Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 2
V í S IR . Mánudag'.sr 30. nóvsmbar 1984 Handknottleiksmót Reykjavíkur: Lélegur „matur" á borSum eftír „kræsingar" undanfamar vikur Heldur var dauft bragðið af því, sem Iagt var fram fyrir hand- knattleiksunnendur í gærkvöldi á Hálogalandi, eftir fjöruga og skemmtilega leiki, sem tvær er- lendar heimsóknir hafa boðið upp á í mannsæmandi húsakynnum að undanförnu. Handknattleikslega séð var kvöldið í gær heldur mis- heppnað og enda þótt tveir ieikj- anna haf' verið alljafnir, vantaði þó alla stemningu til að þeir gætu orðið skemmtilegir. Mark á mínútu hjá Ármanni og Í.R. Leikurinn hjá Ármanni og ÍR einkenndist af lélegum vörnum og markvarðaleysi liðanna. Alls þurfti 36 sinnum að fara eftir boltanum í netið 1 þessum örstutta le'ik, — úrslit sem væru að öllu jöfnu nokkuð eðlileg f helmingi lengri leik. Ármenningar náðu yfirhöndinni fljótlega I leiknum og komust 5 mörk yfir með 6:1 og 7:2 og í hálfleik var staðan 10:5. í seinni hálfleik tókst hinum skothörðu ÍR-ingum að vinna talsvert á og undir lokin munaði sjaldnast nema 2—3 mörkum á liðunum. Samt varð aldrei nein spenna f leiknum og það var greinilegt að Ármanns- Iiðið mundi ekki í hættu. Til þess var of mikið öryggi yfir leik liðs- ins. Ármann vann leikinn 19:17. 1 Ármannsmarkið vantaði Þor- stein Björnsson, landsliðsmark- vörð, og Einar Sigurðsson lék heldur ekki með. Beztu menn Ár- manns f þessum heldur lélega leik voru Árni Samúelsson, Lúðvík Lúðvíksson og Hörður. Hjá ÍR bar mest á Þórarni Tyrfingssyni og Pétri, en ungur leikmaður Grétar Ingólfsson, sem áður lék með Breiðabliki, er mjög efnilegur og á eftir að gera liðinu mikið gagn sfðar, þegar hann samlagast betur. Fram var aldrei í erfiðleikum með Víking. I leik Fram og Vfkings sáu menn þéttari varnarleik og betr’i mark- vörzlu en f fyrri leiknum og marka talan var því eðlilegri. Fram skoraði 3 fyrstu mörkin og hafði yfir í hálfleik 6:2, en í seinni hálfleik smájuku þeir forskotið og unnu Ieikinn, sem var í einu orði sagt dreplelðinlegur með 12:6. Framarar sýndu hins vegar það eina sem þetta kvöld sást, sem eitthvað er í ætt við handknattleik „hinna stóru“, þeirra sem Ieika f Evrópubikarkeppnum, á þrefalt stærri völlum en á Hálogalandinu, þeirra sem leika i keppnum þar sem þúsundir áhorfenda eru sam- an komnir. En það er ekki nóg, — þetta litla hús er gréinilega farið að há liðinu og hver leikur þess í Hálogalandi gerir sitt ógagn. Beztu menn Fram í gærkvöldi fundust mér Tómas Tómasson, og bræðurnir Gylfi og Gúnnlaugur Hjálmarssynir. Hjá Víkingi voru Rósmundur og hinn ungi Jón Hjaltalín ágætir, en lið Víkings heldur að rétta úr kryppunni. Þróttur „brotnaði“ undir Iokin eftir harða baráttu. Leikur Vals og Þróttar var einna skemmtilegastur leikja kvöldsins, en jafnframt var það lé- legastur handknattleikur, sem | Sfaóan i Reykja-1 1 víkiirmótinu í t | handknattleik \ l Staðan í Reykjavíkúrmótinu l í handknattleik er nú þessi: / © Ármann—ÍR 19:17. i © Fram—Víkingur 12:6. (} © Valur—Þróttur 14:10. | KR 5 5 Fram 5 4 Valur 6 4 Ármann 5 2 ÍR 5 2 Þróttur 5 0 Víkingur 5 0 0 0 56:46 10 0 1 79:45 8 0 2 65:51 8 t 1 2 50:52 5 / 0 3 52:67 4j 1 4 49:76 1 ) 0 5 37:51 0 í lengi hefur sézt á Hálogalandi, og á það ekki sízt við um Þróttarliðið, sem greinilega hefur ekki undir- búið sig sem skyldi fyrir þetta mót, þó undantekningar séu þar í liðinu. Leikurinn var furðujafn og virðist Valsliðið enn búa við „Þróttarkomplexinn", sem oft hef- ur komið fram á liðinu í leikjum Framh. á bls. 6 •x v."', Stjórn F.R.Í. Stjórnir endurkjörnar Stjórnir Knattspyrnusambands íslands og Frjáls- íþróttasambands íslands voru endurkjörnar í gær- dag, en toppmenn þessara tveggja íþrpttagreina fjinguðu um heígina í Reykjavík, KSf’í'Súsi slysa- varnafélagsins á Grandagarði, en FRÍ:í Sambandns- húsinu við Sölvhólsgötu. Þingstörf gengu mjög vel hjá báðum aðilum og skýrslur beggja bera með sér þróttmikið og fjölbreytt starf, og mikil verkefni blasa nú við til úrlausnar. Knattspyrnuþing samþvkkti • m. a., að athugun fari fram á því hvort tímabært sé að fjölga liðum í 1. deild. Skal milliþi. ;anefnd athuga þetta og skila tillögum fyrir næsta árs- þing KSÍ. Einnig lýsti ársþingið sig samþykkt því að stjórn KSÍ geri tilraun til að fá áhuga- mannr.reglum ÍSÍ breytt þannig að stjórnin fái heimild til f.ð greiða töpuð vinnulaun til knattspyrnumanna, sem sam- kvæmt yfirlýsingu vinnuveit- anda hafa raunverulega tapað launum vegna landsleikja, sem þeir hafa tekið þátt í á vegum KSÍ. Fjárhagur sambandsins hefur sjaldan verið betri en nú þrátt - fyrir mikil útgjöld. Stærstu tekjuliðirnir voru auðvitað landsleikirnir í sumar. Berm- udaleikurinn gaf 236.749 krónur en ieik ’-inn við Skota 124.820 krónur. Reksturshagnaður var 369.121 króna 89 aurar. Stjórn KSl var öll endurkjör- in, formaðurinn, Björgvin Schram, í 10. sin;:. en með honum eru nú í stjórn: Guð- raundur Sveinbjörnsson. Ragnar Lárusscn, Ingvar N. Pálzzon, Sveinn Zoega, Jón Magnússon og Axel Einarsson. Varastjórnin var ennfremur endurkjörin. ★ Frjálsíþróttamr-n geta ekki opinberað stórar útkomutölur teknamegin á rekstarreikningi sínum að þessu sinni, en þó hefur reksturinr gengið mjög vel miðað við það hve mikið gerðist í frjálsum íþróttum s.l. sumar og nægir þar að benda á ’andskeppnina við V Norðmenn og tugþrautarlandskeppnina, sem hvort tveggja heppnaðist rnjö“ vel og varð til þess að vekja áhuga fólks á frjálsum íþróttum og dró talsverðan fjölda áhorfenda til sín þrátt fyrir heUlur slæmt veður. Á næsta sumri verður mikið um að vera á frjálsíþróttasvið- inu en nú sækja íþróttamenn okkar meira út en í fyrrasum- ar. T.d. fer fram í ágústmán- uði í Danmörku keppni íslands —Danmerkur og Spánar, lands- keppnin við V.-Norðmenn fer fram f Noregi í sama mánuði og landskeppni verður háð viá Skota einnig í ágústmánuði og verður það bæði karla og kvennakeppni. Rekstrarreikningur sýndi 30 þús. króna hagnað og var það vel gert. Ingi Þorsteinsson var endur- kjörinn einróma formaður fyrir næsta starfsár, r- —eð honum sitja áfram i stjórn Bjöm Vil- mundarson, Jðn M. Guðmunds- son, Svavar Markússon og Þor- björn Pétursson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.