Vísir - 27.11.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 27.11.1964, Blaðsíða 9
VI S IR iÁv'eir,*v 9 við þróunarlöndin er sið- ferðileg skylda okkar Ég hefi leyft mér að flytja þingsályktunartillögu um það, að skora á ríkisstj. að láta frani kvæma athugun á því, á hvern hátt ísland geti tekið virkari þátt en nú er í því að veita aðstoð hinum svokölluðu þróunar- löndum og ieggja niðurstöður þeirrar athugunar fyrir Alþingi. þegar henni er lokið. Ég hygg, hvað ,;em öðru líðui að enginn ágreiningur geti verið um það, að það sé rétt, sem hald ið er fram í greinargerð minni. að efnahagsvandamál þróunar- landanna eru eitthvert mesta vandamálið, sem mannkynið á nú við að etja. Otrýming hinnar sáru fátæktar, sem allur þorri fólks i þessum löndum á við að búa. hlýtur að vera eitthvert mikil- vægasta mannúðarmál, sem nú er t'il úriausnar. En málið hefur einn ig sína stjórnmálahlið þvf að á sama hátt og allt of ójöfn tekj.u skipting milli þjóðfélagsstétta veldur jafnan ókyrrð og átökum innan einstakra þjóðféJaga, getur allt of mikill lífskjaramunur stofn að í hættu friðsamlegrj sambúð- um þjóða. En þessi hlið málsins veit ég, að er þingmönnum yfir- le'itt kunn og sé ég ekki ástæðu til þess að ræða hana nánar. En síðan tillaga þessi kom fram hef ég hitt atl marga, fáeina inn- an þings, en fleiri þó utan, sem dregið hafa nokkuð í efa, að á- stæða væri til þess fyrir okkur íslendinga að Iáta þetta mál til okkar taka umfram það, sem leið- ir af þátttöku okkar í starfi Sam einuðu þjóðanna og öðru alþjóð- legu samstarfi. Ég tel því rétt að fylgja tillögu þessari úr hlaði með því að ræða í sem stytztu máli þau megin sjónarmið, sem é'g hef orðið var við að því, er snertir þessa hlið málsins. >f. Er ísland þróunarland? Sumir hafa í fyrsta lagi spurt sem svo: Hvað er átt við með þróunarlöndum og hlýtur ekki Is- land einmitt að teljast t'il þeirra? Nú er að vísu ekki til neinn ein dítur og óumdeildur mælikvaröi á það, hvað sé þróunarland. En eins og getur í greinargerð minm fyrir tiilögunni, er lang algeng- ast að miða í því efni við raun verulegar þjfðartekjur á mann Og þó að aftur megi þá deila um það, hvaða mark skuli miða við þegar meta skal, hvort tiltekið land sé þróunarland eða ekki, þá kemur ekki til greina und’ir nein um kringumstæðum að telja land það, sem raunverulegar þjóðar tekjur á mann eru svo háar, sem hér á lartdi til þróunarlanda. Það er auðvitað rétt, að hér á landi er margt ógert og mikil þör) uppbyggingar og tækniframfara En I þeirri merkingu eru öll lönd heimsbyggðarinnar þróunarlönd Verðmæti þjóðarframleiðslu á mann mun nú nema hér á land’ milli 16 og 1700 dollurum á ári. en það er um það bil þrefalt verð- mæti þjóðarfrarnleiðslu i þeim þróunarlöndum, þar sem hún er mest. En er ísland ekki aðili að Sarr einuðu þjóðunum og ýmsum ai þjóðastofnunum, sem reka hjálp arstarfsemi fyrir þróunarlöndinV Svo er að vísu og gr.iða íslend- ingar til þeirrar starfsemi í sam ræmi við þær reglur, sem í gildi eru á hverjum tíma um framlóg hverrar einstakrar þjóðar til slíkr ar starfsemj. Þánnig er t. d. í fjár lagafrumvarpi því, er lagt hefur verið fyrir þetta þing, gert ráð fyrir 600 þús. kr. framlagi vegr.a tækniaðstoðar á vegum Samein- uðu þjóðanna og sama framlagi var gert ráð fyrir á fjárlögum fyr ir yfirstandandi ár. En minnst af þeirri efnahagsaðstoð, sem þróun- arlöndunum er veitt, er þó á veg- um þessara alþjóðastofnana. Eru skiljanleg takmörk fyrir því, hvað mikil framlög fást til slíkrar starf semi, ef hin einstöku lönd, sem leggja fé fram I þessu skyni, geta ekki haft nein áhrif á ráðstöfun þeirra, þannig að mest af þe'irri aðstoð, sern þróunarlöndunum er veitt, er í þeirri mynd, að ein- stök ríki skipuleggja starfsemi á r---------------------------------- y. þessum sviðum hvert á sinn kostn að. Eins og við má búast, haía Bandaríkin verið stórtækust allra einstakra landa á þessu sviði, enda eru þjóðartekjur á mann þar hærri en í nokkru landi öðru eða nær tvöfaldar á við þjóðar- tekjur íslendinga, þó að munur lifskjara þar og hér sé ekki svo mikill, sem nemur mun á þjóðar tekjum vegna hás verðlags í Bandaríkjunum. jf Umfangsmikil aðstoð Norðurlandanna Það eru ekkí eingöngu lönd, sem eiga við svipaða auðlegð að búa og Bandaríkin, sem lagt hafa mikið af mörkum í þessu skvni. Öll hafa Norðurl' lin með hönd um umfangsmikla starfsemi á þessu sviði. Að undantekinni Svíþ eru þjóðartekjur á íbúa þó ekk- hærri á hinum \'orðurlöndunun en hér á landi Þær eru svipaðai pg hér i Danmörku og Noregi. er talsvert lægri i Finnlandi, enda verð ég að játa, að ég þekki minnst til þess, hvernig aðstoð við þróunarlöndin er háttað þar en veit þó, að hún er töluverð. Sem dæmi um það, hversu t. d Danir telja sér skylt að taka þessi mál föstum tökum, má nefna það að vorið 1962 hitti ég I Kaup mannahöfn skólabróður minn frá námsárum minum í Kaupmanna- höfn, einn af kunnustu hagfræð- ingum Dana. Sagði hann mér þá frá því, að hann hefði nýlega verið skipaður formaður í nefnd, er gera átti tillögur um skipu- lagningu aðstoðar Dana við þró- unarlöndin og var gert ráð fyrir bví, að nefnd þessi ætti að starfa í 1—X ár. Hafði þess jafnframt verið óskað, að hann léti af báð- um þe'im störfum, sem hann þá gegndi, prófessorsstarfi og öðru miklu ábyrgðarstarfi meðan á at- huguninni stæði, þannig að hann gæti óskiptur helgað sig því starfi. sem þama var um að ræða. En það eru ekki eingöngu þjóð rr, sem búa við svipuð og betri lífskjör og íslendingar. sem taka báft í aðstoð við þrðunarlöndin Þess eru nú ófá dæmi, að þau þróunarlönd, sem iengra eru kom- in á þróunarbrautinni, veiti að- stoð þeim þróunarlöndum. sem skemmra eru komin. Það má einníg nefna, að þjóð- ir eins og t. d. Japanir og Rússar, veita mikla efnahagsaðstoð til þróunarlanda og munu hinir fyrt- nefndu eða Japanir þó ekki hafa náð 500 dollara árstekjum á íbúa eða því marki, sem samkv. áður- sögðu er algengast að miða við, þegar ákvarða skal, hvort ákveð- ið land skuli teljast þróunarland eða ekki. Og þjóðartekjur Rússa munu ekki vera mikið yfir þessu marki. Með hliðsjón af þvi, sem nu hefur verið sagt, er það skoðun mín, að meira tómlæti hafi gætl af hálfu íslendinga í þessu mikil- væga, alþjóðlega mannúðar- og menningarmáli en æskilegt er og því er tillaga sú, er hér Iiggur fyrir fram borin, því að siðferði leg skylda einstakra þjóða, ti! þess að láta mál þetta til sín taka hlýtur að verða háð efnahag. ekki fólksfjölda. ,.ð er.eðlilegt að gerðar séu í þessu efni meiri kröfur, t. d. til Svía og Svisslend- inga, en jafnfjölmennra Negra- eða Indíánarlkja. Það er óvefengj anleg staðreynd, að íslendingar eru I hópi þeirra 10% ibúa jarð arinnar, sem hæstar tekjur hafa Ég tel okkur því siðferðilega skyll að athuga það, hvað hugsanlegt er, að við gætum gert í þessu efni. Það er auðvitað hugsanlegt, þó að það sé að vlsu að mínu áliti ekki líklegt að niðurstaða slíkrar athugunar yrði neikvæð, en jafnvel þótt svo væri, teldi ég engu síður rétt, að slfk athugun yrði gerð, því að þá gætum við a. m. k. haft betri samvizku á eftir. Fleira en fjjár- framlög Þó að ég fari ekki út í það sem neinu nemur, að ræða með hverju móti er hugsanlegt að þátt taka okkar I aðstoð við þróunar- löndin geti orðið, þá tel ég þó rétt að benda á það, að fleira kemur til greina I þvf efni en fjárframlög til einhverra ákveð- inna framkvæmda í þessum löndum. Hvað slík fjárframlög snertir, er mér ljóst, að varla getur þar verið um að ræða framlög af okkar hálfu, sem um munar. En það er fle’ira en fjár- magnsskortur, sem hamlar efna- hagslegri þróun þessara landa Fáfræði almennings og öðru fremur skortur á verkkunnáttu eru ekki síður meðal mikilvæg ustu orsaka þess, að lönd þessi hafa dregizt aftur úr í efnahags- legu tilliti. Þegar ég tala um skort á verkkunnáttu, á ég ekki fyrst og fremst við skort á há- menntuðum sérfræðingum. Á þvi sviði erum við vissulega heldm -kki aflögufær’ir. Ég á við hitt, að almenn verk kunnátta I þessum löndum er gjarnan öldum á eftir þvi, sem er hér á landi og í nágrannalöndum orum. Verkkunnátta. sem hé: er almenn, gæti því, ef hún næð; til þessara þjóða, gerbylt lífs kjörum þeirra Slikri kunnáttu gætum við bæði miðlað þessum ' - -' " - c’f> iliitiognin'-} Bi .ariíimV m OLAFUR BJÖRNSSON próféssor hefur borið fram á Alþingi til- lögu um að ríkisstjómin Iáti fara fram athugun á þvi hvort ékki sé ástæða til þess að íslendingar veiti þróunarlöndunum aðstoð svo sem fjölmörg ön.nur riki. í ræðu sinn á þingi I fyrradag ræddi prófessor Ólafur ítarlega þetta merka mál og benti m.a. á að framlag okkar þarf ekki fyrst og fremst að vera fjárframlag, lieldut aðstoð á svlði verkkunnáttu og tækni. — Hér birtlst meg- mhluti ræðu prófessors Óiafs. þjóðum með því að senda menn til þessara landa I þvl skyni, að kenna það, sem að gagni mætti koma þar eða taka á móti fólki frá þróunarlöndunum til verk- legs náms eða annars, sem að gagni mætti koma. Ég tel rét.t einmitt í þessu sambandi að geta þess. að það hafa að vísu nokkrir íslenzkir sérfræðingar starfað I þessum löndum á veg- um Sameinuðu þjóðanna eða einstakra stofnana þeirra, svo' sem alþjóðlegu tnatvælastofnun- arinnar, en ég tel, að það geti ekki talizt aðstoð Islands við þessi lönd, v.gna þess að r..enn þessir eru algerlega kostaði»- af þeim alþjóðleru stofnunum, sem hlut eiga að máli Hins veg- ar getur auðvitað þekking þess ara manna, þegar þeir hafa horf- ið heim frá þessum störfum, ver ið okkur mikilvæg einmitt i sam bandi við ráðstafanir, sem við kynnúm að gera I þessum efnum En fyrir utan þetta, kemur einnig til greina margs konai leiðbeiningastarfsemi á öðrum sviðum, svo sem heilbrigðismála- kennslu og ir reldismála o. s. frv Slík leiðbeiningastarfsemi gæti komið þessum löndum að miklunr notum, en þarf ekki að kosta ýkja mikið þau lönd eða það land sem hana geta látið í té. En hins má þó auðvitað ekki ganga dui inn, að þó að hjálpin væri ein göngu í þeirri mynd, sem nú hefur verið nefnd, kostar húr alltaf eitthvað, þannig að ef ekk kemur til greina að láta neina fjármuni af hendi rakna í þessu skyni, þá er að minu álit,i út i,.. blá'inn að ræða þetta mál frékar Hjálp án bakþanka Aðstoð við þróunarlöndin er. eins og ég sagði áðan, fyrst og fremst menningar- og mannúðar mál, þannig að komi til gréina að véita slika hjálp, verður það að vera í þeim tilgangi einum að gera gott án bakþanka um við skipti við þessar þjóðir slða: eða fjárhagslegan ávinning einni eða annarri mynd. Nú ei það vissulega svo, sem flestum mun kunnugt um, að við höfum allmikil viðskipti við sum þess ara þróunarlanda. Skylt er auð vitað og nauðsynlegt að vinna að því að efla slik viðskipti. Leitp nýrra markaða o.s.frv., enda hafu á undanförnum þingum verið uppi hér á Alþingi ýmsar till. um ráðstafan'ir í þeim efnum. Það er allt saman að mínu áliti mik ilvægt og góðra gjalda vert, en því má ekki blanda saman við það málefni, sem hér er um að ræða. En þrátt fyrir þetta má þó S það benda, að slfk starfsenr; kemur ekk'i einvörðungu að gagni þeim þjóðum, sem hennar njóta, heldur einnig þein*, er hana láta í té. Það er ekki vafi á því, að sú þekking og reynsla. sem fengizt hefur I sambandi við þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til þess að efla hagvöxr í þróunarlöndunum, hefur komið að miklu gagni í sambandi við ráðstafan'ir, sem gera hefur burft, til þess að efla hagvöxt 1 beim löndum, sem aðstoðina haia veitt. Tel ég m.a. ekki vafa á Framh. á bls. 6 — Lœrdómsrikt að kynnast vandamálum þeirra >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.