206 fet á lengd og 1156 brúttólestir að stærð. Hann gengur 13 hnúta á klukkustund. — Bretar leggja nú mikla áherzlu á það að smíða nýtízku togara, skuttogara og verksmiðjutogara, sem verið geta lengi úti og unnið aflann algerlega um borð. Ættu íslend- ingar að gefa gaum að hinum nýju skipum Breta, þar eð ef til vill henta þau okkur einnig. - Ross Valiant er nú farinn á veiðar við Nýfundnaland. Bretar eignast 10 nýja fullkomna verksmiðjutogara Ross Valiont hefur frystirými fyrir 400 lestir Myndntextar: Á myndinni hér til hægri sést Ross Valiant á siglingu. Skipstjórinn Jack Kerr er hér til vinstri, en hann var áður á Ross Revenge, sem einnig er eign Ross Group. Á myndunum hér fyrir neðan sjást til vinstri frystitækin og til hægri frysti- geymslurnar. MINNING: Sigurður L. Pálsson, yfirkennari j gær var til moldar borinn frá Akureyrarkirkju, Sig- urður Líndal Pálsson, yfirkenn- ari við Menntaskólann á Akur- eyri. í þrjá tugi ára var nann aðal enskukennari Menntaskól- ans, og nú þegar hann er aítur minnast þúsundir gamalla nem enda hans með þökk og hlýjum huga. Sigurður L. Pálsson, en þann- ig skráði hann oftast nafn sitt, fæddist á ísafirði 12. nóvember 1904 og var því tæplega sex- tugur, er hann féll frá. Faðir hans var Páll Jónsson, er síð- ast starfaði við embætti Tnll stjóra í Reykjavík. Lézt hann fyrir ári. Móðir Sigurðar er Jakobína Sigurðardóttir Lrn- dal og lifir hún son sinn. Hugur Sigurðar stóð snemma til mennta, og settist hann í Menntaskólann I Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1928 eftir gagnfræðanám á Ak- ureyri. Að prófi loknu ákvað hann að leggja fyrir sig tungu- málakennslu og sigldi til Hafnar um haustið og las ensku og frönsku við Hafnarháskóla vet- urinn. 1928-29. Síðan hélt hann til Englands og dvaldist þar næstu vetur við nám í ensku í háskólanum í Leeds og lauk þaðan B.A. Hon. prófi í ensku og enskum bókmenntum. Enn vildi Sigurður mennta sig betur á kjörsviði sínu áður en hann héldi heim til Islands og hæfi störf og stundaði því framhaldsnám við Victoria Uni- versity í Manchester 1931-1932. Þá sneri hann heim og hóf störf sem enskukennari við hinn nýja og unga Mennta- skóla á Akureyri árið 1933. Það var þeim skóla tvímælalaust til happs að fá svo snemma til starfa mann með hæfileika og ósérhlífni Sigurðar L. Pálsson- ar í einni mikilvægustu kennslu grein skólans. Því það var ekki einasta að Sigurður væri á- gætlega vel menntaður í ensk- um fræðum og bókmenntum. Honum var jafnframt sú list gef- in að vera góður kennari, sem átti auðvelt með að gera tvennt í senn: halda aga og glæða á- huga nemenda á þvl að afla sér meiri fróðleiks en veittur var í kennslustundum. Hann gerði kennslu i enslcu réttilega, skjótt að einni mrci,- vægustu námsgrein skólans, og hann krafðist þess jafnframt, með fullri sanngirni, að nemend ur legðu rækt við hana og stund uðu af alúð. Þegar ég settist i fyrsta bekk sem ungur sveinn næst síðasta styrjaldarárið va.-ð mér strax Ijóst, að Sigurður L. Pálsson var konungur 1 rílci sínu, en jafnframt nokkur skeif ir þeirra sem höfðu annað hvort af vangá eða ásetningi látið und ir höfuð leggjast að læra að skrifa enskan stíl flestu öðru betur. Á enska stílnum féllu menn nefnilega ósjaldan því þótt Sigurður væri manna ljúfastur i daglegri umgengni taldi hann með öllu ástæðulaust að heiðra kunnáttuleysið með því að gefa mönnum próf. Fyr ir vikið komst það orð réttilega á loft að Menntaskólinn á Ak- ureyri þyrfti ekki bera kinnroða fyrir enskukunnáttu stúdenra sinna. 1 kennslu sipni var Sigurður geðríkur eldhugj, sem enga f>t irhöfn taldi eftir sér við að skýra fyrir nemendum völundar hús enskrar tungu. sem stund- um gat virzt nokkuð ógreiðfæ-l Ósérhlífni hans gat valdið þvi að stundum brast hann holin- mæði, en jafnan gerði iann gott úr með skopskyggni sinni og góðlátlegu gamni á sinn sér- stæða hátt, er nemendur ku-mu vel að meta. Ritstörf Sigurðar benda til þess að mestan áhuga hafi hann haft á málfræði og hljóðfræði enskrar tungu. Hann ritaði ágæta, stútta kenns'.u- bók í enskri málfræði, sem lengi hefur verið lesin í skól- um um land allt og ber vott þess hæfileika hans að vreina aðalatriðin frá aukaatriðum. Ensk orð og orðtök er tinnig bók, sem hefur reynzt hin nvt- samlegasta við enskunám >g RT byggð á góðri starfsreynslu höf undar Eru þá ótaldar margar aðrar keunsíuhækur. er harn reit og lesnar eru við unglinga- og menntaskóla landsins. En þrátt fyrir það, að þungamiðja kennslunnar lægi eðlilega á sviði málfræðinnar og fágaðs framburðar, kunni Sigurður á- gæta vel að meta auðlegð og andagift brezkra bókmennta og þá elcki sizt hinna sígildu. Nær heilum vetri varði hann eitt sinn til þess að þýða og skýra Hamlet Danaprins, og hygg ég. að sú frásögn hans líði þeim seint úr minni, sem hana hey 'ðu Að styrjöldinni lokinni, 1945. ' sigldi Sigurður til Englands é nýjan leik og dvaldist vetrar- langt í Oxford þar sem nanr lauk magisterprófi við lof kenn ara sinna. Margar fleiri slíkar námsferðir fór hann til Eng- lands, meðan honum entis: heilsa. Þannig kom það hvarvetna fram í starfi Sigurðar, að tia-r hafði óvenjulegan starfsheiður til brunns að bera, lét sér annt um að veita þá menntun sem dygði langt út fyrir prófborð og skólaveggi og var nemend- um sínum hliðhollur löngu eftir að Ieiðir þeirra skildu. Sú e,g- ind kom einnig fram í því að S.g urður var ekki einn þeirra manna, sem deila atorku sinr>’ milli margra verkefna og ,anga þvi frá hálfnuðu dagsverki. Skól inn og starfið var honum of Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.