Vísir - 25.09.1964, Blaðsíða 7
V í S I R , Föstudagur 25. september 1984
☆
Það var mikicS um að
vera í Þverárrétt þegar
við komum þar við s. 1.
miðvikudag. Það var hó-
að og kallað, réttarpel-
arnir sáust á lofti og
mörg þúsund fjár jörm-
uðu í réttinni. Fyrir utan
réttina stóðu margir (>
tugir bifreiða. Margt
Þverárrétt er ein stærsta og fjárflesta rétt landsins, þar eru réttuð um 25 þúsund fjár.
(Ljósm. Vísis B.G.)
STALDRAÐ VIÐIÞ VERÁRRÉTT
manna var komið langt
að — aðeins til að vera
einn dag í Þverárrétt.
frá Helgafelli. Þið Kvíamenn
eigið þessa, Norðtungumenn,
ætlið þið ekki að hirða þessa
botnóttu"
Þverárrétt er ein af fjárflestu
réttum landsins og gizkað er á,
að þar sé alls réttað um 25
þúsund fjár. Fyrir fjórum árum
var vígð ný rétt í Þverárhlíð,
en hún var reist á sama stað og
gamla réttin, sem var fyrsta
steinsteypta rétt á landinu,
byggð 1911.
KANN MARKASKRÁNA
UTAN AÐ
1 Þverárrétt þarf aldrei að
eyða tíma í að fletta upp f
markaskrá. Þegar komið er að
óskilafénu, tekur Ásmundur sér
stöðu í miðjum fjárhópnum,
rennir augunum yfir féð og kall
ar upp, hvaðan hver kind sé.
Menn þurfa því ekki að blaða
lengi í markaskrá, heldur vera
sem flestir reiðubúnir að taka
við fénu. Og Ásmundur þekkir
fleiri mörk en í Mýrasýslu, —
Kunnugir segja, að hann þekki
einnig flest mörk í Dalasýslu,
Strandasýslu og Húnavatns-
sýslum.
-x
-K
-x
GOTT VEÐUR
f GÖNGUM
Klukkan var um eitt, þegar
við komum að Þverárrétt og það
var langt komið að rétta. „Það
er ekki nema von, að þið séuð
undrandi", segir Magnús Krist-
jánsson, bóndi í Norátungu, sem
er réttarstjóri. „Við byrjuðum
að rétta strax og gangnamenn-
irnir komu niður um tvöleytið
í gær, og gekk það mjög vel,
enda veður ágætt“.
„Hvernig veður fengu gangna
mennirnir?"
„Þeir fengu ágætis veður.
Fyrir þessa rétt leita 54 menn.
þar af 16 Þverhlíðingar, en fjail-
kóngur er Eggert Ólafsson
bóndi í Kvíum“
„Það er ekki hægt að segja
annað en réttarstörfin hafi
gengið vel, og hann Ási flýtir
talsvert fyrir“, segir hann og
lítur til Ásmundar Eysteinsson-
ar, bónda á Högnastöðum,
sem heyrist kalla: „Hér er ein
Magr.ús Kristjansso;!, bóndi i
Norðtungu, er nú réttarstjóri i
Þverárrétt.
„ÞETTA HEFUR KOMIÐ
ÓSJÁLFRÁTT".
Eftir að búið er að rétta, hitt-
um við Ásmund úti við réttar-
vegginn og notum tækifærið og
spjöllum ofurlítið við hann:
„Já, ég þekki nokkur mörk“,
svarar hann, „en nú er maður
ofurlítið farinn að ryðga í þessu.
Mörkunum er líka alltaf að
fjölga. Ég veit ekki, hvað þau
eru orðin mörg hér í Mýrasýsl-
unni, en í gömlu skránni voru
þau eitthvað um fjórtán hundr-
uð“.
„Hvernig ferðu að því að
leggja allt þetta á minnið?“
„Fjármörkin?“ svarar hann
og lítur undrandi á okkur.
„Þetta kemur allt ósjálfrátt. Já,
ég hef nú litið nokkrum sinnum
f skrána og kannski oftar en í
bibiíuna. Já, og ef ég sé mark
einu sinni, þá finnst mér nú
anzi lélegt hjá mér, ef ég man
bað ekki aftur. — En satt að
segja, þá þykir mér blaðstýft
illtaf fallegast"
Ekki fékkst Ásmundur til að
segja meira.
MARGT MANNA
I ÞVERÁRRÉTT
Þótt búið væri að ré'*^, var
alltaf að. streyma .fóiii"áöj. e'nda
höfðu flestir búizt við, áð rétt-
arstörfin stæðu fram eftir
kvöldi. Fyrir utan réttina sfóð
mikill fjöldi af bílum og margar
kindur voru í flestum hinna 36
dilka í réttinni. — Þegar við
yfirgáfum Þverárrétt voru
bændurnir flestir hverjir að
leggja á hesta sína og búa sig
undir að reka heim.
Inni í þinghúsinu var kaffi-
salan, í fullum gangi. — Hús-
mæðurnar í sveitinni buðu upp
á ljúffengar veitingar, en ágóð-
anum af veitingasölunni skal
síðan varið til býggingar elli-
heimilis. — Það er mikið um
að vera þann daginn, sem Þver-
árrétt er, og þegar fjárréttin er
búin, byrja menn að hlakka til
stóðréttarinnar.
Davíð hreppstjóri á Arnbjargar-
iæk hefur verið réttarstjóri f
Þverárrétt til skamms tíma. Og
þó að hann sé hættur að stjórna
réttarstörfum, kemur hann í
réttirnar og heilsar upp á gamla
kunningja og fylgist með.
☆
Þverárrétf í Mýrasýslu er ein fjárflesta rétt
landsins. I ár var réttab um 25 jbús. fjár f>ar
„Ætli þið eigið ekki þessa“, segir Ásmundur, sem flýtir mikið
fyrir, því að ekki þarf að fletta upp í markaskrá.