Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 1
VÍSIR 54. árg. — Mánudagur 30. nóvember 1964. - 265. tbl. Verzlanir opnar allan 1. desember samkvæmt niðurstöðu Kjurudóms Eins og kunnugt er hafa verzl anir í Reykjavík veriö lokaðar eft- ir hádegi 1. desember á undanförn um árum eins og opinberar skrif- stofur, og upphaflega var venja þó langt sé um liðið, að frí væri veitt allan daginn 1. des. Siðan 17. júni kom til sem þjóðhátíðar- dagur hefur 1. des. veriö á undan- haldi sem fridagur, og munu verzl- anir og skrifstofur verzlunar- manna nú í fyrsta sinn hafa opið alian daginn. Kaupmanna. og samvinnuverzl- anir í Reykjavík hafa auglýst í sam ræmi við niðurstöður kjaradóms, að ekkert frí verði á morgun hjá verzlunarfólki og búðir því opnar allan daginn. Vísir hefir snúið sér til Sigurðar Magnússonar, form. kaupmannasamtakanna f þessu sambandi og fórust honum orð á þessa leið: „Kjaradómur verzlunarmanna tók beina afstöðu til þess hvort 1. desember skyldi vera frídagur hjá verzlunarfólki, og dæmdi að svo skyli ekki vera. 1 samræmi við Framh. á bls. 6 ösin í Landsbankanum í morgun.Siðustu forvöð að ná sér i spariskírteini ríkissjóðs. SPA RISKÍRTEININ UPPSELD hjá seðla:ankanum Mikilvæg reynsla varðnndi íslenzk verðbréfa- viðskipti — segir dr. Jóhannes Nordal Spariskírteinin í 50 milljón króna verðbréfaláni því, sem fjármáiaráðherra bauð út fyrir hönd rikissjóðs i byrjun s.l. viku voru uppseld hjá Seðlabank- anum fyrir helgi, en eitthvað Allir vegir og götur stór- hættulegar vegna hálku Akstursskilyrði voru mjög slæm í Reykjavik og nágrenni um helg- ina vegna hálku, enda met-árekstra dagur á laugardaginn, þegar um 50 bflar lentu í árckstrum á aðeins 9 klukkustundum frá kl. 9 árdegis og til'kl. 6 siðdegis. En þá var svo mjög tekið að hlánaj og leyst af flestum götum að úr því var lítið um árekstra. 1 morgun var aftur komin flughálka á götur, því að í nótt fraus og gerði að þvi búnu föl yfir. Voru strax í morgun hafnar aðgerð'ir við að bera salt eða sand á göturnar til að draga úr hálk- unni. Nokkur umferðaróhöpp, fyrir utan árekstrana sjálfa, hafa orðið bæði í nágrenni bæjarins og úti BLAÐIÐ I DAG Bls. 2 Iþróttir. — 3 Viðtöl við útvegs- menn á LÍÚ-fundi. — 4 Kjarnorkufloti Atlantshafsbanda- lagsins. — 5 Sir Winston Churchill níræður. — 8 Noregsbréf. — 9 Arnarhreiður, sam | tal við Magnús Jóhannsson. á þjóðvegunum. í gærmorgun, um hálfsexleytið, lenti bíll út af veg- inum við Grafarholtslækinn á Mos- fellssveitarvegi. Þetta var fólks- flutningabíll með sex manns og þykir sýnt að honum hafi verið ekið á mjög mikilli ferð. Við Graf- arholtslækinn er beygja og þar hefur ökumaður misst stjórn á bílnum. Afleiðingin var sú, að bíll- inn fór í Ioftköstum út af veginum og hafnaði á þakinu. Þótti furðu gegna að allt fólkið í bílnum skyldi sleppa við meiðsli. í morgun fór bifreið út af Hafn- arfjarðarveginum við Hraunholts- læk, ekfyi urðu slys á mönnum, en bíllinn skemmdist eitthvað. I fyrrinótt ók drukkinn maður vörubíl á tvær bifreiðir fyrir utan Klúbbinn við Borgartún og skemmdi báðar. Annars telur lög- reglan að um það leyti, sem dans- leikjum sé að Ijúka, bæði í Klúbbn um og sumum öðrum samkomu- stöðum, safnist svo mikið af bílum fyrir utan þá. að erfitt sé að smjúga gegnum bílaþvöguna, jafn- vel fyrir allsgáða bílstjóra. i Upp'i í Kjós og í Borgarfirði var I fljúgandi hálka samfara ofsaroki í Framh. á bls. 6 mun hafa verið óselt hjá nokkr um útsöluaðilum spariskírtein- anna í morgun svo sem eins og hjá Landsbankanum. Þar var þröng mikil f morgun og voru menn að kaupa spariskírteini þau, sem enn voru á boðstólum. Munu nú vera síðustu forvöð að tryggja sér þessi skírteini. Vísir náði í morgun tali af dr. Jóhannesi Nordal, aðalbanka stjóra Seðlabankans og lét hann svo ummælt um útboð þessa verðbréfaláns: „Salan á þessum bréfum hefir gengið vonum framar. Er aug- ljóst að áhugi á þeim hefir verið mikill og almennur, kaup á þeim hafa dreifzt á m'ikinn fjölda fólks. Seðlabankinn telur að með þessu hafi fengizt mikil væg reynsla varðandi möguleika á að taka upp skipuleg verð- bréfaviðskipti hér á landi í fram- tíðinni". Blaðið spurðist fyrir um hvort tekin hefði verið ákvörðun um að nota viðbótarheimild til lán- töku innanlands, sem nemur 25 milljónum króna, hvort gefin yrðu út spariskírteini.fyrir þeirri upphæð, fyrst svo mikil eftir- I spum er eftir þeim Dr. Jóhann- es kvað það enn eigi hafa , verið afráðið. Skuldabréfalán þetta á sem kunnugt er að nota til ýmissa opinberra framkvæmda, svo sem til hafnargerða, vegafram- kvæmda, rafmagnsmála og sjúkrahúsabygginga. Skótar í heimsókn hjó forsetanum ! Yfir sjötíu skátar heimsóttu forseta íslands hr. Ásgeir Ás- geirsson, verndara skátahreyf- ingarinnar, að Bessastöðum f gær. Þegar skátamir komu til Bessastaða tók forsetinn á móti þeim og fylgdi í kirkju. Þar lýsti forsetinn kirkjunni og sögu staðarins og sungnir voru sálm- ar. — Eftir það var gengið til stofu og bornar þar fram veit- ingar. Form. Skátasambands Reykjavíkur Þór Sandholt skólastj. flutti þar stutt ávarp, afhenti forsetanum ' skrautrit- að skinn, fest á birki, sem ungur skátaforingi hafði gert. Áður en skátarnir fóru sungu þeir nokkur lög. (Ljósmynd H Vísis, B. G.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.