Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Mánudagur 28. september 1984. & Mikið er nú um dýrð- ir í herbúðum íslenzkra kommúnista. Kyrrstaða er orð sem ekki á lengur heima í orðabók flokksdeildarinnar. Helztu for ingjar flokksins eru sem þeytispjald um heimsbyggð- ina og er reyndar orðið erf- iðara að átta sig á því hverj- ir þeirra eru heima en erlend is. Minna utanstefnur ís- lenzku kommúnistaforingj- anna á ekkert meir en ferðir íslendinga á fund erlendra smákonunga og höfðingja í Vestur-Noregi á Sturlunga- upp og gengi fagnandi mót hækkandi sól hins alþjóðlega kommúnisma. Þrek sitt og þrótt sótti hann í það gerzka ævintýr, sem um þessar mundir var að gerast á hin- um endalausu rússnesku sléttum, þar sem Halldór Laxness þá staðhæfði, að heimsundrið væri að finna: brjóstgott alþýðufólk að byggja þjóðfélag friðar og allsnægta. Lái Einari hver sem vill. Það var auðvelt að vera hugsjónamaður á þeim gullnu fyrirstríðsdögum. Töfraformúlan hafði verið fundin fyrsta sinni í heims- sögunni og hví skyldi ekki ungur þýzkukennari með eld í æðum vilja vísa þjóð sinni leið inn á hin sígrænu veiði- byggðinni. Um gömlu félag- ana er ekki frekar spurt. jjxin og jörðin geymir þá tryggilega og hugsun- inni um hið ógnvekjandi bandaríska olíuauðvald, sem jafnvel getur keypt menn á mála í sjálfri Kreml, er bægt úr huganum. Það er nóg að þeir haldi vöku fyrir Halldóri Kiljan heima á Is- landi, þótt þær afturgöngur eyðileggi ekki ánægjuna af því að vera aftur staddur í nafla forysturíkis heims- kringlunnar. vikulöngum hljóðskrafs fundum með þeim mikla manni Bréznev, sem hálf Sovétríkin skjálfa fyrir, gefur Einar og félagar hans þess væri löng og ljót og hrammurinn ofurþungur. Skyldi engu senti eða fenn- ing vestræns fjármagns hleypt inn í landið kalda, því það ætti allt uppsprettu sína í Wall Street. Rússar skyldu hins vegar kaupa allan síldfisk Islendinga í gegnum útflutningsfirmu flokksins í Reykjavík. Þar með væri tvennt tryggt í senn: næg umboðslaun til þess að styðja starfsemi flokksins á íslandi og ramm föst tengsl landsins við austr ið í efnahagsmálum, sem myndi smám saman snúa rangri utanríkisstefnu í rétta Með þennan erkibiskups boðskap hurfu Einar og félag ar hans (Sigurður Thorodd- að hann myndi verða við tilmælum Bandaríkj- anna og rífa stöðvarnar! Er þess að vænta að f Kínabók Magnúsar felist jafn viturleg ar og skarplegar ályktanir um málefni Kína, eins og hann sýndi í varnarmálum Kúbu. Bíður ekki aðeins hinn íslenzki kommúnistaflokkur heldur þjóðin öll þess í of- væni að þykk bók um fram- farirnar og dásemdirnar f Kfna drepi úr penna Magnús ar innan nokkurra vikna, þótt ferðin, sem bókin á að fjalla um sé reyndar varla nema nýhafin. Jgn annan merkilegan hlut sýna þessar tvær ut- anstefnur liðsodda hinna ís- HL ÝTT ERKIBISKUPS BOÐSKAP < **amrm / PEKING OG Magnús Kjartansson öld, en þá voru þeir konung ar hvað tíðast sóttir heim, sem ísland töldu mest girnd arráðið. Ekki þarf að rifja upp hverjar lyktir þeirra mörgu sendifara og utan- stefna urðu. En í dag lifum við á öðrum tímum. Þjóðin hefir lært af reynslunni og erfiðlegar mun á þessari öld reynast að fá menn til þess að hlýða erki- biskups boðskap en á hinum fyrri — jafnvel þótt rauð- skjöldóttir snatar snúi hug- ljómaðir heim á haustdögum og segi sáluhjálp söguþjóðar- innar fólgna í bruggi Bréz- nevs. Jjhnar Olgeirsson hlýt- ur senn að kunna ut- anað fjölda lauktuma Kreml, svo hagvanur er hann orðinn í borg hinna gerzku. Þang- að kom hann fyrst all- mörgum árum áður en Stal in gerði vináttusamninginn við Hitler. Þá var Einar ung- ur og hugumstór alþýðufor- ingi með eldmóð í brjósti og hrafnsvarta lokka á höfði. Þá trúði hinn ungi íslenzki þýzkukennari og mælsku- hetja af torgum Berlínar þvi betur en biblíunni áður, að loðin loppa brezka útgerðar- auðvaldsins væri að læsast um líf og limi hinnar fá- mennu þjóðar við íshaf. Hann sá sjálfan sig í gervi eridurlausnarans, í klæðum spámannsins, sem snerta myndi hina sofandi þjóð rauðum sprota sínum svo hún stryki svefn af brá, risi lönd hins alþjóðlega komm- únisma? gíðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Heimur bjartsýninnar er hruninn til grunna. Hár Ein ars Olgeirssonar er ekki lengur tinnusvart heldur hadd urinn úífgráir íokkar. ■ Turn- ar Kreml teygja enn lauk- myndaða fingur sína til hins rússneska himins. Veggir múranna eru enn þögulli en gröfin. Og enn stígur mað- ur af norrænu kyni út úr járnbrautarlestinni á Vestur- landastöð Moskvu og ekur upp í Kreml. En hann þekkir fáa þegar hann lítur í kring- um sig. Hvar eru allir félag- arnir frá því fyrir stríð? Hvar eru allar hetjurnar úr styrjöldinni sem frelsuðu land sitt og skáluðu við hinn norðlenzka gest að baki hild- arleiknum? Þær eru horfnar. Það hafði komið í Ijós, að gömlu félagarnir voru flestir á mála hjá gamla bandaríska olíuauðvaldinu. Þeim var því veitt lausn I náð með að- ferðum Péturs mikla. Nýir menn eru teknir við völdum og í eilffri sannfæringu þess að hugsjónin sé fortíðinni og blóðhöggunum ávallt æðri nefnir Einar Olgeirsson hina nýju menn því sama nafni og hina gömlu vini er glöt- uðu höfðum sínum: „Félagi.“ Og þeir gjalcja í sömu mynt. Og þá veit Einar Olgeirsson það og fær það staðfest af vörum sjálfs Bréznevs, að ísland á hauk í horni og þjóð frelsisskjöld sem enn getur sungið í fegurra en nokkr- um öðrum skildi á heims- fjórir ítarlegar skýrslur um starf flokksdeildarinnar heima, stefnu hennar, bar- áttu gegn ríkisstjórninni og bræðravígin við Alþýðubanda Iagsmennina. Bréznev stapp ar stálinu í þá félaga, minnir á gömul og rótgróin tengsl flokksdeildarinnar á Islandi við þlnn alþjóðlega kommún istaflokk, þótt vegna henti- sjónarmiða hafi þótt nauðsyn legt að hafa hljótt um þau um skeið. Islenzku flokks- deildinni er lofað óskiptu fulltingi móðurflokksins í Sovétríkjunum, ekki sízt í komandi átökum flokksins á þinginu í Reykjavík í haust, er vinstri sinnaðir jafnaðar- menn munu reyna að víkja frá alþjóðlegri stefnu komm- únista og telja óbreytta flokksmenn á að snúa baki við Moskvu. Ugglaust hefir vandamál hins kínverska dreka einnig borið á góma og þar hafa hinir rússnesku félagar átt liðsinni að sækja til utanstefnumannanna frá íslandi, því engin flokks- deild er svo smá, að hún sé ekki nothæf til þess að koma höggi á hala drekans ef því er að skipta. En þar sem veggir Kremlborgar eru veggja þöglastir, fer ekki frekari sögum af þeim við- ræðum. Hitt er aftur ekkert leyndarmál að á skilnaðar- fundinum sóru þeir Einar og félagar hans Bréznev og kommúnistaflokki Sovétríkj- anna hollustu og kváðust seint mundu hvika af hinni alþjóðlegu línu. Bréznev bað þá félaga lengstra orða að minnast hættunnar af banda ríska olíuauðvaldinu. Loppa VESTRI ritar um utanstefnur Magnúsar og Einars og ástandið í íslenzka kcmmúnistaflokknum sen, Brynjólfur Bjarnason, Guðmundur Hjartarson og Lúðvík Jósepsson) heim til íslands. Árangurinn hefir síð ustu daga mátt lesa í leiður- um Þjóðviljans. Þá ritar nú Einar Olgeirsson af sama æskufjörinu og róggreinarnar um Bandamenn, á fyrstu árum sty.rjaldarinnar. Hin gamia íceinpa er aftur glöð eins og barn. Hún hefir fengið línuna. ^ sama tíma og Einar sat á tefundum með Bréz- nev í Kreml gerðust önnur tíðindi í hinum litla íslenzka kommúnistaflokki. Hin ytri merki þeirra voru eindálka frétt sem Þjóðvilj- inn birti á fimmtudaginn. Hún var svohljóðandi: „Magn ús Kjartansson gestur Líú- Shao-chi. Magnús Kjartans- son ritstjóri Þjóðviljans og kona hans, Kristrún Ágústs- dóttir. voru 17. þ.m. gestir Líú Shao-chi varaformanns kommúnistaflokks Kína í Peking, að því er fréttastof- an Hsinhua skýrir frá. Við- staddir voru tveir ritstjórar Dagblaðs fólksins, Leng-hsi aðalritstjóri og Chen Chun.“ Lengri er fréttin ekki. En samdægurs tilkynnti Mál og Menning, að bók um Kína eft ir Magnús Kjartansson myndi koma út hjá forlaginu en þó ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir jól. Ber auglýs- ingin lof á Magnús fyrir ferðabókina um Kúbu og heit ir því að Kinabókin verði ekki verri. Ekki er l ins veg ar orði minnzt á það, að svo djúpt kafaði Magnús í málefni Kúbu og Castró, að hann lýsti því yfir í æs- ingaræðu á fundi í Stjörnu- bíói eftir heimkomuna, að Castro myndi aldrei gefast upp fyrir hótunum Bandaríkj anna og rífa niður flugskeyta stöðvarnar er þá stefndu gin um sínum á Washington. Sama sunnudaginn lýsti Castro því hins vegar yfir, Einar Olgeirsson lenzku kommúnista. Þær leiða sem sé í ljós að íslenzk ir kommúnistar hafa tekið það fangaráð að veðja á tvo hesta samtímis. Er það al- þekkt fjárplógsbragð reyndra fjárhættuspilara. Að vísu er nokkur áhætta því samfara, vegna þess að Rússar og Kín verja skoða hvorir aðra sem svörnustu fjandmenn. En þeir Magnús og Einar telja sig augsýnilega færa um að biðla blítt til beggia og hafa af báðum nokkur not. Að baki því áhættubragði mun liggja sú hræðsluvissa að ekki dugi minna en fulltingi tveggja stórvelda kommún- imans í senn, ef tryggja skuli líf íslenzku kommún- istadeildarinnar í átökunum við eigin fylgismenn á þess- um vonglöðu haustdögum. Vestri. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.