Vísir - 25.09.1964, Blaðsíða 5
V1SIR . Föstudagur 25. september 1964
útlönd í raorgun útlönd í raprgun • útlönd í morgun' útiönd í morgmi
RÚSSAR FYLGJAST VANDLEGA MEÐFLOTA
ÆfíNGUM NATO Á N-ATLANTSHAFI
Tundurspillar þeirru siglu gegnum skiparuðirnur
í flotaæfingum þeim sem
fram fara nú á vegum Atlants-
hafsbandalagsins nyrzt á At-
lantshafi hafa þeir undarlegu
atbarðir gerzt að rússnesk her-
skip og flugvélar hafa gerzt
eins konar þátttakendur í þeim.
Að því leyti mætti segja að
þessar flotaæfingar hafi orðið
mjög raunhæfar, að skipin sem
tóku þátt í þcim hafa þannig
raunverulega fengið tækifæri til
að kljást við herskip „óvin-
anna“. einkum þó rússneska
kafbáta, sem hafa verið á
sveimi í kringum æfingasvæðið.
En það sem er heldur verra
í þessu sambandi er að fram-
ferði Rússanna virðist sýna, að
þeir hafi fengið upplýsingar
fyrirfram um alla tilhögun flota
æfinganna. Stjórn Atlantshafs-
flotans hélt því leyndu fyrir
blöðum á Vesturlöndum hvar
æfingarnar ættu að fara fram,
en það hefur ekki dugað, Rúss-
arnir virðast állt vita um það.
— Við bjuggumst við því að
Rússarnir myndu skjöta upp
kollinum við æfingarnar. sagði
Kleber Masterson flotaforingi',
sem hefur aðsetur um borð í
flugvélamóðurskipinu Wasp. —
Og það má búast við því að
þetta verði þannig gagnvæmar
æfingar, að Rússar læri lika
nokkuð af þessu.
SIGLA GEGNUM
FLOTARAÐIRNAR.
Strax og æfingarnar hófust
sást til þriggja rússneskra tund-
urspilla af tegundunum Kotlin
og Riga, sem voru á siglingu á
hinu ákveðna svæði. Sigldu
Rússarnir þvert í gegnum raðir
herskipa Atlants' fsflotans og
oft mjög nálægt þeim. Einn
hinna rússnesku tundurspilla
sigldi t.d. í nokkrar klukku-
stundir samhliða stóra banda-
ríska flugvélamóðurskipinu
Independence, stundum aðeins
í 50 metra fjarlægð Oe einu
Einn hinna rússnesku togara á æfingasvæðinu, sem stunda aðra iðju en „fiskveiðar“.
sinni þegar flugvélamóðurskipið
breytti um stefnu til þess að
auðvelda flugvélum að fljúga'
á loft skauzt rússneski tundur-
spillirinn fyrir stefnið á því og
gat sú sigling haft hættu í föi
með sér.
TOGARAR SEM STUNDA
EKKI FISKVEIÐAR.
Þá hefur fjöldi rússneskra
,,togara“ verið dreifður yfir allt
æfingasvæðið og halda banda-
rísku sjóliðsforingjarnir þvi
fram, að þeir séu ekki allir, að
stunda veiðar, heldur séu þeir
útbúnir sérstökum og mjög
fullkomnum mælitækjum og
radíóútbúnaði er sýnir að hlut-
verk þéirra er að njósna um
flotaæfingarnar.
Auk þessara rússnesku fylgi-
skipa, hafa nokkrar rússneskar
flugvélar verið á sveimi yfir
æfingasvæðinu. Einu sinni flugu
tvær langfleygar Bjarnar-flug-
vélar yfir Atlantshafsflotann.
Og þegar flotinn var á svæðinu
milli íslands og Færeyja komu
tvær rússneskar flugvélar aftur
í ljós, en þeim var vikið kurteis-
lega til hliðar, af bandarískum
orustuflugvélum. 'Flugvélarnar
flugu svo nærri, að hinir rúss-
nesku og bandarísku flugmenn
gátu veifað hvor til annars.
Síðan hafa flugferðir Rússa
haldið áfram á hverjum degi.
FYLGZT MEÐ
í RADAR.
En flug þeirra hefur þó jafn-
framt gefið radar-mönnum
NATO æfing„. Það hefur verið
fylgzt með þessum flugvélum
frá því þær koma norðan úr ís-
hafi og alla leiðina suður á æf-
ingasvæðið ,og eru flugvélar
NATO þar reiðubúnar að taka
á móti þeim og vísa þeim frá.
Þá er talið vafalaust að rúss-
neskir kafbátar séu á sveimi allt
í kringum æfingasvæðið. Fjór-
um sinnum hefur örugglega
orðið vart við þá og gaf það
raunhæfa æfingu í kafbátaleit.
Oftar mun hafa orðið lítilshátt-
ar vart við þá án þess að elt-
ing færi fram.
Sendisveinn
sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn
MÁLNING OG JÁRNVÖRUR
Laugavegi 23 Sími 12876.
Miðstöðvar- og helluofnar
4 stórir miðstöðvarofnar til sölu. Viljum
kaupa rafmagnshelluofna Sími 15484.
BÍLAEIGENDUR
Ventlaslípingu hring-
skiptingu, og aðra mótor
vinnu fáið þér hjá okk-
ur.
fk
¥
BIFVÉLAVERKSTÆÐIÐ "
11 il ] n li?
iSÍMI 35313
Afgreiðslustúlkur
Afgreiðslustúlkur óskast á veitingastað nú
þegar. Uppl. á staðnum.
RAUÐA MYLLAN
Laugavegi 22
JARÐVI NNUVELAR
SI M A R:
34305
40089
JOFNU.M HUSLOÐIR o.fl.
Allí
í itési
$
Frá
Brciuðskálanuni
Smurt brauð og snittur
cockteilsnittur
brauðtertur. - Símar
37940 og 36066.
i 'tmmz&w .