Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 28.09.1964, Blaðsíða 8
Ö V í S I R . Mánudagur 28. september 1964. VISIR Útgetandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundssor Ritstjómarskrifstofur Laugavsg: 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði f lausasölu 5 kr. eint. - Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. - Edda h.f Víðtæk markaðsleit IJndanfarið hefir það verið nokkuð rætt í blöðum, að nauðsynlegt væri að byggja upp síldariðnað hér á landi, ekki sízt sem lyftistöng fyrir byggðarlögin Norð- anlands. Munu allir sammála um að uppbygging slíkr- ar atvinnugreinar sé hið mesta og bezta nauðsynja- mál. En það þýðir ekki að byrja á öfugum enda, eins og Siglóverksmiðjuævintýrið sýnir. Áður en hundruð- um milljóna króna er varið til þess að byggja verk- smiðjur, þarf að þrauttryggja markaðina. Og auðvit- að ber að leggja höfuðáherzlu á markaði í hinum frjálsa heimi. Jámtjaldslöndin greiða lægra verð fyrir íslenzkar fiskafurðir en heimsmarkaðsverð segir til un og aðeins á grundvelli vöruskipta. Við þurfum hins 'egar að fá harðan gjaldeyri fyrir sem stærstan hluta itflutningsframleiðslunnar. Markaður Norðmanna og ivia er mestur í Bandaríkjunum fyrir niðurlagða og úðursoðna síld. Þar þurfum við að hefja víðtæka mark iðsleit. Það er kominn tími til þess að þjóðin komi ér upp sveit sérmenntaðra markaðsleitarmanna sem íari um lönd veraldar og kynni beztu fiskvörur í íeimi, í stað þess að starblína á gömul viðskiptasam- )önd. Norðurstjaman í Hafnarfirði vísar veginn og er igætt dæmi um það hver skynsemd felst í því að hefja ekki framleiðslu fyrr en markaðurinn er tryggur. Úr leikhúsum GRÆNLAND i - Jjá hafa meginleikhús borgarinnar tvö skýrt frá áform- um sínum í vetur. Leikritaval Þjóðleikhússins virðist nafa tekizt óvenjuvel að þessu sinni og lofar veturinn góðu í höllinni við Hverfisgötu. Sannarlega var tími til þess kominn að leikhúsið léti verða af því að taka til sýningar leikrit eftir Brecht og verður þess beðið með eftirvæntingu, ekki sízt vegna hins nafntogaða leik- stjóra, sem setur það á svið. Einnig er hið nýja leikrit Arthurs Millers forvitnilegt, en hann nýtur með réttu mikillar virðingar hér á landi sem leikritaskáld. Þá fylgir leikhúsið þeirri stefnu, sem því var mörkuð í úpp hafi að sýna verk eftir íslenzk skáld og verður leikrit Guðmundar Steinssonar senn frumsýnt. Vonandi lætur ieikhúsið hér ekki staðar numið heldur sækir enn á brattann í vali viðfangsefna. Reynsla fyrri ára sýnir, að ekki hefur verið vanþörf á nokkurri stefnbreytingu. Leikfélagið fastræður nú í fyrsta sinn leikara og eru bað góð tímamót í sögu þess. Síðasta ár var mikið upp gangsár ,enda ungur hæfileikamaður í leikhússtjóra- sæti. Verkefnavalið hefur þó ekki jafnvel tekizt og hjá Fjóðleikhúsinu, en vonandi mun þó'félaginu vel ganga á þessu ári, ekki síður en í fyrra. Uppdráttur þessi birtist í Sjómannablaðinu Vfldngi og sýnir hringrás norska síldarstofnsins, hvernig hann dreifist á rniðin við Norður og Austurland ásumrin, en safnast sfðan saman að haustlagi út af Austfjörðum og þar er skástrikað aðalveiðisvæði Rússa. Síldveiðar Rússa á svæðinu milli íslands og Færeyja Cíldveiðifloti Rússa við Austur- Iand er táknrænt dæmi þess, hve gífurlega áherzlu Rússar hafa lagt á fiskiveiðar. Þeim er orðin lífsnauðsyn, að afjla sern mestra matvæla og til þess Hafá þeir gripið til ýmissa áðferða, sem þeir hafa ætlað að gætu orðið stórvirkar. f landbúnaði sínum hafa þeir verið að reyna að taka í ræktun mikil lands- svæði austur í Mið-Asíu, og var það trú ráðamanna, að með því yrði leyst sú matvælakreppa, sem yfirvofandi var. Þær vonir hafa samt mikið til brugðizt, ný ræktin gaf ekki góða uppskeru nema fyrstu tvö árin, eftir það var komið að þvf vandamáli, að nægjanlegur áburður var ekki til. Síðustu árin eftir að mat- vælaskorturinn varð alvarlegri gaf Krúsjeff fyrirmæli um það, að smíði áburðarverksmiðja yrði að ganga fyrir öllu öðru, og rísa þær nú upp f tugatali um öll Sovétríkin. Bygging hinna voldugu rúss- nesku fiskveiðiflota var líka lið- ur í slíkri allsherjaráætlun um aukningu matvælaframleiðslunn ar. Það fjármagn sem Rússar hafa eytt í smíði fiskiskipa á síðustu tfu árum er gífurlegt og margfalt meira en með nokkurri annarri þjóð. Þeir hafa látið smíða fiskiskip, móðurskip og frystiskip víða um lönd, m. a. í Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi, Hollandi og Danmörku og hafa þessar skipasmíðar orðið stór lið ur f skipasmíðum þessara landa. Auk þess hafa skipasmíðastöðv- ar f Austur-Þýzkalandi og jafn- vel Póllandi verið önnum kafnar að smfða fiskiskip fyrir Rússa. þessum flotum séu upp undir 500 skip. Þeir hafa stundað veið ar víðsvegar á Kyrrahafi, Ind- landshafi, og á öllu Atlantshaf- inu, þeir hafa verið við Afríku- strendur, suður við Argentínu, við Nýfuhdnaland og víðsvegar á Norður-Atlantshafi, jafnvel niður í Norðursjó. Þessi viðbót á fiskistofn ým’issa hafsvæða hefur fyllt fiskimenn annarra þjóða ugg, og eftir að Rússar bættust t. d. í hópinn í Norður- sjávarveiðum er í fyrsta skipti farið að tala um hættuna á því að síldarstofninum verði eytt. Þannig mætti segja, að í engu landi hafi orðið jafnör þróun í sjávarútvegsmálum eins og í Rússlandi hin síðustu ár. En þó er við það að athuga, að mjög vafasamt er að þessi útvegur borg’i sig fyrir Rússa. Menn hafa veitt því athygli, að árang- urinn og aflabrögðin hafa ekki verið I hlutfalli við allt það geysilega fjármagn, sem þeir hafa kastað í fiskiflotann. Nú eru umræður hafnar um það 1 Rússlandi, að það verði að láta arðsvonina hafa stærra hlutverk í efnahagsmálum lands ins en verið hefur. Ekki er víst að það snerti fyrst í stað þessa stórútgerð þeirra, því að fléiri atriði koma inn í, meðal annars hemaðarlegar ástæður, svo sem það að þjálfun fiskimanna hef- ur mikla þýðingu fyrir flota þeirra. -K -X Cíðan hafa hinir voldugu fiski- flotar þeirra siglt um öll heimsins höf og stærð þeirra er gífurlegri en þekkist nokkurs staðar annars staðar í héimin- um. Það hefur komið fyrir, að i Cíldveiðifloti Rússa, sem nú hefur verið fyrir austan land er samsettur úr 300 skipum, en þeir veiða síldina í reknet og algengt mun að hvert skip fái ekki nema 150—200 tunnur á sólarhring. Slíkar véiðar geta ekki borið þennan glfurlega rekstur, risastór móðurskip með hundruðum starfsmanna. Þetta hefur cvo sln áhrif I því, að verðlagið á síld I Rússlandi er geysihátt, mun vera yfir 100 krónur kílóið á heimamarkaði og mun það þó jafnvel ekki bera allan þann reksturskostnað sem af útgerðinni leiðir. Sannleik- urinn er sá, að það hefði verið miklu hagkvæmara fyrir Rússa að kaupa síldina af öðrum þjóð- um fyrir margfalt lægra verð. Þeir munu og finna æ meir fyrir þessu eftir því sem fiskiskipin eldast og fara að ganga úr sér. I sambandi við útgerðina hafa 1 Rússar framkvæmt miklar haf- og fiskirannsóknir og einn- ig verið ósparir á fé til þéirra. Hafa þeir náð miklum árangri á því sviði og rannsóknir þeirra hjálpað til við að kasta ljósi yfir ýmis vandamál varðandi göngur fiskistofna. Þeir hafa t. d. tekið þátt 1 alþjóðlegum rann sóknum á sildargöngum á Norð- ur-Atlantshafi, enda notast þeir mjög við veiðar á norska síld- arstofninum, sem komið hefur I ljós, að sveimar I hringrás á svæðinu milli Noregs og Islands. Rússar hafa þá komizt að þeirri niðurstöðu, að hagkvæm- ast sé að véiða sildina að haust- lagi og fram eftir vetri, þegar allur norski síldarstofninn er saman safnaður á tiltölulega litlu svæði milli Islands og Fær- eyja. Þess vegna verðum við var ir við rússneskan flota við Atist- urland á haustin og Norðmenn verða fyrst varir við að sildar- gangan er að koma eftir jól, þegar rússneski flotinn nálgast strendur þeirra. Hafa sfldveiðar Rússa þannig orðið til að auaa skilninginn á þessari sfldaT- göngu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.