Vísir - 25.09.1964, Blaðsíða 4
VI S T R Föstudagur 25. september 19&4
Endurskírn hennar o<
ti
blandaðra hiónabanda méiðandi
fyrir aðrar kirkjur
Blönduð hjónabönd.
Sp: Við skulum nú víkja nán-
ar að einu vandamálinu í sam-
búð kaþólsku kirkjunnar og
lúthersku kirkjunnar sem þér
nefnduð, það er blönduðu
hjónaböndin. Er það- vandamál
ekk'i raunhæfara en staða páf-
ans?
Lilje: Jú, á því er enginn
vafi. í því efni verðum við að
segja kaþólsku kirkjunni
með fullkominni staðfestu,
að það er óhjákvæmilegt að
hún endurskoði afstöðu sína í
því efni. Það er beiniínis ó-
trúlegt, að slíkt geti viðgeng-
izt á 20. öldinni sem afstaða
kaþólsku kirkjunnar til blönd-
unarhjónabanda.
Sp: Þér hafið einhvern tima
sagt að afstaða kaþólsku kirkj-
unnar gagnvart biöndunar-
hjónaböndum sé ómannleg.
Lilje: Það má líta á þetta
vandamál frá trúfræðilegu
sjónarmiði og það má líta á
það frá sjónarmiði kirkjurétt
arins. En það sem mér svíður
sárast hvað eftir annað er
þegar ég lít á þetta béinlínis
frá mannlegu sjónarmiöi. Tvær
manneskjur, sem eru báðar
kristilega skírðar, elska hvor
aðra, vilja eigast, og allt í einu
rekast þær á harðar og ósveigj-
anlegar reglur, sem sú þeirra,
sem ekki er kaþólsk, getur
ekki samvizku sinna vegna fall-
izt á eða aðeins með mestu erf-
iðléikum.
Sp: Þér eigið við þá ákvörð-
un kaþólska kirkjuréttarins, að
fremur en áður, en þær verði
þó viðurkenndar sem gildur
hjúskapur og að kirkjurefsing-
um fyrrr þær verði aflétt. En
Frings kardínáli hefur sjálfur
ekki alltof góðar vonir um, að
betta nái fram að ganga. Og
á þeim fundi kaþólska kirkju-
þingsins sem nú er að hefjast
er þetta mál alls ekki lengur á
dagskrá. Það kemst ekki á dag-
skrá nema einhver taki sig fram
um að bera fram tillögu um
það.
Lilje: Vonandi gerist það. Það
hafa verið haldnar miklar um-
ræður á kirkjuþinginu um
mörg einstök vandamál, sem
hafa ekki mikla þýðingu.
Sp: Já, eins og t.d. um ald-
urshámark biskupa.
Lilje: Og þá getur kirkju-
þingið ekki látjð slíkt mál sem
blöndunarhjónaböndin afskipta-
Iaust. Það er leitt að hugmyndir
Frings kardlnála skuli yfirhöf-
uð hvergi hafa komið hið
minnsta fram í framkvæmdinni.
Sp: Kaþólska kirkjan þarf að
gerbreyta afstöðu s’inni til
blöndunarhjónabandanna eins
og kom fram í kröfum Iútherska
biskupafundarins í Þýzkalandi.
Lilje: Já.
Sp: En þessari kröfu hefur
kaþólski erkibiskupinn Jaeger
í Paderborn vísað frá I samtali
sem birtist við hann.
Lilje: Rök Já'égérs erkibísk-'
ups hafa ekki sannfært mig.
Hér eins og víða annars staðar
er því aðeins hægt að nálgast
lausn vandamáls’ins ef maður
gild, hvað verður þá um vanda-
mál barnauppeldisins, á það að
gerast í kaþólskum eða mót-
mælendasið?
Lilje: Því verður frjáls á-
kvörðun foreldranna að. ráða.
Sp: En hvetur ykkar evangel-
íska kirkja einnig fylgjendur
sína: Alið börn yðar í blöndun-
arhjónabandi upp í evangelísk-
um sið.
Lilje: Auðvitað dregur eng-
inn í efa rétt kaþólsku kirkj-
unnar til að hvetja fylgjendur
sína að ala börnin upp í sínum
sið. En það sem hér er um að
ræða er að hjónin geti tekið á
móti þessum hvatningum af
frjálsum vilja og þurfi ekki að
beygja sig fyrir fyr'irmælum,
sem þau geta oft ekki innra
með sér fallizt á.
Þvinganir óhæfar.
Sp: Þér eigið þá við: Ka-
þólska kirkjan .ætti að hætta að
beita refsingum og þvingunum,
svo sem ógildingarhótunum,
bannfæringu, eiðtökbm og öðru
slíku til þess að knýja fram
kröfur sínar um kaþólskt
barnauppeldi.
Lilje: Já og í þessu felst mesti
skoðanaágreiningur k’irknanna.
Við erum þeirrar skoðunar að
engin trúaratriði eigi að knýja
fram með þvingunum. Slíkt er
í algerri mótgögn við anda j
kris’tihnar trúár........
Sp: Og hvað segið. þér um þá
kröfu kaþólsku kirkjunnar, að
kaþólskir menn sem ganga i
blöndunarhjónaband séu skyld-
Kaþólska kirkjan verður að hætta að líta
á mótmælendur sem vilhitrúarmenn
blöndunargifting sé þvi aðeins
lögleg, að hún sé framkvæmd
fyrir kaþólskum presti. . .,
Lilje: .Tá, og ennfremur sú
regla, að áður en gifting geti
farið fram, verði hjónin að
skuldbinda sig stundum með
eiði til að uppeldi barnanna
skuli fara fram f kaþólskum
sið. Hver sá sem snýst gegn
þessum ^reglum og Iætur gifta
sig í mótmælendasið, hefur
■samkvæmt kaþólskum kifkju-
rétti ekki gengið í löglegt
hjónaband.
Kaþólskir þurfa að
gerbreyta afstöðu
sinni.
Sp: Og kaþólski makinn verð
ur bannfærður. En teljið þér,
að það sé líklegt að kaþólska
kirk!- sé reiðubúin að fram-
kvæma umbætur í þessu efni?
Lilje: Það er erfitt að segja.
Yfirlýsingar hafa verið gefnar
sem sýna undraverða sáttfýsi
og gera mikið gagn. Meðal ann
ars - yfirlýsingar Frings • kardí-
nála á kirkjuþinginu, sem
benda mjög í þessa átt.
Sp: Hann vill að blöndunar-
giftingarnar verði ekki leyfðar
lítur á það sameiginlega. Ég er
sjálfur þeirrar skoðunar að það
sé einfaldast og réttast bæði
frá kirkjulegu og mannlegu
sjóharmiði, að hjúskaparaðilar
séu sammála í trúarskoðunum.
Blöndunarhjónabönd eru erfið
f.yrir bæði.
Sp: Þá geta kaþólskir og
lútherskir biskupar verið sam-
mála um að það ætti að forðast
blöndunarhjónabönd eftir því
sem hægt væri.
Lilje: Já. En það á ekki að
reyna að koma í veg fyrir þau
með þe’im hætti sem kaþólskir
gera, að lýsa þau einfaldlega
ólögleg. Það leiðir til óþolandi
samvizkubyrði og það stríðir á
gegn öllu sem við getum sagt
um hjúskapinn frá trúfræðilegu
og mannlegu sjónarmiði. Við
viljum halda því fram að sér-
hver hjúskapur meðal kristinna
manna sé lögmætur og að eng-
inn kirkjuréttur geti raskað því.
Hér er þvi um að ræða mjög
alvarlegan ágreining.
Frjáls ákvörðun
foreldranna.
Sp: En ef íallizt væri á skoð-
anir yðar og Frings ' kardínála,
að hjónaböndin ættu að teljast
ugir að snúa hinum aðilanum
til réttar trúar?
Lilje: Það er annað hneysklið.
Sp: ... eða það ákvæði frá
1949, sem setur mótmælenda-
trúarmenn í flokk með sann-
færðum kommúnistum hvað
viðvíkur blöndunarhjónabönd
... á öllu þessu teljið þér að
þyrfti að framkvæma umbæt-
ur?
Lilje: Já, ég er þeirrar skoð-
unar.
Sp: En má ég þá spyrja. Er
það rétt form viðræðna milli'
kirknanna, þegar lúthersku
biskuparnir krefjast á þessu
sviði grundvallarbreytinga án
þess að skilgreina nánar hvað
þeir eiga við og þá með sama
hætti, þegar Jaeger erkibiskup
í Paderborn hafnar þessari
grundvallarumbót án þess að
spyrja hve langt hún á að ná.
Lilje: Nú verður ákvörðun
tekin um þetta á kaþólska
Seinini hluti scim-
taisins við Hans
ilfe hiskup
kirkjuþinginu og bréfaskriftir
milli Hannover og Paderborn
hafa þá litla þýðingu. Það væri
heldur ekki heppilegt ef við
kaffærðum kaþólska kirkju-
þingið í ályktunum frá okkur.
Kaþólsku biskuparnir vita vel
hve áríðandi vandamál blönd-
unarhjónabandanna er.
Endurskírnin móðgandi
fyrir Lútherstrúarmenn.
Sp: Herra biskup, þér hafið
einnig talað um skilyrði varð-
andi endurskím.
Lilje: Já, þar er vandamálið
enn skýrara. Þetta vandamál
kom m. a. gfein.lega í ljós í
máli hollenzku prinsessunnar
Irenu.
Sp:... sem hafði verið skírð
fyrir 24 árum af mótmælenda-
trúar presti og var síðan endur-
skírð 3. jánúar 1964 af Alfrink
kardinála.
Lilje: Já, og það eru til mörg
enn alvarlegri dæmi, sem hafa
aðeins ekki komizt eins á varir
allra. Kaþólska kirkjan kærði
sig heldur ekki um að endur-
skírn Irenu prinsessu yrði svo
mjög pmrædd. Alfrink kardín.-.
áli skirðí hana í kyrrþey. ’ Slík ;
endurskírn, annað getum við
ekki kallað hana, er alvarlegur
þröskuldur í vegi fyrir hinu
kirkjulega samstarfi. Sú grund-
vallarregla gilti jafnvel á fyrstu
öld kristinnar kirkju, að jafnvel
yrði að líta á skírn villutrúar-
manna, sem gilda skírn . ..
Sp: Þessi endurskírn þekkist
alls staðar hjá kaþólsku kirkj-
unni. En er hún föst regla?
Lilje: Hún er alls staðar til,
en þó er það ekki ófrávikjan-
leg regla. En það eitt að slíkt
skuli vera til, fellur okkur mjög
illa. Hér er allt, sem annars er
svo fagurlega sagt ónýtt aftur.
Ef það á að líta á okkur sem
aðskilda bræður, þá er ekki
hægt að koma svona fram við
okkur, eins og þetta grundvall-
aratriði væri ekki í lagi hjá
okkur.
Árekstrar
í kristniboði.
Sp: Svo við víkjum þá að
næsta vandamáli árekstrunum i
kristniboðinu. Eigið þér þá ekki
við það, að þegar eitthvert land
eða hérað er orðið lútherstrúar
vegna starfs Iútherskra kristni-
boða, þá koma kaþólskir kristni-
boðar og fara að snúa lúthers-
trúarmönnum til kaþólskrar trú
ar?
Lilje: Jú, þetta er einmitt hið
raunhæfa vandamál.
Sp: ErU þá líka til lútherskir
kristpjboðar, sem koma einnig
svona fram.
Framh ' 1T r'ðn
Irena prinsessa hafði verið skírð í mótmælendatrú sem barn. Er
hún giftist spánska prinsinum Hugo, setti kaþólska kirkjan það
skilyrði, að hún væri endurskírð. Slíkt er lítilsvirðing við mót-
mælendur.