Vísir - 19.08.1964, Side 10

Vísir - 19.08.1964, Side 10
10 V I S I R . Miðvikudagur 19. ágúst 1964. Gorch Fock Framh. 9. síðu. eirikum vera tvö skip á hælum okkar, Christian Radich frá Noregi og Danmark. Við höfð- um heyrt í þe’im báðum og kom izt að því að þau drógu stöðugt á okkur, því að vindsstyrkurinn var þeim hagkvæmari en okk- ur, því að vindsstyrkurinn var þeim hagkvæmari en okkur. Og nú fórum við að nálgast Berm- uda-eyjar. Veðurspáin hafði sagt fyrir að það myndi koma sunnanátt næsta dag, svo að bæði við og þeir á Christian Radich stefnd- um suður á bóginn með það í huga að nota sunnanáttina næsta dag til að lensa til Berm- uda. En allt í einu og fynr hreina tilviljun heyrði ég til lít- illar veðurstofu á Bermuda- eyju, sem kom með gagnstæða spá og taldi hún að hann myndi breyta til norðanáttar. Ég hafði áður dvalizt á Bermuda og m.a. kynnzt þvi að veðurstofan bar er mjög góð. Ákváðum við nú að fara þegar í stað eftir henn- ar ráðum og breyttum stefnu, sigldum í norðurátt. Þar sem vindáttin breyttist síðan í sam- ræm'i við þetta varð norska selgskip Christian Radich eft- ir þetta vonlaust um að ná okk- ur. Hins vegar hafði danska skólaskipið "Uan þennan tíma stefnt af einhverjum ástæðum í norður og þar sem við höfðum um tíma siglt til suðuráttar var nú svo komið að norðaráttin hjálpaði danska skipinu meir en okkur og varð það eftir þetta hættulegasti keppinautur okkar. Dró það mikið á okkur i þessum kafla. yið vorum nú mjög farnir að nálgast Bermuda, og nú var danska skipið í fyrsta skipti komið svo nálægt að við sáum það í ratsjánni. Nú lægði vind- inn og þá var enn svo komið að Danmark, sem er léttara skip gat náð meiri ferð en við og hélt áfram að draga á okkur. Kom nú stilal svo að við hreyfð- umst varla. En þá tókum við eftir því á ratsjárskífunni, að nokkrir dökk ir blettir voru á henni nokkuð fyrir aftan okkur. Þetta voru hitaský og undir þeim vissum við að myndi vera vindur. Þau nálguðust okkur og nú var um að gera að reyna að ná þeim, eiginlega að hanga aftan í þeim. Með því að reikna út stefnu og hraða þeirra og skipsins tókst okkur að ná í fimm af sjö skýj- um, sem fram hjá okkur fóru. Þannig tókst okkur að halda millibilinu við danska skipið og jafnvel að auka það. þessi stilla stóð þó ekki nema einn dag. Nú snerist vind- ur og var að koma austanátt, sem var heppilegasta vindáttin. En sá var þó hængur á, að Danmark, sem var fyrir austan okkur myndi fyrr fá austarivind- inn. Þegar hann næði okkur gat svo farið að þeir væru búnir að vinna upp bilið áður en vindur- inn kæmist til okkar. Þessi síðasti kafli er einhver sú stór- brotnasta stund sem ég hef Iif- að á sjónum. Það fór sem við óttuðumst, Danmark náði aust- anvindinum langt á undan okk- ur og kom nú brunandi fyrir fullum seglum. Það var komið svo nálægt að við sáum tvö efstu ráarseglin á því í Kíki fyrir ofan sjóndeildarhring og það nálgaðist ískyggilega hratt. Við biðum óþolinmóðir eftir þvi að fá sama vindinn, en það virt- ist ætla að dragast óþolandi leng'i. En Ioks kom hann og við undum líka upp segl. Eftir þetta fylgdum við hverri hreyfingu Danmark og ventum seglum eins og það. Þannig átti að vera tryggt að það kæmist ekki fram fyrir okkur, enda urðum við fyrstir í höfn í Bermuda, 3 klst. á undan Danmark og 6y2 klst. á undan Christian Radich. Fyr'r okkur var aðalatriðið að verða fyrstir i mark, þó að Christian Radich væri talið sigra í keppn inni vegna jöfnunarreglna sem við töldum ranglátar. J Bermuda hófst að nýju gleð- skapur með boðum og skemmtunum selgskipsmanna. Það skiptum við um sjóliðsfor- ingjaefni. Voru þar komnar tvær þýzkar freigátur með nýja pilta. Þeir voru auðvitað ai- gerir græningjar, þekktu ekki akkeri frá skipsskrúfu, en þeg- ar við komum upp til New York hálfum mánuði síðar vora þeir orðnir svo æfðir að við gátum siglt í skrúðsiglingu á Hudson-fljótinu og þarf nokkuð til þess. Lýkur þar frásöfn hins þýzka seglskipsmanns, von Stackel- bergs af ævintýrum seglskipsins Gorch Fock, sem nú gistir Hafnarfjörð. i 7 únþökur Vel skoraar, ávallt fyrirliggjandi ALASKA Breiðholti . Sími 35225. Hafnarfjörður - nágrenni Hef opnað þvottahús við Hraunbrún 16 Hafn- arfirði. Sækjum og sendum tvisvar í viku. Sími 51368. Mosaik-lagnir Tel að mér mosaik og flísalagnir. Sími 37272. - VU*NA - ÍÖPAVOGS ÍÚAR! Hálið sjált. við ögum "yrir vKk ar litina. Full- <omin þjónusta. LITAVAL Mfhólsvegi 9 Kópavogi Sími 41585. VÉLAHREINGERNINGAR OG TEPPA- HREINSUN OÆGILEG ŒMISK VINNA ÞÖRF - SÍMI 20836 VÉLHREINGERNING Vanir menn. Þægileg ^liótleg. Vönduö vinna ÞRIF - '’.imi 2185? oa 40469 KÝJA IEPPAHREINSUNIN EINNIG VÉLHREIN GERNING- AR 'S’A-f' ; ■ | >'% ’ ■ ‘ \ýia teppa- og S§ís; aúsgagna- - f nreinsunin Simi 37434 Vélahreíncieriiing Vanlr og vandvirkir menn. Odýr og örugg hjónusta. ÞVEGILLINN. simi 36281 Rönning h.f. Sjávarbraut 2. vi.' Ingólfsgarö Simi 14320. Raflagnir viðgerðir ð heimlis- tæk= —- -'f-'iRcala, FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA OFFSET - LITHOGKIPHT ■nnimiiiiiw auskoki# ÞORGRiMSPRENT GUNNARSBRAUT 28I Seljum 1ún op "iðurheld Endurnúium 'ömlu sængumat \YJA FIÐURHRFINSt i\IN Hverfisgötu 57A Slml 16738 Slvsavarðstofan nótt 20- ágúst: Ölafur Einarsson Opið allan sólarhringinn Simi Ölduslóð 46, sími 50952. 21230 Nætur og helgidagslæknir í sama síma. Næturvakt i Reykjavík vikuna 15.—22. ágúst verður í Reykjavik Læknavakt í Hafnarfirði aðfara urapóteki. Utvarpið Miðvikudagur 19. ágúst Fastir liðir eins og venjulega 15.00 Síðdegisútvarp 18.30 Lög úr söngleikjum 20.00 Dansflokkur Jose Greco syngur og leikur flamenco- dansa 20.20 Sumarvaka: a) Þegar ég var 17 ára: „Kertapakki á jóla- tréð,“ Guðrún Ásmunds- dóttir flytur frásögu Krist- ínar Loftsdóttur, b) íslenzk tónlist: Frá listamanna- kvöldi í Tónabíói 12. júní sl. c) „Fyrsta ferðin til sjó ar,“ frásaga Þórðar Kára- sonar bóndi á Litla-Fljóti í Biskupstungum. Baldur Pálmason flytur. d) Fimm kvæði Ijóðaþáttur valinn af Helga Sæmundssyni. Ösk- ar Halldórsson les 21.30 Richard Strauss: „Till Eul- enspiegel," sinfóniskt Ijóð. 21.45 Frímerkjaþáttur: Sigurður Þorsteinsson flytur 22.10 Kvöldsagan: „Sumarminn- ingar frá Suðurfjörðum," eftir séra Sigurð Einarsson 22.30 Lög unga fólksins 23.20 Dagskrárlok. Sjonvarpio Miðvikudagur 19. ágúst 18.00 Language in Action: Fræðsluþáttur Tih BLÖÐUM FLETT Ég veit ekki hver þessi aðsókn er. Það er eitthvað, sem logar í brjósti mér, eitthvað, sem kemur, eitthvað, sem fer. eitthvað, sem hlær og grætur. Það fer út í yzta fingurgóm. Það fer inn í hjartarætur. Og döggvuð Ijóma mín draumablóm í dýrð hinnar hljóðu nætur. Davíð Stefánsson. Formlegt í þann tíð. Sigríður Bjarnadóttir hér í bænum hefur þann 10. dag þ. m. bréf- lega sagt upp og svikið trúlofunarmann sinn, vandaðan og efnilegan mann, sem hún hefur verið trúlofuð í tvö ár, án þess að færa nokkuð tii, er hún gæfi honum að sök. Hefur hún með þeirri aðferð sýnt, hvað karlmennirnir mega framvegis byggja upp á trúmennsku henn- ar... Jú, svo hljóðandi auglýsing birtist í blaðinu „Þjóðólfi“ 1853, eða fyrir réttri öld. Yrðu blöðin varla í vandræðum með auglýsingar, ef sá háttur yrði aftur upp tekinn - og ekki er minnsti vafi á, að ekki fækkaði við það kaupendunum. Það hefur margt breytzt síðast- liðin hundrað ár, það má nú segja. Og kella gerðist uppvæg og kvaðst mér geta sýnt, að kynni hún líka stóra að missa af færi. Ég sagði: „Ó-key — svo lengi þú mig hefur hætt og brýnt, að hanga máttu loks í eigin snæri ...“ STRÆTIS- VAGNHNOÐ. Ég talið hef það vísindi, að veiða lax í hyl; nú veit ég ekki lengur hvað skal segja. Ef þykist eiginkonan eitthvað kunna — og meira til, er karlinum víst ráðlegast að þegja ... Af kappi fjölmörg sumur hef ég iðkað íþrótt þá og öðlazt snilli og margháttaða frækni. Hygg mig standa jafnfætis, þó hermi ég sjálfur frá, hverjum manni að fræðilegri tækni. Konan undi heima — eins og konur sagði hún margt um kjánaskap og veiðimannadellu. Og það ég verð að játa, að mér þótti á stundum hart að þola sltkt af minni eigin kellu. Og svo var það um daginn er hún gerði gys að mér, að göfuglyndið þraut — ég reiður sagði: „Og ætli það mundi ekki standa aftarlega í þér ...“ En áttaði mig — helzt til seint — og þagði. Þann sunnudag við stóðum svo við hylinn, hún og ég, og hörmung var að sjá þann klaufa á bakka. Stangarhaldið guðlast — annað allt á sama veg! Sú eymdarsjón — en hverjum mátti hún þakka .. . Að sjá það kast — en viti menn að óðara var hann á. og einn af þessum stóru ... Ég varð hissa óg þurrkaði af mér svitann og þóttist ekkert sjá. Þennan var henni ekki ofgott að missa! Hún dró aann eins og golþorsk, og dró hann upp á gras! Ó, drottinn minn, ég stundi og grét í hljóði. Tuttugu og þriggja punda ... og allt það málæði og mas: „Nú manstu kannskí hvað ég sagði ... góðiU Ég talið hef það vísindi að veiða lax úr á. Nú veit ég ekki lengur hvað skal segjá. Að draga hann eins og golþorsk, slíkt er guðlast — svei mér þá. „Nú, góði, skaltu horfa á mig . . og þegja!“ «asae

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.