Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 6
6
V I S I R . Mánudagur 30. nóvember 1964
mmmmmmmmmmmmmmmmmamm
íþrótfir —
Pramhald at bls. 2.
við Þrótt, sem er einn erfiðasti
andstæðingur þess. I hálfleik var
staðan 5:5 og Haukur Þorvaldsson
náði forystunni fyrir Þrótt með
6:5. Síðan er leikurinn mjög jafn
þar til í 11:10, sem Haukur skor-
aði einnig en nú úr vítakasti. Þá
var það að Þróttaliðið gafst hrein-
lega upp og síðustu 3 mörkin skor-
aði Valur, Sigurður Dagsson,
Bergur Guðnason og Gunnsteinn
Skúlason. Vann Valur því 14:10,
sem var nokkuð verðskuldaður
sigur.
Valsliðið náði þarna ekk’i sinu
bezta, langt því frá, en Hermann
Gunnarsson og Sigurður Dagsson
voru allgóðir í gær og Jón B. Ól-
afsson 1 markinu gerði margt
snoturlega. Þróttarl'iðið var lélegt,
ef undan eru skildir Haukur Þor-
valdsson, sem er mjög laginn hand
knattleiksmaður og Grétar Guð-
mundsson, sem hefur góða tilfinn-
ingu fyrir leiknum. Guðmundur
Gústafsson var aftur í marki Þrótt
ar og auðvitað var það mikill styrk
ur fyrir liðið, að fá þenna reynda
landsliðsmarkvörð sinn, jafnvel
þótt hann hafi litla sem enga æf-
ingu að baki í vetur.
Dómarar í gær voru Daníel
Benjamínsson í fyrsta og þriðja
leik, en Birgir dæmdi leik Fram
og Víkings. Báðir komu allvel frá
starfi sínu.
— jbp —
Nelgi P. —i
•■'ramh. a< 16. síðu
þessari bók e'iga að vera allir
samningar milli ríkja og al-
þjóðlegir samningar, sem Island
var aðili að í árslok 1961, en
bókin nær fram að þeim tíma.
Samningunum fylgja skýr-
greiningar um hvernig og hve-
nær ísland varð aðili að þeim,
og eigum Við hér eftir ekki að
vera í efa um, hvar við strönd
um í þessum málum.
— Sumir samninganna áttu
að taka gildi við undirritun, en
oft gleymdist í gamla daga að
undirrita þá af hálfu íslands,
svo hér hafa mörg vafaatriði
verið skýrð. Elzti samningurinn
í bókinn'i er verzlunar- og frið-
ársamningur við Breta árið
1660.
Hcmdrit —
Framh. at bls 16
hendingu og hefði danska stjórn
in klofnað ef reynt hefði verið
að gera það þá.
En eftir kosningarnar 1960
opnaðist leið að nýju segir blað-
ið og telur það að málið hafi
verið hafið að nýju með leyni-
legum fundi þeirra Viggo Kamp
manns og Jörgen Jörgensen af
Dana hálfu og Ólafs Thors og
Gylfa Þ. Gíslasonar af Isiend-
inga hálfu, þegar fundur Norður
landaráðs var haldinn í Kaup-
mannahöfn í febrúar 1961.
Næsti þáttur málsins var, seg-
ir Berlingske Aftenavis, að rikis-
stjórn íslands tilkynnti 2 marz
gegnum sendiráðið I Kaupmanna
höfn, að hún óskaði að leggja
fram lista yfir þau handrit, sem
þeir vildu fá. Listinn kom svo
innan tíðar og skömmu síðar
hófust heimsóknir íslenzkra
prófessor til Kaupmannahafnar.
Segir Berlingske Aftenavis, að
Sigurður Nordal og Einar Ól.
Sveinsson hafi tvisvar komið til
Kaupmannahafnar, en svo mikil
leynd hafi verið yfir þessu, að
þeir hafi ferðazt incognito. ís-
lenzki óskalistinn sem settur var
fram í byrj. hafði inni að halda
2120 handrit, en eftir að viðræð-
ur voru hafnar féllst íslenzka
ríkisstjórnin á að sleppa nokkr-
um handritum og telur blaðið
upp í þeim hópi m. a. handrit
af Heimskringlu, Ólafs sögu
helga, Sverris sögu og Örvar-
Odds sögu.
LIU —
Churchill —
Framh. af bls. 16
víða um veröldina sem hermað-
ur og blaðamaður og lenti f ó-
tal ævintýrum, þar sem hann
hætti lífi sínu. Varð hann ung-
ur þjóðfrægur í Bretlandi fyrir
bækur sínar um þessar ferðir
og fór þar bæði saman, að at-
burðirnir í þeim voru spenn-
andi og hitt hve frábærlega vel
þær voru skrifaðar. Eru þær
enn dæmi um hinn bezta rit-
stíl enskunnar á okkar öld.
Á þessari frægð flaut Church-
ill inn í stjórnmálin. Honum
gekk þó ekki sérlega vel á því
sviði fyrst í stað og má það t.d.
undarlegt kallast að hann átti
mjög erfitt með að halda ræður
Löngu síðar hefur hann verið
viðurkenndur sem einn áhrifa-
mesti ræðusniliingur, sem uppi
hefur verið. í stjórnmálunum
gekk síðan á ýmsu hjá honum.
Hann var orðinn flotamálaráð-
herra í fyrri heimsstyrjöldinni,
en varð að segja af sér eftir
Gallipoli-hneykslið. En yfirleitt
má segja, að hann hafi ekki not
ið sérlegs trausts. Hann var tal-
inn kærulaus ævintýramaður og
ákaflega óflokksþægur, skipti
tvisvar um flokk og í bæði
skiptin með illindum miklum.
I^'rægðarferill hans byrjar þá
fyrst fyrir alvöru, þegar
nasistar voru komnir til valda
í Þýzkalandi. Gerðist hann þá
frá upphafi svarinn andstæðing
ur nasista .enda hafði hann jafn
an tilheyrt þeim hópi, sem leit
á Þjóðverja, sem hættulegustu
fjandmenn brezka heimsveldis-
ins. Hann mótmælti og barðist
gegn sérhverjum undanslætti
fyrir Þjóðverjum. Þannig varð
hann smám saman tákn mót-
spyrnunnar gegn nasistum, og
þegar óiögin skullu yfir, ósigur
inn í. Noregi og herför Þjóð-
verja hófst vestur á bóginn og
nauðsynlegt var að mynda
enska þjóðstjórn, var svo kom-
ið, að enginn annar kom til
greina sem forystumaður Breta
en hann.
Það er mynd Churchills frá
stríðsárunum, sem verður varð-
veitt í sögunni. Þá nutu sín
hinir sérstöku forystuhæfileik-
ar hans. Maðurinn með vindil-
inn og V-merkið varð öflugt
tákn baráttunnar, hvort sem
hann stóð yfir rústum húsa í
loftárásunum á London eða
hann sat á fundi með vini sín-
um Roosevelt. Hins vegar fékk
Churchill ekki að ráða eins
miklu og hann átti skilið um
uppgjör styrjaldarinnar. Þar
réði óheillavænleg stefna Roose
velts of miklu, en nokkru gat
Churchill þó komið til réttrar
leiðar.
'p'ftir heimsstyrjöldina varð
Churchill að þola þau
sáru vonbrigði og það van-
þakklæti sem þjóðin sýndi hon
um er hann tapaði fyrstu kosn-
ingunum eftir stríð. Orsakir
þess voru upplausn nú sem
fylgdi styrjöldinni. En hann átti
þó eftir að fá úrbót, þegar
flokkur hans vann sigur að
nýju nokkrum árum síðar og
hann tók aftur við stjórnarfor-
ystunni. En þá var liðið að
lokum starfsdagsins, og hann
lét af völdum sáttur við guð
og menn, elskaður af þjóð sinni
og dáður sem sögufræg hetja
í veraldarsögunni.
Framh af bls 16
Bjömsson, Reykjavík, Tómas Þor-
valdsson, Grindavík, Margeir Jóns-
son, Keflavík, Þórarinn Pétursson,
Grindavík, Víglundur Jónsson, Ól-
afsvík, Júlíus Ingibergsson, Vest-
mannaeyjum, Albert Guðmundsson
Tálknafirði, Ölver Guðmundsson,
Neskaupstað.
Varamenn frá togaradeild: Jón-
as Jónsson, Reykjavík, Jón Axel
Pétursson, Reykjavfk, Sæmundur
Auðunsson, Reykjavík, Gísli Kon-
ráðsson, Akureyri, Valdimar Indr-
iðason, Akranesi, Helgi Þórðarson,
Hafnarfirði.
I fundarlok var einróma sam-
þykkt að gefa 25 þúsund krónur
í sjóslysasöfnunina á Flateyri.
Vegir —
Framh ar bls. 1.
gær og áttu ökumenn fullt í farigi
með að halda bílum sínum á veg-
unum. Sumir munu hafa lent út
af, þ. á m. stór vörúbíll frá Blöndu
ósi sem fór út af veginum og lenti
á hliðina undir Hafnarfjalli. Vitað
er a. m. k. um einn bíl sem fór
út af í Kjósinni í gær.
Vegna hálkunnar I gær og mjög
óhagstæðrar veðurspár auglýsti
Norðurleið í gærkveldi að ferðir
milli Akureyrar og Reykjavíkur
féllu niður í dag. Þær munu þó
teknar upp f morgun aftur að öllu
forfallalausu og verða daglega til
jóla svo fremi sem færð og veður
hamla ekki.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegamálaskrifstofunni eru allar
aðalleiðir út frá Reykjavík færar
bifreiðum, en fljúgandi hálka á
öllum vegum og þarf hvarvetna að
viðhafa ýtrustu varkárni við akstur
Fært er um Suðurlandsundir-
lendið allt, og sömuleiðis er sæmi
Ieg færð úr Reykjavík til Húsavík-
ur, en þaðan er aðeins tæft stbr-
um bílum áfram til Raufarhafnar.
Þá er og fært um Bröttubrekku og
vestur í Dali, Á Snæfellsnesinu er
færð hvað þyngst, og snjóaði þar
mikið undanfarna daga. Samt
var sæmileg færð yfir Kerlingar-
skarð og til Stykkishólms. Þaðan
átti að ryðja snjó af veginum til
Grundarfjarðar í dag og verður að
öllu forfallalausu fært þahgað í
dag. Yfir Fróðárheiði er færð þung
og naumast fært nema jeppum
og stórum bílum.
Verzlnnir —
Framh .af bls. 1.
þá dómsniðurstöðu verða verzlan-
ir í Reykjavík opnar á morgun.
Verzlunarmenn höfðu óskað eftir
að 1. maí, fyrsti mánudagur í á-
gúst og 1. des., yrðu úrskurðaðir
frídagar hjá verzlunarfólki. Þeir
fengu hina tvo en ekki 1. des."
Vísir hafði einnig tal af Guo-
mundi Garðarssyni, form. Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur um
þetta mál. Hann kvað ekkert á-
kvæði vera I samningum VR um
það, að 1. des. skyldi vera frídag-
ur hjá verzlunarfólki, og því
myndi verzlunarfólk vinna á morg-
un úr því að viðsemjendur þess á-
kvæðu að svo skyldi vera, nema
samkomulag yrði við einstaka at-
vinnurekendur um að þeir gæfu
fólki sinu frí. Guðmundur kvaðst
þó persónulega hafa tilhneigingu
til að halda að 1. des. hefði unnið
sér hefð sem almennur frídagur
eftir hádegi, en lögákveðinn frí-
dagur væri hann ekki.
Vísir fékk upplýsingar um það
hjá Stjórnarráðinu að skrifstofur
þess yrðu lokaðar eftir hádegi á
morgun eins og venja hefir verið
undanfarin ár, og að líkindum
munu aðrar oþinberar skrifstofur
og stofnanir fara að dæmi þess,
enda er þ;._ í samræmi við niður- j
stöður kjaradóms opinberra starfs- I
manna.
íslenzku spilin í eljta skinnhulstri eru tilvalin jólagjöf
til vina yðar, innlendra sem erlendra. Mannspilin bera
myndir íslenzkra fornmanna og fylgir skýringapési á
ensku, þar sem greint er frá hverri sögupersónu á skil-
merkilegan hátt.
Fást í bóka- og ritfangaverzlunum,
minjagripaverzlunum og víðar.
Magnús Kjaran
Hafnarstræti 5 — Sími 24140.
AUGLÝSING UM
SAMKEPPNI
Alþjóðafjarskiptasambandið hefur í tilefni
af aldarafmæli sínu á næsta ári ákveðið að
efna til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni
um höggmynd, sem reist yrði framan við
hús sambandsins í Genf.
Þeir íslenzkir listamenn, sem áhuga kynnu
að hafa á þátttöku í samkeppni þessari,
geta snúið sér til póst- og símamálastjórn-
arinnar um allar nánari upplýsingar og ósk-
ast það gert fyrir 15. desember n. k.
Reykjavík, 28. nóvember 1964
Póst- og símamálastjómin.
Chevrolet óskast
Vil kaupa Chevrolet árgerð 1950—1952 gegn
góðum og tryggðum mánaðargreiðslum. Þeir
sem vildu sinna þessu gjöri svo vel að leggja
inn tilboð hjá Vísi fyrir fimmtudagskvöld
merkt „Chevrolet“
Volkswagen micra buss '60
Til sölu og sýnis hjá Garðari Skipholti 25. UppL í sima
20988 •