Vísir - 05.09.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 05.09.1964, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Laugaraagur 5. september 1964, Hillman IMP stærsta von Rootesverksmið janna Nú eru komnir hingað tii lands tveir bílar af gerðinni Hillman IMP. Þessi fimm manna fjöl- skyldubíll hefur vakið mikla at- hygli og segja má að hann sé stsersta von Rootes-verksmiðj- anna. Framleiðsla á þessum bíl um hófst fyrst 1962 og þá í nýbyggðri verksmiðju í Lin- wood í Skotlandi, sem fyrirtæk- ið byggði eingöngu til fram- leiðslu á þessum bíl. Fyrstu árin var blllinn ein- göngu 1 Bretlandi, því fyrir- tækið vildi ekki senda hann á markaðinn, fyrr en minnst árs reynsla hafði fengizt á notkun hans. í heimalandinu. Það var því fyrst 1963, sem Bretar hófu útflutning á Hillman IMP. Verksmiðjurnar í Línwood eru einhverjar þær fullkomnustu sinnar tegundar í Evrópu og framleiðir Rootes nú um 5 þúsund bíla af þessari gerð á viku. Hillman IMP er tveggja dyra fimm manna fjölskyldubíll. Hann er fyrsti bílinn frá fyrir- tækinu sem hefur mótorinn aft ur í. Aluminium-blokk er í vél- inni, sem er 42 hestöfl. Bfllinn er gefinn upp fyrir 120 km. hraða, en benzíneyðsla að jafn- aði 6 lítrar miðað við 100 km. alcstur. — Hillman IMP kostar kominn á götu hér um 136 þús. krónur, með miðstöð. Bíllinn er 4ra gíra, og eru þeir alsam- hæfðir. Hin nýja bílaverksmiðja Root- es, sem vakið hefur mikla at- hygli er í Linwood, sem er um 14 mílur frá Glasgow. Verk- smiðjurnar voru formlega opnað ar af hertoganum af Edinborg 2. maí 1963. Yfir 60 Singer fluttir hingað Singer Vogue er þegar orðinn þekktur bíll hér á landi enda hafa yfir sextíu slíkir bilar ver- ið fluttir hingað. Fyrstu bílarnir af þessari gerð komu hingað 1962, en síðan hefur verksmiðj an gert litlar breytingar á þess- ari tegund. Þá má einnig geta þess að Rootes framleiðir Singer Gazelle, sem er mun ódýrari bíll með 56'/2 hestafla vél. Eins og fyrr segir, hafa sára- litlar bréytingar verið gerðar á Singer Vogue frá því 1962. Bíll tnn hefur einkum vakið athygli fyrir vandaðan frágang. Hann eyðir um 10 lítrum miðað við 100 km. akstur. Singer Vogue kostar 196 þús, og er með 62 hestafla vél. Sá bíll frá Rootesverksmiðj- unum sem mest hefur verið seldur hér ásamt Singer Vogue, er hiklaust Commer 2500, sendi ferðabifreið, sem flytur um eitt tonn. Á þessu ári hafa þegar selzt um 30 bflar og virðast þeir eiga auknum vinsældum að fagna hér. — Elzti bílinn, sem er í umferð hér frá Rootes er Hillman, árgerð 1936. LÓÐUM ÚTHLUTAÐ í ÁRBÆJARH Borgarráð úthlutaði á fundi sín- um s.l. þriðjudag eftirtöldum lóð- um: Hraunbær 1—7: Ari Jósefsson, tollþj., Langholts- vegi 79, Ólafur Gústafsson, múrari, Gufu- nesi. Ingólfur Gústafsson, húsasmiður, Langholtsvegi 79, Magnús Ásge'iifsson, verkamaðut. Vesturgötu 24. Hraunbær 9—15: Örnólfur Valdemarsson, bankarit- ari, Langholtsvegi 23, Hugo Andreassen, skrifari, Lang- holtsvegi 103. Ólafur Þorsteinsson, framkv.stj., Stóragerði 24, Steingrímur Jónasson, eftirlitsm., Sogavegi 206. Hraunbær 17—33: Haraldur Haraldsson, húsasmiður, Skipasundi 32. Jóhannes Pétursson, kennari, Álf- heimum 58, Brynjólfur Ámundason, Sólheim- um 24, Karl Adolf Ágústsson, verzl.m., Baldursgötu 26, Jóhann Emil Björnsson, framkv,- stj., Mávahlíð 13, Stefán E. Jónsson, múrari. Lang- holtsvegi 14, Stefán Stefánsson, Kleppsvegi 16, Hólmsteinn Steingrímsson. Hóf- gerði 11, Kópav., Óskar Ólafsson, framkv.stj. Háa- gerði 35. Hraunbær 47—53: Guðmundur Jóhánnssön, fiúsam . Álfheimum 52, ! Einar M Jóhannsson, eftirlitsm., ;:i Sólheimum 23, Vigfús Þórðarson, Njálsgötu 35, b | Ingimar Hallgrímsson, trésmiður, i Háaleitisbraut 40. '% Hraunbær 43—45—55—57: Einar Strand, verzlunarm., Sörla- % 1 skjóli 3, Í Halldór Kr. Ingólfsson, húsasm., Blönduhlíð 27, Jóhann E. Sigurjónsson, pren'tari, ! Laugarásvegi 67, Sigurðúr Kristinsson, kennari, Hitaveitut. 3, Smálöndum. Hraunbær 35—37- 39—41—57— 61-63-65—67: Sverrir Sveinsson, prentari, Þing- holtsstræti 23, Vioar Jónsson, .vélvirki, Stóra- , gerði 8, Framh. á 10. síðu. Sunbeam Rapier í eigu íslendings dyra sportbíii, sem fékk nú fyrir skömmu gullverðlaun á alþjóð- legri bílasýningu í Danmörku. Sunbeam Rapier er tveggja Sl. sumar kom hingað til lands fyrsti bíllinn, sem er í eigu ís- lendings og á hann A. Lorenge píanóleikari, en allmargir slíkir bílar eru í eigu Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Sunbeam Rapier er með 86 hestafla vél og byggður fyrir mikinn hraða. Árgerð 1965 af þessum bll verður kynnt nú í okt óber. Sunbeam Rapier er fimm manna bíll og eyðir milli 10 og 11 lítrum að meðaltali á 100 km. Hann kostar hingað kominn um 220 þúsund krónur. Einnig er til Sunbeam Alpine, sem er tveggja manna sportbíll og gerður fyrir mun hraðari akstur en Rapier. Enn hefur ekki verið fluttur blll af þeirri gerð hingað til lands. Rootesfyrir- tækið selur mikið af þessum Sunbeam bílum á erlendan mark að, einkum þó til Bandaríkjanna. Hér á íslandi hefur Raftælóii h.f. umboð fyrir Sunbeam.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.