Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 6
6 V í S I R . Mánudagur 28. september 1964. Warren-skýrslan - Frh. af bls .7 Tvisvar stanzað. Bílalestin ók frá Love flug- velli rétt eftir 11.50 og var fyrst ekið í gegnuiji íbúðahverfi. Tvisvar var numið staðar sam- kvæmt ósk forsetans, svo hann gæti heilsað upp á aðdáendur sína í hópi mannfjöidans sem sýndi óblandna ánægju og vin- áttu. í hvert skipti sem bifreið forsetans nam staðar gengu leynilögreglumenn frá fylgdar- bíinum fram og tóku sér vernd- arstöðu nálægt forsetanum og frú Kennedy. Þegar bílalestin kom á Main Street. sem er aðalumferðaræð í gegnum Dallas frá austri til vesturs voru forsetahjónin boð- in velkomin með miklum hróp- um. Við vesturenda Main Street beygði bílalestin til hægri inn á Houston stræti og var ekið eina húsaröð í norður og skyldi síð- an beygt til vinstri inn á Elm stræti sem er beinasta og auð- veldasta brautin inn á Stemm- ons bílabrautina og tii Verzlun- arhallarinnar. Þegar bfll forsetans kom á gatnamót Houston og Elm stræt is stóð beint fyrir framan á norðvesturhorni gatnamótanna, sjö hæða hátt, appelsínugult birgðahús og skrifstofubygging úr múrsteini, það er skólabóka- geymsla Texasfylkis. Rufus W. Youngblood leynilögreglumað- ur, sem ók í bifreið varaforset- ans veitti því athygli að klukk- an á þaki byggingarinnar sýndi nákvæmlega tfmann 12.30. en það var einmitt sá tími, sem þeir áttu að vera mættir hjá Verzlunarhöllinni. Niður slakkann framhjá bókageymslunni. Forsetabíllinn, sem hafði stefnt í norður tók nú skarpa beygju í suðvestur-átt inn í Elm stræti. Hraði hans var um 18 km. á klst. og ók hann nú nið- ur slakkann n'iður undir járn- brautarbrú, sem bílalestin skyldi aka undir áður en hún kæmist inn á Stemmons þflabrautina. Framhlið Texas bókageymslunn ar var nú til hægri við forset- ann og veifaði hann til fólksins sem hafði safnazt þar saman um leið og ekið var fram hjá byggingunni. Vinstra megin við forsetann opnaðist nú Dealey Plaza, sem er autt svæði með görðum og stfgum, sem markar vesturhluta miðborgar Dallas. Leynilög reglumaður sem var í bílalest- inni sendi tilkynningu gegnum talstöð til Verzlunarhallarinnar um að forsetinn kæmi þangað eftir fimm mfnútur. Skothljóð. Sekúndum síðar kváðu skot- hljóð við fast hvert á eftir öðru Forsetinn tók með hendinni um hálsinn. Hann virtist stífna sem snöggvast og beygði sig lftil- lega fram f sætinu. Byssukúla hafði hæft hann neðst aftan á hálsinn, aðeins hægra megin við hálsliðina. Kúlan stefndi niður á við og kom út framan f háls- inum og myndaði gat neðan og vinstra megin f slifsishnútinn. Áður en skothríðin byrjaði hafði Connally, fylkísstjóri, snúið sér til hægri í áttina til fólksins og var að byrja að snúa sér til vinstri, þegar hanh fann til sársauka í bak- inu. Kúla hafði hæft fylkisstjór- ann lengst til hægri í bakið, rétt undir handarkrikanum. Kúlan fór í gegnum brjóstkass- ann, stefndi niður á við og fram á við og kom út fyrir neð- an hægri geirvörtu, fór síðan í gegnum hægri úlnlið hans, en höndin hafði legið í skauti hans og orsakaði loks sár á vinstri mjöðm. Svo virðist sem að við snertingu kúlunnar hafi fylk- isstjórinn kipptizt við og snúizt til hægri, en frú Connally dró hann til sín og að skauti sér. Síðan hæfði önnur kúla for- setann aftan í höfuðið og or- sakaði afgerandi banasár. For- setinn féll til vinstri í skaut frú Kennedy. Clinton J. Hill leynilögreglu- maður, sem stóð á vinstri aur- hlíf fylgdarbílsins, heyrði hljóð sem líktist sprengingu í púður- kerlingu og sá forsetann skyndi- lega beygja sig fram á við og til vinstri. Hill stökk af bílnum og hljóp að forsetabílnum. Youngblood leynilögreglu- maður sem sat f framsæti bif- reiðar varaforsetans heyrði sprengingu og varð var við ein- kennilega ókyrrð í mannfjöldan- um. Hann hljóp yfir í aftursæti bifreiðarinnar og lagðist yfir varaforsetann í því skyni að vernda hann. Ekið brott. Samtímis þessu sneri Keller- man leynilögregluþjónn í fram- sæti forsetabílsins sér við og leit á forsetann. Hann sá, að hann hafði orðið fyrir skoti og gaf bílstjóranum fyrirmæli: „Við skulum aka á brott, það hefur verið skotið á okkur.“ Svo tal- aði hann við fremstu bifreiðina gegnum talstöð: “Leiðbeinið okkur þegar í stað til sjúkra- húss.“ Greer leynilögregluþjónn, sem ók forsetabílnum jók ferð- ina þegar í stað. En um leið og ferðin jókst tókst Hill leyni- lögreglumanni að komast upp aftan á bifreiðina, en þangað hafði frú Kennedy klifrað. Hill lét hana setjast aftur í bak- sætið og skýldi henni og hinum særða forseta, jafnframt því sem forsetabílnum var ekið með miklum hraða til Parkland Minningarsjúkrahússins, sem var 6 km í burtu. Læknisaðgerð á Parkland. Hópur lækna á Parkland- sjúkrahúsinu framkvæmdi þeg ar aðgerð á forsetanum. Þeim hafði verið gert aðvart um að verið væri að flytja forsetann þangað. Höfðu þeim borizt boð um það frá bækistöð Dallas-lög reglunnar, sem hafði fengið boð gegnum sendistöð eftir skothríð- ina. Læknarnir veittu athygli ó- reglulegum andardrætti og hugsanlegum hjartslætti, þó þeir fyndu ekki hreyfingu á slag- æð (púlsi). Þeir veittu athygli miklu sári í hö.fði forsetans og minna sári, sem var um fjórð- ungur úr tommu í þvermál, neð an til á hálsinum. Til þess að auðvelda öndun framkvæmdu þeir barkarstungu með þvi að stækka sárið á hálsinum og setja loftpípu inn í barkann. Þeir voru svo önnum kafnir við að reyna að bjarga lífi hans, að þeir sneru honum aldrei á grúfu til þess að skoða hann að aftan. Klukkan 1 síðdegis eftir að allar hjartahræringar höfðu stöðvazt og prestur hafði komið til að framkvæma sið- ustu þjónustu, var dánarvottorð Kennedy forseta gefið út. Conn ally fylkisstjóri gekk undir upp skurð, sem leiddi til þess að hann greri síðar sára sinna. Eftir að Johnson varaforseta hafði verið skýrt frá dauða for- setans, yfirgaf hann sjúkrahús- ið undir fylgd lögreglumanna og hélt til flugvélar forsetans á Love-flugvelli. Frú Kennedy fylgdi líkama manns slns og steig skömmu síðar um borð í flugvélina. Lyndon B. Johnson vann embættiseið sinn sem 36. forseti Bandaríkjanna fyrir fram an Sarah T. Hughes sambands- lagadómara. Flugvélin flaug síð- an tafarlaust af stað til Wash- ington og lenti á Andrews-flug- velli kl. 5.58 staðartíma. Líkskoðun í Bethesda. Lík forsetans var flutt til Lækningamiðstöðvar Flotans í Bethesda, þar sem nákvæm lík- skoðun fór fram. Líkskoðunin leiddi í ljós hið stóra höfuðsár sem læknarnir í Parkland höfðu tekið eftir og sömuleiðis sár- ið framan í hálsinum, sem lækn arnir í Parkland höfðu vlkkað út til að koma fyrir loftpíp- unni. 1 líkskoðunarskýrslunni voru bæði þessi sár talin vera útkomusár kúlna. En auk þess er skýrt í líkskoðunarskýrsl- unni frá litlum sárum, þar sem kúlur hafa farið inn aftan á höfði forsetans og annað aftan og neðan til á hálsinum. 1 lfk- skoðunarskýrslunni er banaor- sökin talin „byssukúlusár á höfði" og þar var því lýst að skotunum hefði verið hleypt af aftanfrá og af stað nokkru hærra, en hinn látni var á. KR-Akranes — Framh. af bls. 2 verða markhæsti leikmaður íslands mótsins í ár. Þetta mark kom eftir frábæran leik Donna við enda- mörkin. Með leikni sinni náði hann bolta, sem fyrir venjulega leik- menn hefði farið út fyrir, gaf bolt ann snoturlega fyrir markið og ná- kvæmlega á höfuð Eyleifs, sem „nikkaði“ í netið. Þannig varð þessi 17 ára gamli leikmaður Akmness markhæstur í ár. Beztu leikmenn Akraness í gær' voru þeir Eyleifur, Halldór (Donni) og Björn. en hjá hinu daufa KR- liði ber að lofa Hörð Markan, sem með meiri leikreynslu á eftir að verða hinn stóri maður KR-liðs ins, þó ekki sé hann hár í loftinu. ÍBK — Framhald at bls. 2. undarleg. Suður i Keflavík var mikið um dýrðir og lýsir fréttaritari Vísis, Zakarfas Hjartarson, komu Islandsmeistaranna þann- 'g: Keflavíkurliðið kom suður til Keflavíkur um kl. 7.30 og var þegar haldið til Aðalvers, ný- legs samkomusalar, þar sem bæjarstjóm Keflavíkur hélt hinum nýbökuðu íslandsmeist- urum veizlu mikla. Alfreð Gísla son, bæjarfógeti, forseti bæj- arstjórnar, bauð liðsmenn vel- komna og hvatti þá til enn meiri dáða. Færði hann I- þróttabandrlagi Keflavíkur 150 þús. kr. að gjöf fyrir afrek sitt. Skal framlag þetta renna til áframhaldandi grósku i íþrótta- lífi Keflavfkur. Fleiri gjafir bár- ust f hófinu. Hallgrímur Th. Bjömsson, kennari, afhenti 20. 000 kr. gjöf frá Kaupfélagi Suð- urnesja og Hraðfrystihúsi Suð- urnesja. Sr. Björn Jónsson færði fallegan blómvönd frá Keflavíkursöfnuði. Rotary-klúbb ur Keflavíkur gaf ÍBK fallegan fundarhamar og margar aðrar gjafir bárust og margar ræður fluttar, m.a. ávarpaði bæjar- stjóri, Sveinn Jónsson, knatt- spymumennina. Mikill fjöldi heillaóska barst samkvæminu. Verulegur hluti skeytanna var frá sjómönnum Keflavíkur, stöddum vfðsvegar, ekki sízt á sfldarmiðunum fyrir austan land. Sprenging — friimn al ols I stofurnar og á hvað sem fyrir varð, gluggatjöld rifnuðu í tætl- ur og húsgögnin veltust til. Kona ein sem sat út við glugga á 2. hæð kastaðist út og niður á gangstéttina. Þar lá hún lengi bjargarlaus og hrópaði á hjálp, en fólk sem var á hlaupum eftir götunni í algeru ráðleysi og skelfingu hafði ekki hugsun á því að hjálpa henni. Þrátt fyrir öll þessi ósköp er yfir dundu var í morgun ekki vitað til að nema fjórir hefðu látið lífið. En auk þess höfðu um 200 manns særzt sumir al- varlega. Ýmiss konar minni skrámur eru þá ekki taldar. Á einu augnabliki voru mörg hundruð íbúða lagðar f rúst Talið er að um 500 íbúðir hafi skemmzt meiriháttar og um helmingur þeirra verði ekki byggilegur aftur. Sprengingin varð kl. 9,35 á iaugardagsmorgun. Það er ekki vitað, hvernig hún vildi til. Hins vegar bera mörg vitni, að rétt áður en hún varð, hafi orðið vart í nágrenninu við óvenju- lega sterka gaslykt. LOFTIÐ VARÐ HVÍTGLÓANDI. Sjónarvottar að sjálfri spreng ingunni segja að hún hafi fyrst orðið í öðrum geyminum. Svo hafi virzt sem hann lyftist upp, síðan tættist málmhúð hans í sundur kruss og þvers og eftir augnabHk rigndi málmstykkjum yfir nærliggjandi hverfi. Ógur- legur skínandi hvítur blossi kviknaði og síðan logaði hann um sinn áfram í loftinu, þá varð sprenging f h’inum geyminum og það var eins og loftið yrði hvítglóandi. FEIKILEGT STARF AÐ HREINSUN OG VIÐGERÐ. Allt slökkvi- og björgunarlið Kaupmannahafnar var kvatt út vegna þessa atburðar. íbúar f öllu nærliggjandi hverfi voru beðnir að verða á brott, og lög- gæzlulið gætti húsanna meðan slökkvistarf var framkvæmt. Síðan var byrjað að hreinsa til, fólk fékk aftur að fara til íbúða sinna, nema þeir sem komu aðeins að tómum rústum. Því fólki sem skiptir hundruð- um varð bæjarstjórnin að finna samastað í gistihúsum og bráða birgðahúsnæði. Jarðýtur og götu sóparar komu á vettvang til að ryðja burtu braki af götunum. Nokkrar húsarústir varð að hreinsa burt að fullu, þar sem þær sköpuðu hættu. Eitt mesta starfið liggur fyrir hönd- um hjá glersölum borgarinnar, en talið er að hvorki meira né minna en um 300 þús. gluggarúð ur í Kaupmannahöfn hafi brotn að í spón. Tjón'ið af sprenging- unni er lauslega metið um 50 millj. danskra kr., eða um 300 millj. fsl. kr. ______ Innbrot — Framh at bls. 1 þótti honum það grunsamlegt Lét hann þvf lögregluna vita og brá hún skjótt við og stóð mann inn að verki. Stóð hann og bis aði við peningaskáp fyrirtækis- ins, þegar að var komið og hugðist færa hann burtu með sér Innbrotsmaðurinn mun Iftið eða ekkert hafa verið undir á- hrifum áfengis. Hann var sett ur f gæzluvarðhald. TOia^TiemiEgswggiHagiiagaBmaiaR Röskur sendisveinn óskast nú þe£ar — einnig getur duglegur unglingspiltur fengið góða vinnu við lagerstörf. Upplýsingar í heildverzluninni Hverfisgötu 6. Byggingarlóðir óskast í bænum eða nágrenni. Uppl. í síma 14234 eftir kl. 9 á kvöldin. BÓKAÚTSALA ÞINGHOLTSSTRÆTI 23. Stúlka óskast BERNHÖFTSBAKARÍ, Bergstaðastræti 14 Samkomusalur er rúmar 60—70 manns, er til leigu á morgn- ana og nokkur kvöld í viku. Hentar vel til funda, fyrirlestra og æfinga. Uppl. í síma 20155. Vörugeymslu- húsnæði 100 til 200 fermetra húsnæði óskast á leigu til vöruafgreiðslu á bifreiðum. Gott bifreiðastæði nauðsynlegt. Uppl í síma 23985.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.