Vísir - 25.09.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 25.09.1964, Blaðsíða 16
/ ungnngarnir pjoppuoust 1 nop upp ao svioinu meo opum og osKrum. BÍTILÆÐIÐ I FULLUM Föstudagur 25. sept. 1964. ; Krag mynd-1 j or minni- j hlutastjórn , Fréttir frá Kaupmannahöfn í 1 morgun herma, að Jens Otto \ Krag verði í dag falið að mynda f minnihlutastjórn Jafnaðarmanna í fiokksins. í stjórninni munu 7 aðeins sitja ráðherrar úr Jafn-1 aðarmannaflokknum, en stjórn-1 1 in væntir hluíleysis og stuðnings t frá þingmönnum Radikala / flokksins og flokks Aksels Lar- 7 sens. 4 Júpíter fékk 184 þús. mörk fyrir 182 tonn Togarinn Júpiter seldi afla sinn 182 tonn í fyrradag fyíir 184 þús. mörk í Bremerhaven í Þýzkalandi. Er þessi sala mjög góð, og raunar ekki fyrsta góða salan hjá togaranum á þessu ári. Skipstjóri á Júpiter er Markús Guðmundsson, sem iengi var skipstjóri á Marz. Hefur hann farið þrjár söluferðir síðan hann tók við skipstjórn og alltaf selt mjög vel. Afli Júpiters var mestmegnis karfi, fenginn á héimamiðum. Svo virðist sem bítilæðinu sé sízt að linna í borginni og virt- ist það koma greiniléga fram á mikilli keppni bítilhljóm- sveita. sem fram fór í gær í Austurbæjarbíói. Fóru þeir fram með líkum hætti og sagt hefur verið af skemmtunum ensku bítlanna. Þó að allir há- talarar væru stilltir á hæsta hljóðmagn heyrðist éndrum og eins alls ekki til hljóðfæraleik- aranna vegna hávaða, ópa og öskra í salnum. Bíósalurinn var troðfullur, hvert sæti skipað og auk þess stóð hópur unglinga fremst meðfram veggjum eða sat í inn göngutröppunum. Það 'voru fimm bítilhljómsveitir, sem spiluðu, danska hljómsveitin Telstars og íslenzku hljómsveit irnar Sóló, Bimbó, Garðar og Gosar og Strengir. Strax og fyrsta hljómsveitin kom fram upphófust hróp og köll, og svo var með stuttu millibili út hljómleikana Hámarki náði hrifningin und ir lokin og mun það hafa verið þegar hljómsveitin Sóló lék, sem allur hópurinn stóð upp, hópur áhorfenda ruddist fram að sviðinu og sumir gerðu jafn vel tilraun til að fara upp á það Aftan til í salnum stigu margir GANGI upp á sætin. Þessu fylgdi mik- ill hávaði og jakkar flugu um salinn. Eftir nokkurn tíma tókst þó að lægja öldurnar. Vísir taiaði við forstjóra Aust urbæjarbíós. Vildi hann lítið úr þessu gera, sagði að þetta væri líkt og gerzt hefði áður á bítil hljómleikum. Ekki hefðu neinar skemmdir orðið á bekkjum kvikmyndahússins. Sumir stóðu upp í sætinu og köstuðu jökkum upp í Ioftið. Nýja skáldsaga Heinesens á íslenzku á næsta árí „Hin bjarta von“, nýja skáld- sagan eftir Færeyinginn Heine- sen, sem vakið hefur svo mikla athygli, að hann er talinn verður Nóbelsverðlauna, mun koma út á næsta ári hjá bókaútgáfunni Helgafelli. Skýrði Ragnar Jóns- son í Smára frá þessu í gær á fundi með fréttamönnum. Helga fell gaf út á sínum tíma fyrstu skáldsögu Heinesens, Nóatún og hefur nú fengið útgáfuréttinn á nýju sögunni hans. Enn er ekki ákveðið, hver annast þýðingu. Heinesen er okkur íslending- um að góðu kunnur. Hann heim sótti ísland fyrir um einum ára- tug, kom þá á þing norrænna tónlistarmanna, Kynntist Ragn ar í Smára honum þá og ferðað ist m.a. með honum um landið. Af öðrum nýjum bókum, sem Helgafeli mun væntanlega gefa út á næsta ári má nefna tvær nýjar íslenzkar skáldsögur eftir unga rithöfunda. sögur sem ger- ast í okkar nútímaþjóðfélagi. Þetta verða skáldsögur eftir þá Ingimar Erlend Sigurðsson Framh. á bls. 6. SÍLDA RSKIPS TJÓRI / KENNARASTÓL Þorsteinn Gislason, skipstjóri á Jóni Kjartans- syni, aflahæsta skipi sildarflotans hættir senn og gerist kennari við Stýrimannaskólann Mynd þessi var tekin af rithöfundinum Heinesen þegar hann heim-1 sótti ísland. Ragnar í Smára tók myndina við Brúarhlöð. „Þetta byrjaði eiginlega Aem ,hobby‘ hjá mér“, sagði Þor- steinn Gíslason. skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, þegar Vísir talaði við hann á miðunum fyrir austan. Þeir voru komnir á mið- in aftur, eftir að landa 2000 tunnum, sem gerir þennan nýja og glæsilega Eskifjarðarbát aflahæsta bát flotans á sum- arsíldveiðunum með um 38,000 mál og tunnur, a. m. k. í biii, því enn virðist ekki sjá fyrir end ann á „sumar“ síldveiðum í ár. Þorsteinn skipstjóri kvaðst hafa hafið veiðar 1. júní í sumar og hefði veiðin gengið mjög vel, báturinn alltaf meðal efstu skip- anna og nú. væri hann orðinn efstur. — Og hvað verður haldið lengi áfram? „Sem lengst vona ég. Það er óhætt að fara að ráðum Jakobs Jakobssonar, — hann hefur reynzt okkur .sannspár, og við förum eftir honum í einu og öllu. Ég get vel trúað að síldin verði hér fram eftir ö.llu, — en auðvitað er hún ekki lengur í torfum eins og að sumarlagi og verra að ná henni en fyrr. Ann- ars er ég að hætta um mánaða- mótin, fer suður ti! Reykjavíkur Framh á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.