Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 2
RITSTJÓRI: JON BIRGIR PETURSSON iBHHaSíœswsMuriSSllÉ-HiíHHisiJsfcaLíáiSaiinaaaJfÆilÍldlsíwttimiEStaiiaKBmii I' Í*:* > *rt¥rj: »41 <otflWV/^)»i^y->' ■ «>íá*^Sív^^<>fí<í &:;**•*> fiSW**** V í S IR . Mánudagur 28. sepíember 1964. LOKASTAÐAN Lokastaðan 1 1. deiid varð þessi: KR — Akranes 1:4 (0:1) KEFLAVlK 10 6 3 1 25:13 15 Akranes 10 6 0 4 27:21 12 KR 10 4 3 3 16:15 11 Valur 10 3 2 5 19:24 8 Fram 10 2 3 5 16:20 7 Þróttur 10 2 3 5 14:24 7 Alls hafa verlð skoruð 117 mörk 1 1. deild 1 ár, — einu marki fleira en f fyrra. Flest mörk hafa þessir einstaklingar skorað: Eyleifur Hafsteinsson, lA, 10 Haukur Þorvaldsson, Þrótti, 9 Ellert Schram, KR, 8 He«*»ann Gunnarsson, Vai, 8 Ríkharður Jónsson, lA, 6 Bergur Guðnason, Vai, 6 Jón Ol. Jónsson, lBK, 6 Guðjón Jónsson, Fram, 5 Jón Jóhannsson, ÍBK, 5 Lið KR, Keflavíkur og Akraness meðan á verðiaunaafhendingunni stóð. SIGURLAUNIN MÓTTEKIN í SPARI- FÖTUM ÁN SVITA OG ERFIÐIS l Bæjarstjórn Keflav'ikur gaf IBK 150 jbús. kr. — tugir heillaóska til knattspyrnumarma frá sjómönnum KEFLAVlK er sennilega eina ísl. knattspyrnuliðið, sem hefur tekið við islandsbikarnum i sparifötunum. Liðið hafði þeg- ar sigrað í keppninni viku fyrir sfðasta leik mótsins og gat því horft á „Iokaátökin“ úr stúk- unni og tekiö við verðlaununum úr hendi Björgvins Schram, for manns KSÍ, án hinna venjuiegu svitadropa sigurvegarans í keppni sem þessari. Verðlaunaafhendingin fór fram þegar að leik KR og Akraness loknum. Liðin stilltu sér upp á línu fyrir framan stúk una og Björgvin Schram á- varpaði sigurvegarana nokkrum orðum, en afhenti síðan bikar- inn og gullpeninga til 11 leik- manna liðsins. Keflvfkingar gengu síðan af lcikvelli með sig urlaun sín undir dynjandi Iófa taki áhorfenda, en Hðsmenn gcngu í gegnum heiðurslínu Ak- urnesinga og 8 KR-inga, sem klöppuðu þeim lof í lófa. Því miður sáu þrír KR-ingar sér ekki fært að vera með í þessu, einn þeirra gerðist jafnvel sek ur um freklega móðgun i garð Keflavikurliðsins, þegar hann hljóp til búningsklefa og band- aði hendinni lítilmótlega til sig urvegaranna. Er hætt við að sá lcikmaður hafi misst talsvert á- lit hjá þeim áhorfendum, sem á horfðu, enda er íþrótta- mennska af þessu tagi harla Frh. á bls. 6. Eyleifur skorar númer 10. Þessar tvær myndir sýna þegar Eyleifur Hafsteinsson skorar 10. mark sitt í 1. deild, en þetta mark gerir hann , markakóng“ sumarslns. Donni hafði gefið fyrir og sést aftarlega á myndunum. Eyleifur skorar með skalla og á neðri myndinni fagnar hann, en KR-ingar eru að vonum daprir. " Akranes-KR í „úrslitaleik/# 4:1 Eyleifur markahæstur—á markiJQsek. Það var engu iíkara, en að Ak- umesingar og KR hefðu gleymt þvi í leiknum f 1. deild í Laug- ardal f gær, að það var ekki barizt um Islandsbikarinn. I röð um áhorfenda beið Kefiavíkurlið ið spariklætt og beið leiksloka og eftir að fá afhentan bikarinn, sem fær nú vetursetu í bæ þeirra í fyrsta sinni. Baráttan í leikn- um var geysihörð, en Akurnes- ingar reyndust mun hættulegri og unnu með 4:1, sem er e.t.v. heldur stór tala þrátt fyrir nokkra yfirburði. Það var greinilegt frá upphafi, að Skagamenn mundu verða erf- iðir viðureignar fyrir KR. Þeir komu þegar fyrir sjónir sem frlsk- ara liðið á vellinum, en hálfgerð- ur doði var yfir KR-ingunum. Eftir 36 mín. leik og fjölmörg tækifæri, einkum Skagamanna, skoraði Eyleifur Hafsteinsson 1:0 mjög laglega og þannig var stað- an í hálfleik. Ríkharður Jónsson varð að yfirgefa völlinn snemma í leiknum vegna meiðsla, sem þó reyndust sem betur fer ekki al- varlegs eðlis. í seinni hálfleik kom 2:0 á 3. mín. Það var nýliði Skagamanna, Björn Lárusson, eitthvert bezta efni sem lengi hefur komið fram hjá liðinu, ef Eyleifur er undanskil inn, sem skoraði þetta mark. Hann fékk boltann upp völlinn og hrökk boltinn siðast af Herði Fel- ixsyni og bjargaði það sennilega rangstöðudómi. Björn skoraði mjög skemmtilega framhjá Heimi. Hörður Markan, hinn efnilegi h. útherji KR skoraði 7 mín. síðar, einnig mjög skemmtilega framhjá Hélga Dan., sem kom út á móti honum, eftir að hann losaði sig við vörnina. Eftir þetta mátti oft ekki muna miklu að KR næði að jafna. Gunn ar Guðmannsson komst í svipað færi og Hörður, en gaf meistara- lega út til Óskars Jóri’ssonar, sem var í enn betra færi og notfærði sér það með hörkuskoti, sem Krist inn Gunnlaugsson bjargaði á línu. Segja má að Akranes hafi tryggt sér sigurinn á 20. mín., þeg ar Björn miðherji skorar enn og nú eitt glæsilegasta mark, sem lengi hefur sézt. Donni gaf mjög góðan bolta fyrir markið, Heimir og Björn heyja einvígi 1 loftinu um boltann en Björn stekkur enn hærra en Heimir og skallar yfir hann, — sérlega skemmtilega gert hjá Birni. Ellert Schram átti ágætt skot á Akranessmarkið, þegar hálf mín úta var eftir af leik. Skotið kom upp úr óbeinni aukaspyrnu innan vítateigs og lenti skotið í þver- slánni. Þarna munaði ekki miklu að Ellert kæmist í annað sætið á listanum yfir markhæstu menn 1. deildar ásamt Eyleifi og Hauk Þor- valdssyni sem hálfri minútu fyrir leikslok voru jafnir með 9 mörk. Eyleifur átti eftir að segja sitt síðasta orð, Hann skoraði 4:1 með frábærum skalla örfáum sekúndum fyrir leikslok og náði þannig að Framh á bls. 6 Haukur hættir Haukur Óskarsson, miliiríkja- dómari, gekk í síðasta sinn af leikvelli í gær, eftir að hafa dæmt leik KR og Akraness. Haukur hefur lýst yfir að hann muni nú hætta að skipta sér af dómaramálum, en hann hefur um árabil verið einn af okkar fremstu dómurum og notið mik ils álits sem slikur. I fyrra var Haukur fenginn til Noregs til að dæma leik Skota og Norðmanna, sem lauk afar óvænt með sigri Norð- manna. Fékk Haukur mjög mikið lof fyrir dóm sinn, bæði í skozkum og norskum blöðum. Má segja að þessi dómur hafi verlð hátindur dómaraferils Hauks.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.