Vísir - 19.08.1964, Page 8

Vísir - 19.08.1964, Page 8
8 V í S IR . Miövikudagur 19. ágúst 1964 VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis. — Edda h.f Sammála um, að breytinga sé börf l^fargir hafa eflaust hlustað í fyrrakvöld á útvarps- báttinn „Sitt sýnist hverjum“. Fólki hefur áreiðanlega leikið forvitni á að heyra, hvað fulltrúar hinna fjög- urra stjórnmálaflokka, tveir núverandi ráðherrar og tveir fyrrverandi — allir miklir valdamenn í flokkum sínum — hefðu um skattamálin að segja. Þess var þó tæplega að vænta, að mikið nýtt kæmi fram í ræðum þeirra, fram yfir það, sem blöðin hafa sagt undanfarið. Svo má heita, að forustugreinar dag- blaðanna í Reykjavík hafi ekki um annað fjallað en skattamálin síðan skattskráin kom út. Hefur þar margt og mikið verið sagt, sumt rétt og sumt rangt, og vel hefði mátt komast af með miklu færri orð. Sennilega fer almenningur að þreytast á rifrildinu og innan tíðar verður farið að deila um eitthvað annað, því að deilu- efnin í íslenzkum þjóðmálum virðast óþrjótandi og því lítil takmörk sett, hve miklum tíma og orku við viljum eyða í innbyrðis rifrildi, í stað þess að leita ^ameiginlega lausnar á þeim vandamálum, sem við er að etja. * 30 ,“fariívlörcí jbí En eftir ræðum fyrrnefndra fjögurra stjórnmála- nanna í útvarpsþættinum að dæma, er svo að sjá, að )llir flokkar séu sammála um að þörf sé mikilla breyt- ■ nga á skattalöggjöfinni, og í meginatriðum virðast beir einnig vera sammála um, hverjar þær breytingar úgi að vera. Þess má því vænta, að þegar á næsta Mþingi verði gerðar lagfæringar, sem allur þorri skatt- ^reiðenda megi vel við una, enda hefur ríkisstjórnin þegar falið ríkisskattstjóra að undirbúa þær. Hærri tekjur en búizf var við |>að kom skýrt fram í ræðum allra fjórmenninganna, að þegar Alþingi var að breyta skattalögunum s.l. vor, hafa þingmenn reiknað með að launatekjur yrðu almennt miklu lægri en þær reyndust. Segja má, að þeir hefðu átt að kynna sér þetta betur, en þar eru bá allir flokkar undir sömu sökina seldir, ekki síður =rjórnarandstaðan en hinir. Þingmenn Framsóknar og kommúnista höfðu hamrað á því allan veturinn, og blöð þeirra líka, að tekjurnar yrðu miklu lægri, en þá var líka verið að berjast í öðrum tilgangi, þar sem þessi málflutningur hentaði vel. En þegar samkomulagið um kjaramálin var gert, nú í sumar, lágu framtölin fyrir, og því auðvelt fyrir alla aðila að kynna sér þær breytingar, sem orðið liöfðu á launatekjum. Það er því alveg út í hött hjá stjórn Alþýðusambandsins, að halda því fram, að hún hafi verið hlunnfarin í samningunum að þessu leyti. fíenni var í lófa lagið að vita þá þegar allt, sem hún veit nú, um tekjurnar og álagninguna. Næstkomandi mánudag kem- ur saman í Atlantic City á aust- urströnd Bandaríkjanna 3é. flokksþing demokrata til þess að velja forsetaefni í kosning- unum, sem fara fram í nóvem- ber næstkomandi, svo og vara- forseta-efni. Johnson forseti hefir ekki enn tilkynnt neitt um það opin berlega, að hann gefi kost á sér sem forsetaefni, en enginn dreg- ur í efa, að hann verði þar „efstur á blaði". En um varaforsetaefni ríkir meiri vafi. Forsetaefni nýtur þeirra hefðbundnu forréttinda, að ráða vali varaforsetaefnis, og Johnson forseti hefirekkienn tekið ákvörðun sína, að minnsta kosti ekki gefið neitt í skyn um hana opinberlega, en mjög er rætt um þá öldungadeildarþing menn’ina frá Minnesota, Hubert H. Humphrey og Eugene McCarthy, en það voru frétta- menn, sem settu þá efst á blað sem varaforsetaefni, eftir að Johnson hafði sagt, að hann myndi ekki velja varaforsetaefni úr flokki ráðherra sinna. Þá verður það hlutverk ráð- stefnunnar, að samþykkja stefnuskrá flokksins í kosning- unum. Þess er að geta, að þar fi) 1936 þurfti forsetaefni að tá % atkvæða til gildrar kosning- ar, en eftir að flokksþingið hafði samþykkt Franklin D. Roose- velt með lófataki var reglunum breytt, og gildir nú einfaldnr meirihluti. Á flokksþingi demokrata þar1 forsetaefni að fá 1159 atkvæði af 2316 (á flokksþingi republik- ana þurfti 655 af 1308 kjör- Johnson forseti. Flokksþing demokrata til forsetakjörs keaiursaman mánudag næstkomandi mannaatkvæðum). B Æm &BÆS'SM £jff Flokksþingið verður sett há- U tBuUSuB fLjf®* (ÉL, B Hr tíðlega svo sem venja er og ^ fyrsta kvöldið fer í ræðuhöld og slíkt, en daginn eftir verður stefnuskráin lögð fram. Gengið verður til atkvæða um forseta- efni og varaforsetaefni á mið- vikudagskvöld, en í lok fjórða fundar mun Johnson forseti tiJ- kynna, að hann taki að sér að vera í kjöri sem forsetaefni flokksins. Bandaríkin senda Tsjombe flugvélar Landvarnarráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnir, að ákveðið hafi-j verið að verða við beiðni Tsjombe forsætisráherra Kongo um að senda til Kongó flugvél- ar til langflugs könnunarflug- ferða, í baráttunni gegn upp- reisnarmönnum. Eru það flug- vélar af gerðinni B-26 sem send ar verða. Tekið er fram, segir brezkur fréttaritari í Leopold- viile, að hvorki bandarískir né belgiskir þegnar muni stjórna flugvélunum fíkönnunarflugferð; unum. Tsjombe sem áður hafði lýst yfir að hann myndi ekki biðja um herlið frá öðrum löndum tii þess að halda uppi lögum og reglu i landinu er nú sagður hafa snúið sér til fimm Afríku- landa og beðið um herlið: N’ geriu, Eþíóopiu. Líberíu, Mada gascar og Senegal. Ekki hefur verið sagt frá þessu opinber- lega en fullyrt, að áðurgreinoar rkisstjórnir séu búnar að fá til mælim.w>

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.