Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 11
V í S I R Mánudagur 30 nóvember 1964 n borgin í dag borgin í dag borgin í dag ■■ ■ • • .................................................................................................................................................................■■■ • EINBYUSHUS A FLAKKI Akváðu oð byggja hús fyrir 2 mánubum — geta flutt inn eftir 2 vikur t Nýlega var flutt í einu lagi frá Reykjavík austur að Laugarvatni 150 ferm. einbýlishús, sem síðan var reist þar á tveim dögum. Er hér um óvenjulegan viðburð að ræða, því flekahúsin svonefndu sem eru steypt með einangrun og leiðslum í verksmiðjunni hafa ekki verið flutt til þessa út á lands byggðina, en hafa fengið mjög jákvæða reynslu í Reykjavík, Silf urtúni, Kópavogi og víðar. Það er fyrirtækið Steinstólpar í Súðarvogi, sem framleiddi veggi þessa einbýlishúss, sem þarna var reist á tveim dögum en eigendur hússins eru Steingrímur Sigurðs- son blaðamaður og kona hans Margrét Ásgeirsdóttir, símstjóri á Laugarvatni. „Við ákváðum að byggja hús á Laugarvatni í byrjun október og fórum þegar af stað. Allt hef- ur gengið sérlega vel og nú er svo komið, að við flytjum inn í húsið tilbúið einhvern tíma fyrir | jólin," sagði Steingrímur í stuttu viðtali. Steingrímur sagði að allt hefði gengið . samkvæmt áætlun I í flutningnum á veggjunum frá , Reykjavík, en þeir voru fluttir á 3 stórum flutningavögnum, en vegamálastjórnin leyfði ekki flutn 1 inginn í 3 daga, vegna þess a hún taldi vegina ekki þola hann . eftir langvarandi rigningar. \ Unnið við uppsetningu hússins á Laugarvatni. SLVSAVARÐSTOFAN Opið allan sólarhrmgmn. Simi 21230 Nætur og heleidagslæknir i sama sima Næturvakt i Reykjavxk vikuna 28. nóv.—5. des. í Ingólfs Apó- teki. Neyðarvaktin kl. 9—12 og 1—5 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12 Simi 11510. Læknavakt i Hafnarfirði aðfaranótt 1. des.: Jósef Ólafs- son, Ölduslóð 27. Simí 51820. Útvarpið Mánudagur 30. nóvember Fastir liðir eins og venjulega 15.00 Síðdegisútvarp 17.05 Tónlist á atómöld 18.00 Framhaldssaga barnanna: „Bernskuár afdaladrengs,-' eftir Jón Kr. ísfeld VI. 20.00 Um daginn og veginn: Ragn ar Jónsson forstjóri. 20.20 „Undir bláum sólarsali" Gömlu iögin sungin og ieik in. 20.45 „Tveggja manna tal,“ Sig urður Benediktsson ræðir við Gunnlaug Scheving list málara. 21.15 Fílharmoníusveitin í Osló leikur tvö norsk tónver*. 21.30 Otvarpssagan: ,,Elskendur,“ eftir Tove Ditlevsen III. 22.10 Hljómplötusafnið 23.10 Dagskrárlok Minniiijjarspjöld Minningarspjöld blómsveigar- sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá Aslaugu Ágústsdótt ur Lækjargötu 12B. Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar Aust urstræti 18, Emelíu Sighvatsdótt ur Teigagerði 17 Guðrúnu Bene diktsdóttur Laugarásvegi 49 og Guðrúnu Jóhannsdóttur Ásvalla götu 24 Minningarspjölú Kvenféiags Nes kirkju fást á eftirtöldum stöðum Verz! Hjartai Nilsen. Templara sundi Verzl Steinnes Seltjam arnesi, Búðin min, Víðimel 35 og hjá frú Sigríði Ámadóttur, Tóm- asarhaga 12 Minningarsjóður Maríu Jóns- dóttur flugfreyju. Minningarkort fást í Oculus, Valhöll og Lýsing h.f. Hverfisgötu. Súrefnistjaldið og tækin sem Landakotsspítalinn fékk. Landakotsspítali - - - ■ - . 1 Tilkynningar fær súrefnistjald Frá hinu Islenzka Náttúru- fræðifélagi: Næsta samkomu fé- lagsins verður í I. kennslustofu Háskólans í dag, mánudaginn 30. nóvember og hefst kl. 20.30. Þá flytur Jónas Jónsson cand. agric. erindi með skuggamyndum: Um kornrækt. VETRARHJÁLPIN Munið VetrarhjáTpina i Reykja vík Ingólfsstræti 6, simi 10785. Opið frá kl. 9-12 og 1-5. Styðjið og styrkið Vetrarhjálpina. Nýlega barst Barnadeild Landa kotsspítala að gjöf súrefnistæki og tvö tæki til þess að Iífga úr dauðadái eru það Vinarhjálp, kvennaklúbbur sendiráða í Reykja vík, nokkrar islenzkar konur og Lionsklúbbur Reykjavíkur, sem staðið hafa að þessum gjöfum. Tækin voru samstundis tekin i notkun. Við móttökuathöfn tækjanna sagði Björn Guðbrandsson, yfir- Iæknir Barnadeildar m.a. að tæki það, sem sendiráðskonur gæfu væri súrefnistæki, amerískt, fram leitt hjá Ohio Surgical Equipment Company. Þetta væri mjög full- komið tæki, eitt af þeim beztu, sem völ er á. Það hefði sérstakan hitastilli, rakastilli og væri þægi- legt I meðförum. Tækinu væri ek ið að hlið sjúklings. Það væri rúmgott, svo að sjúklingurinn fengi síður innilokunartilfinningu eins og oft vildi verða f þröngum tjöldum. í tjaldinu væri auðvelt að fylgjast með sjúklingnum. Súrefnistjald eins og þetta, væri ómissandi og þyrfti að vera á öll um deildum. Ennfremur sagði Bjöm, að Li- onsklúbbur Reykjavíkur hefði gef- ið tvö tæki til lífgunar úr dauða- dái. Væru það mjög handhæg tæki og verður annað þeirra not að á barnadeildinni og hitt á skurðstofu spítalans. Hjá börnum væri þörf fyrir skyndihjálp tíðari en meðal full- orðinna og væru tæki þessi því sérstaklega þarfleg á bamadeild um og skurðstofum, þar sem böm þurfa að gangast undir uppskurði Sagði hatin að lokum að á betri gjafir væri ekki kosið. Fréttamenn sáu er fyrsti sjúkl ingurinn var lagður í súrefnis- tjaldið, var það lítill drengur er hafði lent í bílslysi fyrr um dag- inn og átti tjaldið að hjálpa hon- um að komast yfir „sjokk“ er hann varð fyrir. Þarna var aug- sýnilegt að tjaldið kom að miklu gagni, kvað yfirlæknirinn notkun slíkra súrefnistjalda mega vera miklu meiri en nú tíðkast. Söfuin Þessa upphæð, heldur Rip á- fram, fyrir hálsklútinn, sem ung frúin skildi eftir. Minning hennar er ókaupanleg... en ég tek á móti þessu, segir Feneyingurinn. En þetta er ekki símanúmerið hennar, segir Rip. Auðvitað ekki hvers vegna heldur þú að ég hafi selt klútinn, segir Feneyingurinn Og hraðbáturinn heldur til hafs. Þjóðminjasafnið er opið þri.ðju- daga. fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 1.30-4 Ameríska bókasafnið er opið mánudaga, miðvikudaga og fös'tu daga kl. 12-21. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12-18. Bókasafn- ið er í Bændahöllinni á neðstu hæð. Listasafn tslands er opið sunnu daga. þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1.30-4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.