Vísir - 05.09.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 05.09.1964, Blaðsíða 1
VISIR Laugardaeur 5. septcmber 1964 — 263 tW. 24 bifreiðir tekn- ar við hraðamæ ingu á 90 mín. Ein bifreiðin var á 122 kilómetra hraða HEIMSFRÆGUR LEIKARI í REYKJAVÍK Einn bezti píanóleikari sem nú er uppi, Rudolf Serkin, held- ur hér tónleika i dag og á morgun á vegum Tónlistarfé- lagsins. Tónleikarnir fara fram í Austurbæjarbíó, en þar hafa nýlega verið framkvæmdar breytingar á senunni, þannig að hljómburður hússins ætti nft að vera betri. Serkin er nýkominn hingað til lands ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Hann er öll- um íslenzkum hljómlistarunn- endum hát tðnleSca hér á 1996, en þá vakti he hans míkla athygli. Á tónieSk- unum í dag og á morgun mnn hann leika verk eftir Schubert, Framh. á bis. 6. Umferðardeild lögreglunnar hefur nú að undanförnu verið með hraðamælingar á Miklu- braut. Sl. fimmtudagskvöld mældu Iögreglumennirnir hraða bifreiða þar I eina og hálfa klukkustund og kærðu alls 24 bíla fyrir of hraðan akstur. Þessar mælingar eru mjög ná- kvæmar og framkvæmdar með skeiðklukku. Einn ungur öku- maður var tekinn í hraðamæl- - —-----------------------------**> líl stolið I fyrrinótt var jeppa af rúss- neskri gerð, R 14497 stoíið á horní IVEmisvegar og Freyjugötu. Jeppinn fannst um hádegisleytiö í gær suður við Hafnarfjörð. Hafði hann verið skilinn eftir á bak ''ið Önglaverksmiðjuna. Bíllinn var að bví Ieyti skemmdur að báclar hurð- irnar á honum höfðu verið sprengd ar upp og síðan þræðir rifnir úi sambandi og tengt beint. Stolið hafði verið úr honum bílferða- tæki. Ef einhver hefði séð til ferða bílsins á umræddu tímabili eða gæti gefið einhverjar upplýsingar um þjófinn væri það vel þegið af rannsóknarlögreglunni. ingunni á fimmtudagskvöldið, og ók hann eftir Miklubrautinni með 122,8 km. hraða. Var bif- reiðin tekin af piltinum og hann færður fyrir varðstjóra sem tók af honum ökuskírteinið, og fékk hann hvorki bilinn né skírteinið fyrr eu daginn eftir. Enginn ökumaður, sem ók á minni hraða en 70 km. var stöðv aður, en á þessu stutta tíma- bili, sem lögreglumennirnir voru við hraðamælingarnar voru alls 24 ökumenn teknir fyrir að aka yfir 70 km. hraða. Þar á meðal var t. d. stór steypubifreið, sem ðk á 75 km. hraða. Tveir voru teknir á yfir hundrað kílómetra hraða. Þess má geta, að ef öku maður þeirrar bifreiðar sem tekinn var á 122 km.hraða sér hættu framundan á veginum og þarf að snögghemla, fer bifreið in um 200 m. áfram, frá því að ökumaðurinn skynjar hættuna og þar til bifreiðin stanzar, ef hemlarnir eru í fullkomnu lggi og skilyrði hin beztu. Hinn heimsfrægi píanósnillingur Rudolf Serkin (Ljósm. Vísis Féll niður í lest Kl. 10.18 í gærmorgun féll verka maður, sem var við vinnu um borð í Dettifossi niður í lest. Þetta var um fjögra metra hátt fall og var maðurinn, sem heitir Gunnar Sigurðsson, fluttur í sjúkrabifríið í Slysavarðstofuna. Ekki er blað- inu kunnugt um meiðsli hans. BLAOIÐ í DAG — 3 Myndsjá. Sigvalda- son, ambassador Kanada í heinisókn — 4 Þrír smábílar kynntir. — 7 Frá kartöfluupptöku að Oddhóli. — 9 íslcndingurinn hef- ur ekkert breytzt. —Viðtal við Giselu Landolt frá-Ziirich. JA TAR AÐ HAFA ST0LIÐ YFIR 90 ÞÚS. KRÓNUM ÚR 41ÍBÚÐ Töskuþjófurinn hefur setið 15 dugu í vurðhuldi „Já, það er ekki hægt að segja annað en þetta hafi verið athafnasamur töskuþjófur,“ sagði Sveinn Sæmundsson, yfir- maður rannsóknarlögreglunnar. um Ieið og hann blaðaði i þykkum skýrslubunka. Undan- farna þrettán daga hefur ranr,- sóknarlögreglan haft einn þann athafnasamasta töskuþjóf í yf- irheyrslu sem sögur fara af hér og hefur hann viðurkenm að hafa stolið töskum úr 41 íbúð. Hér er um að ræða fer- tugan mann, sem hefur starfað sem matsveinn, áður en hann einbeitti sér að kventösku- þjófnaðinum. Maður þessi var handtekinn 30. ágúst, eftir að hafa stolið flugfreyjutösku úr húsi við Grettisgötu. Fljótlega kom i Ijós, að hann háfði fleira á samvizkunni en þennan eina þjófnað, svo að honum var boðið upp á gistingu á Skóla- vörðustígnum, á meðan rann- sóknarlögreglan rannsakaði mál hans. Nú hefur hánn viður- kénnt að hafa stölið úr. alls 41 ibúð, nær alltaf kventöskum eða veskjum. Hljóða skaðabóta- kröfurnar upp á meira en níu- tíu þúsund krónur, en ekki hafa þó allir, sem orðið hafa fyrir barðinu á honum, gert skaða- bótakröfu. Það var 21. október 1902, sem maðurinn byrjaði að leggja stund á þessa iðju sína, en þaö er eini þjófnaðurinn, sem hann hefur meðgengið það árið. 1963 stal hann úr ellefu íþúðum, og sá hann nú, að hér var um ábatavænlega atvinnugrein að Framh á bls 6. Fundi heimssambandsins lýkur að Skálholti í dag Fundi stjórnarnefndar Lút- herska heimssambandsins lýk- ur að Skálholti í dag. Munu biskupshjónin efna til kveðju hófs fyrir þingfulltrúa og gesti á Þingvöllum annað kvöld. Fundir verða á Hótel Sögu til hádegis í dag en eftir hádegið verður ekið austur að Skálholti þar sem fundinum lýkur. Verð ur þar lokamessa. Biskupinn yf ir fslandi, herra Sigurbjörn Einarsson flytur kveðjur og þjónar fyrir altari ásamt sókn arprestinum og Auala frá Suð vestur-Afríku. Ávörp flytja dr. Schiötz forseti heimssambands ins, sr. Guðmundur ÓIi Ólafs son sóknarprestur og Páll Kolka kirkjuráðsmaður sem rekja mun sögu Skálholts og framtíðaráætlanir í sambandi við staðinn. í kvöld efna biskupshjónin til kveðjuhófs að Þingvöllum. Með al gesta þar verða forsetahjón in. Á fundi stjórnarnefndar Löt- herska heimssambandsins í gær voru teknar inn nýjar kirkjur og söfnuðir, kirkjan í Rúmeníu og Tanganiyka og einstakir söfnuðir í Belgíu, Mexico og Equador.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.