Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 3
T-r-rmc . roarnuagur ou. novemDer 1964 Fundur ver að hefjast á að- alfundi L.I.O. og útgerðar- nennirnir voru að byrja að tín- ast inn 1 salinn á annarri hæð Tjarnari affis. Blaðamaður og ljósmyndari Vísis tóku sér stöðu í dyrunum og spurðu útgerðar- menn frétta um leið og þeir gengu inn. Fyrstur kom í salinn GUÐ- MUNDUR JÓNSSON, útvegs- bóndi á Rafnkelsstöðum, og við hnipptum í öxlina á honum: — Hvernig gengur þér með síldina? — Þetta gengur mjög illa, segir Guðmundur og hlær. Tveir af mínum bátum eru byrjaðir á haustvertíðinni og er Sigur- páll annar. Hinir eru inn'i og það er verið að fara yfir þá. Sumarvertíðin hætti seint og mínir bátar fóru seint af ver- tíðinni, og það þarf alltaf nokk- uð hlé milli vertíða til að yfir- fara bátana. — En nýja verksmiðjan? — Ég var búinn að leggja alla peninga, sem tiltækir voru, í þessa ágætu verksmiðju, og er Guðmundur Jónsson á Rafn- kelsstöðum: — Nú er það svart! | nú reiðubúinn að taka á móti | síldinni í hana. En síldin, hún kemur ekki, þótt beðið sé eft'ir Ij henni. Verksmiðan stendur al- ® veg ónotuð. — Hvaða ráð eru við því? — Ja, sildarflutningarnir í sumar hafa gefið athyglisverða raun og einkum þótti mér síld- ardælurnar athyglisverðar. Þarna dældi þeir síldinni milli | skipa, þótt sjórinn væri mjög ís úfinn. Er þessi mál þróast bet- | ur, fer staðsetning verksmiðj- S anna og vinnslustöðvanna að | skipta minna máli. — Er Eggert með Sigurpál | út af Jökli núna? — Ne'i. Hann er í fríi fyrir austan að kenna þeim að veiða sild. Næst náum við tangarhaldi á JÓHANNI PÁLSSYNI, útgerð- | armanni frá Vestmannaeyjum: — Er ekki rólegt í Eyjum núna? — Jú, við c..,m milli vertíða. Það eru lít'il umsvif hjá okkur um þetta leyti. — Vestmannaeyjabátar eru ekki einu sinni teknir f land- helgi.' I— Trollið er vandamál, sem verður að leysa. Það var skipuð nefnd hjá okkur, eins og þú veizt, til að ræða við ríkisstjórn ina um þetta vandamál Iitlu bátanna. Þetta mál er í athug- un og það verður út frá því að nást einhver heildarlausn, Jóhann Pálsson frá Vestmanna- eyjum: — Þetta var júhílár. ekki bara fyrir Vestmanna- eyinga, heldur almennt með trollið. — Síldin út af Jökli er enn langt frá ykkur í Eyjum? — Okkar tími kemur eigin- lega ekki fyrr en eftir áramót, og við erum ekki með neinn asa, þegar ekki veiðist meira af síldinni en þetta. Meðallands- bugtin er okkar staður, en þangað kemur síldin ekki fyrr en eftir áramót. — Hvað telurðu helzta vanda mál útgerðarinnar? — Fiskverðið. Það þarf að á- kveða fiskverðið á einhverjum grundvelli. Þegar bændurnir koma með sína reikninga, er tekið mark á þeim, en þegar aumingja útgerðarmennirnir koma, þá er ekkert mark tekið á reíkningum. Það verður að nást samkomulag um einhvern raunhæfan grundvöll til að meta eftir fiskverð á hverjum tíma. — Þetta hefur nú verið blóma tími hjá bátunum. — Já, undanfarið ár hefur verið hreinasta júbílár. Öll ve’iði í toppgangi. En þú sérð. að það er eitthvað bogið við það, þegar talað er um rekstrar örðugleika útgerðarinnar, þegar aflinn er nógur. Fiskverðið er miðað við þennan toppafla. Hvað gerist svo, þegar aflinn bregzt? Nú varð á vegi okkar AND- RÉS FINNBOGASON, útgerð- armaður í Reykjavík. — Svanúrinn er byrjaður á haustsíldinni. — Hann hjakkar eins og aðrir. — Hvernig standa smærri bátarnir sig í samkeppninni við þá stóru og nýju? — Það lágu um 50 bundnir í fyrra og það verða fleiri núna. Það fæst ekki mannskap- ur á smæ; 'i bátana. Stóru bát- arnir þurfa aðeins einum eða tveimur fleira á, en þeir geta veitt hlutfallslega miklu meira. Aflahlutur sjómannanna verður óhjákvæmilega meiri á stóru bátunum og þeir flykkjast því á þá stóru, en hinir verða út- undan. Þetta er náttúrlega ekki nema eðlilegt eins og málunum er háttað, en þjóðhagslega er slæmt, að þessi verðmætu og mikilvirku tæki skuli liggja ó- notuð. — Finnst ykkur hlutaskipt- ingin sanngjörn? — Þetti nýju tæki, sem út- gerðarmennirnir láta í bátana. kraftblakkir, leitartæki og nýj- ar nætur, vinna í rauninni magra manna verk. Þessi tæki kosta mikinn pening fyrir utan allt viðhald og það væri því ekki nema eðlilegt, að skipin fengju stærri aflahluta en var áður, þegar allt var gert í hönd- unum. — Tekur þú þorskanótina eftir áramótín? — Ætli það hreyfi nokkur maður línu. Það er skaði, því Andrés Finnbogason: — Þorska nótin er stóra spurningin. — línufiskurinn 'er bezti fiskur, sem kemur á land. En meðan menn tapa á slíkri útgerð, er ekki von á, að þeir haldi henni áfram. Þorskanótin gafst vel í fyrravetur og líklega verður hún alls ráðandi í vetur. Það er stóra spurningin á þorskvertið- innj í vetur: Gengur nótin eins vel og í fyrra? >«!» Sfðastan náðum við í INGV- AR VILHJÁLMSSON, útvegs- bónda í Reykjavik. — Þú ert með mikla aðstöðu í landi. Hvernig lízt þér á? — Þetta stendur náttúrlega allt tómt, þegar sfldin veiðist ekki. — Hefur þú ekkert verið að hugsa um sfldarflutninga aust- an að? — Þetta er allt ósköp ó- tryggilegt þarna fyrir austan og gæftirnar ekki góðar. Það er erfitt fyrir aðeins nokkra báta að veiða þar á þessum tima, þegar þeir þurfa líka að sjá 'um alla síldarleit sjálfir. — Hafið þ’ið, þá ekki áhuga á síldarflutningum? — Jú, áhuginn er svo sem nógur. En þetta er dálítið flók- ið mál. Það er löng leið að sigla með síldina kringum hálft landið og flutningskostnaður- inn verður mikill. Það rentar sig varla. — ITvaða álit hefur þú á til- Ingvar Vilhjálmsson: — Síldar- flutningamir renta sig ekki. — raunum með síldardælur á Þyrli? — Það er framtíð í sildardæl- unum. En okkur vantar stór síldarflutningaskip. Þyrill er allt of lítill. Þeg:.. hér var komið sögu, var fúndarstjóri búinn að slá hamarinn í þorðið nokkrum sinnum af óþolinmæði og við sáum okkur þann kost vænstan að sleppa Ingvari lausum. Verðtrygging hinno nýju spariskírteina jafngiidir fjórfestíngu í fasteign. Verðtryggðu spariskírteinin eru til sölu í Rvík hjá öllum bönkum og útibúum þeirra og nokkrum verðbréfasölum. Utan Reykjavíkur eru spariskír- reinin seld hjá útibúum allra bankanna og stærri sparisjóðum. SEÐLABANKI ISLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.