Vísir - 05.09.1964, Blaðsíða 8
/
a
V1 SIR . Laugardagur 5. september 1964.
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði.
1 lausasölu 5 kr eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vfsis - Edda h.f
Að halda sæffir
Xíminn var að senda stjórnarblöðunum tóninn á dög-
unum út af því, að þau hefðu ekki minnzt á það hinn
). september að þá voru 6 ár liðin síðan fiskveiðilög-
sagan var færð út í 12 mílur. Þetta var vissulega mikill
aagur í lífi og sögu þjóðarinnar, en eigi að síður
getur verið álitamál, hvort hans skuli sérstaklega
minnzt á hverju ári, fremur en ýmissa annarra daga,
sem markað hafa tímamót í íslandssögunni. Þess er
t. d. ekki minnzt í blöðunum árlega hinn 1. febrúar,
að þann dag árið 1904 fengum við heimastjórnina.
En hvað sem þessu líður verður það að teljast í
meira lagi ósmekklegt, að minnast afmælis 12 mílna
fiskveiðilögsögunnar eins og blöð stjómarandstöðunn-
ar gera. Það hefur löngum þótt sjálfsögð regla, þegar
sætzt hefur verið á deilur, að láta þær þar með niður
falla og vera ekki stöðugt að rifja upp það sem um var
deilt og brýna hvor annan á því. Slíkt eru engar sættir,
eða svo er a. m. k. litið á þegar einstaklingar eiga í
hlut, og auðvitað hlýtur hið sama að gilda um þjóðir.
Landhelgisdeilan við Breta er löngu leyst með
;amkomulagi, sem íslendingar mega vel við una og
lálega öll þjóðin fagnaði sem íslenzkum sigri. Bretar
íafa með mörgu móti sýnt að þeir virða þá sætt og
ilja treysta vináttubönd þjóðanna eins og í þeirra
aldi stendur. Það er því í hæsta máta ósmekklegt hjá
imanum, að nota þetta tækifæri til þess að hnýta í
nsku þjóðina, eða brezk stjórnarvöld, með því að gefa
skyn að það hafi verið að undirlagi þeirra, sem ensk-
tr togari fór til veiða inn fyrir fiskveiðitakmörkin
inn 1. september. En um það sagði Tíminn orðrétt á
essa leið 2. september:
„En þótt stjórnarblöðin hafi ekki viljað minnast
septembers, þá minntu Bretar þó á sig nú með ólög-
segri veiði í íslenzkri lögsögu“
Tíminn er öðru hvoru að lýsa því yfir. að Fram-
óknarflokkurinn vilji stuðla að sem beztri sambúð
ið grannþjóðir okkar og vestrænar lýðræðisþjóðir
firleitt, en iangflest skrif blaðsins um samskipti okk-
í við þessar þjóðir vitna þó gegn þeim yfirlýsingum.
Þar ber sjaldnast mikið á milli Tímans og Þjóðviljans,
nema hvað lubbahátturinn er ennþá meiri í Tímanum.
„Einbeitfnin og hikleysið"!
ijóóviljinn notaði auðvitað tækifærið 1. september
þess að hæla Lúðvík Jósefssyni og kommúnista-
ickknum fýrir frækilega framgöngu við útfærslu fisk-
’eiðilögsögunnar. Þar hafi komið í ljós „einbeittnin og
ukleysið að fylgja fram íslenzkum málstað“! Hitt vita
' ó allir, að það sem kommúnistar stefndu fyrst og
emst að, var að koma af stað illindum milli íslend-
iga og annarra þjóða í Atlantshafsbandalaginu. Það
ir því ekki einbeittni og hikleysi að fylgja íslenzkum
nálstað, sem réði afstöðu þeirra fremur en endranær.
Guðmundur Guðmunds
son — skáld
1874 — 5. SEPTEMBER — 1964
Guðmundur Guðmundsson, skáld
Guðmundur Guðmundsson
var í þennan heim borinn 5.
september þjóðhátíðarárið 1874,
er þjóðskáldin ortu sum sinna
allra fegurstu ljóða, — sungin
enn í dag. Engan mun þá hafa
rennt grun í að sveinbarnið
sem fæddist austur í Hrólf-
staðahell'i f Rangárvallasýslu á
haustdegi þetta ár, ætti eftir
að setjast á bekk með mestu
ljóðskáldum þjóðarinnar, verða
þjóðkunnur þegar í skóla fyr-r
hagmælsku og bragsnilld, og
ávallt nefndur „skólaskáld"
framan af ævi, og snerta svo
strengi hörpunnar, að öll þjóðin
lagði við hlustirnar.
Að öllum Ijóðskáldum þjóð-
arinnar ólöstuðum var á þá
slegið með slíkri leikni og
næmleik, að þegar skólaskáld-
inu tókst bezt upp fannst
mönnum, að fegurri óma hefða
þeir vart heyrt. Svo mikil var
snilldin, að því verður helzt
líkt Við tóna, sem snillingur
nær á fiðlu, svo Ijúfa, að minn-
ingin um þá lifir eilíflega í sál-
unni, og það var sannarlega
réttnefni, er dr. Alexander Jó-
hannesson nefndi hann „hinn
milda ljóðmög".
Ég man fyrst eftir Guðmundi
Guðmundssyni á unglingsárum,
þegar íslenzki fáninn blái og
hvíti blakti yfir þessum bæ.
Hann var grannur maður, fríður
sýnum og hvatlegur og hreyfing
ar, svipur, framkoman öll
slík, að minnt gat á franska
glæsimennsku. Ég éignaðist
snemma „Gígjuna“ og hreifst
af snilldinni, sem þar kom fram
og í Ijóðum, sem blöðin birtu,
en þá komu mörg fegurstu
kvæði skáldanna fyrst á prenti
í blöðum. Dr. Alexander segir,
að ljóðin „hafi liðið af vörum
hans, eins og hægur andvari á
sumarkveldi, og sál hans fyllt-
ist fögnuði: öll veröldin varð
að hljómdýrð, er barst til
skáldsins frá ströndum Huldu-
landa“. Jón Ólafsson skáld
lýsti honum þannig: Hann er
allur skáld. Hvort tveggja er
gullsatt.
Ég felli hér inn í það kvæðí
Guðmundar, sem ég hefi jafnan
haft einna mestar mætur á.
Það er kvæðið MARIN FRAN
CAIS. Slíkt kvæði yrkir eng-
inn nema sá, sem nær hæstu
og fegurstu tónunum — er
superb í list sinni:
MARIN FRANCAIS.
Vestur í Víkur-garði
vegleg er gröfin mörg:
gnæfa’ yfir grónum leiðum
gullrúnum letruð björg.
Vestast í Víkur-garði
viðkunnanlegast mér finnst
Þar eru lægstu leiðin, —
leiðin, sem á ber minnst.
Ótal þar er að líta
einfalda krossa’ úr tré.
Letrað er á þá alla
aðeins: Marin frangais.
Þar er svo hljótt og heilagt,
að helgispjöll virðist mér
á skóm þar að ganga’ um
garðinn,
sem gestunum vígður er.
— Erlendum einstæðingum,
átthögum sinum fjær.
Vögguljóð söng þeim síðast
svalkaldur norðanblær.
Aldrei þar alein á kvöldin
angurvær reikar drós, —
þar hefur engin lagt eina
einustu kveðjurós.
Þó finnst mér ilmský þar anga,
er inn í reitinn ég kem. —
Aftanblær örveikt syngur
yfir þeim requiem.
Ofan tek ég í auðmýkt,
ósjálfrátt beygi kné. —
Angelus álengdar hljómar — —
— Adieu, marin frangais!
Foreldrar Guðmundar voru
hjðnin Guðmundur Guðmunds-
son og Guðrún Jónsdóttir. Þrátt
fyrir fátæktina lagði hann út
á menntabrautina, varð stúdent
1897, lagði þar næst stund á
læknisfræði um hríð, en er
hann hvarf frá því námi helg-
aði hann sig skáldskapnum,
sem hann hafði heillazt af f
bernsku, og bókmennta- og rit-
störfum ýmsum. Hann dvaldisf
um nokkurra ára bil á ísafirði
við ritstjórn og blaðamennsku,
og eins er suður kom, og orti
jafnan mikið. Á ísafirði kvænt-
ist hann Ólínu Þorsteinsdóttm,
og steig þar mikið gæfuspor,
svo dýrmætur lífsförunautui
varð hún honum. Þau eignuðust
3 dætur, Hjördísi, Steingerði og
Droplaugu.
Það var 1913, sem þau fluttu
suður. Guðmundur starfaði hér
að blaðamennsku, um tfma við
Vísi, og hann var ritstj. dag-
blaðsins „Fréttir", sem kom út
um tíma. —
Guðmundur dó 19. marz 1919
og hafði þá átt við nokkurra
mánaða vanheilsu að búa, en
hann tók spönsku veikina haust
ið 1918, og náði aldrei fullri
heilsu eftir þau veikindi.
Fyrsta bók Guðmundar var
„Ljóðmæli“ (1900), þá Guð-
björg í Dal (1902), Strengleikar
(1903), Gígjan (1906), Friður á
jörðu (1911 og endurprentuð
1913), Ljósask’ipti (1913), Ljóð
og kvæði (1917). — Eftir að
hann var liðinn komu Erlend
ljóð (1924) og Ljóðasafn í þrem
bindum, og bjó Steingerður
dóttir hans það til prentunar.
Það vill oft verða hljótt um
þá, sem gengnir eru, og það á
við um Ijóðskáldin sem aðra,
en enginn skyldi halda, að þau
séu gleymd. Allt er breytingurn
undirorpið, ekki sízt á síðari
tímum, margt gleymist írá
liðnum tíma, en margt fagurt
geymist í huga þjóðarinnar og
á vörum hennar. Og hvort mun
eigi enn hlustað, þegar sungin
eru ljóð Guðmundar Guð-
mundssonar — Kirkjuhvoll
Vorgyðjan kemur, Nú vagga sér
bárur, — svo nokkur séu
nefnd?
Axel Thorsteinson.
P. & O. skipafélagið brezka
hefir tilkynnt, að á næsta ári
verði mönnum gefinn kostur á
skemmtiferðalögum til Mið-
jarðarhafs á hafskipum eins og
CANBERRA fyrir 35 shillinga á
viku — og ferðakostnaðinn
megi menn greiða á 12 mán-
uðum. Ekki þarf að vera búið
að greiða nema helming ferða-
kostnaðarins áður en ferðin
hefst. Blöðin segja, að hér sé
um byltingarkennda þrðun að
ræða á vettvangi skemmtiferfi't
laga. „Til okkar kemur nú fó'k
af öllum stéttum og sú reynsla,
sem fengin er f ferðum bat
sem samferðafólk er af öllu ■
stéttum, spáir góðu“, segir ein'n
af yfirmönnum P. & O. „Stétta
rigur og stéttahroki þekkist
ekki þegar menn eru orðnr
samferðamenn á skipsfjöl“ —