Vísir - 25.09.1964, Blaðsíða 8
8
V f S I R . Föstudagur 25. september 1964
VÍSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
INDLAND á vegamátum
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ö. Thorarensen
Björgvin Guðmundssor
Ritstjórnarskrifstofur Laugaveg: 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr á mánuði
T lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðia Visis. — Edda h.f.
Hagsmunir bænda
Xmúnn er skoplegt blað, einkum þegar það er sem
hátíðlegast. Síðustu daga hefir þetta málgagn Fram-
sóknarflokksins eytt mikilli prentsvertu í það að eigna
flokki sínum þá stóru lausn á hagsmunamálum
bænda, sem ríkisstjómin tilkynnti fyrir fjórum dög-
um. Segir Tíminn að bændur hafi knúið ríkisstjóm-
ma til hagsbótanna í sambandi við verðlagsákvörðun
iandbúnaðarafurða. Miklir menn erum við Hrólfur
minn! Ekki er að furða þótt Tímann svíði öfundar-
augum, er hann sér hve vel ríkisstjórnin býr að hag
oænda. Lausn hagsmunamála þeirra hefir verið lengi
undirbúin af forgöngumanni íslenzks landbúnaðar,
tngólfi Jónssyni ráðherra. Snemma í vor gerði hann
oannig samkomulag um framlagningu nýrra jarð- og
'/úfjárræktarlaga á væntanlegu þingi. Það bætir hag
>ænda um 30% á þessum tveimur mikilvægu svið-
im.
^nemma í vor ákvað ráðuneyti hans að senda mann
á Austurland til þess að kanna fjárhagsástand bænda,
uð beiðni bændafundar þar. Svo mjög hafði forysta
Eysteins Jónssonar sorfið að austfirzkum bændum, að
í blómlegum sveitum lá við landauðn. Á grundvelli
unnsóknarinnar var ákveðið að verja 5 millj. kr. til
styrktar efnaminnstu bændunum ár hvert í fimm ár.
Jg loks hefir ráðuneyti Ingólfs Jónssonar lengi staðið
í samningum við banka landsins um að veita land-
búnaðinum sömu lán og sjávarútveginum. Það er eng-
in furða þótt Framsóknarflokkurinn horfi öfundaraug-
um til þessara aðgerða. Hann óttast að margir fram-
sóknarbændur snúi nú baki við flokknum. Aldrei
rramkvæmdi Framsókn neitt þessu líkt öll árin sem
hún sat í stjórn með kommúnistum. Eina framlag
hennar til landbúnaðarmálanna á þeim árum var að
gera ræktunarsjóði bænda alla gjaldþrota með tölu.
Frelsast ættjörðin þar?
f]inar Olgeirsson ritar í fyrrad. trylltan æsingaleiðara í
Þióðviljann Inntak hans er það að íslenzkir kpmmún-
ístar hafi einir barizt dyggilega fyrir þjóðfrelsi íslands.
í tilefni þessara nýju og undraverðu upplýsinga Einars
úll Vísir beina þessari fyrirspurn til hans: Var það
pjóðfrelsi íslendinga og ráðin til þess að tryggja það,
sem var aðaiumræðuefnið á löngum fundum Einars
Olgeirssonar með Bréznev í Moskvu nú fyrir þremur
vikum?
Eftirfarandi grein um ástandið í Indlandi sendi
sænskur maður að nafni Bror Jonson Vísi. Hann
hefir nokkrum sinnum dvalizt hér á landi í erinda-
gerðum félagsskaparins Moral Re-armament (Sið-
væðingarinnar). Nú dvelst hann á Indlandi sömu
erinda og boðar Indverjum þær hugsjónir, sem
siðvæðingarmenn berjast fyrir.
Nehru, sem lengst var forustumaður Indlands.
Hyderabad í september.
Tjað liggur löng leið milli is-
*lands eizta þingræðisríkis ver
aldar, og Indlands, hins stærsta
þeirra. Oft flögrar hugurinn til
I'slands, þegar ég er á ferð um
hið stórbrotna landslag Hydera-
bad. Þar eru fjarlægðirnar hinar
sömu og hvarvetna blasa við
klettótt fjöll, þar sem geitur
hlaupa til beitar og kindur
standa í höm.
íslendingar og Indverjar eiga
sér einnig hliðstæða sögu. Báð-
ar þjóðirnar eiga sér sínar
hetjusögur og hetjuljóð. Báð-
ar voru þær um aldabil undirok
aðar. Og báðar unnu þjóðirnar
aftur sjálfstæði sitt £ umrótstím
um sfðari heimsstyrjaldarinnar.
Þegar Indland hlaut sjálfstæði
sitt, fyrir sautján árum, leit
heimurinn með virðingar og að
dáunaraugum til þjóðarinnar
sem Iandið byggir. Hinar undir
okuðu þjóðir Afríku og Asíu
Iitu á Indland sem forysturíki í
sjálfstæðisbaráttunni og Gandhi
var talinn tákn frelsisins af öll-
um þeim þjóðum sem enn
bjuggu við helsi.
í dag horfa málin 'allt öðru
vísi við. Kínverskar hersveitir
eru staðsettar innan landamæra
Indlands í trássi við þing og
þjóð. Afstaða nágrannaþjóða
Indlands, Pakistan, Burma og
Ceylon er kuldaleg £ garð Ind-
verja — svo ekki sé meira
sagt. Við borð liggur að 200 þús.
Indverjum verði senn vfsað úr
iandi f Burma, án þess að þeim
verði leyft að taka með sér eign
ir sfnar.
IVTikill skortur ræður ríkjum á
Indlandi. Vöruverðið stígur
forsætisráðherra Indlands.
í sífellu og við matvörubúðirnar
standa endalausar biðraðir. Ekki
eru margir dagar síðan maður
var troðinn til bana við eina mat
vöruverziunina hér í Hyderabad.
Ef ríkisstjórninni tekst ekki inn
an skamms að finna úrbætur i
þessum vanda er hætta á að
henni takist ekki öllu lengur að
hafa taumhald á hinum hungr-
aða fjölda sem við hverjar dyr
bíður.
Tímabili þeirra Gandhi og
Nehrus er lokið í sögu Indlands.
Margir þeirra Indverja sem ég
hefi hitt á þeim átta mánuðum
sem ég hefi dvalizt f þessu landi
eru þeirrar skoðunar að Indland
hafi ekki einungis misst tvo
mikla foringja, er þeir féllú frá.
Alvarlegra sé að þá hafi Ind-
land tapað markmiðum sínum.
Þeir eru Xþeirrar skoðunar að
skorturinn á þjóðarmarkmiðum
sé ein höfuðorsökin til þess
vanda sem knýr á dyr Indverja
í dag. Getur Indland aftur öðl-
azt göfugt markmið í baráttu
þjóðarinnar, sem skapi virðingu
grannþjóðanna? Getur það öðl-
azt takmark í baráttunni, ekki
aðeins í baráttunni fyrir meiri
hrísgrjónum handa þjóðinni held
ur líka í andlegum efnum, slfka
samstöðu sem var fyrir hendi f
sjálfstæðisbaráttunni?
Tjessari spurningu svarar hinn
29 ára sonarsonur Gandhis,
játandi, Rajmohan Gandhi. Hatm
hefir á þessu ári stofnað nýja
hreyfingu, sem nefnist á ensku
„Quit India Movement“ eða
„Hverfið úr landi“. Um þá hreyf
ingu mætti með góðu móti rita
heila blaðagrein. Það var árið
1942, f Bombay, sem faðir hans
stofnaði sína eigin hreyfingu,
hina frægu „Quit India" hreyf-
ingu, sem miðaði að þvf að
koma Englendingum burt tir
landinu. Fyrir nokkrum mánuð-
um var ég, ásamt 75.000 Ind-
verjum viðstaddur er Rajmohan
Gandhi stofnaði sína eigin hreyf
ingu, við Chowpattyflóann í
Bombay. Hún beinist gegn spfll-
ingu í þjóðlífinu, hatrinu og
fláttskapnum sem hindrar og tef
ur allar efnahagslegar og þjóð-
félagslegar framfarir í landinu.
Þrátt fyrir öll vandamál sfn
á Indland þó eina eign sem marg
ar aðrar þjóðir Asíu eiga eldri:
frelsið Ef Indlandi tækist að end
urheimta þá samstöðu þjóðarinn
ar og þá fórnarlund sem sýnd
var á tfmum sjálfstæðisbarátt-
unnar, þá myndi það geta boðið
Kínverjum byrginn. Ef svo færi
þá yrði hin fjölmenna indverska
þjóð, — 450 milljónir manna —
ekki vandamál án lausnar. Fram
tíð Asíu getur mæta vel oltið
á því að Indlandi takist að finna
sjálft sig.
t’n til þess virðist ekki lengur
mikill tfmi. Ástandið í suð-
austur Asíu vekur ekki bjart-
sýni, — ekki fremur en ástandið
á Kýpur á vesturmörkum álf-
unnar. En svo lengi sem jafn
stórt rfki og Indland heldur
frelsi sínu og sjálfstæði er þó
vonin fyrir hendi. Asía hefir
ekki kastað af sér hlekkjum ný-
lendukúgunarinnar til þess eips
að lenda f klóm hins kínverska
hernaðarveldis. Þriðja leiðin er
til og það er hlutverk Indlands
að feta hana f fararbrodai.
tK