Vísir - 30.11.1964, Page 15

Vísir - 30.11.1964, Page 15
V í S I R Mánudagur 30. nóvember 1964 15 .•.‘.v.v.v.v.v.v.v.vav.v. ARTHUR CONAN DOYLE: drepinn í, eða ég handtekinn. Hún fann allt I einu sjálf, að ég gat lesið þetta allt úr augum hennar og svip, og nú varð andlit hennar góðvilr in ein, hún brosti til mín, en það var of seint, ég hafði fengið mina aðvörun. — Ég vil ekki fara upp, sagði ég. Ég hefi hér allt, sem mig langar í. Hún horfði á mig af sva mikilli fyrirlitningu, að á engu andliti hefði slík fyrirlitning getað komið skýrar í ljós. — Gott og vel. Þú getur tekið þessar medalíur. Ég held, að þú ættir að byrja hérna. Verðmæti þeirra verður jafnt þegar búið er að bræða þær — en þessar hérna eru sjaldgæfastar, og hann mun taka sárast að missa þær. Það þarf ekki að brjóta lásinn. Ef þú þrýstir á þennan hnúð muntu komast að raun um, að undir er leynifjöður, og kistan opnast. Svona, taktu þessar litlu fyrst — hann hefir langmestar mætur á þeim. Hún hafði opnað eina kistuna og þarna iágu allir þ'essir fallegu minn ispeningar fyrir framan mig. Ég snerti við einum þeirra, er allt I einu varð svipbrqyting á henni, og hún lyfti fingri eins og í aðvörunar skyni: — Uss, hvíslaði hún. Hvað er þetta? í þögninni sem ríkti heyrðum við allt í einu eins og fjarlægt þrusk og fótatak, Hún lokaði kistunni í einu vetfangi. — Það er maðurinn minn, hvísl- aði hún. Vertu ekki hræddur. Ég skal sjá fyrir öliu. Fljótur — hérna bak við gluggatjaldið. Hún ýtti mér aftur fyrir glugga- tjöldin með myndunum. Ég hélt enn á tóma leðurpokanum. Svo tók hún kertisstubbinn og gekk inn í her- bergið sem við höfðum verið í áð- ur. Þaðan sem ég stóð gat ég séð hann í opnum dyrunum. — Ert það þú, Robert? kallaði hún. Birtuna frá kertinuvlagði gegnum safndyrnar og fótatakið heyrðist aftur, nær og nær. Og svo sá ég allt í einu stórskorið, Iuralegt and- lit, allt í hrukkum, og gríðar stórt, bogið nef, og gullspangargleraugu. Það var eins og hann yrði að setja hnykk á höfuðið aftur á oak til þess að geta séð með gleraug- unum og þá minnti nefið hans á stórt fuglsnef, sem skagaði fram. Hann var stór maður, mjög hár og þrekinn, og í víða sloppnum, sem hann var í, sýndist mér hann næst- um fylla upp í gættina. Hann var með mikið, hrokkið, grátt hár, en hann var skegglaus, varirnar þurr- ar, eins og samanbitnar, og næst- um eins og faldar undir nefinu mikla. Þarna stóð hann og hélt á kertastjaka með logandi kerti, og horfði einkennilegu, illilegu tilliti á konuna sína. Ég þurfti ekki að horfa á hann nema andartak ti' að sjá, að það var sami „kærleik- ur“ í hans huga til hennar, sem i huga hennar til hans. — Hvað á þetta að þýða? spurði hann. Einhverjir nýir duttlungar? Af hverju ertu að þessu rápi um húsið? Af hverju ferðu ekki að hátta? — Ég gat ekki sofið, sagði hún deyfðar- og þreytulega. Hafi hún verið leikkona fyrr, hugsaði ég, þá gat hún leikið enn. — Leyfist mér að segja, sagði | hann háðslegri röddu, að þeim sofn ast vel, sem hafa góða samvizku. j — Það fær ekki staðizt, ag ú 1 hún, því að þú sefur mjög vel. Hann varð öskugrár af reiði >g það var sem hárin risu á höfði hans. Hann stóð þarna eins og hann minnti á gamlan páfagauk. — Það er aðeins eitt, sem ég fyrirverð mig fyrir, sagði hann, og þú veizt vel hvað það er, mistök, sem fólu í sér sína eigin refsingu. — Sem bitnaði á mér ekki síður en þér. Gleymdu því ekki. — Þú hefur ekki yfir neinu að kvarta Ég hlaut niðurlæginguna — þú upphefðina. - Upphefð! — Já, upphefð. Þú getur varla neitað því, að það er upphefð að hverfa af fjölum söngléikahúss t|j Mannering Hall. Ég hefði aldrei átí að kippa þér þaðan, sem þú átt heima. — Fyrst þú lítur svo á ættirðu að skilja við mig. — Néi, það er betra að þjást svo lítið beri á en að þola háðung frammi fyrir öllum umheiminum. Það er auðveldara að þjást vegna mistaka en að kannast við þau. Þar eru ástæðurnar. Og mér er það nokkur fróun að hafa þig ná- Iægt mér og vita, að þú getur ekki farið aftur til hans. * — Þorpari, huglaus þorpari! — Já, já, lafði mín. Ég véit um þínar leyndu þrár en þeim skal ekki fullnægt verða meðan ég lifi,- og ef slíkt gerðist eftir að ég er dauður, skal ég sjá um, að þú farir til hans fátæk sem förukona. Þ’ið, þú og hann Edward þinn, skuluð aldrei njóta ánægjunnar af að eyða fjármunum mínum. Þetta skaltu íhuga vel, lafði mín. Af hverju hefur þessi gluggi verið opnaður? — Ég opnaði hann. Það er þungt loft hér. — Það er óvarlegt. Veiztu nema éinhver flakkari kunni að vera á stjákli fyrir utan? Veiztu, að safn- ið mitt af minnispeningum er hið verðmætasta slíkt safn sem til er? Og þú skilur allar dyr eftir opna'. Einhver gæti brotizt inn og stolið úr kistum mínum. — Ég var hérna. — Ég veit, að þú varst hérna, — ég ve'it að þú varst inni í minn- ispeninga-herberginu. Þess vegna kom ég niður. Hvað varstu að ge.a? — Ég var að skoða medalíumar. Hvað annað gæti ég hafa verið að gera? — Ég hef ekki orðið var við slíka forvitni <hjá þér fyrr. Hann horfði á hana með grun- semd í augum og færði sig í áttina til innra herbergisins og hún gekk við hlið hans. Það var á næsta augnabliki sem mér brá illa. Ég hafði skilið hníf- inn minn eft'ir á einu kistulokinu og hann blátt áfram blasti þar við augum. Hún sá hann áður en hann kæmi auga á hann og af meðfæddri kvennaslægð hélt hún Ijósinu þann- ig, að hann kom ekki auga á hann, en með vinstri hendi greip hún hnífinn og hélt honum þétt að serk sínum. Lávarðurinn renndi augum yfir kistur sínar — hann fór eitt sinn svo nærri mér, að ég hefð'i getað gripið um langa nefið hans — en hann varð einskis var sem benti til að hróflað hefði verið við gull- medalíunum, svo hélt hann, urr- W<irþ^if>öl,drandf aftur inn í jiitt herbergið. Og nú segi ég frá því, sem ég heyrði f.ekar en sá, en ég sver, að ég segi ekki nema sannleikann, og stæði ég frammi fyrir skapara mínum mundi ég segja hið sama. Þegar þau voru komin í ytra her- bergið sá ég hann leggja kerta- stjakann, sem hann hafði haldið á, á hom eins borðsins, og svo sett- ist hann þannig, að ég gat ekki séð hann, en hún var á hreyfingu fyrir aftan hann, og í birtunni af kerti hennar sá ég skugga hans á gólfinu fyrir framan hann. Og svo fór hann að tala um þenn an Edward, og hana hlýtur að hafa sviðið undan hverju orði hans, eins og hann hefði skvett framan í hana brennisteinssýru. Ég gat ekk'i heyrt allt, sem hann sagði, en nóg til þess, að ég gæti trúað að hún hefði heldur viljað vera lamin nak- in með svipu. 1 fyrstu svaraði hún reiðilega, en svo hætti hún því og var þögul, en hann hélt áfram að kvelja hana, nístings kaldri hæðnis- röddu, nöldrandi, móðgandi, kvelj- andi, þar til ég fór að furða mig á, að hún skyldi geta þolað þetta öllu lengur, — geta staðið þarna þögul og hlustað á þetta. Og svo heyrði ég hann segja allt í einu: — Stattu ekki þarna fyrir aftan mig. Slepptu takinu á kraga mín- um. Hvað — dirfistu að slá mig? Ég heyrði eins og dimmt hljóð og svo heyrði ég hann æpa: — Guð minn góður, það er blóð! Ég heyrði eins og þrusk, eins og hann væri að reyna að standa á fætur, og svo heyrði ég aftur eins og dimmt hljóð, og hann veinaði: — Ó, þú kvendjöfull! Og allt var kyrrt, nema þar sem dropar féllu á gólfið. Þegar svo var komið svipti ég til ! henginu og æddi fram á gólfið, og i ég skalf allur og nötraði af til- hugsuninn'i um hversu hræðilegt þetta væri. Gamli maðurinn hafði eins og hniprazt saman í stólnum og sloppurinn smokraðist upp að aftan svo það var eins og hann • væri með kryppu. Gullspangargler- , augun hengu enn á stóra nefinu, þótt höfuðið hallaðist nú máttlaust til til annarrar hliðarinnar, og munnurinn var opinn eins og á dauðum fiski. Ég gat ekki séð hvað an blóðið kom, en það draup niður stöðugt. Hún stóð fyrir aftan hann með kertaljósið í hendinni og birt- una Iagði á andlit hennar. Hún kipr aði saman varirnar og það var ann- arleg birta f augum hennar og það vottaði- fyrir roða í kinnunumi- Það eitt hafði yantað á, fannst mér, að hún fengi þennan roða til þess að verða fegursta konan í heiminum. — Nú eruð þér búnar að því, sagði ég. — Já, sagði hún á sinn rólega hátt, nú er ég búin að því. — Hvað ætlið þér að gera? spurði ég, það er eins víst og að tveir og tveir eru fjórir, að þér verðið ákærðar fyrir morð. — Þú skalt ekki hafa neinar á- hýggjur af mér. Ég hef ekki neitt til að lifa fyrir. Það skiptir ekki máli hvað um mig verður. Hiálp- aðu mér til þess að laga hann til í stólnum. Það er hræðilegt að sjá hann svona. Ég gerði það, þótt það færi kuldahrollur um mig að snerta hann. Ég varð blóðugur á höndun- um og .það lá við, að mér yrði óglatt. — Nú, sagði hún, nú er víst bezt að þú fáir medalíurnar. Þú getur eins fengið þær og hver annar. Taktu þær og farðu svo. I SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum OUN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3 Sími 18740- Blómabúbin Hrísateig 1 simar 38420 & 34174 -MOWUZZ. _ -rtS, AR-7ROF ?E7 Oh i ri= FAttE Tr' "^lð'POST, K0UN7UP TKE CONSPIRATORS - WHILE COLONEL JU77 FEARS TARZAN'S WOUN7 MAY gE FATAL. Fallhlífarlið Mombuzzis um- KiTngir samsærismennina, en Judd yfirforingi óttast að sár Tarzans geti verið lífshættulegt. Hnífslagið, sem þú hefur hlotið, mundi hafa.verið banvænt veik- : aœ’ÆrsœjfíSisííBátís • ■-■í'srrnrr- byggðari manni, en þú ert, Tarz- an, segir Judd. Við gefum þér blóðvatn og deyfilyf þangað til þyrla Rollos læknis kemur. Þakka þér Judd, yfirforingi... Ég ... rödd Tarzans deyr út. TIL SÖLU \2 herb. íbúð ódýr risibúð við j Miklubraut. 2 herb. íbúð í Vesturbænum. | 3 herb. íbúð við Kleppsveg. Þvotta- hús á hæðinni. 3-4 herb. ibúð við Nökkvavog, kjall | ari. 4 herb. íbúð við Hjallaveg, bílskúr fylgir. 4 herb. góð íbúð við Ljósheima, vel innréttuð fbúð, svalir, tvö- falt gler, .eppi fylgja. 4 herb. stór íbúð við Barmahlíð, bílskúr. 5 herb. íbúð í sambyggingu við Álf heima. 2 stofur, 3 svefnherbergi, eldhús, bað, sér þvottahús á hæðinni, tvennar svalir, fbúðar- herbergi með snyrtingu fylgir á jarðhæð. Sér geymsla í kjallara. Endaíbúð. 6 herb. endaíbúð við Hvassaleiti í sambyggingu, nerb. fylgtr f kjall TIL SÖLU í SMÍÐUM Einbýlishús við Mánabraut f Kópa vogi, byrjað verður á húsinu eft ir áramót. Hæðin um 130 ferm. 5 herb. og eldhús, bað þvotta- hús, geymsla, á jarðhæð er inn- byggður bílskúr, geymslur og hiti. Selst fokhelt. Teiknihg ligg Ur fyrir á skrifstofunni. J:i Ingimarsson lögm. Hafnarstr 4, etmi 20555, sölum. Sigurgeir ' "agnússon, kvöldsfmi 3494“ ■m 52

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.