Vísir - 25.09.1964, Blaðsíða 1
VISIB
54. árg. - Föstudagur 25. september 1964
220.
verði
í gær var tilkynnt hiö nýja
verð á mjólk og mjólkurafurö-
um, samkvæmt samkomulagi
því sem náðist í sexmanna-
nefndinni uni síðustu helgi.
Samþykkti ríkisstjórnin að
taka á sig verulegar niður-
greiðslur á srnjöri og nýmjóHt,
þannig að mjólk er nú seid á
sama verði og hún var seld í
fyrrahaust, en smjör hefur lækk
að verulega í verði frá því þá.
Þá kostaði smjörið kr. 103.55
pr. kg. í smásölu, en nú ekki
nema kr. 90.00. Síðastliðinn
vetur hækkuðu mjólkurafurðir
allar verulega svo sem kunnugt
er og þá komst smjörverðið
upp í kr. 123 pr. kg. svo á
því er hvorki um meira né
minna en 33 kr. lækkun á
hverju kílói að ræða, frá þvi
verði sem það hefur verið selt
á til þessa.
Mjólkurverð er nú kr. 6.00
pr. lítra i heilflöskum, kr. 6.40
í heilhyrnum, og kr. 5.75 í
lausu máli. Rjómi kostar kr.
74.90 pr. lítra í flöskum en kr.
74.60 í lausu máli.
Engar niðurgreiðslur eru á
mjólkurvörum nema mjólkinni
sjálfri og smjörinu. Skyr hefur
þvf hækkað í verði, úr kr.
14.75 frá því í fyrrahaust í kr.
18.75 og ostur (45%) úr kr.
84.15 í kr. 113.00.
Nýr vegur fyrir
neðun Þyril
í Hvnlfirði
Fyrir nokkru var tekinn í
notkun nýr vegarkafli, fyrir
neðan Þyril f Hvalfirði. Gamli
vegurinn lá upp á háa brekku
og var mjög krókóttur og oft
á tiðum erfiður á vetuma. Nýi1
vegarkaflinn er um 1700 m.
langur og tekur alveg af brekk (
una. Framkvæmdir við þennan
kafla hófust f fyrra og lágu síð
an niðri um tfma, en í sumar |
var hafizt handa við að ljúka ,
verkinu og var þessi nýi kafli
tekinn í notkun fyrir nokkru. — *
Eins og sjá má á myndinni var I
gamli vegurinn bæði krókóttur |
og á vetrum oft erfiður. Einnig
var oft á tfðum mikill klaki og
bleyta í veginum — Ofaníburð I
urinn er ennþá mjög laus i nýja ,
kaflanum og er þvi ökumönn- .
um bent á að aka hann gæti-1
Iega. — Ljósm. Vísis B.G.
HREINDÝRUM VIRÐIST HAFA
STÓRFÆKKAD
Hafa veiðiþjófar verið að verki?
Vísir átti í morgun tal
við Egil Gunnarsson
hreindýraeftirlitsmann
að Hóli í Fljótsdal. Hann
kvað hreindýrin vera tal
in úr lofti árlega og«>
hefðu þau reynzt vera
2300 í fyrra en ekki
nema um 1700 er Björn
taldi þau úr flugvél sinni
í sumar.
Hann kvað suma draga þessa
tölu i efa og telja að hreindýr-
in myndu vera fleiri. En hann
kvaðst sjálfur vel geta trúað að
þetta væri rétt og væri hér þá
um stórfellda og óeðlilega
fækkun að ræða. Engin pest
hefði þó verið í hreindýra-
stofninum, þau virtust þvert á
móti vera hraust og falleg, hins
vegar gæti hann ekki neitað að
honum hefðu borizt til eyma
sögur um að hreindýrin hefðu
verið felld í leyfisleysi. Egill
tók þó fram í því sambandi að
ef þessu væri til að dréifa, sem
hann gæti ekki staðhæft, þá
væri málið ekki þannig vaxið
að veiðimenn, sem hefðu fengið
leyfi, hefðu fellt meira en þeir
máttu, heldur væri þá um skot-
menn að ræða, sem engin leyfi
Framh. á bls. 6.
Leikfélagið fast
ræður leikara
BLAÐIÐ í DAG
3 Matvælasýningin f
London.
4 Lítilsvirðing
kaþólskra á mót-
mælendum.
8 Komið í Þverár-
réttir.
8 Indland í dag.
9 Samtal við Andrés
Sextugasta og áttunda starfsár
Leikfélags Reykjavíkur hefst n.k.
laugardag með sýningu á leikrit-
inu „Sunnudagur i New York“ eft
ir Norman Krasna. Það leikrit var
frumsýnt í janúar í fyrra, og naut
mikilla vinsælda. Var aðsókn enn
það mikil er leikárinu lauk, að á-
kveðið var að hefja sýningar á því
að nýju núna. Leikendur verða
mest þeir sömii og leikstjóri verð-
ur Helgi Skúlason.
Önnur leikrit frá því í fyrra sem
sýnd verða nú, eru „Hart í bak“ og
„Brunnir Kolskógar". Á fundi með
fréttamönnum sagði leikhússtjóri
Sveinn Einarsson, að hann hefði
jafnvel verið að hugsa um að
hefja enn leikárið með „Hart í
Framh. á bls. 6.
MÝRAGAS EN EKKIJARÐ
GAS í LAGARFLJÓTI
Eins og áður hefir komið fram
í fréttum hefir orðið vart gas-
uppstreymis austur í Lagarfljóti
og hefir efnainnihald þess verið
rannsakað í Atvinnudeild Há-
skólans að beiðni Héraðsbúa
sem vonuðu að hér væri um
verðmætt jarðgas að ræða, en
líklegt er nú talið að um mýra
gas sé að ræða, sem er engin
féþúfa í sumar fór fram rann-
sókn á botnvatni Lagarins að til
hlutan Raforkumálaskrifstofunn-
ar, eða jarðfræðings hennar,
Jóns Jónssonar, sem bað dr.
Unn-tein Stefánsson, haffræð-
ing, að rannsaka botnvatnið
í Lagarfljóti. Fljótið er allt að
111 metra djúpt, og er þeirri
rannsókn nú Iokið.
Vísir átti í morgun tal við -Jón
Jónsson um þessa rannsókn og
þá tilgátu, sem hann hafði sett
fram í sambandi við gasmyndun
ina 1 Lagarfljóti, áður en dr.
Unnsteinn rannsakaði botnvatn
ið. Sagði Jón, að skemmst væri
af því að segja, að rannsókn
Unnsteins hefði kollvarpað til-
gátu hans, en hún var sú að
á botni Lagarfljóts í Fljótsdal
sem er gamall hafsbotn og tölu
vert neðan við sjávarmál, væri
kyrrstætt .súrefnissnautt vatn
og af því stafaði gasuppstreymið
svipað og t. d. í Svartahafinu og
í norskum og grænlenzkum
fjörðum, þar sem þröskuldar eru
framan við botnvatnið. En rann
sóknin á botnvatninu f Lagar-
fljóti sýndi að þar er ekki um
kyrrstætt, súrefnissnautt vatn
að ræða heldur blandazt vatnið
vel þarna og inniheldur eðlilega
mikið af súrefni.
Jón Jónsson kvað ekki vera
hætt við rannsóknir á efnainni-
haldi gassýnishornanna úr Lag
arfljóti, en hann taldi allt
benda til þess að þar væri um
mýragas að ræða, sem streymdi
upp úr botnlögum fljótsins og
engan veginn borgaði sig fjár
hagslega að vinna. Talað væri
um Þrælavakir á Lagarfljóti í
Droplaugarsonasögu og myndu
þær vakir hafa stafað af gasupp
streyminu, sem eflaust væri
mjög gamalt fyrirbæri.. Jón
benti á að jarðgas væri allt ann
ars eðlis en mýragas. Jarðgas
stafar frá kolalögum eða olíu
djúpt í jörðu og er mjög verð-
mætt, enda unnið víða um lðnd.
Ef það fyndist austur á Fljóts
dalshéraði væru það vissulega
mikil tíðindi, en því miður
benda rannsóknir til dð þar sé
aðeins um mýragas að ræða.